Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Auglýsingamerkingar Risaprentun, límfilmur, álmyndir, límmiðar, bílamerkingar LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum Þjófkenndur í rúmenskum fjölmiðlum  Hafa ítrekað birt mynd af manninum í tengslum við þjófagengi  Kom til Íslands til þess að vinna Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Einn þeirra sex Rúmena sem yfirvöld lýstu eftir í tengslum við aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi hefur ranglega verið bendlaður við þjófagengi í fjölmiðlum í Rúmeníu. Misskilningurinn á rætur sínar að rekja til þess að íslensk yf- irvöld lýstu eftir manninum sem og öðrum Rúmenum sem komu til Ís- lands með flugi frá London. Þrír mannanna voru fljótlega handteknir fyrir búðarhnupl og sagðir í þjófa- gengi. Maðurinn, Pioaru Alexandru Ionut, kom hins vegar hingað til lands til að að starfa hjá íslensku verktaka- fyrirtæki og þekkti hann ekki aðra Rúmena sem voru um borð í flugvél- inni. Myndin þar sem lýst er eftir honum hefur ítrekað verið notuð í fjölmiðlum í Rúmeníu þar sem rætt er um þjófagengi á Íslandi. Íhugar málsókn Að sögn verktakans hafði Pioaru dvalið í viku í sóttkví í aðstöðu sem hann hafði útvegað Pioaru þegar hér- lend yfirvöld lýstu eftir honum. Pioaru segir að myndbirtingin hafi komið honum í opna skjöldu og gaf hann sig samstundis fram við yfirvöld hérlendis að eigin sögn og tekur verk- takinn undir frásögn mannsins. Var hann færður í sóttkví á Fosshótel Lind þar sem hann dvaldi aðra viku. Eftir myndbirtinguna ályktuðu rúmenskir fjölmiðlar sem svo að Pioaru væri hluti af gengi manna sem grunað er um að hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela verðmætum. „Ég fékk fljótlega sím- hringingar frá vinum og fjölskyldu. Mamma lagði til að ég myndi tala við lögfræðing strax. Fólkið í kringum mig veit að ég er löghlýðinn og því er mjög leitt að lenda í því að vera sýnd- ur í þessu ljósi,“ segir Pioaru. Hann segist ekki hafa þekkt aðra rúmenska farþega í flugvélinni en hann kom til landsins fyrir tilstilli tengdaföður síns sem starfar hjá verktakafyrirtækinu. Hafði hann út- vegað tengdasyninum vinnu. „Ég hef ekki rætt við fjölmiðla í Rúmeníu en þeir birta alltaf mynd af mér,“ segir Pioaru. Tóku skýringu trúanlega Pioaru segir að íslenska lögreglan hafi tekið skýringar um veru hans á Íslandi trúanlega. „Lögreglan talaði við yfirmanninn minn og svo var þetta ekki rætt meira og ég kláraði bara dvölina á hótelinu.“ Morgunblaðið/Sigurður Unnar Þjófkenndur Pioaru Alexandru Inonut sem yfirvöld lýstu eftir segir farir sínar ekki sléttar eftir að mynd birtist af honum í fjölmiðlum á Íslandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að forsendur lífskjarasamninga séu brostnar með því að lög um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána sem áttu að vera tilbúin 1. janúar sl., hafi ekki enn ver- ið sett. Þá liggi fyrir að það frum- varp sem fjár- málaráðherra hyggist leggja fram sé með svo miklum undan- þágum að nánast allir geti haldið áfram að taka slík lán. „Að mínu mati er þetta um- talsverður forsendubrestur og svik miðað við það sem um var talað,“ segir Vilhjálmur. Boðað er til formannafundar Al- þýðusambands Íslands í dag. Þar verður meðal annars farið yfir stöðu mála í yfirlýsingu sem stjórnvöld gáfu í tengslum við lífskjarasamn- inginn og hvaða áherslu skuli leggja við mat á forsendum kjarasamninga í september. Auk verðtryggðu lánanna nefnir Vilhjálmur frumvarp til laga um hlutdeildarlán sem hann segir að bú- ið sé þynna svo mikið út að varla samræmist yfirlýsingu stjórnvalda. Á hinn bóginn segir hann að for- sendur lífskjarasamninga varðandi kaupmátt og lækkun vaxta hafi fylli- lega staðist. „Æði margt í þessum samningum hefur staðið. Eitt af stóru atriðunum var að stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta. Við ætluðum að reyna að ná aukn- ingu á ráðstöfunartekjum með fleiri þáttum en launabreytingum. Það tókst,“ segir Vilhjálmur. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt að miðað við stöðuna séu lífskjarasamningarnir fallir og vísaði til efnda stjórnvalda á yfirlýs- ingu. „Það þarf að vega og meta kostina,“ segir Vilhjálmur spurður um mögulega uppsögn. Hann segir að það skipti líka máli að fólkið fái launahækkanir sem samningurinn feli í sér. „Það eina sem ég bið um er að menn standi við yfirlýsingar sem þeir skrifa undir. Það er aldrei gott ef traust og trúnaður til ríkisstjórnar er ekki til staðar.“ helgi@mbl.is Staðið verði við yfirlýsingar  Vilhjálmur Birgisson telur forsendur samninga brostnar  Formenn funda Vilhjálmur Birgisson Lík fannst í Berginu við smábáta- höfnina í Grófinni í Keflavík, Skammt frá Skessuhelli, um miðjan dag í gær. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Viðbúnaður var mikill á milli eitt og þrjú á svæðinu, þar sem allt til- tækt slökkvilið var kallað út, ásamt sjúkrabílum, lögreglu og björg- unarsveitum. Útkallið barst slökkviliðinu um klukkan 13.15, samkvæmt upplýsingum Bruna- varna Suðurnesja, og voru við- bragðsaðilar farnir af vettvangi um klukkan þrjú. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti líkfundinn við mbl.is í gær. Málið er rannsakað sem mannslát en ekki fást frekari upplýsingar um rann- sóknina að svo stöddu. Líkfundur í Keflavík  Viðbúnaður hjá viðbragðsaðilum við smábátahöfnina Yfir 300 manns komu saman á bjór- og götumat- arhátíðinnni Street Food and Beer Festival í Vestmannaeyjum á laugardag. Yfir tuttugu brugghús kynntu framleiðslu sína og gestir skemmtu sér hið besta. Forsvarsmenn The Brothers Brewery skipulögðu hátíðina. Þær Sigrún Logadóttir og Berglind Kristjáns- dóttir voru klæddar í viðeigandi fatnað og skemmtu sér vel á hátíðinni. Ósvikin gleði á bjórhátíð í Eyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.