Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 ✝ Gunnar ÞórAtlason fædd- ist í Reykjavík 10. nóvember 1959. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Land- spítalans 6. júní 2020. Foreldrar hans voru Atli Stein- arsson, f. 30. júní 1929, d. 8. nóv- ember 2017, og Anna Guð- björg Bjarnason, f. 7. sept- ember 1933, d. 22. apríl 1998. Gunnar var næstyngstur af fjórum systkinum, elst er Anna Sigríður, f. 10. apríl 1955, þá Ása Steinunn, f. 14. október 1956, og yngstur er Atli Stein- arr, f. 20. nóvember 1963. Gunnar var giftur Konný Þór Agnarsdóttur, f. 13. júní 1965, foreldrar hennar Agnar Friðberg Þór Haraldsson, f. fellsbæ, eftir gagnfræðapróf lærði Gunnar til þjóns og starfaði meðal annars á far- þegaskipinu Eddu. Eftir þjóna- árin vann hann lengi vel sem tollvörður en síðustu árin vann hann sem sérfræðingur hjá Vátryggingafélagi Íslands. Gunnar var skáti og lifði fyrir skátahreyfinguna. Hann var flokksforingi lengi vel í Dalbúum og seinna í Mosverj- um. Síðar stofnaði hann með góðum vinum Fræðasetur skáta að Úlfljótsvatni og byggði þar upp áhugavert safn þar sem fólk frá öllum heims- hornum hefur komið á sýn- ingar. Hann ferðaðist með fjöl- skyldu sinni öll sumur og kunni þá nöfn allra fjalla og lækja og þuldi upp þjóðsögur Íslands. Hann spilaði fótbolta um helgar, hélt með Totten- ham, mætti í Rónaklúbb Mos- fellsbæjar á föstudögum, var í kjötbolluklúbbi með vinum sín- um, þekkti alla sína ættliði og meira til og lék jólasvein öll jól, Útför Gunnars fer fram í dag, 22. júní 2020, frá Foss- vogskirkju kl. 13. 12. nóvember 1930, d. 17. apríl 1987, og Guðlaug Konráðsdóttir, f. 12. janúar 1931. Börn þeirra eru: 1) Anna Guðlaug Gunnarsdóttir, f. 21. nóvember 1992, sambýlis- maður hennar Símon Pétur Pál- son og saman eiga þau soninn Kristján Krumma, 2) Agnes Heiður, f. 25. nóv- ember 1998, og 3) Hlynur Þór, f. 1. ágúst 2001. Sonur Gunn- ars af fyrra hjónabandi með Áslaugu Ingibjörgu Kristjáns- dóttur er Kristján Lár, f. 30. september 1983, eiginkona hans Rebekka Sóley Hjaltalín, dætur þeirra eru Ása Valdís og Kristrún Bjarney. Gunnar ólst upp í Laug- arneshverfi og seinna í Mos- Elsku Gunni minn, Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Konný. Pabbi minn er dáinn snöggur var hann maðurinn með ljáinn. Hann hvílir nú, á himnum, í friði ef hann getur, eftir okkur biði. Hvað get ég gert núna get alla vega ekki misst trúna, söknuðurinn verður mikill og sár svo missir maður alltaf nokkur tár. Lífið er svo fallega svart, pabbi minn, þú sem kenndir mér svo margt. Þú ert steinninn minn, algjört dýrmæti, ég skil við þig með þakklæti. Lífið er núna, ekki á eftir. Njótum allra stunda hér eftir, bíðum ekki eftir vondum atburðum knúsum alla sem okkur þykir vænt um. (Hlynur Þór Gunnarsson) Hlynur Þór Gunnarsson Elsku pabbi okkar, hvað ger- um við nú? Þú sem varst alltaf til staðar fyrir okkur, fyrstur til að bjóðast til að sækja okkur á flugvöllinn eða koma og kíkja á þvottavélina þegar skrýtið hljóð kom frá henni. Þú keyrðir með okkur um allt land, sagðir okkur endalausar sögur sem virtust svo langdregn- ar en nú svo dýrmætar. Þú kunn- ir allt, vissir allt og leiddir okkur í gegnum lífið. Þú sýndir okkur hvernig á að vera gott foreldri, þolinmóður, úrræðagóður og allt- af til í allt. Takk fyrir að vera þú, takk fyrir allt saman! Vonumst til að halda áfram að gera þig stoltan. Kveðja til þín pabbi frá uppá- halds dætrum þínum. Anna Guðlaug og Agnes Heiður. Hann Gunnar bróðir minn er farinn og stórt skarð hefur verið hoggið í fjölskylduna. Minningarnar sem koma fram í hugann þegar hugsað er til baka eru margar en þar ber hæst hvað hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa til við allt sem gera þurfti og alltaf var hann ljúfur og góður. Hann var besti og skemmtileg- asti leiðsögumaður sem hægt var að hafa a Íslandi, hann hafði farið vítt og breitt. Þegar börnin mín komu í heimsókn til Íslands tók hann að sér að fara með þau og fræða þau um land og sögu. Minningar frá þessum ferðum eru þeim ógleymanlegar. Hann var duglegur að koma í heimsókn til Boston og Michigan og hann sem sannur skáti var alltaf vel undirbúinn. Hann var búinn að kanna hvernig landið lá og gera sín plön samkvæmt því. Til dæmis var hann búinn að plana bíltúr til að sjá Niagra Falls þegar þau Konný, ásamt Tomma systursyni okkar og Tönju, komu til Michigan. Síðustu bíltúrarnir sem við systkinin fórum saman voru fyrir rúmu ári í Friðarheima og Sól- heima og daginn eftir í Hvalfjörð og Borgarnes. Ekki óraði mann fyrir að þetta væru síðustu túr- arnir. Við áttum saman góðar stund- ir síðastliðna þakkargjörðarhátíð þegar Konný og Gunni komu og voru með okkur. Ég kveð þig elsku bróðir og þakka þér fyrir allt. Sendi Konný, Kristjáni Lár, Önnu Guðlaugu, Agnesi og Hlyni okkar allra innilegustu samúðar- kveðjur Anna Sigga Vincens. Það var reiðarslag þegar í ljós kom að Gunnar bróðir var hel- sjúkur af krabbameini snemma í fyrra. Gunni var þriðji í röð fjögurra systkina sem áttu í barnæskunni heima á Rauðalæk 44 en var 18 ára þegar fjölskyldan flutti í Mos- fellsbæ. Hann var í sveit í nokkur sumur, eins og þá tíðkaðist, og dvaldi í Skógarhlíð í Reykja- hverfi og Kvistási í Kelduhverfi. Hann gekk ungur til liðs við skátahreyfinguna og fljótt farinn að fara í útilegur hvenær sem færi gafst. Gunni menntaðist sem uppeld- isfulltrúi í Vingåker í Svíþjóð og síðan sem framreiðslumaður á Hótel Holti en vann ekki lengi sem slíkur. Þegar hann bjó á Stykkishólmi vann hann í banka og endurvakti bíóið á staðnum sem varð einnig félagsmiðstöð. Þegar hann flutti til Reykjavíkur aftur var hann eitt sumar bryti á farþegaskipinu Eddu, hóf síðan störf sem tollvörður og vann nokkur ár sem slíkur þar til hann hóf störf sem tjónasérfræðingur hjá VÍS til starfsloka sl. vor. Hann kom sér alls staðar vel og var vel metinn af samstarfsfólki. Allan tímann hélt hann áfram í skátastarfinu þar sem leiðtoga- hæfileikar hans nutu sín vel í for- ingjastarfi, skipulagi, utanum- haldi og stjórnun skátastarfs og landsmóta og eignaðist marga góða vini. Fyrir sjö árum stofnaði hann ásamt vinum í Smiðjuhópn- um Fræðasetur skáta sem safnar saman munum, myndum og minningum skátastarfs, innan lands og utan. Þar undi hann hag sínum vel og sagnfræðiáhuginn naut sín í botn og hann var óþreytandi í að segja frá og sýna safnið gestum og gangandi. Það var táknrænt að á sama kvöldi og Gunni kvaddi var verið að flytja safnið um set í annað húsnæði á Úlfljótsvatni. Gunni var grúskari og fræði- maður í eðli sínu og var sífellt að kenna og fræða þá sem í kringum hann voru. Hann átti ýmis áhuga- mál, sökkti sér ofan í ættfræði, skannaði inn gamlar myndir, safnaði frímerkjum, var slyngur spilamaður og fannst mjög gam- an að spjalla og rökræða. Hann átti góða konu sem umbar ljúf- lega öll áhugamálin þótt stundum fylgdu þeim bunkar af alls kyns skjölum og dóti. Hún umbar líka matarsérviskuna og neftóbakið. Konný og Gunni byrjuðu saman fyrir um 30 árum og voru mikil fyrirmyndarhjón. