Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Á göngu Margir hafa nýtt blíðviðrið síðustu daga til göngu. Þessi röltu um Hólavallagarð. Kristinn Magnússon Verslunin fór ekki varhluta af afleiðingum samkomubannsins sem sett var þegar útbreiðsla kór- ónuveirunnar stóð sem hæst. Veru- legur samdráttur mældist í einka- neyslu bæði í mars og apríl miðað við sömu mánuði árið áður. Þetta kom engan veginn á óvart enda lá þjóð- félagið meira og minna í dvala á þessum tíma. Það er þess vegna ánægjulegt að sjá hversu við- snúningurinn er afgerandi nú þeg- ar slakað hefur verið á samkomub- anni og lífið að verulegu leyti að sækja í eðli- legt horf. Velta innlendra greiðslukorta í maí sýnir svo ekki verður um villst að áfram er sterkur kaupmáttur meðal þorra almennings- .Við Íslendingar höfum áður sýnt hvað í okk- ur býr þegar á móti blæs og bendir allt til að við ætlum einnig að sýna það núna. Við erum ólmir í að mála húsin okkar og smíða palla við sumarbústaðina og svo þykir okkur áfram gott að gera vel við okkur í mat og drykk. Allt þetta lýsir íslenskri þjóðarsál vel og sýnir að sennilega erum við einfaldlega sterkust þegar mest á reynir. Það er ljóst að vilji landans til að ferðast til útlanda verður takmarkaður á þessu ári. Önnur hagkerfi munu því ekki njóta einka- neyslu okkar íslendinga í sama mæli og áður. Þetta hjálpar vissulega til. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að sú aukning sem greinilega er að verða í einkaneyslunni, skiptir miklu við endurreisn efnahagslífsins. Öflug íslensk verslun mun gegna þar lyk- ilhlutverki. Eftir Jón Ólaf Halldórsson » Við Íslend- ingar höfum áður sýnt hvað í okkur býr þegar á móti blæs og bendir allt til að við ætlum einn- ig að sýna það núna. Jón Ólafur Halldórsson Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Ánægjulegur viðsnúningur Reykjavík hefur setið eftir í sam- göngumálum. Framkvæmdafé til vega hefur verið afþakkað og ve- gafé farið í meira mæli á lands- byggðina. Borgarstjórnarmeiri- hlutinn hefur tafið úrbætur og þrengt að umferð í stað úrbóta. Umferðartafir hafa lengt vinnuvik- una í reynd. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja flýta fram- kvæmdum og fara í snjallvæðingu umferðarljósa. Í stað þess hefur meirihlutinn boðað borgarlínu sem lausn fyrir allt og alla. Hún á að kosta 70 milljarða en kannski þarf að margfalda þá tölu með pí. Hver borgar? Reykjavíkurborg er að tvöfalda útgjöld sín til borgarlínu. Það er gert án þess að fjármögnun verkefnanna liggi fyrir. Án þess að endanleg fjár- festingaráætlun sé til. Án þess að rekstraráætlun sé gerð. Þjóðvegir í þéttbýli eru á herðum rík- isins. Eins og háskólarnir. Og hjúkrunarheimilin. Hér er Reykjavíkurborg að leggja fram milljarð í þessi verkefni án þess að hafa fast land. Er þetta óvissuverkefni meira forgangsmál en ný hjúkr- unarheimili? Í aðdraganda borgarstjórnarkosn- inga boðaði borgarstjóri og heilbrigðisráðherra hundruð nýrra rýma umfram þau sem þegar höfðu verið. Þetta var í apríl 2018. Síðan þá hefur lítið gerst. Reykjavíkurborg gæti riðið á vaðið og fjárfest í þessum verkefnum án þess að hafa mót- framlag ríkisins í hendi. Hannað hús og grafið grunna. Borgin gæti greitt fyrir nýjar há- skólabyggingar á eigin spýtur með sama verklagi. Fjármögnun borgarlínu í samgöngusáttmála er ekki í hendi. Veggjöld eru ekki á dagskrá. Banka- sala ekki heldur. Alþingi hefur langan óskalista í samgöngumálum þar sem jarðgöng, hafnir og flugvallarmál eru fyrirferðarmikil. Þéttar umferðasultur Borgin sjálf hefur ákveðnar skyldur samkvæmt samgöngu- sáttmálanum. Hún á að skipuleggja Keldnalandið. Það hefur ekki verið gert. Hún á að flýta fyrir Sunda- braut. Það hefur heldur betur ekki verið gert. Henni ber að flýta fyrir skipulagi fyrir gatnamót við Bú- staðaveg og Arnarnesveg. Það hef- ur tafist og flækst hjá borginni. Það