Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tvær sam-gönguáætl-anir eru nú til umræðu á Al- þingi, annars vegar fimm ára áætlun fyrir tímabilið 2020 til 2024 og hins veg- ar áætlun fyrir næstu fimmtán árin. Þetta er mikilvæg umræða og miklir hagsmunir undir, hvort sem mælt er í fjármunum eða þæg- indum og öryggi landsmanna þegar þeir ferðast um landið, jafnt í sinni heimabyggð og á lengri leiðum. Þegar ekið er um landið líkt og óvenjulega margir lands- menn gera líklega þetta sum- arið, má sjá að gríðarlegar framfarir hafa orðið í vega- málum á liðnum árum og ára- tugum. Þeir sem komnir eru um og yfir miðjan aldur muna vel malarvegina sem voru nánast reglan hvert sem ekið var. Nú er hægt að aka hringinn um landið og miklu víðar án þess að fara nokkru sinni á malarveg. Þessu hefur fylgt að vegir hafa breikkað og hækkað, til að greiða fyrir samgöngum að vetrarlagi, auk þess sem brýr hafa batnað og jarðgöng eru komin víða. Allt eru þetta miklar framfar- ir en þeir sem aka um landið sjá líka að víða er enn verk að vinna. Fjöldi hættulegra vega- kafla finnst enn og enn er að finna brýr sem þarf að bæta og fjöll sem betra væri að fara í gegnum en aka yfir. En samgönguáætlun snýr ekki aðeins að samgöngum á landsbyggðinni, hún fjallar einnig um samgöngur á höf- uðborgarsvæðinu og í henni eru meðal annars ákvarðaðir fjár- munir til svokallaðrar borg- arlínu. Þar kárnar gamanið, því að borgarlína er ólík flestum öðrum samgönguverkefnum að því leyti að litlar líkur eru á að hún muni skila þeim árangri að greiða fyrir umferð og gæti þvert á móti orðið til að þrengja enn frekar að umferðinni í Reykjavík, sem má alls ekki við slíku. Á laugardag vék Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að þessu í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi og benti á að Borg- arlína myndi hafa þau áhrif að taka eina akrein af einkabílnum. Augljóst er að fjölgi þeim leið- um þar sem slíkt er gert mun það gera umferð á höfuðborg- arsvæðinu enn erfiðari en nú er. Þá benti hann á að tilkoma Borgarlínu þýddi ekki að strætó hyrfi af sjónarsviðinu, því að áfram þyrfti strætisvagna til að flytja fólk til og frá Borgarlín- unni, enda á Borgarlínan að verða kerfi risavagna sem ekki komast fyrir á hefðbundnum götum og þurfa sérstakar ak- reinar og aðra umgjörð. Þetta verður því tvöfalt almennings- samgöngukerfi á ekki fjölmennara svæði, sem segir sitt um hve afleit hugmyndin er. Sigmundur Davíð sagði enn fremur að líkur væru á að framkvæmdir við Borgarlínuna færu fram úr áætlun og að auki lægi ekkert fyrir um áætlaðan rekstrar- kostnað. Þetta er vitaskuld stór- kostlegur galli á áformunum, ekki síst í ljósi þess að búið er í tæpan áratug að setja heilan milljarð aukalega á ári í rekstur strætisvagnakerfisins á höf- uðborgarsvæðinu án þess að það hafi skilað nokkrum árangri. Hversu háa fjárhæð þarf til við- bótar á hverju ári þegar þung- lamalegu og ofvöxnu Borg- arlínukerfinu verður bætt við? Í nefndaráliti frá Bergþóri Ólasyni, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, og Karli Gauta Hjaltasyni, sem saman skipa 2. minnihluta nefnd- arinnar, er komið inn á sam- göngusáttmálann sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu gerðu sín á milli. Sá sáttmáli snýst að stórum hluta um Borgarlínu en svarar til dæmis ekki spurningunni um hvernig, hvenær eða jafnvel hvort Sundabraut verður að veruleika. Um sáttmálann og borgarlínu segja Bergþór og Karl Gauti meðal annars: „Ann- ar minnihluti gerir alvarlegar athugasemdir við áætlanir um þau framlög til samgöngu- sáttmálans sem snúa að Borg- arlínu. Þrátt fyrir að vilja greiða fyrir fjölbreyttum sam- gönguháttum, þar á meðal al- menningssamgöngum, telur 2. minnihluti ekki verjandi að ætla áformum um Borgarlínu svo mikilvægan sess að ríki og sveitarfélög verji tæplega 50 milljörðum kr. fram til ársins 2033 til Borgarlínu. Ekki hefur verið sýnt fram á að ekki sé unnt að ná þeim markmiðum sem að er stefnt með Borgarlínu með hagkvæmari hætti en að verja til þess 50 milljörðum kr. á umræddu tímabili. Engin haldbær kostnaðaráætlun ligg- ur fyrir um framkvæmdir vegna Borgarlínu auk þess sem arð- semismat og rekstraráætlun liggja ekki fyrir, og óljóst hver á að bera kostnað af rekstrinum að framkvæmdum loknum.