Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ný íslensk gamanmynd, Mentor, verður frumsýnd á miðvikudaginn, 24. júní. Kvikmyndin er eftir Sig- urð Anton Friðþjófsson og fjallar um unglingsstelpuna Betu sem fær þá hugmynd að taka þátt í uppi- standskeppni. Hún biður grínist- ann Húgó, sem vann þessa sömu keppni fyrir tíu árum, um aðstoð. „Hún vill í rauninni bara smá leið- sögn en hann tekur þessu aðeins of alvarlega,“ segir leikstjórinn Sigurður Anton kíminn. Í kjölfarið veikist Húgó af fortíðarþrá, á með- an Beta reynir að sigrast á óör- yggi sínu. Sögusvið myndarinnar er íslenska uppistandssenan sem er Sigurði kær. Hann hefur bæði ver- ið áhorfandi, frá því hann man eft- ir sér, og sjálfur tekið þátt í þess- ari senu á Íslandi í sex ár og þekki marga innan hennar. „Mér fannst það áhugavert umhverfi fyrir myndina,“ segir leikstjórinn. Myndin er þó ekki byggð á reynslu Sigurðar og vina hans úr uppistandinu að ráði. „Þetta er allt uppspuni, það eru kannski einhver lítil smá- atriði sem byggja á raun- veruleikanum, en ekkert að einhverju viti eða dýpt“. „Gekk bara eins og í sögu“ Sigurður hefur áður staðið fyrir gamanmyndunum Webcam (2015) og Snjór og Salóme (2017). Fyrri kvikmyndirnar eru, að sögn Sig- urðar, svokallaðar gamandrama- myndir en Mentor er hreinræktuð gamanmynd. „Það er alveg einhver dýpt, en hún er fyrst og fremst grínmynd, ekkert of dramatísk.“ Með hlutverk hinnar ungu Betu fer Sonja Valdín og Þórhallur Þór- hallsson leikur uppistandarann Húgó. Anna Hafþórsdóttir, sem hefur verið í aðalhlutverki í síðustu tveimur myndum Sigurðar Antons, skipar eitt af helstu aukahlutverk- unum. Með önnur hlutverk fara Jónína Þórdís Karlsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Gunnar Helgason, Ísgerður Elfa Gunn- arsdóttir og Álfrún Helga Örnólfs- dóttir. Um upptöku sá Aron Bragi Baldursson sem hefur tekið upp allar myndir Sigurðar Antons. Framleiðandi myndarinnar heitir Jana Arnórsdóttir og er þetta fyrsta myndin sem þau Sigurður vinna saman. Sigurður segir framleiðsluferlið hafa gengið vel: „Þetta gekk bara eins og í sögu“. Hann segir það þó erfitt að framleiða mynd af þessari stærð án mikils fjármagns, en bætir við að það sé vel þess virði. „Það er bara partur af ferlinu“. Vinna er hafin að næstu kvik- mynd Sigurðar sem segir áhorf- endur ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir henni. Uppistand Þórhallur Þórhallsson og Sonja Valdín í hlutverkum sínum í hinni nýju íslensku grínmynd Mentor. Fyrst og fremst grín  Íslenska gamanmyndin Mentor frumsýnd á miðvikudag  Leikstjóra þótti uppistandssenan áhugavert sögusvið Sigurður Anton Friðþjófsson Kammerhópurinn Schola cantor- um flytur áhrifamikil kórverk í Hallgrímskirkju að aðfarakvöldi Jónsmessunætur, 23. júní, kl. 21. Munu þar hljóma verk sem leiða gesti í hljóðheim slökunar og nú- vitundar. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Schola cantorum hefur um ára- bil sérhæft sig í söng án undir- leiks og unnið til fjölda við- urkenninga og þeirra á meðal Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2016 auk þess að gefa út fjölda hljómplatna. Kirkjuturn Hallgrímskirkju verður opinn fyrir og eftir tón- leikana, frá kl. 18 til 23 og geta áhorfendur nýtt sér tilboð og not- ið útsýnisins yfir alla borgina. Miðasala fer fram við inngang- inn frá kl. 20 á tónleikadegi en einnig er hægt að kaupa miða fyr- ir fram í verslun Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Ófeigur Verðlaunakór Schola cantorum hefur vakið athygli og lof víða. Leiða gesti í hljóðheim slökunar og núvitunar Kvikmyndaframleiðandinn Sigur- jón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á glæpasögunni Tíbrá eftir Ármann Jakobsson sem út kom hjá Bjarti á dögunum. Tíbrá er þriðja glæpasaga Ármanns og hefur hlotið góðar viðtökur og setið á metsölulistanum í Eymundsson frá fyrsta degi, segir í tilkynningu. Sigurjón hefur framleitt yfir 40 kvikmyndir og þeirra á meðal Wild at Heart sem hlaut Gullpálmann í Cannes og sjónvarpsþætti, þeirra á meðal Twin Peaks og Beverly Hills 90210. Ármann er prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands og hefur áður sent frá sér glæpasögurnar Urðarkött og Út- lagamorðin, auk skáldsagna, bóka fyrir börn og ungmenni og fræðirit. Í Tíbrá segir af því er fjórir ungir menn fara saman á veiðar, misjafn- lega vanir skotvopnum og nótt eina sér öldruð kona mann bogra yfir stóru röri í nágrenni íbúðar hennar í úthverfi Reykjavíkur. Reynist í rörinu vera lík vafið inn í teppi og rannsóknarteymið úr fyrri bókum Ármanns hefur morðrannsókn. Sigurjón tryggir sér réttinn að Tíbrá Morgunblaðið/Eggert Framleiðir Sigurjón Sighvatsson hefur framleitt fjölda kvikmynda og þátta. Í nóvember árið 1888 skrifuðu Vin- cent van Gogh og Paul Gaugin sam- an fjögurra síðna bréf sem nýverið var keypt handa Van Gogh-safninu í Amsterdam fyrir 210.600 evrur, ríflega 32 milljónir íslenskra króna. Bréfið er einstök heimild og verður á sýningu safnsins: Þinn elskandi Vincent, bestu bréf Vincent van Gogh, sem opnuð verður í október. Bréfið er skrifað listmálaranum Émile Bernard og þar greina þeir frá listsköpun sinni og sambúð í Gula húsinu, kaffihúsi í Arle sem van Gogh gerði ódauðlegt í mál- verki. Sambúðinni var ætla að vera fyrstu skrefin í áttina að draumi van Gogh um listamannanýlendu. Draumurinn rættist aldrei en van Gogh skar af sér af vinstra eyrað í kjölfar heiftarlegs rifrildis á milli listamannanna tveggja nokkru síð- ar og fyrirfór sér átján mánuðum eftir það. Bréf van Gogh og Gaugin á 32 milljónir AFP Milljónabréf Bréfið sem listamennirnir van Gogh og Gauguin skrifuðu árið 1888.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.