er erfitt fyrir ríkið að treysta við- semjanda sem stendur ekki við sitt. Það er leitt að þessi leikur borg- arinnar hafi farið í þetta far. Löngu tímabært er að fara í stórátak í samgöngumálum á höfuðborg- arsvæðinu. Reykjavík hefur setið eftir og fjár- magn farið annað. Borgin hefur afþakkað fram- kvæmdafé. Sjálfskipað framkvæmdastopp var formfest í svonefndu 10 ára tilraunaverkefni um þar sem mikilvægar framkvæmdir voru settar á ís hefur búið til samgönguvanda. Þar átti að tvö- falda hlutdeild almenningssamgangna en það hef- ur algerlega brugðist. Algert vanmat á þörf á lausnum hefur búið til þéttar umferðarsultur líkt og í stórborg. Snjallar lausnir eins og ljósastýr- ingar og umferðarmódel hafa setið á hakanum hjá borginni. Í staðinn er farið í verkefni sem á að kosta meira en 70 milljarða og alger óvissa er um. Þetta er gert á sama tíma og tekjur skreppa sam- an vegna kóvídkreppu. Væri ekki nær að fara í það sem er árangursríkt, fyrirsjáanlegt og skyn- samlegt? Óvissuferð Eftir Eyþór Arnalds Eyþór Arnalds » Löngu tímabært er að fara í stórátak í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar var lögð rík áhersla á að efla menntun í landinu með hags- muni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Efla bæri ný- sköpun og þróun enda er menntun kjarninn í nýsköpun til framtíðar. Mikilvægt væri að stuðla að við- urkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öll- um skólastigum. Bregðast þurfti við kennaraskorti og tryggja þurfti framhaldsskólum meira frelsi og fjár- magn. Sérstök áhersla var lögð á listnám og aukna tækniþekkingu sem gerði íslenskt samfélag samkeppnishæfara á alþjóðavísu. Iðnnám og verk- og starfsnám yrði einnig eflt í þágu fjöl- breytni og öflugra samfélags. Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar voru jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum að- stæðum. Lögð var áhersla á framhaldsfræðslu, að Ísland nái meðaltali OECD-ríkjanna og Norðurlanda varðandi fjármögnun háskólastigs- ins, efling Vísinda- og tækniráðs og ráðist í upp- byggingar skólabygginga. Auk þess yrði ráðist í heildarendurskoðun námslánakerfisins. Það má með sanni segja að þau fyrirheit hafi raungerst á undanförum árum. Sumar tækifæranna Skráning í sumarnám framhaldsskólanna og háskólanna hefur slegið öll met. Rúmlega 5.100 nemendur hafa skráð sig í slíkt nám og 330 í sumarnám framhaldsskólanna. Markhópur sumarnáms á háskólastigi er mjög fjölbreyttur, í þeim hópi eru m.a. nemendur sem ljúka námi úr framhaldsskóla á vorönn og vilja undirbúa sig fyrir háskólanám, aðrir framtíðarháskólanemar, núverandi háskólanemar og einstaklingar sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil eða skipta um starfsvettvang. Háskól- arnir bjóða upp á yfir 200 námsleiðir sem mæta þessum markhópum með fjölbreyttum hætti. Alls var 800 milljónum kr. varið til að efla sum- arnámið. Aðsóknin er vonum framar enda margir spennandi námskostir í boði hjá framhalds- og háskólum. Það gleður mig sérstaklega hversu mikil aðsókn er í íslenskunámskeið hjá Háskóla Íslands. Íslenska sem annað mál er orðið vinsæl- asta einstaka fagið þar, nú þegar eru yfir 400 nemendur skráðir. Búist er við allt að 70% aukn- ingu frá fyrri árum. Þetta er afar ánægjuleg þró- un! Nám á næstu mánuðum Aðsóknin í sumarnám gaf okkur vísbendingar um hvernig haust- námið myndi líta út. Háskóla Ís- lands barst til að mynda metfjöldi umsókna í grunnnám, eða um 6.720 umsóknir sem er tæplega 21% aukning frá síðasta ári. Um- sóknir í framhaldsnám eru tæp- lega 5.000 og heildarfjöldi um- sókna því vel á tólfta þúsund. Á sama tíma hafa aldrei fleiri sótt um nám við Háskólann í Reykja- vík. Skólanum bárust 3.900 umsóknir um skóla- vist fyrir næsta skólaár. Það er um 13% fjölgun frá síðasta ári. Umsóknum um meistaranám fjölgar í öllum deildum háskólans, um þriðjung að