“ Það er dapurlegt þegar jafn mörg brýn verkefni í samgöngu- málum og raun ber vitni liggja fyrir um allt land, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, skuli þingið nú vinna að því að sóa tugum milljarða, eða jafnvel enn hærri fjárhæðum, í framkvæmd sem í besta falli gerir ekkert gagn en verður að líkindum til að tefja umferð á svæðinu enn frekar. Þingið á ekki að sóa takmörkuðu fé skattborgara í gagnslaus gæluverkefni} Mikilvægar umræður um samgöngumál N ú hafa tekið gildi nýjar reglur um komu fólks til Íslands vegna Covid-19-faraldursins. Síðastliðinn mánudag, 15. júní, bættist við sá valmögu- leiki að fara í sýnatöku við landamæri ef skilyrði fyrir sýnatöku eru uppfyllt en áður höfðu allir sem komu til landsins þurft að fara í sóttkví í 14 daga. Sóttvarnareglur þarf að hafa í huga og mikilvægt er að við hlöðum öll niður smáforritinu, Rakning C-19. Á heimasíðunni covid.is er að finna góðar leiðbeiningar fyrir ferðalanga sem ég mæli með að sem flest kynni sér. Fyrir viku tók líka gildi frekari tilslökun á samkomu- banni. Fjöldamörk á samkomum hækkuðu úr 200 í 500 og takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva féllu nið- ur. Með þessum nýjum reglum höldum við áfram að draga úr samkomutakmörkunum og tökum varfærin skref í átt að því að opna landið. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að vera opið, öflugt og virkt, en að við gætum þess á sama tíma að Covid-19 blossi ekki upp aftur. Nú munu ferðamann geta komið til landsins án þess að þurfa að vera í sóttkví og þannig gerum við landið okkar að eftirsóknarverðari áfangastað. Við sjáum að löndin í kringum okkur eru flest smám saman að opna sín landa- mæri og að mati sóttvarnalæknis er þessi leið sem við höfum ákveðið að fara, að taka sýni á landamærum landsins, skynsamleg í ljósi sóttvarnaráðstaf- ana. Með góðri vinnu og dugnaði undirbúnings- aðila gekk vel að skipuleggja og koma verkefn- inu um sýnatöku á landamærum af stað. Sýna- takan, greining sýna, samskipti við ferðamenn og allt það fjölmarga sem þarf að huga að í þessu samhengi hefur gengið ótrúlega vel og þau sem hafa komið að þessari vinnu eiga þakk- ir skildar. Hvert skref í tengslum við opnun landsins þarf að stíga af varfærni og yfirvegun svo síður verði bakslag. Hvert og eitt okkar þarf að muna að gæta áfram að sínum eigin sóttvörnum með því að virða eftir atvikum fjarlægð milli fólks, þvo hendur, spritta, vera heima ef einkenni gera vart við sig og fara sérstakalega varlega í nálægð við fólk sem er viðkvæmt fyrir veirunni. Þrátt fyrir að nú sé veiran á algjöru undanhaldi hér- lendis megum við ekki gleyma því að hún getur blossað upp aftur. Með því að passa upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir drögum við úr líkunum á því að það gerist. Verkefninu er langt í frá lokið, og við verðum að vanda okkur áfram og sýna þolinmæði eins og við höfum gert hingað til. Við ætlum að opna samfélagið á varfærinn hátt og gæta þannig að því að sá góði árangur sem hefur náðst í baráttunni við veiruna glatist ekki. Hér eftir sem hingað til gerum við það saman. Svandís Svavarsdóttir Pistill Opið og öruggt samfélag Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ég fæ ofboðslega mikið afábendingum frá for-eldrum vegna rafskútna.Reglugerð er flókin, tryggingaumhverfi óljóst og slysa- hætta er mikil,“ segir Herdís Storga- ard, forstöðumaður Miðstöðvar slysa- varna barna. Það hefur vart farið fram hjá neinum að umferð rafhlaupahjóla, svokallaðra rafskútna, hefur aukist mikið síðasta árið. Fyrsta raf- skútuleigan var sett á fót síðasta haust og algengt er að sjá ungmenni þeysast um göngustíga á þeim. Tíðar fréttir hafa borist af slysum tengdum rafskútum að undanförnu og spurn- ingar vakna um hvar ábyrgð liggur ef tjón hlýst af. Rafskútur eru flokkaðar sem reiðhjól C og leyfilegt er að aka þeim á göngu- og hjólastígum á allt að 25 kílómetra hraða. Mismunandi aldurs- takmörk geta verið á notkun skútn- anna samkvæmt