Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 ✝ Finnbogi SævarKristjánsson fæddist á Patreks- firði 21. júní 1956. Hann lést á blóð- og krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans við Hring- braut 14. júní 2020. Foreldrar hans eru Kristján Pétur Þórðarson, f. 14. maí 1925, og Val- gerður Kristjánsdóttir, f. 5. nóv- ember 1932, fyrrverandi bændur á Breiðalæk á Barðaströnd. Systkini hans eru: Snæbjörn, f. 1954, Gísli, f. 1957, Þórhildur Guðbjörg, f. 1964, Steinunn Jóna, f. 1965, og Erla Bryndís, f. 1968. Eftirlifandi eiginkona Finn- boga er Ólöf Sigríður Pálsdóttir, f. 6. mars 1961, dóttir hjónanna Páls Jakobssonar og Guðrúnar Jónu Jónsdóttur á Hamri á Barðaströnd. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 1978, maki hennar er Steinar Ríkharðsson, dætur þeirra eru Sesselja Bjarney og Ólöf María. 2) Páll, f. 1982, maki hans er Dagný Helga Ísleifs- dóttir, börn þeirra eru Almar Máni, Hafdís Lilja og Maren Birta. 3) Kristján, f. 1988, maki hans er Elín Eyjólfsdóttir, sonur þeirra er Hafsteinn Finnbogi. 4) Hafþór, f. 1991, maki hans er Ólöf Ósk Guð- mundsdóttir, börn þeirra eru Agnes Heiða og Guð- mundur Ari. Finnbogi ólst upp í foreldrahúsum á Breiðalæk og gekk í barnaskólann á Barðaströnd. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni. Finn- bogi stundaði nám í Bændaskól- anum á Hvanneyri veturinn 1974-1975 og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur. Hann bjó á Breiðalæk ásamt konu sinni og börnum og stund- aði í fyrstu sauðfjárbúskap í fé- lagi við foreldra sína en kúabú- skap seinna meir. Síðar keyptu þau Ólöf jörðina af þeim. Á átt- unda áratugnum stofnaði Finn- bogi smábátaútgerð ásamt föður sínum og Gísla bróður sínum og stunduðu þeir grásleppuveiðar og seinna einnig þorskveiðar. Á síðari árum kom Páll sonur hans inn í útgerðina. Útför Finnboga fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 22. júní 2020, klukkan 13. Ég minnist þess sem unglingur að ég var alveg búin að ákveða hvernig tilvera mín yrði í framtíð- inni. Ég myndi búa í sveit, í litlu hvítu húsi með rauðu þaki og ætti alveg fullt af dýrum. Ég ætlaði líka að verða saumakona eins og Tobba frænka og klippa hár þeirra sem kærðu sig um. Auðvit- að var einnig eiginmaður í dæm- inu og börnin áttu að verða fjög- ur. Ég man að tvö þeirra áttu að bera nöfnin Guðrún og Páll. 15 ára gömul var ég einnig búin að ákveða mannsefnið mitt. Það var sveitungi minn, fimm árum eldri en ég. Já, einmitt þú, elsku Finnbogi. Og þó ég væri bæði feimin og óframfærin reyndi ég ýmislegt, oft með aðstoð vin- kvenna minna, til að vekja athygli þína á mér. En eftir slakan árang- ur í þeim efnum, ákvað ég að gefa þig upp á bátinn. Svo leið ár og ég varð 16 ára. Þá skyndilega snerust málin við. Öllum til undrunar fórst þú að sækja böll á Þingeyri sumarið sem ég vann þar. Og þegar ég var í Iðnskólanum á Patró haustið eftir, áttir þú ófáa rúntana þang- að. Eftir þetta breyttist nú ald- eilis lífið. Við vorum hringtrúlofuð eftir þriggja mánaða samveru og ég flutti til þín að Breiðalæk. Inn- an árs var hún Gunna okkar kom- in í heiminn og svo fæddust þeir Palli, Kristján og Hafþór eins og áætlað var. Ég gleymi því aldrei hvað þú varst hamingjusamur og stoltur pabbi þegar þú fékkst börnin nýfædd í fangið. Þú elsk- aðir þau meira en allt annað þó ekki værir þú mikið fyrir að tjá það með orðum. Tíminn hefur liðið svo ótrúlega hratt en okkar samvera varði í nær 43 ár. Þótt framtíðaráform mín hafi að miklu leyti gengið eft- ir þá getum við ekki alltaf stjórn- að gangi lífsins. Það höfum við sannarlega fengið að reyna síð- ustu mánuði. