Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skoðanakannanir um stöðuna í bandarísku forsetakosningunum, sem birtust í síðustu viku, benda til þess að bilið sé enn að breikka á milli Joe Bi- den, fyrrverandi varaforseta og fram- bjóðanda Demókrataflokksins, og Do- nalds Trump Bandaríkjaforseta. Þannig sýndi könnun Fox News- sjónvarpsstöðvarinnar, sem þykir íhaldssöm í áherslum sínum, á fimmtudaginn að bilið á milli Bidens og Trump væri orðið tólf prósentu- stig, Biden í vil. Þannig mæltist vara- forsetinn fyrrverandi með um 50% fylgi þeirra, á meðan 38% sögðu að þeir myndu styðja Trump. Niðurstöður Fox-könnunarinnar þykja nokkurt áfall fyrir forsetann, en í sambærilegri könnun stöðvarinnar fyrir maímánuð var bilið á milli fram- bjóðendanna 8%, þar sem Biden var með 48% fylgi á móti 40% sem studdu Trump. Forsetinn brást við könnuninni á föstudaginn á samfélagsmiðlinum Twitter með því að gagnrýna Fox- stöðina fyrir að hafa bara látið kanna fylgið meðal „hatursmanna“ sinna, og sagði Trump jafnframt í tísti sínu að Fox-stöðin væri hræðileg, sem vakti nokkra athygli, þar sem hún hefur jafnan stutt vel við Trump. Reiði forsetans má ef til vill skýra með því, að niðurstöður Fox-könnun- arinnar eru ekki einsdæmi, en flestar þær kannanir sem gerðar voru í síð- ustu viku hafa sýnt að um helmingur þeirra sem svara könnunum segja að þeir hyggist kjósa Biden frekar en Trump. Hefur bilið í þeim könnunum sem gerðar hafa verið í júní rokkað á bilinu 6 og upp í 14 prósentustig, en þar var um að ræða könnun CNN, en Trump hefur krafið stöðina um afsökunar- beiðni á þeim grunni að ekkert sé að marka könnunina. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs segja, að rót fylgistaps forsetans megi að miklu leyti rekja til viðbragða hans við morðinu á George Floyd og þeim óeirðum sem fylgdu í kjölfarið. Það hafi til að mynda ekki mælst vel fyrir þegar Trump hótaði að senda banda- ríska hermenn á götur bandarískra borga til þess að kveða mótmælin nið- ur. Fyrir sitt leyti hefur Trump bundið vonir við að hann geti snúið taflinu við með því að hefja aftur fundaherferð um allt land, en sá fyrsti þeirra frá upphafi heimsfaraldursins var hald- inn í Tulsa á laugardaginn. Upphaflega átti að halda fundinn á föstudag, en honum var frestað, þar sem föstudagurinn er sérstakur hátíð- ardagur fyrir blökkumenn, og Tulsa er alræmd fyrir eitt versta fjöldamorð sem framið hefur verið á blökku- mönnum í Bandaríkjunum. Það þótti því vera enn eitt merkið um það hvernig Trump skildi illa áhyggjur blökkumanna af ástandinu í Bandaríkjunum. Syrtir í álinn fyrir Trump AFP Fundur Donald Trump hélt fyrsta kosningafund sinn síðan í mars á laugardaginn í borginni Tulsa.  Kannanir fyrir helgi sýna rúmlega 50% stuðning við Joe Biden á landsvísu  Forsetinn reynir að endurræsa kosningavél sína með framboðsfundum Landamæri Dan- merkur verða opnuð fyrir ferðamönnum frá öllum Evr- ópusambands- og Schengen- ríkjum, fyrir ut- an Svíþjóð og Portúgal, 27. júní, næstkom- andi laugardag. Sérstakar reglur hafa þó verið settar um norræn ríki, sem sérstaklega eru sniðnar að Svíum, og gera það að verkum að heimilt verður að ferðast til lands- ins frá tilteknum svæðum