Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Því fylgir ánægja að sjá hvernig landið breytist um leið og tré festa rætur, lundir verða til og stækka og heilu skógarreitirnir taka að breiða úr sér. Skógarnir hafa góð áhrif á veðurfarið og lífræn ræktun og end- urnýting skipta miklu máli, því auðlindir jarðar eru ekki óendanlegar. Við þurfum að endurskoða hvernig við högum okkur, hvernig við lítum á jörðina og bæta fyrir það sem aflaga hefur farið á liðnum öldum,“ seg- ir Jónatan Garðarsson, formaður Skógrækt- arfélags Íslands. Vilja hlúa að gróðri jarðar Næstkomandi laugardag, 27. júní, verð- ur Skógræktarfélag Íslands 90 ára og af því tilefni verður tekið til hendi og gróðursett í Vinaskógi, sem er nærri Þingvöllum. Margir verða kallaðir til þessa viðburðar og velunn- urum skógræktarstarfsins í landinu er boðið að taka þátt. „Skógræktarfélög um allt land spruttu upp úr grasrótinni, ungmennahreyf- ingunni og ámóta félögum á sínum tíma, fé- lögum þar sem fólk kom saman til að láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Þessi andi er enn ríkjandi fólk fylkir sér um sömu hugsjónir og voru fyrir 90 árum,“ segir Jón- atan. Við undirbúning afmælisins var fyrsta hugmyndin sú að halda málþing þar sem sjónum væri beint að ungu fólki og framtíð- inni. Mikilvægt er, segir Jónatan, að marka næstu skref, horfa til framtíðar og efla vit- und ungs fólks, það er komandi kynslóða, fyrir mikilvægi skógræktar. Málþingið átti að halda í tengslum við afmælið, 27. júní, en var slegið á frest um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar og forsetakosninganna sem verða þennan dag. „Þeir sem starfa af hugsjónamennsku í skógræktarfélögum eiga það sameiginlegt að vilja hlúa að gróðri jarðar. Vinna að land- bótum þannig að landið okkar verði grænna og gróðursælla með hverju árinu sem líður,“ segir Jónatan sem fékk ungur mikinn áhuga á þessum efnum og hefur lengi starfað á vettvangi Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Hann var svo kjörinn formaður Skógrækt- arfélags Íslands fyrir tæpum þremur árum. Horft til langs tíma „Skógrækt er langtímaverkefni og kennir okkur að vera þolinmóð og sýna þrautsegju og horfa til langs tíma, í stað þess að ætlast til að allt gerist í sviphend- ingu,“ segir Jónatan. „Skógræktarfélögin hafa verið og eru skipuð frábæru fólki sem hefur lagt sig fram um að sinna uppeldi plantna, gróðursetningu, áburðargjöf, grisj- un og öllu sem tengist því að koma upp heil- brigðum og fallegum skógi. Þetta fólk hefur unnið af hugsjón og trúmennsku á und- anförnum áratugum og ennþá eru margir sem halda þessu merki á lofti.“ Nú er skógræktarstarf að talsverðum hluta orðið atvinnugrein, sbr. bændaskóg- rækt sem stunduð er víða um landið. Jón- atan segir það hins vegar ekkert trufla sjálf- boðastarf áhugafólks. Skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst hugsað skógrækt- arsvæði sín sem yndis- og útivistarskóga og mörg slík svæði hafi verið opnuð og gerð al- menningi aðgengileg undir samheitinu Op- inn skógur. Um síðustu helgi hafi 17. svæðið undir þeim merkjum, það er Álfholtsskógur við Akrafjall í Hvalfjarðarsveit verið opn- aður með viðhöfn. Einnig megi, þó ekki sé á annað hallað, nefna Snæfoksstaði í Gríms- nesi. Þar byrjaði Óskar Þór Sigurðsson kennari á Selfossi að gróðursetja með börn- um bæjarins fyrir rúmum sextíu árum og nú er þar