Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík Ýmsar stærðir kælikerfa í allar stærðir sendi- og flutningabíla, fyrir kældar og frystar vörur. Vottuð kerfi fyrir lyfjaflutninga. Við ráðleggjum þér með stærð og gerð búnaðarins eftir því sem hentar aðstæðum hverju sinni. ÖFLUG KÆLIKERFI FRÁ THERMO KING FÆRANLEG KÆLITÆKI Í SENDIBÍLA Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Það er upplífgandi að kynnast nýju fólki, nýjum aðstæðum, og finna að maður njóti sín í þeim. Þetta er það skemmtilegasta sem ég tekið að mér,“ segir María Hrund Marinósdóttir, sem nýlega stofnaði umboðsskrifstofuna Móðurskipið. Þótt Móðurskipið hafi nýlega verið sett á flot eru þegar yfir þrjátíu þekktir einstaklingar úr leiklist- arheiminum í bland við handritshöf- unda, uppistandara, veislustjóra og ljósmyndara komnir undir væng þess. María hefur starfað við markaðs- mál undanfarna tvo áratugi, síðustu þrjú ár hjá Borgarleikhúsinu og tíu ár þar á undan hjá VÍS. Auk þess var hún formaður Ímark um nokkurra ára skeið. Hún segir að það hafi verið draumur sinn um hríð að fara að starfa sjálfstætt. Upphaflega hug- myndin var að einbeita sér að mark- aðsráðgjöf og huga að umboðs- mennsku samhliða því. Fljótt hafi þó spurnin eftir umboðsmanni fyrir skapandi greinar sýnt sig og það verkefni vatt upp á sig. „Þessi draumur hefur verið lengi í maganum, ég alltaf átt þann draum að starfa sem umboðsmaður. Svo fór allt af stað og hef ég verið að þróa þetta undanfarna mánuði. Ég var í miklum tengslum við þennan heim leikara og þar fann ég hvað það er mikil þörf fyrir manneskju sem sér um að kynna og semja fyrir leikara, að búa til stökkpall fyrir þá bæði hér Verk að vinna í kjaramálum Það er óneitanlega ekki sjálfgefið að hverfa úr vel launuðu umhverfi stórra fyrirtækja og fara að vinna með listamönnum. Því er gjarnan haldið fram að ekki sé mikið upp úr því að hafa að starfa í listgreinum hér á landi, ekki síst af listamönn- unum sjálfum. „Það er algerlega rétt að svo virð- ist sem listamenn í flestum list- greinum fái oft á tíðum ekki sann- gjarna þóknun fyrir sitt framlag. Ég lít á það sem mitt hlutverk að leik- arar og aðrir listamenn fái það sem þeir eiga skilið fyrir sína vinnu. Það er stór áskorun og margt óunnið þar,“ segir María og bætir aðspurð við að vinna hennar geti einmitt falist í að aðstoða við umsóknir um lista- mannalaun og ýmsa styrki sem lista- menn reiða sig á. „En talandi um styrkjaumhverfið þá er frábært að sjá að í þessu ástandi undanfarna mánuði hefur margt verið í boði fyrir listamenn. Það er greinilegur vilji til að efla menninguna í landinu og þótt það hafi komið högg á fjárhaginn hjá mörgum þá er gott að finna að allt er að fara af stað aftur. Bæði í sjón- varps- og kvikmyndaframleiðslu en líka í skemmtunum. Það er að gerast töluvert fyrr en ég bjóst við. Það er allt að springa út sem er dásamlegt.“ Slegist um pláss á Móðurskipinu  Markaðsstjóri til tuttugu ára stofnar umboðsskrifstofu fyrir listamenn  Yfir 30 skjólstæðingar Morgunblaðið/Eggert Nýr vettvangur María Hrund Marinósdóttir hefur starfað sem markaðsstjóri í 20 ár. Nú sinnir hún listamönnum. heima og erlendis. Ef maður er mjög góður í einhverju þá er alltaf erfitt að selja eigin hæfileika. Það á ekki síst við leikara og listamenn. Ég get hins vegar auðveldlega gert það,“ segir María Hrund og bætir við að stór hluti af vinnunni felist í að byggja upp samband við hvern og einn um- bjóðenda til að kynnast viðkomandi og geta sett púður í að sinna hverjum og einum á þann hátt sem viðkom- andi þarfnast. Athygli vekur að margir af kunn- ustu og vinsælustu leikurum þjóð- arinnar hafa munstrað sig á Móð- urskipið, til að mynda Ingvar E. Sigurðsson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þor- steinn Bachmann. Auk þeirra eru mörg þekkt nöfn af yngri kynslóð- inni. Úrvalslið listamanna „Já, ég er með úrvalslið með mér í þessu stóra verkefni. Þetta byrjaði þannig að Kristín Þóra Haralds- dóttir bað mig að vinna fyrir sig. Það var aldrei markmið í sjálfu sér að vera með fullt hús af leikurum og listamönnum en svo blómstraði þetta bara í höndunum á mér. Ég hef ekki áhuga á að vinna fyrir of stóran hóp því ég vil geta einbeitt mér að hverjum og einum. Nú þarf ég að að meta hvar línan liggur þar. Ég vil stíga varlega til jarðar til að meta aðstæður og eins hvort ég eigi að vinna fyrir fólk í fleiri listgreinum. Ég vil alla vega vera orðin afbragðs- góð í því sem ég er að gera áður en ég fer að stækka um of.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.