jafnaði. Mest er fjölgun í umsóknum um grunnnám, annað árið í röð, í iðn- og tæknifræði- deild og sálfræðideild, eða um 34%. Nýir tímar í starfs- og tækninámi: Mikil aðsókn í iðnnám Okkur hefur jafnframt tekist að efla iðnnám ásamt verk- og starfsnámi. Aðsókn í iðn- og starfsnám í Tækniskólanum hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, bæði úr grunnskóla og frá eldri nemendum. Sérstök aukning er í bygging- argreinum og skera pípulagnir sig þar úr með 84% aukningu á umsóknafjölda í dagskóla milli ára. Aðgerðaáætlun mennta- og menningar- málaráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga var hrundið af stað með það að markmiði að auka áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun og þar með fjölga einstaklingum með slíka menntun á vinnumark- aði. Aðgerðaáætlunin leggur meðal annars áherslu á að efla kennslu grunnskólanema í verk-, tækni og listgreinum; jafna stöðu iðn- menntaðra í framhaldsnámi; einfalda skipulag starfs- og tæknináms; bæta aðgengi á lands- byggðinni og styrkja náms- og starfsráðgjöf. Það er mikilvægt að hver og einn nemandi geti fundið nám við sitt hæfi. Slíkt eykur ekki aðeins ánægju nemenda heldur styrkir sam- félagið okkar til langs tíma. Kennarar í sókn Til að mæta áskorunum framtíðar þurfum við fjölhæfa og drífandi kennara. Aðgerðir voru kynntar til að fjölga kennurum, í þeim fólust meðal annars launað starfsnám leik- og grunn- skólakennaranema á lokaári. Þessar aðgerðir skiluðu strax árangri en umsóknum fjölgaði um 30% milli ára. Við sjáum enn meiri fjölgun í haust. Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands fékk 980 umsóknir í grunnnám eða hátt í 200 fleiri en í fyrra, eða um 26% fleiri. Umsóknir um grunnnám í leikskóla- kennarafræði og diplómanám í leikskólafræði nærri tvöfaldast á milli ára, fara úr tæplega 100 í rúmlega 190. Umsóknum í grunnskólakenn- aranám og kennslufræði eru um 340 í ár eða um fimmtungi fleiri en í fyrra. Íþrótta- og heilsu- fræði nýtur einnig mikilla vinsælda og þar hafa um 150 sóst eftir því að hefja nám eða um fimmtungi fleiri en í fyrra. Sömuleiðis hefur Há- skólinn á Akureyri aldrei fengið eins margar umsóknir í leik- og grunnskólakennaranám. Þetta eru afar góðar fréttir, enda er öflugt menntakerfi borið upp af öflugum kennurum. Menntasjóður og nýsköpun Það er frábært að sjá hve vel hefur tekist að styrkja rannsóknarinnviði og efla allt vísinda- starf. Aukið fjármagn í samkeppnissjóði í rann- sóknum nær til mannauðs, með auknum styrkj- um og atvinnutækifærum. Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir verkefni þar sem ungir vís- indamenn fá sín fyrstu kynni af þátttöku í vís- indastarfi sem kveikt hefur áhuga til framtíðar. Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur vaxið úr 55 milljónum í 455 milljónir í ár. Þetta er gert til að búa til ný tækifæri og virkja þekking- arsköpun. Mesta framfaraskref í þágu náms- manna sem hefur verið kallað eftir í mörg ár er Menntasjóður námsmanna! Sjóðurinn er bylt- ing fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem stundar há- skólanám hér á landi og fjölskyldur þessa lands. Með nýju kerfi verður fjárhagsstaða náms- manna betri og skuldastaða þeirra að námi loknu ræðst síður af fjölskylduaðstæðum. Auk þessa nýja kerfis höfum við unnið að því síðustu ár að bæta hag námsmanna með því að auka ráðstöfunartekjur þeirra með hækkun fram- færslu og tekjuviðmiða. Það er því engum ofsögnum sagt að stórsókn sé hafin í menntamálum! Stórsókn í menntamálum í verki Eftir Lilju Alfreðsdóttur » Í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar var lögð rík áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nem- enda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Það má með sanni segja að þau fyrirheit hafi raun- gerst á undanförum árum. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.