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið og það verður erfitt að geta ekki leitað til þín með allt á milli himins og jarð- ar. En eins og þú sagðir sjálfur þá á ég góða að og lífið heldur áfram. Við verðum víst að taka því sem að höndum ber, sama hvað það er sárt og óréttlátt. Það verður ómetanlegt að geta yljað sér við minningarnar um þig. Guð geymi þig, elsku vinur. Þín Lóa. Ólöf Sigríður Pálsdóttir. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þín dóttir, Guðrún (Gunna). Mikið ofboðslega finnst mér líf- ið óréttlátt núna pabbi minn! Við ætluðum að vera saman að draga grásleppunet inn við eyjar núna, en örlögin ætluðu þér annað. En í staðinn fyrir að gráta það sem ekki varð þá ætla ég að reyna að temja mér sama æðruleysi og þú hafðir þegar þú varst búinn að átta þig á að þetta mein yrði ekki sigrað og þakka frekar fyrir allar góðu stundirnar og minningarnar sem ég á um þig. Frá því að ég man eftir mér þá ætlaði ég mér að verða eins og þú, ég ætlaði að verða bóndi og sjó- maður og ég man hvað ég var svekktur yfir því að vera ekki örv- hentur eins og þú varst og æfði ég mig oft í að skrifa með vinstri hendi í von um að kannski yrði ég örvhentur einn daginn. Ég var ekki gamall þegar ég vildi helst alltaf fá að fara með þér og afa á sjó og þegar ég fékk ekki að fara með þá grenjaði ég og grenjaði yfir því óréttlæti að vera skilinn eftir. En þú varst samt duglegur að leyfa mér að fara með og það varð til þess að það komst ekkert annað að hjá mér en sjómennska og veiðiskapur. Útgerðin var okkar sameingin- lega ástríða, ég er svo þakklátur fyrir vertíðina okkar síðasta sum- ar, þá fóru saman góðu v-in þrjú, veiði, verð og veður. Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að verða okkar síðasta vertíð saman. Þú varst ekki bara pabbi minn, heldur líka vinnufélagi og besti vinur minn. Þegar ég var að keyra heim áð- an þá leit ég tárvotum augum í baksýnisspegilinn og sá spegil- mynd mína og þá mundi ég eftir atriði í myndinni um konung ljón- anna sem við horfðum nú oft á í gamla daga, þegar Simbi leit í vatnið og sá pabba sinn í sér. Þannig verður það hjá mér, þú munt lifa í mér og verða með mér meðan ég lifi. Eftir dimma daga og sára, gaf mér draumur von eitt sinn. Þá ég hitti þig á himnum hálfa nótt. Gegnum móðu gleðitára, sá ég glitta í vangann þinn. Þig ég hitti elsku hjartans pabbi minn. Ég um tilurð sálar spyr nú. Sofnar hún um leið og við? Eða lifum við í ljósi lengri tíð? Veitir styrk að velja guðstrú? Velja að lifa slíkan sið? Skyld’ það hjálpa til að finna innri frið? Rætist kannski þessi draumur minn? Vonin róar huga minn um sinn. Kvölin kennir mér að hlúa að þeim kærleik sem ég finn. Það að þakka fyrir allt sem áttum við. Því ég verð að vona og trúa að við sjáumst eitthvert sinn, að ég hitti þig á himnum pabbi minn. Að ég hitti þig á himnum, pabbi (Þórunn Lárusdóttir) Guð geymi þig elsku pabbi! Þinn Páll (Palli). Nú þegar Finnbogi bróðir minn er fallinn frá langt um aldur fram hrannast upp minningar frá uppvaxtarárum okkar á Breiða- læk. Við brölluðum margt saman um leið og við gátum staðið upp á endann. Við eyddum mörgum stundum við bátapollana sem við gerðum við bæjarlækinn og síðar upp í króknum, það var sífellt ver- ið að breyta og bæta. Síðan smíð- uðum við bát úr sléttajárnsplötu og var hann það stór að við gátum siglt á honum en stundum komum við blautir heim eftir veru okkar þar. Það er annað sem við