Svíþjóð- ar, Skáni, Suðurmannalandi og Vesturbotni, þar sem lítið er um kórónuveirusmit. Stjórnmálamenn á Skáni hafa fagnað ákvörðuninni. Vika er síðan fyrstu erlendu ferðamönnunum var hleypt til landsins, en Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa mátt ferðast til Danmerkur frá því 15. júní. Sumir Svíar fá að ferðast til landsins Mette Frederiksen DANMÖRK Hnífaárás í al- menningsgarði í Reading á Eng- landi á laugardag er rannsökuð sem hryðjuverk. Áður hafði lögregla gefið út að svo væri ekki. Þrír létu lífið og þrír særðust alvar- lega í árásinni og hefur 25 ára karlmaður að nafni Khairi Saadallah verið handtekinn grunaður um árásina. Saadallah er frá Líbíu og hefur hann áður setið í fangelsi á Englandi fyrir minni hátt- ar brot. Samkvæmt heimildum BBC var athygli leyniþjónustunnar MI5 vakin á máli Saadallah þegar hann var sagður á leið úr landi, hugs- anlega í þeim tilgangi að fremja hryðjuverk eða ganga til liðs við hryðjuverkasamtök. Samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar MI5 hafi hins vegar ekkert bent til þess að hætta stafaði af Saadallah. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk BRETLAND Lögreglumenn í Reading Hópur fólks braut rúður og fór ránshendi um verslanir í miðborg Stuttgart í Þýskalandi í fyrrinótt. Lögregla í borginni segir á annan tug lögreglumanna hafa hlotið áverka í baráttunni við óeirð- arseggi en óeirðirnar brutust út eftir afskipti lögreglu af meintum fíkniefnaviðskiptum ungs fólks í götupartíi. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að sumir óeirðarseggjanna hafi kastað hellum í lögreglubíl á ferð, og að á tímabili hafi lögregla misst stjórn á ástandinu en talið er að um 500 manns hafi tekið þátt. Yfir 200 lögreglumenn af bak- vakt voru kallaðir út til miðborg- arinnar þar sem múgurinn réðst á verslunarhúsnæði, að því er virtist af handahófi. Fritz Kuhn, borgarstjóri Stutt- gart úr flokki Græningja, sagði á Twitter að hann væri í áfalli yfir of- beldinu, árásum á lögreglu og eyði- leggingu í borginni. „Þetta er sorg- legur sunnudagur fyrir Stuttgart,“ sagði borgarstjórinn. „Við erum að rannsaka vandlega hvað gerðist. Eitt er víst: Engin stjórnlaus svæði eiga heima í Stuttgart“. alexander@mbl.is AFP Óeirðir Fólk braut sér leið inn í verslanir og fór þar um með ránshendi. Skemmdarverk og ofbeldi í Stuttgart Venju samkvæmt snýst kosn- ingabaráttan í Bandaríkjunum einkum um svonefnd „sveiflu- ríki“, það er ríki þar sem báðir flokkar telja sig eiga möguleika á sigri. Þegar horft er til skoð- anakannana í þeim ríkjum sem flestir telja að geti ráðið úrslit- um að þessu sinni sést að Biden leiðir í þeim flestum. Þannig er munurinn um 6 prósentustig í Flórída, um 10 í Michigan og rúmlega 5 prósentustig í bæði Pennsylvaníu og í Wisconsin, sem Trump vann síðast með 0,7 stiga mun. Þá vekur athygli að munurinn í Texas-ríki, sem Trump vann með 9% mun árið 2016, sýnir að einungis munar um 1 prósentu- stigi milli frambjóðendanna. Trump verður þó enn að teljast sigurstranglegri í ríkinu, en það hefur ekki stutt demókrata í for- setakosningum frá árinu 1976. Biden með örugga forystu STAÐAN Í SVEIFLURÍKJUNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.