Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 60 ára Magnús Óli er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði og býr þar. Hann er húsa- smíðameistari að mennt og er forstjóri Innness. Magnús Óli er formaður Félags atvinnurekenda. Maki: Erla Dís Ólafsdóttir, f. 1961, hús- móðir. Börn: Sigríður Þóra, f. 1981, Jenný, f. 1984, Elísabet Rós, f. 1988, d. 1989, Fann- ey Rós, f. 1989, og Magnús Óli, f. 1992. Barnabörnin eru orðin fimm. Foreldrar: Ólafur Kristján Guðmundsson, f. 1928, d. 2007, húsasmíðameistari og rak trésmíðaverkstæðið Trévirki, og Sig- ríður Þóra Magnúsdóttir, f. 1929, d. 2000, verslunarkona. Þau voru búsett í Hafn- arfirði. Magnús Óli Ólafsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er lag að gera eitthvað í sínum heilsumálum. Gerðu hvað þú getur til þess að víkka sjóndeildarhringinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt komast yfir upplýsingar sem þú áttir ekki að fá. Brettið bara upp ermarnar og hefjist strax handa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Líklegt er að þú talir meira við fólk í vinnunni á næstunni en oft áður. Sinntu þínu og þá munt þú verða ofan á þegar vinda lægir aftur á vinnustaðnum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu kátur því þú mátt eiga von á því að eitthvað nýtt og framandi skjóti upp kollinum í lífi þínu. Láttu rifrildi ekki eyði- leggja allt. Leggðu þitt af mörkum til að bæta heiminn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er ekki tími til að vera með neitt hangs. Rasaðu ekki um ráð fram á loka- sprettinum. Hlutirnir eiga eftir að breytast til betri vegar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er um að gera að njóta líðandi stundar, því hún kemur aldrei aftur og betra að hafa hana góða í minningunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það bendir ýmislegt til þess að gam- all draumur þinn muni nú rætast. Láttu meta það á næstu dögum, það verður hagstætt fyrir þig. Farðu ekki út fyrir þau mörk sem þú settir þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft á aukinni einveru að halda til að hugsa um lífið og tilveruna og til að ná áttum. Njóttu dagsins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér kann að hugkvæmast ný leið til tekjuöflunar. Reyndu að koma skipulagi á hlutina áður en lengra líður á árið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óvænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Hraðinn í þínu daglega lífi eykst dag frá degi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert upp á þitt besta og get- ur nánast samið um hvað sem er því þú færð fólk svo auðveldlega á þitt band. Gríptu tækifærið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert hrókur alls fagnaðar um þessar mundir og færð hvert heimboðið á fætur öðru. Vertu opin/n fyrir hvers konar fyrirgreiðslu. ingasamband sem væri innan ÍSÍ og lyfjaeftirlitsins. Upp úr því tók ég við formennsku aganefndar Al- þjóðakraftlyftingasambandsins og síðan formennsku lyfjaeftirlitsins núvirði en þegar landsliðið var búið að vinna silfur á Ólympíuleikunum og fjárhagurinn kominn í gott lag þá hættum við. Eftir það var ég beðinn um að stofna nýtt kraftlyft- S igurjón Pétursson fædd- ist 22. júní 1950 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum og Hlíð- unum. „Ég var í sveit á Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði mörg ár og var mikið í Vatnaskógi, ég var eiginlega geymdur þar.“ Sigurjón gekk í Ísaksskóla 1956- 1959 og Landakotskóla 1959-1962. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1970 og lauk viðskiptafræðinámi við Háskóla Ís- lands 1974 og MBA-námi við New York University 1977. Hann lauk námi í Leiðsöguskólanum 2014 með hæstu einkunn og viðurkenningu. Sigurjón hefur áratuga reynslu sem stjórnarmaður og fram- kvæmdastjóri rekstrar, endur- skipulagningar og sameiningar fjölda fyrirtækja bæði innanlands og erlendis. Má þar m.a. nefna Skýrr, Landsteina Streng, Verk-og kerfisfræðistofuna og Sjóvá. Á ár- unum 1995-1998 var hann stunda- kennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands. „Núna rekum við hjónin fyrirtækið Photo Tours in Iceland og höfum aðallega verið að leið- segja bandarískum ljósmyndurum um landið. Sigurjón var formaður Skýrslu- tæknifélags Íslands 1983-1987, for- maður Landssambands íslenskra vélsleðamanna 1986-1988, stjórnar- formaður Korts hf. 1999-2000, for- maður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 1990-1995, varafor- maður Handknattleikssambands Ís- lands 1996-2009, formaður sóknar- nefndar Hafnarfjarðarkirkju 1996-2013, formaður Kraftlyftinga- sambands Íslands 2009-2015 og hefur verið varaforseti Inter- national Powerlifting Federation frá 2015. „Það var mikill ævintýra- og uppbyggingartími þegar ég var formaður sóknarnefndarinnar. Við kláruðum að byggja safnaðarheim- ilið, gerðum kirkjuna algjörlega upp og keyptum tvö ný orgel frá Þýskalandi. Á sama tíma tókum við Guðmundur Ingvarsson við Hand- knattleikssambandinu þegar það var gjaldþrota eftir HM á Íslandi. Félagið var 400 miljónir í mínus á hjá sambandinu og er núna vara- forseti sambandsins.“ Sigurjón er heiðursfélagi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Skýrslutæknifélags Íslands. Hann hlaut gullmerki Handknattleiks- samband Íslands og gullmerki og heiðurskross Íþrótta-og ólympíu- sambands Íslands og er heiðurs- formaður Kraftlyftingasambands Íslands. Áhugamál Sigurjóns eru ljós- myndun, hjólreiðar, útivera, veiðar, fjallgöngur, kajakróður, fjórhjól, vélsleðar og sjálfboðaliðastörf í þágu samfélagsins. Hann ásamt eiginkonu sinni hefur haldið ljós- myndasýningar í Færeyjum, Dan- mörku, Moskvu og víða á Íslandi og þau hjónin hafa gefið út ljós- myndabækur, s.s. Aðventa á fjöll- um sem er byggð á Aðventu Gunn- ar Gunnarssonar. Þau tóku m.a. allar myndirnar fyrir Árbók Ferða- félags Íslands 2019 sem var um Mosfellsheiði. „Við höfum farið þvers og kruss yfir Ísland og Alaska á vélsleðum og tekið þátt í vélsleðakappakstri þar. Í félagi við Magnús son okkar gáfum við út GPS-bókina og Lóranbókina en í þeim eru staðsetningar tæplega 350 skála og 100 leiða á hálendi Ís- lands. Bækurnar voru mikið not- aðar af hjálparsveitarfólki en á þessum tíma í kringum 1990 voru engar skráningar yfir staðsetningar til. Við hjónin stundum mikið hjól- reiðar og höfum verið að hjóla í Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri – 70 ára Fjölskyldan Pétur, Jochum, Margrét, Jara, Magnús, Þóra Hrönn, Bára, Ás- geir og afmælisbarnið Sigurjón um síðustu áramót. Á myndina vantar Björn og nýjasta afkomandann, Þóru Björt. Í hringferð á reiðhjóli í fjórða sinn Á Times Square Sigurjón og Þóra Hrönn eftir að hafa hjólað frá Key West í Flórída til New York, sem er um 3.300 km leið, árið 2018. Ljósmyndarinn Sigurjón. 40 ára Helena er Selfyssingur, fædd þar og uppalin og hefur alltaf búið á Selfossi. Hún er við- skiptafræðingur að mennt frá Háskól- anum í Reykjavík, kennari frá Háskóla Íslands og kunda- lini-jógakennari. Helena er eigandi og sölu- og markaðsstjóri Guðmundar Tyrfingssonar – GTs ehf. Maki: Bjarni Már Magnússon, f. 1975, vaktstjóri hjá GTs. Börn: Sindri Snær, f. 2004, Helga Júlía, f. 2007, og Patrekur Bjarni, f. 2014. Foreldrar: Guðmundur Tyrfingsson, f. 1933, stofnandi og eigandi GTs, og Sig- ríður Benediktsdóttir, f. 1953, eigandi GTs. Þau eru búsett á Selfossi. Helena Herborg Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn Emilía Sjöfn, Henrika Huld og Saga Marín bökuðu kókoskúlur og seldu ná- grönnum sínum í hverfinu sínu í Norð- lingaholti. Með þessu söfnuðu þær 5.367 kr. til styrktar Rauða krossinum sem þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarmála. Tombóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.