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á að ferðast og fóru víða bæði innan lands og utan. Þau voru einstaklega sam- hent og yfirveguð, aldrei neitt stress eða læti. Börnin þeirra og Kristján Lár, sonur Gunna af fyrra hjónabandi, eru afar vel gerð og bera þess merki að hafa alist upp við heilbrigt og gott heimilislíf þar sem fólk stendur saman, hjálpast að og kann að gleðjast á góðum stundum. Ég á Gunna og Konný mikið að þakka. Þau hafa alltaf staðið við bakið á mér og hjálpað þegar ég hef þurft á að halda hvort sem er við flutninga, veisluhöld, ráðgjöf eða annað. Fyrir það og góðan vinskap vil ég þakka. Ég vil líka þakka mínum yndislega bróður fyrir samveruna í lífinu, samvinn- una við umönnun foreldra okkar og allar okkar skemmtilegu sam- verustundir fyrr og síðar. Ég á eftir að sakna hans mikið. Megi Guð blessa minningu Gunna og styrkja Konný og fjöl- skylduna alla við að lifa án hans. Ása Steinunn Atladóttir. Vertu sæll stóri bróðir. Ég kveð bróður minn með miklum söknuði; bróðurinn sem hefur passað upp á mig alla tíð allt frá eldhúsborðinu á Rauðalæk, sveit- inni í Skógarhlíð og fram til nú að leiðir okkar skiljast stuttan tíma. Við höfum búið hvor í sínu landinu og umgengni því kannski ekki verið mikil oft á tíðum en bræðraböndin hafa alltaf verið sterk. Gullkorn frá liðnum tíma streyma nú sem minningar fram í hugann. Ævintýrin í New York og þegar ég flutti til Svíþjóðar og fékk að vera hjá honum í Vingå- ker. Þá er tíminn ógleymanlegur sem við vorum öll systkinin sam- an í Boston yfir þakkargjörð- arhátíðina 2018. Við fjögur sitj- andi við sama borð bara að tala saman – frábært. Eða allar þær óteljandi ferðir sem Gunnar hef- ur farið með mig og sýnt mér landið okkar Ísland, sem hann þekkti svo vel, var stoltur af og sagði svo skemmtilega frá. Gunn- ar var sannur skáti, ávallt tilbú- inn að hjálpa öðrum og setja aðra í fyrsta sæti. Ég sendi Konný, Kristjáni Lár, Önnu Guðlaugu, Agnesi Heiði og Hlyni Þór innilegar samúðarkveðjur. Atli Steinarr. Að setjast niður og skrifa minningargrein um þig er eitt- hvað sem ég er ekki alveg að meðtaka. Þú sem varst alltaf svo fullur af lífi og gleði. Okkar vin- átta var einstök, þótt ég segi sjálf frá. Það skipti ekki máli hvort liðu dagar, mánuðir eða ár á milli þess sem við hittumst, þá var allt- af eins og við hefðum hist í gær. Að eiga vin eins og þig er dýr- mætt og það veit ég svo sannar- lega. Og gott að hafa bæði getað sagt það beint við þig í lifanda lífi, en einnig var ég margsinnis búin að segja þér það í gegnum bréfin. Já bréfin þau voru þó nokkur og skipti þá ekki máli hvort skrifað væri með blýanti því blek væri ekki til, þau voru skrifuð og send. Takk fyrir að vera sannur vinur minn. Eða eins og bréfin þín end- uðu ætíð: „Þinn eini sanni vinur Gunni.“ Það lýsir þér svo vel þegar ég fór í mína stóru göngu árið 2014 að þú skyldir mæta og fylgja mér á bíl, passaðir að ég teygði á öll- um vöðvum og reyndir að koma fastri fæðu ofan í mig. Það var mér og er alveg ómetanlegt. Og ekki var verra að Konný þín gekk með mér alla leið. En svona varstu, boðinn og búinn að hjálpa enda skáti frá innstu hjartarót- um, „ávallt viðbúinn“. Takk Gunni fyrir alla gleðina, bíóferðirnar, bíltúrana, hlátur- inn, vináttuna, útilegurnar, bréf- in og heimsóknina ógleymanlegu til Lúx árið 1978. Þá birtist þú (þar sem ég var au pair-stúlka) með bakpokann og svefnpokann en ekki mikinn pening, hafðir týnt adressunni minni og síma- númerinu, svo fyrsta nóttin þín var í „Gilinu“ í Lúx og rúmið var trébekkur. En sem betur fer rifj- aðist upp símanúmerið og ég gat vísað þér veginn. Við áttum góða daga saman þarna og rifjuðum þá alltaf upp þegar við hittumst. Já endurminningarnar eru kærar. Var ég búin að segja þér að þú varst einstakur vinur? Já þú áttir svo sannarlega risastóran stað í vináttuhjartanu mínu og ég veit að eins var það hjá þér. Ég er núna búin að lesa öll bréfin frá