Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hreyfimyndahópurinn Stilla vinnur nú hörðum höndum að stillustutt- myndinni Eldhús eftir máli, eftir sögu Svövu Jakobsdóttur. Hópinn skipa Atli Arnarsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir. Þriðji liðsmaðurinn í Stillu-hópnum er Bergþóra Krist- ínardóttir sem smíðar leikmyndina. Þau eru hluti af Skapandi sumar- störfum í Kópavogi. Áhugi Sólrúnar á stillumyndum (e. stop motion) hófst fyrir nokkrum árum, í verkfalli menntaskólakenn- ara. „Ég gerði stillumynd mér til dægrastyttingar. Þetta var mjög ófagmannleg mynd en eitthvað sem mig langaði bara allt í einu að prófa,“ segir Sólrún. Myndina, sem var hálf mínúta að lengd, segir Sól- rún hafa verið upphafið að stillu- myndaævintýrinu. Sólrún var svo hluti af tríói sem nefndist Kollektív í Skapandi sum- arstörfum árið 2017. Þá varð Marg- lita marglyttan til, sem var fyrsta hreyfimyndin þeirra Atla, sem var þá farinn að hjálpa henni við stillu- myndagerðina. Alltaf að bæta sig „Mig langaði svo að skipta mér af að ég tróð mér inn í verkefnið,“ seg- ir Atli og hlær. „Hann er svo klár í tæknilegu hliðinni svo það var mjög gott að fá hann með mér í lið,“ bæt- ir Sólrún við. „Myndin varð miklu gæðalegri eftir að hann fór að vinna með mér og við unnum bara svo vel saman. Eftir það vorum við komin á kaf í stillumyndagerð og vorum með fullt af hugmyndum sem okkur langaði að prófa. Þannig við urðum bara að gera annað verkefni en við erum enn að læra og æfa okkur í þessu.“ Atli tekur undir: „Mann langar alltaf að bæta sig og gera betur. Við hverja mynd höfum við tekið mikl- um framförum.“ Vinnan að Eldhús eftir máli hófst síðasta sumar. Sólrún segir inn- blásturinn vera kominn frá systur hennar. „Hún skrifaði BA- ritgerðina sína í bókmenntafræði um Svövu Jakobsdóttur og vakti áhuga minn á henni. Ég hef alltaf verið hrifin af súrrealískum sögum og þær passa svo vel fyrir stillu- myndir, því þar er hægt að gera hvað sem er. “ „Þetta eru ótrúlega myndrænar sögur sem hún skrifar, súrrealískir kaflar inni í raunsæjum heimi, sem er mjög gaman að búa til,“ segir Atli. „Við reynum að vera eins trú sögunni og við getum þótt auðvitað þurfi að útfæra viss atriði þegar þau eru sett í mynd.“ Sólrún lýsir því að það sé gaman að taka súrrealískum textanum svolítið bókstaflega og túlka það á skjánum. Svava Jakobsdóttir hefði orðið ní- ræð í október næstkomandi og Sól- rún nefnir að þeim þyki gaman að geta haldið upp á það með stilli- myndinni. „Það er spennandi fyrir okkur að vera að gefa út þessa mynd um svipað leyti.“ Krefst mikils undirbúnings Sólrún segir sögu Svövu fjalla um hlutverk kynjanna. „Aðalpersónan, Ingólfur, fær þá góðu hugmynd að sníða hið fullkomna eldhús fyrir eiginkonu sína, allt út frá lögun hennar, hæð og breidd.“ Það séu hins vegar skiptar skoðanir um þetta uppátæki Ingólfs, um það hvort konan þurfi á þessu sérsniðna eldhúsi að halda. Hún segir margt af því sem kemur við sögu hjá Svövu um samskipti kynjanna sé keimlíkt því sem gerist í dag þótt sagan sé orðin yfir fimmtíu ára. Það er tímafrekt að gera stilli- mynd og það krefst mikils undir- búnings. „Þegar við erum í tökum höfum við verið að ná einni sekúndu á dag upp í kannski fimmtán,“ segir Atli. Myndin verður um tíu mínútur að lengd. Hann áætlar að tökuferlið sé þó álíka langt og á tveimur stórum sjónvarpsþáttaröðum. „Við höfum lært það að þessari mynd hvað það er ótrúlega tíma- frekt að búa sviðsmyndina til. Þetta er mjög nákvæm handavinna,“ held- ur Atli áfram. Hann segir að margir hafi lagt hönd á plóg. „Við erum bú- in að sanka að okkur góðum hóp af listafólki. Við erum til dæmis með klæðskera og húsgagnasmið.“ Stillumyndin verður talsett og munu Björn Thors og Dominique Gyða Sigrúnardóttir fara með aðal- hlutverkin. Með aukahlutverk fer meðal annars Arnar Jónsson og Bogi Ágústsson talar fyrir leir- útgáfu af sjálfum sér. Atli skýtur því að að Steindi Jr. (Steinþór Hró- ar Steinþórsson) sjái svo um geltið í hljóðmyndinni. Stillustuttmynd Atli Arnarsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir skipa hreyfimyndahópinn Stillu, ásamt Bergþóru Kristínardóttur. Þau vinna að stuttmynd eftir smásögu Svövu Jakobsdóttur í sumar. Tímafrekt „Þetta er mjög nákvæm handavinna,“ segir Atli. Nákvæmni Hópurinn reynir að vera eins trúr sögunni og hægt er. Hlutverk kynjanna í súrrealískri hreyfimynd  Framleiða stillustuttmynd eftir sögu Svövu Jakobsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.