viðmiðunum frá framleiðendum. Í skilmálum raf- skútuleigunnar Hopp er aldurs- takmarkið 18 ár en það virðist ekki stoppa unga krakka í að nýta sér þjónustu þeirra. „Vandamálið er að ung börn eru með debetkort og geta leigt sér skút- ur. Það vita ekki allir foreldrar að þetta er bannað innan 18. Maður sér krakka á fleygiferð á gangstéttum og úti á götum. Mörg af þessum börnum eru hjálmlaus. Ég hef séð þrjá krakka saman á skútu. Það er alveg ljóst að slysum á eftir fjölga af þess- um sökum enda eru ungir krakkar ekki að spá í hvað er handan við horn- ið eða í gróður sem byrgir sýn,“ segir Herdís. Hún kveðst telja að raf- skútuleigur þurfi að vera gagnrýnni varðandi notkun ungra barna. „Af hverju er ekki eitthvað í tækinu sem stoppar það ef debetkort viðkomandi sýnir að hann hefur ekki aldur til að leigja það? Tæknin ætti að koma í veg fyrir að það fari í gang.“ Herdís lýsir sömuleiðis áhyggj- um af því hvað gerist ef barn undir 18 ára veldur slysi á rafskútu sem það hefur leigt. „Hvað gerist ef viðkom- andi verður fyrir því að aka niður og stórslasa einhvern á gangstétt? Þetta gæti verið erfitt lagalega séð. Mér finnst ekki ljóst hvernig tekið yrði á því en það mun koma að slíkum mál- um.“ Karlotta Halldórsdóttir, verk- efnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir að bæta þurfi reglukerfið um rafskútur. „Þetta er algjör frumskógur í dag og misvísandi upplýsingar á lofti, til dæmis milli tryggingafélaga. Hjá okk- ur eru þessi hlaupahjól tryggð undir fjölskylduvernd og þangað er hægt að sækja í ábyrgðartryggingu ef slys verða. Ef slysið telst vítavert gáleysi er möguleiki af okkar hendi að skerða bætur en það þarf að vera mikið gá- leysi.“ Tryggingamál áhyggjuefni Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir að þótt leigutaki á rafskútu sé ekki orðinn lögráða geti hann verið bótaskyldur ef hann veldur tjóni. Hægt sé að gera kröfu á hann og for- eldra hans ef heimilistrygging borgar ekki tjónið. „Ég rek mig reyndar oft og iðulega á það að fólk er ekki með heimilistryggingu. En ef það er með slíka tryggingu er ekki öruggt um að hún nái utan um frítímaslys,“ segir hann. Ómar segir enn fremur að auð- velt geti verið fyrir tryggingafélög að færa rök fyrir gáleysislegri hegðun ef fólk undir lögaldri veldur slysum. Ald- urinn einn og sér brjóti í bága við skil- mála rafskútuleiga og oft séu fleiri en einn á skútunni hverju sinni. „Ég held að það væri skynsam- legt ef leigusalar á þessum tækjum myndu hafa einhverja grunntrygg- ingu inni í leigunni. Þá væri fólk ekki of berskjaldað ef leigutaki veldur tjóni á þriðja aðila. Það ætti ekki að kosta of mikið fyrir leigusala að kaupa slíka tryggingu.“ Eyþór Máni Steinarsson, rekstr- arstjóri Hopp, segir að besta leiðin til að fyrirbyggja slys sé að bæta að- stöðu og aðgengi fyrir fólk á hjólum og rafhjólum. Réttast væri að lækka hámarkshraða í umferðinni og bæta þverun á götum. „Það er enginn lagarammi í kringum rafskúturnar. Þær eru flokkaðar sem reiðhjól C og skil- greindar svipað og önnur reiðhjól en mega samt ekki vera á götunum eins og þau. Við viljum að þetta verði end- urskilgreint enda eiga skúturnar vel heima á götum þar sem hámarks- hraði er 30 kílómetrar svo lengi sem fólk er með hjálm,“ segir Eyþór og bætir við að svokölluð örflæðifarar- tæki séu greinilega framtíðin svo rétt sé byggja innviði fyrir þau. Hann staðfestir að í skilmálum Hopp sé það skýrt að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á tjónum sem leigutakar kunna að valda, rétt eins og hjá bíla- leigum. Huga þurfi að löggjöf varð- andi tryggingar en ýmis grá svæði séu um ábyrgð í tjónamálum. „Þetta er klassískt dæmi þar sem tæknin er á undan löggjöfinni. Nú er greinilega tímabært að endur- skoða skilgreiningar á ökutækjum og hvar þessi tæki passa inn. Þau eru ekki að fara neitt.“ Kallað eftir skýrari reglum um rafskútur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rafskútur Algengt er að ungmenni undir 18 ára séu á leiguskútum, oftar en ekki tvö eða fleiri í einu. Margir óttast að alvarleg slys geti hlotist af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.