Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 „HANN VILL BARA AÐ ÉG BÍÐI EFTIR HONUM Í SOKKASKÚFFUNNI Á MEÐAN HANN ER Í VINNUNNI.” „ÉG VEIT AÐ ÞÚ ÁTT BRÁÐUM AFMÆLI, EN HVAÐ ER HÆGT AÐ KAUPA HANDA KONU SEM Á ALLT?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga handlaginn eiginmann. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BRÁTT SJÁUM VIÐ FYRSTU MERKI ÞESS AÐ JÓLIN SÉU AÐ NÁLGAST ÞAÐ ER SVO MIKIÐ EFTIR AÐ GERA!! ÞETTA VAR EITT ÁTTU EITTHVAÐ VIÐ ÞESSU SÍRENNSLI Á HORI? JÁ! GÓÐAR FRÉTTIR! ÉG ER EKKI LENGUR AUMINGI MEÐ HOR! HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF kringum Bandaríkin í áföngum og eigum bara eftir að hjóla frá Chi- cago til Seattle til að klára hring- inn. Við ætluðum að fara þá leið í sumar en í staðinn erum við núna í fjórða sinn á reiðhjólum hringinn í kringum Ísland og munum fagna afmælisdeginum á Hótel Klaustri.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurjóns er Þóra Hrönn Njálsdóttir, f. 14.4. 1951, snyrtivörukynnir. Foreldrar hennar voru Sigrún Magnúsdóttir Lucchesi, f. 7.11. 1929, d. 27.1. 2005, tryggingafulltrúi í San Francisco, BNA, gift Vito Lucchesi, og Njáll Ingjaldsson, f. 22.2. 1923, d. 19.4. 2000, skrifstofustjóri og bjó á Sel- tjarnarnesi. Börn Sigurjóns og Þóru Hrannar eru 1) Magnús Sigurjónsson, f. 2.7.1977, flugmaður, búsettur í Reykjavík, maki: Margrét Tryggva- dóttir forstjóri. Þeirra börn eru Jochum Magnússon, f. 24.11. 2007 og Jara Magnúsdóttir, f. 26.9. 2011; 2) Pétur Sigurjónsson, f. 18.1. 1981, læknir, búsettur í Stokkhólmi, maki: Björn Hrannar Johnson flug- þjónn; 3) Bára Sigurjónsdóttir, f. 17.12. 1986, lögfræðingur, búsett í Reykjavík, maki: Ásgeir Pétursson félagsráðgjafi. Þeirra barn er Þóra Björt Ásgeirsdóttir, f. 10.7. 2019. Bróðir Sigurjóns er Guðjón Þór Pétursson, f. 30.10. 1955, skipstjóri, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigurjóns voru hjónin Bára Sigurjónsdóttir, f. 20.2. 1922, d. 8.6. 2006, danskennari, píanóleik- ari og stofnandi og eigandi tísku- vöruverslunarinnar Hjá Báru, og Pétur Guðjónsson, f. 19.3. 1926, d. 23.7. 1983, framkvæmdastjóri. Þau voru búsett í Reykjavík. Sigurjón Pétursson Jón Bjarnason bóndi í Búrfellskoti Ingveldur Gísladóttir húsfreyja íBúrfellskoti í Grímsnesi Guðjón Jónsson kaupmaður í Rvík Sigríður Pétursdóttir húsfreyja í Reykjavík Pétur Guðjónsson framkvæmdastjóri í Rvík Pétur Pétursson bóndi á Eyvindarstöðum á Álftanesi Málfríður Þorsteinsdóttir vinnukona á Álftanesi Einar Ólafsson sjómaður í Hafnarfirði Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Sigurjón Einarsson togaraskipstjóri og forstjóri í Hafnarfirði Rannveig Vigfúsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Vigfús Jónsson bóndi í Bakkabúð neðri Ragnhildur Gestsdóttir húsfreyja í Bakkabúð neðri á Búðum á Snæfellsnesi Úr frændgarði Sigurjóns Péturssonar Bára Sigurjónsdóttir eigandi tískuvöruverslunarinnar Hjá Báru Tvær limrur flutu með svari Helga R. Einarssonar við gátunni á laug- ardag. Sú fyrri er „Atvinnuauglýs- ing“: Kynórasoltnum og sjúkum sinni ég þurfandi búkum. Taktu þér tak, þér tylltu á bak, um lágnættið þessu við ljúkum. „Slapp fyrir horn“ er sú síðari: Sem oftar mín freistaði fjandinn, sú freisting var kvenfólk og landinn. En ég innbyrti’ of mikið og fyrir vikið áformin runnu’ út í sandinn. 17. júní skrifaði Pétur Stef- ánsson í Leirinn og kallaði „Skúffuskáld“: „Hef ákveðið á þessum fallega degi að segja mig úr samfélagi hagyrðinga í óákveð- inn tíma og yrkja eingöngu í skúff- una“: Kraftlaus er minn andans fugl, illa flugið tekur. Allt mitt bölvað óðar rugl enga lukku vekur. Jón Helgi Arnljótsson svaraði: Öndum býðst nú bara sáld. Bölvað er að heyra. Pétur gerist skúffuskáld. Skæð er þessi veira. Hjörtur Benediktsson yrkir á Boðnarmiði í tilefni af því að stór- bændur héldu veislu: Ég mætti í veislu á Mýrum mjólkandi ganga þar kýr um. Bóndinn hann rakar og húsfreyjan bakar og barnanna rúmin hún býr um. Anton Helgi Jónsson orti „Forn- bílalimru dagsins. – Gamall trabbi lítur yfir farinn veg á 17. júní“: Menn álíta andvörp mín hátíð því afrekin segja þeir fátíð. Það álit er hart. Ég afreka margt en einkum og langmest í þátíð. Erlendur Gottskálksson orti: Ei skal flúa hregg né hel og hugurinn aldrei falla. Best er að snúa járni í él og jötuns beita skalla. Guðmundur á Sandi segir að þótt Indriði á Fjalli sé betur staddur en í versta lagi þá hafi hann þó fundið til þess að skemmra kemst hann og lægra í reyndinni en þráin krefur: Hef ég auga á himni blám hærra en stjörnur reika. Fékk ég hundrað heitum þrám hálfa möguleika. Páll Ólafsson orti: Illa fenginn auðinn þinn áður en lýkur nösum aftur tínir andskotinn upp úr þínum vösum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Freistingar og fögur áform

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.