orðinn stæðilegur skógur, sem Óskar vitjar reglulega um enn í dag. Dæmi um slíka drift og hugsjón í ræktun skóga lands- ins séu mörg og störfin mikilvæg. Nauðsynlegt í loftslagsbaráttu Langt fram eftir 20. öld var skógrækt- arstarf hluti af viðfangsefnum kynslóð- arinnar sem stofnaði lýðveldi. Nú er full- veldi litið öðrum augum. Barátta gegn loftslagsbreytingum er áberandi í dag og hluti af verkfærunum til að berjast gegn hlýnun andrúmsloftsins er að rækta skóg. Af þessu tilefni má spyrja hvort skógrækt- arstarf sé jafnan öðrum þræði pólitískt eða hafi mjög víðtæka samfélagslega skír- skotun. Jónatan segir að svo megi vel vera í einhverjum skilningi. Skógræktarfólk velti slíku ekki fyrir sér heldur sinni sínum við- fangsefnum af hugsjón og hafi af þeim lífs- fyllingu. Hlýnun jarðar sé vandamál sem alla varðar; þróun sem verði að snúa við. „Skógrækt er nauðsynleg í baráttu gegn hlýnun andrúmsloftsins og það er afar mikilvægt að gróðursetja margfalt meira árlega hér á landi en gert er núna. Við meg- um engan tíma missa. Því fyrr sem okkur tekst að auka þann fjölda trjáa sem fer í mold árlega, því betur mun okkur ganga að takast á loftslagsvána. Við þurfum að auka gróðursetningu um margar milljónir plantna á ári. Svo það takist þurfa innvið- irnir að vera til staðar. Gera þarf lang- tímaáætlanir svo að gróðrastöðvar geti starfað af öryggi. Ný skógræktarlög hafa tekið gildi, sem er gott mál, og það er mik- ilvægt að landsáætlun í skógrækt sem unnið hefur verið að fari vel af stað og njóti óskor- aðs stuðnings stjórnavalda.“ Landið okkar verði gróðursælla, segir Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Íslands sem nú er 90 ára Yndislundir Kjarnaskógur sunnan við Akureyri er víðfeðmur og vinsælt útivistarsvæði. Auka gróðursetningar um milljónir plantna  Jónatan Garðarsson er fæddur í Hafn- arfirði árið 1955. Hann stundaði nám við Flensborgarskólann og Menntaskólann við Hamrahlíð. Starfaði við hljómplötuútgáfu um árabil og hefur fengist við blaða- mennsku. Hann stjórnaði menningarþætt- inum Mósaík á RÚV, hefur gert fjölmarga útvarpsþætti en störf hans hafa mikið tengst tónlist og sagnfræði.  Starfar í dag hjá RÚV sem ritstjóri út- varpsdagskrár. Formaður Skógrækt- arfélags Íslands frá 2017. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógrækt Langtímaverkefni og kennir okkur að vera þolinmóð og sýna þrautseigju og horfa til langs tíma, segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hér í viðtalinu. Litadýrð Horft úr Heiðmörk, skógræktarsvæði Reykjavíkur, í austur til Hengilsins. Þyrla Land- helgisgæsl- unnar var köll- uð út um klukkan hálfell- efu í gærmorg- un eftir að mað- ur féll í sjóinn við Eiðsvík. Maðurinn var á seglbretti þegar atvikið varð, en hann komst sjálfur í land. Sjónarvottar gerðu lögreglu við- vart og talsverður viðbúnaður varð vegna óhappsins. Björgunarbátum var stefnt á svæðið, auk þyrlunnar. „Þetta var töluvert umfangs- mikið, bæði lögregla og slökkvilið. Þyrlan var komin þarna yfir en svo komst hann sjálfur í land svo það kom ekki til þess að þeir þurftu að fara í einhverjar aðgerðir,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar. Maðurinn varð viðskila við segl- brettið en því skolaði á land í Viðey. Viðbúnaður vegna manns sem féll af seglbretti Sport Staðið á segl- bretti við Gróttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.