þér, Ingibjörgu, Ollu, og Ívari vini okkar (sem einnig fór allt of snemma) og öllum krökkunum í skátaklíkunni síðustu dagana og mikið er ég búin að hlæja, en á sama tíma er ég búin að hágráta. Við áttum eftir að gera svo margt í komandi framtíð, þegar við yrð- um aðeins eldri og svo þegar við yrðum gömul og gætum haldið áfram að búa til minningar. Þú áttir að verða veislustjóri hjá mér í næsta stórafmæli. Ég var búin að ákveða það, en átti eftir að segja þér það sjálfum. Já afmæli, það var nú eitt og takk fyrir öll afmælin sem ég var svo heppin að fá að eiga, nú hlærðu, en eins og við vitum þá hélt ég upp á afmæli þitt og oftar en einu sinni og var svo heppin að fá gjaf- irnar þínar, því vinir okkar héldu að þetta væri minn dagur, svo mánuði síðar var aftur afmæli og þá var það minn dagur og aftur fékk ég gjafirnar. Elsku Konný og fjölskylda ég sendi ykkur minar innilegustu samúðarkveðjur, megi Guð og góðir englar vaka yfir ykkur. Er við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær, sem einhver okkar hlóð uppi um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær. Öll þau yndisfögru kvöld, okkar litlu skátatjöld, eru gömlum skátum endurminning kær. Þegar varðeldarnir seiða og við syngjum okkar ljóð suðar fossinn og töfrahörpu slær. (Haraldur Ólafsson) Kærleikskveðja Þín eina sanna vinkona, Guðný Sigurðardóttir Fallinn er frá frændi minn Gunnar Þór Atlason eftir snarpa baráttu við krabbamein. Við vor- um bræðrabörn og áttum því nokkra samleið í æsku, en líklega heldur minni en ætla mætti vegna aðstæðna í fjölskyldu minni og þessað hann var strákur sem átti tvær systur þær Önnu og Ásu og við þær voru samskiptin meiri á þessum tíma en bræðurna þá Gunnar og Atla yngri. Ég var svo heppin að sameig- inlegt áhugamál okkar að safna frímerkjum varð til þess að draga okkur saman nú hin síðari ár og ég held að ég geti fullyrt að við nutum þess bæði að sitja með frí- merkin okkar, skiptast á merkj- um og deila þessum áhuga okkar á þeim. Gunnar hafði árum saman viðað að sér frímerkjum og var búinn að koma sér upp góðu fyrir- komulagi varðandi skráningu þeirra. Hann naut þess að ráð- leggja mér um meðferð þeirra og varðveislu. Hann hafði að auki brennandi áhuga á ættfræði og lagði mikla vinnu í að kortleggja ættir sínar og annarra. Þær stundir eru mér dýrmæt- ar sem við eyddum saman á heim- ili hans eða í heimsóknum hans til mín. Við drukkum kaffi og spjöll- uðum um allt á milli himins og jarðar. Við ræddum ekki síst æskuár okkar frá því hann bjó á Rauðlæk og ég á Hofteig. Margt sem fram kom varpaði ljósi á það, hversu veraldleg gæði voru önnur á þessum tíma, og hvernig vanda- málum sem upp komu var gjarn- an ýtt til hliðar og alls ekki rædd. Það hefur sem betur fer orðið töluverð breyting til batnaðar í tímans rás á því, hvernig unnið er úr þeim málum sem upp koma í lífinu og nauðsynlegt er að leysa. Gunnar hafði þann eiginleika að vera með eindæmum góður sögumaður og það var unun að hlusta á reynslusögur hans úr líf- inu, ekki síst sögur hans af því hlutverki að bregða sér í gervi jólasveins. Hann var mikil fé- lagsvera og naut þess að vera þátttakandi í jólaböllum árum saman. Frá barnsaldri helgaði hann skátahreyfingunni líf sitt og vann í þeirra þágu fram á síðasta dag. Ég tel víst að einhverjir muni gera grein fyrir hans mikla og góða starfi þar. Gunnar var liðtækur björgun- arsveitarmaður og nú um nýliðna páska var viðtal við hann í Ríkis- útvarpinu, vegna aðkomu hans að flugslysi í Ljósufjöllum. Það var ein af ótalmörgum leitum sem hann tók þátt í við afar erfiðar að- stæður. Hann var tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu fyrir aðra og taldi ekki eftir sér þann tíma og þá krafta sem þurfti til þess að bjarga þeim sem voru í háska. Gunnar var gæfumaður í lífi sínu, hann leit sáttur um öxl, þeg- ar veikindin fóru að taka sinn toll. Hann ræddi þau opinskátt og full- nýtti tímann sem var í boði. Börn- in hans glæsilegu, þau Kristján Lár, Anna Guðlaug, Agnes Heið- ur og Hlynur Þór, verða fánaber- ar hans til framtíðar, ásamt barnabörnunum. Konný, sem hef- ur staðið þétt við hlið hans í veik- indunum, sér nú á eftir sínum góða eiginmanni og sálufélaga. Með sorg í hjarta kveð ég minn kæra vin og frænda og er þakklát fyrir vináttuna og umhyggjuna sem hann sýndi mér og mínu fólki. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Dagný Hildur Leifsdóttir. Ímyndaðu þér hring. Í miðju hans situr Gunni Atla og er að segja sögu. Hann gæti verið að segja sög- una af kínverska stráknum „Nikki nikki nam para pu para pu nikki nikki …“ sem féll í brunn- inn eða söguna af grænlenska veiðimanninum sem söng: „Aggi taggi úmba“ þegar hann réri heim á leið með selinn. Hann gæti líka verið að segja okkur drauga- sögu. Hann gæti líka verið að opna fyrir okkur ævintýraheima sem tengjast þeim munum og minjum sem Fræðasetur skáta varðveitir fyrir okkur öll. Svo kemur sagan um fólkið. Fólkið sem ólst upp í gamla stöðvarstjórahúsinu við Ljósa- foss sem hýst hefur Fræðasetur skáta síðustu árin. Mörg þeirra hafa komið aftur, komið til að skoða, segja frá og rifja upp. Gunni rennur inn í þau og þau renna inn í Gunna. Þau segja frá því þegar vatnið geystist fyrst í gegn. Seiðandi niðurinn breyttist í ljós og yl í fullt af póstnúmerum fyrir sunn- an. Börn voru að leik. Hlátur. Grátur. Sólin var hátt á lofti og steikti Grímsnesið alla leið austur að stofuglugganum. Garðslanga með götum sendi sprænur á börnin sem hlupu skríkjandi um lóðina. Þau hlupu inn og niður tröppurnar í kyndiklefann til að þurrka sér. Þar var hlýtt. Svo liðu árin. Garðslangan hætti að spræna, börnin uxu upp, fluttu og fóru. Húsið lagðist út af um stund. Hugleiddi og safnaði kröftum. En vatnið geystist áfram í óstöðvandi hringrás. Seiðandi niðurinn breyttist stöðugt í ljós og yl í fullt af póstnúmerum. Þá komu skátar. Sprænandi hugmyndum. Þeir komu með sögur, gull og gersemar – reykelsi og myrru. Húsið fylltist af fólki á ný. Börn á öllum aldri komu til að leika sér. Hlátur og einstaka grátur. Sólin ennþá söm við sig. Hátt á lofti, steikir Grímsnesið alla leið að stofuglugganum og upplitar baksvipinn á skikkjum, skátabúningum og skrautmun- um. Garðslangan sprænir á börnin og börnin spræna á hana. Þau sem hitta fá merki. Virkjunin suðar sinn vanagang og veitir áfram ljós og yl í valin póstnúmer. Allt fer í hringi. Kemur og fer. Vatnsdroparnir kinka kolli hver til annars á fljúgandi ferð sinni í gegnum tímann og senda kveðju: „Sjáumst í næsta rennsli“. Hringrásin er óstöðvandi og endalaus og ef vel er að gáð þá fórum við í rauninni aldrei neitt nema þennan eina hring í þessari ferð. Takk Gunnar Atlason fyrir samfylgdina á þessari hringferð, sjáumst í næsta rennsli. Með skátakveðju, Fyrir hönd fræðaseturs skáta Úlfljótsvatni, Gauti Torfason. Eftir að hafa verið í skátastarfi í áratugi kemur oft upp í hugann hvað maður hefur kynnst ótrú- lega mörgu góðu fólki í gegnum starfið. Auðvitað starfa skátar í félögum víðs vegar um landið, en þegar kemur að því að taka þátt í alþjóðamótum eða verkefnum á vegum Bandalags íslenskra skáta við undirbúning landsmóta, nám- skeiða eða viðburða, þá samein- ast allir sem einn í að klára verk- efnin. Þannig kynntist ég Gunnari Gunnar Þór Atlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.