Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020  Birkir Gunnarsson varði Íslands- meistaratitil sinn í einliðaleik karla í tennis með 6:4 og 6:0-sigri á Raj Bonifacius á Víkingsvöllum í Fossvogi í gær. Mættust þeir sömuleiðis í úr- slitaleiknum á síðasta ári. Í kvenna- flokki stóð Sofia Sóley Jónasdóttir uppi sem sigurvegari eftir 6:2 og 6:4- sigur á Heru Björk Brynjarsdóttur. Sofia lagði ríkjandi Íslandsmeistarann Önnu Soffíu Grönholm í undan- úrslitum.  Jan Vertonghen, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Totten- ham, verður samningslaus í lok júní en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýj- an samning við úrvalsdeildarfélagið. Var hann orðaður við ítalska félagið Roma um helgina. Þá vill félagið einnig kaupa Chris Smalling frá Manchester United en hann hefur leikið sem láns- maður með liðinu á leiktíðinni.  Joe Hart, fyrrverandi landsliðs- markvörður Englands í knattspyrnu og leikmaður Burnley á Englandi, mun yf- irgefa félagið í lok mánaðarins þegar samningur hans rennur út. Hart hefur þurft að verma varamannabekk Burn- ley á leiktíðinni, en hann hefur leikið 75 landsleiki fyrir England.  Edinson Cavani og Thomas Meu- nier, leikmenn franska knattspyrnu- félagsins PSG, eru á förum frá félag- inu en það er Goal.com sem greinir frá þessu. Báðir leikmenn verða samn- ingslausir í lok júní en PSG hefur reynt að fá þá til þess að skrifa undir skammtímasamninga í Frakklandi og klára tímabilið með liðinu í Meist- aradeildinni án árangurs.  Enska knattspyrnufélagið New- castle hefur náð samkomulagi við sex leikmenn um að klára yfirstandandi tímabil með liðinu, en þeir áttu að renna út á samning um mánaðamótin. Andy Carroll, Matty Longstaff, Javier Manquillo, Danny Rose, Nabil Benta- leb og Valentino Lazaro munu allir klára tímabilið með liðinu, en Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, staðfesti tíðindin á blaðamannafundi.  Landsliðskonan Sandra María Jes- sen og stöllur í Bayer Leverkusen unnu mikilvægan 3:1 sigur á Köln í fall- baráttuslag í efstu deild þýsku knatt- spyrnunnar í gær. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Með sigrinum fór Leverkusen í 17 stig og er nú þremur stigum frá fallsæti en þar situr Köln með 14 stig og þá hefur Duisburg einnig 14 stig.  Íslendingar voru áberandi í norska fótboltanum í gær. Matthías Vil- hjálmsson tryggði Vålerenga eitt stig með marki úr víti á 72. mínútu í 2:2- jafntefli gegn Stabæk. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði seinna mark Aale- sund sem fékk risa 7:2- skell gegn Kristiansund á útivelli. Hólmbert var í byrjunarliðinu en fór af velli á 62. mínútu. Daníel Leó Grét- arsson lék allan leikinn með Aale- sund. Þá lagði Viðar Ari Jónsson upp tvö mörk fyrir Sandefjord í 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Start. Jó- hannes Harðarson þjálfar Start. Eitt ogannað FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjarnan, Breiðablik og FH eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. FH vann sann- gjarnan heimasigur á ÍA, 2:1. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Jónatan Ingi Jónsson og Steven Lennon snemma í seinni hálfleik áð- ur en Tryggvi Hrafn Haraldsson klóraði í bakkann fyrir ÍA á 84. mín- útu með marki úr víti. Eru Skaga- menn með þrjú stig eftir sigur á KA í fyrstu umferð. „FH-ingar voru mun sterkari að- ilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og fengu fjölda tækifæri til þess að skora. Þeir fóru illa með þrjú dauða- færi í fyrri hálfleik og þau voru fleiri í seinni hálfleik. Eftir að Jónatan Ingi braut ísinn fyrir þá með frábæru marki var eins og miklum þunga væri af þeim létt og allur leikur liðsins varð einhvern veginn léttari,“ skrif- aði Bjarni Helgason í umfjöllun sína um leikinn á mbl.is.  Hörður Ingi Gunnarsson lék í fyrsta skipti gegn ÍA í gær, en hann lék með liðinu tímabilin 2018 og 2019 áður en hann skipti yfir í FH.  