Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  145. tölublað  108. árgangur  SKÓGRÆKTAR- FÉLAG ÍSLANDS 90 ÁRA MÓÐURSKIP- IÐ LÆTUR ÚR HÖFN VANN ALLAR VIÐUREIGNIR SÍNAR MARÍA HRUND 10 ÓLAFÍA ÞÓRUNN 26JÓNATAN GARÐARSSON 11 „Mér fannst stóllinn hreyfast undir mér,“ sagði Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, um skjálftann á laugardagskvöldið. Hann var þá staddur á sjávarréttakvöldi kven- félagsins og sló þögn á mannskapinn þótt Grímseyingar séu vanari jarð- skjálftum en flestir landsmenn. „Ég fann mikið fyrir þessu. Ég bý á þriðju hæð í gömlu timburhúsi og þar lék allt á reiðiskjálfi. Húsið hristist og það glamraði í leirtaui og glermunum,“ sagði Arnar Sigurðs- son, skipstjóri á Húsavík, í gær- kvöldi um stóran skjálfta sem átti upptök sín norður af Eyjafirði og var stærð hans mæld 5,8. Er þetta stærsti skjálfinn í hrinunni sem staðið hefur frá því á föstudag og virðist því ekkert lát vera á henni. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi á Norðurlandi eystra. Veðurstofan biður fólk að búa sig undir að hrinan geti staðið áfram næstu daga og verið undanfari stærri skjálfta. »6 Fannst stóllinn hreyfast Veðrið lék við íbúa á höfuðborgarsvæðinu í gær og margir nutu útiveru. Kátt var á hjalla í Elliða- árdal þar sem leikhópurinn Lotta skemmti börn- um sem fullorðnum. Leikhópurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2006 en frá árinu 2007 hef- ur hann verið á ferð um landið og hefur Lotta sérhæft sig í sýningum utandyra. Að þessu sinni sýnir hópurinn söngleik sem byggður er á þjóð- sögum um Bakkabræður. Líf og fjör hjá Bakkabræðrum í Elliðaárdal Morgunblaðið/Sigurður Unnar Leikhópurinn Lotta á ferð um landið  Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir forsendur lífskjarasamninga brostn- ar með því að lög um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána sem áttu að vera tilbúin 1. janúar sl., hafi ekki enn verið sett. Þá liggi fyrir að það frumvarp sem fjármálaráðherra hyggist leggja fram sé með svo mikl- um undanþágum að nánast allir geti haldið áfram að taka slík lán. „Að mínu mati er þetta umtalsverður forsendubrestur og svik miðað við það sem um var talað,“ segir Vil- hjálmur. »4 Forsendubrestur og svik vegna samninga  Rúmenskur karlmaður, Pioaru Alex- andru Ionut, sem var einn þeirra sem íslensk stjórnvöld lýstu eftir í viðleitni sinni til að hefta útbreiðslu kór- ónuveirunnar, hefur ranglega verið bendlaður við þjófagengi í rúmenskum fjöl- miðlum. Misskilninginn má rekja til þess þegar yfirvöld hérlendis birtu mynd af honum til þess að ná tali af honum. Þrír Rúmenanna voru handteknir fljótlega eftir komuna til landsins fyrir búðarhnupl en þekkti Pioaru ekki til mannanna fyrir komu sína til Íslands. Myndin þar sem lýst er eftir honum hefur ítrekað verið notuð í fjölmiðlum í Rúmeníu. Pioaru segir leitt að vera bendlaður við slíkt en hann kom hingað til lands til að vinna. »4 Ranglega sagður þjófur í fjölmiðlum Pioaru Ionut Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Gatnakerfið okkar er ekki byggt fyrir þetta. Það ættu að vera sér- stakir hjólastígar fyrir rafskútur og hjól því það er ekkert grín ef keyrt er á gangandi vegfaranda á 25 kíló- metra hraða. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Karlotta Hall- dórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Umferð rafskútna hefur aukist mikið að undanförnu og tíðar fréttir eru af slysum þeim tengdum. Her- dís Storgaard, forstöðumaður Mið- stöðvar slysavarna barna, segir að rafskútuleigur þurfi að vera gagn- rýnni þegar kemur að notkun ungra barna. Hún furðar sig á því af hverju krakkar undir 18 ára geti leigt sér rafskútu með debetkorti sínu. Viðbúið sé að alvarleg slys geti orðið og erfitt geti verið að greiða úr málum þar sem barn á í hlut. Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir að þótt leigutaki á rafskútu sé ekki orðinn lögráða geti hann verið bótaskyldur ef hann veldur tjóni. Hægt sé að gera kröfu á hann og foreldra hans ef heimilistrygging borgar ekki tjónið. Eyþór Máni Steinarsson, rekstr- arstjóri rafskútuleigunnar Hopp, segir að ýmis grá svæði séu um ábyrgð í tjónamálum. „Grá svæði“ í rafskútuslysum MKallað eftir skýrari reglum »14 ríkissáttasemjari að náðst hafi samkomulag um öll atriði kjara- samnings ef frá er talið afmarkað atriði er varðar laun. „Þessi tillaga er óvenjuleg,“ segir Aðalsteinn, „en ekki síst lögð fram vegna mik- ilvægis stéttar hjúkrunarfræðinga og þess að þetta var eina vel skil- greinda ágreiningsmálið sem stóð út af borðinu.“ Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Ríkissáttasemjari lagði á tólfta tímanum í gær fram miðlunartil- lögu í deilu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga og ríkisins. Verkfalli, sem hefjast átti í dag, hefur því verið afstýrt. Í samtali við Morg- unblaðið segir Aðalsteinn Leifsson Greidd verða atkvæði um miðl- unartillöguna meðal félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Atkvæðagreiðslan verður raf- ræn og hefst hún klukkan 12 á há- degi á miðvikudag og stendur fram á laugardag. Þangað til verður efni hennar ekki birt öðrum en þeim sem eiga hlut að máli, en Aðal- steinn segir það gert af virðingu við hjúkrunarfræðinga. Verði tillagan samþykkt mun ríkissáttasemjari skipa þriggja manna gerðardóm til að úrskurða um launaliðinn en kjarasamningur að öðru leyti fara eftir samkomu- lagi sem þegar hefur náðst. Kjarasamningasamningar hjúkr- unarfræðinga hafa verið lausir frá því í mars í fyrra, en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar í ár. Hjúkrunarfræðingar hafa þeg- ar fellt kjarasamning einu sinni, en það var í apríl er 53% hjúkrunar- fræðinga felldu samning. Hvorki náðist í Guðbjörgu Páls- dóttur, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, né Gunnar Helgason, sviðsstjóra kjara- og réttindasviðs félagsins. Verkfalli hjúkrunarfræðinga afstýrt  Miðlunartillaga ríkissáttasemjara um að vísa launalið í gerðardóm  Samkomulag um önnur atriði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.