eyddum miklum tíma í og það var drátt- arvélin, Farmall Cub. Við fengum ekki að keyra hana en við ýttum henni um allar jarðir og þegar við lentum í torfærum var sett í gír og vélinni snúið með sveif þar til við komum henni þangað sem við ætluðum okkur en lítið var um að við gæfumst upp enda báðir dálít- ið þrjóskir hef ég heyrt. Þegar við vorum litlir áttir þú erfitt með að vera langt frá mömmu og pabba. Einu sinni að hausti þurftu þau að huga að kindunum úti í fjárhúsum, sem voru í innri helmingnum á hlöð- unni. Úti var mikil rigning og rok þannig að við áttum að vera inni á meðan og tel ég mig hafa átt að passa þig þar sem ég er eldri. Fljótlega eftir að þau voru farin út hljópst þú á eftir þeim og man ég þegar þú hvarfst út í myrkrið og rigninguna. Ég fór á eftir þér og fann þig fastan í drullusvaði á leiðinni út í fjárhús, en þetta bjargaðist allt og við komumst í fjárhúsin. Einu sinni varð ég mjög hræddur um þig en þá var pabbi að gera sléttuna innan við veginn niður túnið. Pabbi var á dráttar- vélinni með slóðann aftan í og til að þyngja hann niður fórum við upp á hann þegar átti að skafa of- an af hólum. Í eitt skiptið dast þú inní aftara hólfið á slóðanum, slóðinn var rammi úr plönkum og einn í miðjunni sem við áttum að sitja á, þú varst lengi hlaupandi á fjórum fótum inn í rammanum en fórst síðan undir aftasta plankann með fæturna og síðan hoppaði hann yfir þig en þú stóðst bara upp og dustaðir af þér moldina eins og ekkert hefði gerst. Þessi sýn dettur mér seint úr minni. Hugur þinn var trúlega alltaf að gerast bóndi og fékk ég það hlutverk að keyra þig á Bænda- skólann á Hvanneyri sem hafðist eftir að hafa villst aðeins í Borg- arfirðinum. Þetta er aðeins brot minninga frá uppvaxtarárum okkar, en því miður er ekki lengur möguleiki á fleiri samverustundum þar sem þú varðst að láta í minni pokann fyrir krabbameininu. Ég vil þakka þér og Lóu fyrir allt sem þið gerðuð fyrir foreldra okkar á meðan þau voru á Breiða- læk en þau hefðu ekki geta verið þar síðustu árin án ykkar aðstoð- ar. Einnig vil þakka fyrir tímann sem börnin mín áttu með þér, þegar þau voru í sveit hjá ömmu sinni og afa. Mig langar að setja hér vísu eftir Steinþór föðurbróður okkar. Er ég héðan hverf á braut Og hjá er liðin öll mín þraut Ég kýs að lenda Kristur minn Í kærleksríka faðminn þinn. Hjartans þakkir fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Við Sigurlaug sendum innilegar samúðarkveðjur til Lóu, Gunnu, Palla, Kristjáns, Hafþórs og fjöl- skyldna þeirra. Þinn bróðir Snæbjörn Kveðja frá systur. Elsku bróðir, ég óskaði þess svo heitt að þú kæmist heim í sveitina fyrir afmælið þitt en ég veit í hjarta mínu að þú ert þar núna, jafnvel kominn út á sjó á Breiðafirði. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. (Kolbeinn Tumason) Steinunn (Steina). Finnbogi mágur minn var kall- aður burtu allt of snemma. Við sem vorum samferðafólk hans kveðjum góðan dreng. Hann var alltaf hress og kátur, hjálpsamur og úrræðagóður og gat næstum allt. Ég held að hann hafi ekki þekkt orðið vandamál. Hann gekk til allra verka af æðruleysi og fann alltaf fljótlegustu og bestu lausnirnar á öllum verkefnum. Finnbogi var sívinnandi, ef Finnbogi Sævar Kristjánsson ✝ Kristín FjólaÞorbergsdóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1924. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 18. októ- ber 2019. Foreldrar hennar voru Jósef- ína Katrín Magn- úsdóttir, f. 11.jan 1900, d. 14. ágúst 1989, og Þorbergur Gunnarsson, f. 1. nóv. 1887, d. 27. júlí 1959. Alsystkini hennar voru Magn- ús Pétur, f. 25. júní 1920, d. 30. nóv. 2002, Bergur Thorberg, f. 21. júlí 1921, d. 25. jan. 2009, drengur, f. 22. sept. 1922, d. 18. nóv. 1922, Gunnar Bergmann, f. 30. des. 1925, d. 29. nóv. 2005, og Stella Ester, f. 30. mars 1927, d. 19. sept. 2011. Samfeðra voru Elsa Sigurbjörg, f. 29. maí 1914, d. 3. okt. 1994, Gunnar, f. 4. sept. 1927, d. 11. okt. 2013, Ingibjörg, f. 14. sept. 1928, d. 16. apríl 2019, og Þorbergur Ágúst, f. 17. júní 1930, d. 23. okt. 2013. Kristín Fjóla giftist Hermanni St. Björg- vinssyni 9. nóvember 1943. Dætur þeirra eru 1) Katrín, f. 1943, 2) Unnur, f. 1945, 3) Stella, f. 1951, 4) Sig- urrós f. 1958, fyrir átti Hermann Sigurð Ágúst, f. 1940, d. 1988, sem Fjóla gekk í móðurstað, albróðir Sigurðar var Björg- vin, f. 1938, d. 2012, hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum en var í góðum tengslum við fjölskyld- una. Ömmubörn hennar eru 16, langömmubörnin 37 og langa- langömmubörnin 17. Fjóla ólst upp ásamt alsystk- inum sínum hjá móður sinni í vesturbæ Reykjavíkur og gekk í Miðbæjarskólann. Á sínum yngri árum í starfaði hún í prentsmiðju en eftir að hún og Hermann stofnuðu fjölskyldu var hún heimavinnandi húsmóðir þar til börnin uxu úr grasi en fór þá aft- ur út á vinnumarkaðinn. Útför fór fram í kyrrþey. Hinsta kveðja til mömmu Dagsverki lokið, sól að ægi sigin. Signt hafa vinir brár og laugað tárum. Leitandi sál að dyrum Drottins stigin. Drottins vors hönd er lækning hvers kyns sárum. Góð var þér sjúkri lausn og léttir nauða, ljúft mun að vakna bak við gröf og dauða. Marta bjó ytra, María í hjarta. Merkin þú barst í gleði, sorg og þrautum. Ljúft var þér öðrum leið að gera bjarta, líknarhönd rétta, hvar sem stóðst á brautum. Sjúkum að hjúkra, hrelldum færa gleði, huggun þú varst hjá mörgum dánarbeði. Kveðju og þakkir klökkum huga færum. Kveðja og þökk í hjartastrengjum óma. Signi þig Guð með geislahöndum skærum. Gefi þér eilífð sína helgidóma. Minning þín hjá oss lifir lífs vors stundir. Ljúfir oss síðar verða endurfundir. (Kristj. Sig. Kristj.) Megi Guð geyma þig. Þín dóttir Unnur. Í dag 22. júní er afmælisdagur mömmu, ömmu, langömmu, við minnumst hennar með þakklæti og söknuði. Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Myrkur dauðans megnar ekki að hylja mannlund þína, tryggð og fórnarvilja - eftir því sem hryggðin harðar slær hjarta þitt er brjóstum okkar nær. Innstu sveiflur óskastunda þinna ennþá má í húsi þínu finna þangað mun hann sækja sálarró sá er lengst af fegurð þeirra bjó. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver - athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Stella, Karl Fjölnir, Karen, Víðir Freyr, Hlynur Finnbogi og Emilía Björk. Atli Freyr, Moa, Þrándur og Elmar. Kristín Fjóla Þorbergsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HJÖRLEIFSSON athafnamaður, Hellu, Rangárvöllum, lést á heimili sínu 18. júní. Útförin verður auglýst síðar. Eva María Jónsdóttir Sigurpáll Scheving Ragna Sara Jónsdóttir Stefán Sigurðsson Hjörleifur Jónsson Hildur Pétursdóttir Sigrún Ágústsdóttir barnabörn Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Deildartungu, Birkigrund 63, lést 13. apríl og fór útför hennar fram í kyrrþey 30. apríl. Minningarathöfn verður haldin í Langholtskirkju mánudaginn 22. júní klukkan 13. Jón Finnbjörnsson Erla S. Árnadóttir Guðrún Hrönn Jónsdóttir Ragnar Steinn Ólafsson Birna S. Jónsdóttir Einar Ingi Davíðsson barnabarnabörn Ragnheiður Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.