Það tók Jónatan Inga Jónsson aðeins tvær umferðir að jafna marka- skorun sína í fyrra er hann skoraði aðeins eitt mark í 21 leik. Fjölbreytt vopnabúr Blika Breiðablik vann torsóttan 1:0- sigur á Fylki í Árbænum. Varn- arjaxlinn Damir Muminovic skoraði sigurmarkið með skalla eftir horn- spyrnu á 80. mínútu. Er Fylkir án stiga eftir tvær umferðir, en liðið tap- aði fyrir Stjörnunni í fyrstu umferð. „Breiðablik sýndi á Würth- vellinum í kvöld að vopnabúr þeirra er fjölbreytt. Sóknarmenn liðsins buðu ekki upp á mikla flugeldasýn- ingnu og þurfti til varnarjaxlinn Damir Muminovic til þess að sigla stigunum þremur í Kópavoginn,“ skrifaði Pétur Hreinsson um leikinn á mbl.is.  Englendingurinn í liði Fylkis Sam Hewson spilaði sinn 150. leik í efstu deild hér á landi. Hann kom hingað fyrst árið 2011 og lék með Fram. Þá hefur hann einnig spilað með FH og Grindavík.  Arnór Borg Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik í efstu deild í gær, en hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Arnór kom til Fylkis frá Swansea á dögunum.  Róbert Orri Þorkelsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild er hann kom inn á í seinni hálfleik í liði Breiða- bliks. Hann kom til félagsins frá Aft- ureldingu fyrir sumarið. Stjörnusýning í Garðabæ Stjarnan sýndi nýliðum Fjölnis enga miskunn í Grafarvogi og vann afar sannfærandi 4:1-sigur. Var stað- an 1:1 í hálfleik en Stjörnumenn spiluðu glimrandi vel í seinni hálfleik og átti Fjölnir engin svör. „Mörk Stjörnumanna voru falleg og komu eftir skemmtileg samspil. Er greinilegt að Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson eru að vinna vel saman. Það er jákvætt hversu margir leikmenn Stjörnunnar eru að spila vel og mörkin eru að dreifast á milli manna. Hinum megin var Ingibergur Kort Sigurðsson ein- manna í framlínunni og ógnaði Fjöln- ir lítið,“ skrifaði undirritaður um leik- inn á mbl.is.  Fjölnismaðurinn Jóhann Árni Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í fjórða leiknum.  Örvar Eggertsson kom inn á sem varamaður hjá Fjölni í seinni hálfleik og spilaði sinn fyrsta leik með liðinu. Hann kom til Fjölnis frá Víkingi Reykjavík á dögunum.  Emil Atlason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna en hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.  Halldór Orri Björnsson skoraði sitt 60. mark í efstu deild í gær og deilir hann nú 29.-31. sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn deild- arinnar frá upphafi. Meistararnir fengu skell HK gerði sér lítið fyrir og vann 3:0- útisigur á Íslandsmeisturum KR. Eftir sterkan sigur á Val í fyrstu um- ferð eru Íslandsmeistararnir komnir aftur niður á jörðina eftir óvæntan skell á heimavelli. Hefur HK nú unn- ið KR með þriggja marka mun í tveimur leikjum í röð en HK vann 4:1-sigur þegar liðin mættust í Kórn- um í ágúst á síðasta ári. „HK-ingum virðist henta mjög vel að spila gegn KR-ingum. Í ágústmán- uði í fyrra vann HK 4:1 sigur á KR í Kórnum og leikurinn í kvöld var keimlíkur honum á margan hátt. Mörkin komu að vísu mun seinna en HK-ingar vörðust vel á Meist- aravöllum, gáfu ekki mörg færi á sér þrátt fyrir að pressa KR væri þung á köflum, og þeir nýttu síðan vel hraðar sóknir sínar,“ skrifaði Víðir Sigurðs- son í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Þá kom hann inn á að ákveðið spennufall hafi gert vart við sig hjá KR-ingum eftir sigurinn í fyrstu um- ferð.  Hinn 17 ára gamli Valgeir Val- geirsson skoraði fyrsta mark HK og hefur hann skorað í báðum leikjum liðsins til þessa.  Markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði í efstu deild og hélt hreinu hjá HK. Lék hann í staðinn fyrir Arnar Frey Ólafsson sem meiddist í 1. umferðinni.  Jón Arnar Barðdal skoraði sitt fyrsta mark í deildinni síðan hann skoraði fyrir Stjörnuna gegn Fylki árið 2015. Annað þriggja marka tap Grótta lék sinn fyrsta heimaleik í efstu deild gegn Val en þurfti að sætta sig við annað 0:3-tapið í sumar. Valsmenn voru sterkari frá fyrstu mínútu og hefði sigurinn getað orðið enn stærri. Valsmenn hristu af sér tapið gegn KR og léku mjög vel, gegn Gróttuliði sem skapaði sér varla færi. „Valsmenn spiluðu vel og gáfu lítil sem engin færi á sér. Liðið spilaði flottan fótbolta og hefði vel getað skorað mun fleiri mörk. Það er erfitt að bera saman leikinn í dag og leikinn gegn KR þar sem leikirnir voru gjör- ólíkir og styrkleiki andstæðinganna sömuleiðis. Valsmenn fá hins vegar fullt af stigum með spilemennsku eins og í dag,“ skrifaði undirritaður í um- fjöllun um leikinn á mbl.is.  