Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 32
Verk Kristjáns Ingimundarsonar, ROOM 4.1 LIVE , verð- ur flutt í Borgarleikhúsinu á komandi leikári en í því segir af Vincent nokkrum sem hefur fengið nóg af áreiti hversdagsins og lætur leggja sig inn á sjúkrahús í von um langþráðan frið. Þar er þó lítinn frið að finna og í sýningu Borgarleikhússins er áhorfendum boðið á tökustað þar sem verið er að taka upp þætti um Vin- cent og upptökunum varpað á stóra skjái. Þar má sjá hvernig brögðum og brellum er beitt þegar sviðsmynd- inni, þ.e. sjúkrastofunni, er snúið til að framkalla frum- legar hugmyndir leikstjórans. Áhorfendur verða á leiksviðinu með leikurunum og dragast hægt og rólega inn í atburða- rásina. ROOM 4.1 LIVE byggir á þáttaröð- inni ROOM 4.1 þar sem Kristján Ingimarsson Company hefur gefið sviðslistum vettvang á netinu. Verkið verður frumsýnt 17. október. Áhorfendur með leikurum á sviði og dragast inn í atburðarásina Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda varð til fyrir skömmu þegar eigendur Stranda útfararþjónustu á Hólmavík, tónlistarmaðurinn Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, og Ingibjörg Sigurðar- dóttir á Hólmavík, keyptu Útfarar- þjónustu Borgarfjarðar. Starfs- stöðvarnar eru nú tvær, í Borgarnesi og á Hólmavík, en fyrir- tækið sinnir kalli hvaðan sem það kemur, að sögn Viðars. Fyrir um 13 árum flutti Viðar með fjölskyldu sinni úr Borgarfirði í Kollafjörð, fyrst og fremst með bú- störf í huga. Hann hélt áfram að sinna tónlistinni og ekki leið á löngu þar til þau Ingibjörg byrjuðu að hjálpa fólki á Ströndum í sambandi við útfarir. Í kjölfarið stofnuðu þau Strandir útfararþjónustu fyrir fjór- um árum til að sinna eftirspurn. „Hér var engin slík þjónusta en þörfin fyrir hendi og tilgangurinn var bara að þjónusta íbúa á Strönd- um,“ segir Viðar. „Þetta vatt upp á sig og varð í raun meiri þjónusta en við gerðum ráð fyrir,“ heldur hann áfram. „Þegar María Jóna Einars- dóttir hringdi og bauð okkur að kaupa Útfararþjónustu Borgar- fjarðar ákváðum við að slá til enda sáum við fyrir rekstrarvænni ein- ingu með kaupunum. Auk þess rann mér blóðið til skyldunnar þar sem ég er úr Borgarfirði, þekki marga á svæðinu og gott er að geta orðið þar að liði á þennan hátt.“ Stjórnar fjórum kórum Viðar lærði píanó- og orgelleik á sínum tíma, hefur starfað töluvert í tónlist og stjórnar meðal annars þremur kórum í Borgarfirði og ein- um á Hólmavík um þessar mundir. Hann kynntist útfararþjónustu vegna tónlistarstarfsins og vissi því að hverju hann gekk. „Ég hef spilað við útfarir í tuttugu ár og oft að- stoðað útfararstjóra við eitt og ann- að,“ bendir hann á. Viðar segir að í raun séu fjarlægð- irnar ekki miklar þegar á reyni og það komist upp í vana að keyra í Borgarfjörðinn, en vegna kóranna fer hann þangað tvisvar í viku. „Aksturinn er ekkert mál í góðu veðri og góðri færð,“ segir hann. „Við sjáum tveir um tvo kórana og þess vegna þarf ég ekki alltaf að mæta, en annars hefur veður sjaldan sett strik í reikninginn.“ Borgfirðingurinn er frá Kaðal- stöðum í Borgarfirði. Hjónin Viðar og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir, sem vinnur sem þroskaþjálfi á Hólmavík, ákváðu að færa sig um set og 2007 keyptu þau Miðhús, þar sem þau eru með um 500 kindur og nokkra nautgripi. Bústörfin taka sinn tíma en Viðar segir að fjölskyldan taki fullan þátt í þeim og auk þess sé gott fólk til taks þegar á þarf að halda í útfararþjón- ustunni. „Við eigum fjögur börn á aldrinum tíu til átján ára og þau ganga í öll verk auk þess sem for- eldrar mínir búa líka hérna og eru alltaf tilbúnir að aðstoða okkur,“ segir hann. „Það eru sveiflur í útför- um en ekkert fyrirtæki á þessu sviði er á milli Borgarness og Hólmavíkur og því fannst okkur rétt að grípa gæsina þegar hún gafst, stækka við okkur með hagræðingu samfara aukinni þjónustu í huga,“ áréttar hann. Útfararstjórar Ingibjörg Sigurðardóttir og Viðar Guðmundsson eiga Útfararþjónustu Borgarfjarðar og Stranda. Fjarlægð vefst ekki fyrir  Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda á stóru svæði SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 174. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Stjarnan, Breiðablik og FH eru með fullt hús stiga í þremur efstu sætum Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta eftir sigra í gær. Stjarnan hafði betur gegn Fjölni á úti- velli, 4:1, Breiðablik lagði Fylki af velli á útivelli, 1:0 og FH vann 2:1-heimasigur á ÍA. HK og Valur unnu sína fyrstu sigra á laugardag. Valur vann nýliða Gróttu örugglega, 3:0 og HK kom á óvart og skellti Íslands- meisturum KR á útivelli, 3:0. Þá skildu Víkingur Reykja- vík og KA jöfn, 0:0 á Akureyri. Fylkir og Grótta eru einu liðin sem eru án stiga eftir tvo leiki. »27 Nágrannarnir með fullt hús stiga í þremur efstu sætunum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.