Gróttumennirnir Patrik Orri Pétursson, Ágúst Freyr Hallsson og Dagur Guðjónsson léku allir sinn fyrsta leik í efstu deild. Karl Frið- leifur Gunnarsson lék sinn fyrsta leik með Gróttu en hann er lánsmaður frá Breiðabliki.  Kaj Leo í Bartalsstovu skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val, en hann lék sextán deildarleiki í fyrra án þess að komast á blað. Færeyingurinn hefur skorað fimm mörk í deildinni, fjögur þeirra með ÍBV. Veðrið betra en leikurinn KA og Víkingur Reykjavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri. „Veðurguðirnir buðu upp á sól og 20 stiga hita fyrir leikmenn og áhorf- endur. Leikurinn var þó alls ekki jafn góður og veðrið en báðum liðum gekk afar illa að skapa sér opin færi í leikn- um,“ skrifaði Baldvin Kári Magn- ússon um leikinn á mbl.is. KA er með eitt stig eftir tvo leiki og Víkingur, sem ætlaði sér stóra hluti í sumar, er með tvö.  Mikkel Qvist og Guðmundur Steinn Hafsteinsson spiluðu sinn fyrsta leik með KA.  Helgi Guðjónsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði í efstu deild en hann kom til Víkings frá Fram fyrir sumarið. Liðin úr Kraganum efst  Stjarnan, Breiðablik og FH með fullt hús stiga  HK fór illa með KR-inga á útivelli  Fyrsti sigur Valsmanna  Nýliðarnir fengu skelli á heimavelli Morgunblaðið/Sigurður Unnar Fagn Liðsmenn Stjörnunnar fagna einu marka sinna í Grafarvoginum. FH – ÍA 2:1 1:0 Jónatan Ingi Jónsson 51. 2:0 Steven Lennon 58. 2:1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (víti) 84. MM Jónatan Ingi Jónsson (FH) M Baldur Sigurðsson (FH) Gunnar Nielsen (FH) Guðmann Þórisson (FH) Daníel Hafsteinsson (FH) Steven Lennon (FH) Jón Gísli Eyland (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA) Viktor Jónsson (ÍA) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7. Áhorfendur: 1.547. KA – VÍKINGUR R. 0:0 M Aron Dagur Birnuson (KA) Mikkel Qvist (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Bjarni Aðalsteinsson (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingi) Ingvar Jónsson (Víkingi) Davíð Örn Atlason (Víkingi) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8. Áhorfendur: 898. FYLKIR – BREIÐABLIK 0:1 0:1 Damir Muminovic 80. M Damir Muminovic (Breiðabliki) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Kwame Quee (Breiðabliki) Aron Snær Friðriksson (Fylki) Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Orri Sveinn Stefánsson (Fylki) Arnór Gauti Ragnarsson (Fylki) Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 7. Áhorfendur: 1.440. FJÖLNIR – STJARNAN 1:4 0:1 Guðjón Baldvinsson 4. 1:1 Jóhann Árni Gunnarsson (víti) 45. 1:2 Halldór Orri Björnsson 54. 1:3 Þorsteinn Már Ragnarsson 63. 1:4 Emil Atlason 79. M Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölni) Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölni) Guðjón Baldvinsson (Stjörnunni) Halldór Orri Björnsson (Stjörnunni) Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjörn.) Heiðar Ægisson (Stjörnunni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Dómari: Pétur Guðmundsson – 5. Áhorfendur: 1.113. KR – HK 0:3 0:1 Valgeir Valgeirsson 44. 0:2 Birkir Valur Jónsson 57. 0:3 Jón Arnar Barðdal 88. MM Valgeir Valgeirsson (HK) M Atli Sigurjónsson (KR) Sigurður Hrannar Björnsson (HK) Alexander Freyr Sindrason (HK) Leifur Andri Leifsson (HK) Hörður Árnason (HK) Jón Arnar Barðdal (HK) Birnir Snær Ingason (HK) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7. Áhorfendur: 899. GRÓTTA – VALUR 0:3 0:1 Haukur Páll Sigurðsson 17. 0:2 Kaj Leo í Bartalsstovu 25. 0:3 Sigurður Egill Lárusson 62. MM Kaj Leo í Bartalsstovu (Val) M Axel Sigurðarson (Gróttu) Kristófer Melsted (Gróttu) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Sebastian Hedlund (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Rasmus Christiansen (Val) Aron Bjarnason (Val) Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 8. Áhorfendur: Á að giska 1.000.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.