Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 19
✝ Jóhannes Leifs-son var fæddur á Ketilsstöðum, Hvammssveit í Dala- sýslu, 6. júlí 1920. Hann lést á Land- spítalanum 11. júní 2020. Foreldrar hans voru Leifur Gríms- son bóndi, f. 14. ágúst 1896, d. 25. október 1983 og Hólmfríður Sigurðardóttir, hús- móður, f. 22. ágúst 1892, d. 1. febrúar 1968. Systkini Jóhann- esar: Ásgerður, f. 1921, Sig- mundur, f. 1923, Sigurður f. 1926, Ingiríður Helga, f. 1928, Hákon, f. 1931 og Grímur, f. 1936. Þau eru öll látin. Gabríel Dagur, Birgitta Ósk, Emilía Dögg og Sunna María. d) Aldís Gyða, maki Kristinn Sig- urbjörnsson. Börn þeirra eru Ið- unn Eldey og Óðinn Ylur. 2) Ólafur Már, f. 2. september 1969. Maki Ragna Júlíusdóttir, f. 31. Janúar 1972. Börn Ólafs eru: a) Aron Már, maki Hildur Skúladóttir. Sonur þeirra er Birnir Blær. b) Birta Líf, c) Ívan Máni, d) Ragnar Óli, e) Aldís Björg og f) Gunnar Elís. Jóhannes ólst upp á Ketils- stöðum í Hvammssveit, Arn- arbæli á Fellsströnd og Galt- arvík í Skilmannahreppi. Hann lauk sveinsprófi í Gullsmíði 1946 og öðlaðist meistararéttindi 1952 og starfaði við iðn sína upp frá því. Útför Jóhannesar verður gerð frá Seljakirkju 22. júní 2020 og hefst athöfnin klukkan 13. Jóhannes kvænt- ist Magneu Aldísi Davíðsdóttur 25. mars 1944. Magnea Aldís var fædd 26. mars 1920 og lést 17. maí 1990. Þau bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap. Synir Jóhannesar og Magneu Aldísar eru: 1) Davíð, f. 28. júlí 1950. Maki. Guð- laug Björk Bjarnþórsdóttir, f. 19. desember 1956. Börn Davíðs eru: a) Jóhannes Pétur, d. 13. ágúst 2013, b) Karl Gústaf, maki Hafdís N. Hafsteinsdóttir. Dóttir þeirra er Margrét Norðfjörð. c) María Guðfinna, maki Kári Gunndórsson. Börn þeirra eru Hann Jói frændi er nú dáinn, vantaði 3 vikur í að hann yrði 100 ára gamall. Hann Jóhannes var alltaf kall- aður Jói frændi hjá minni fjöl- skyldu. Hann var móðurbróðir minn og meistari í gullsmíðanámi mínu. ég byrjaði að læra gullsmíði hjá Steinþóri og Jóhannesi gull- smiðum að Laugavegi 30 í júlí 1969. Þá var hann 49 ára gamall og var hann alltaf mikill vinur minn síðan. Jói var góður gullsmiður og naut virðingar sem slíkur. Hann rak gullsmíðaverslun með Steinþóri Sæmundssyni gullsmíðameistara frá 1950 til 1972 og gekk það samstarf mjög vel og verslunin var virt og vin- sæl. Þeir voru með 2 verslanir á tímabili. Árið 1972 slitnaði upp úr samstarfi þeirra félaga. Jóhann- es rak þá verslunina undir sínu nafni Jóhannes Leifsson gull- smiður á sama stað til ársins 2000. Hann var duglegur að taka nema í nám og ég held að þeir hafi verið 6 nemar sem útskrif- uðust hjá honum. Ég á eftir að minnast Jóa frænda með miklu þakklæti og virðingu. Leifur Jónsson gullsmíðameistari. Jóhannes Leifsson MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Atlasyni, fyrst á skrifstofu BÍS við námskeiðsundirbúning, svo vegna undirbúnings landsmóta eða annarra viðburða og alltaf var Gunnar tilbúinn í að taka að sér viðamikil verkefni. Fyrir áratugum síðan kom það í hlut okkar Gunnars að sjá um kvöldvökustjórn á Landsmóti á Úlfljótsvatni. Það endaði nú með því að við stýrðum kvöldvökum á fjöldamörgum landsmótum sem og á ýmsum afmælishátíðum BÍS í gegnum árin. Ég segi alltaf að Gunnar hafi verið mín hægri hönd í söng- stjórninni því hann var alltaf mér á hægri hlið og sá um hægri hluta brekkunnar. Svo sögðum við allt- af að það væri ekkert nema æv- intýri að stýra söngnum þegar við höfðum fyrir aftan okkur þessa snillinga sem voru á hljóð- færunum – sem fyrr allir sem einn í að klára verkefnin. Það var alveg frábært að hitta Gunnar í Garðabænum þegar við skátar í Vífli buðum til söng- stundar í Hofsstaðaskóla í febr- úar, en þrátt fyrir veikindi kom hann mér á hægri hönd, sagði sögur og stýrði söngnum af krafti. Gunnar lét heldur betur til sín taka í Fræðasafni skáta og var okkur þar mikil fyrirmynd, al- gjörlega naut hann sín í botn við að fara yfir muni og minjar og rifja upp sögur úr starfi okkar skáta. Ein góð saga frá Landsmóti á Úlfljótsvatni, en þá voru Gunnar og félagar úr Mosverjum ná- grannar Vífils á tjaldsvæðinu. Eitthvað grín fór í gang milli fé- laganna og eina nóttina hafði einn úr þeirra hópi laumast inn á svæði okkar Garðbæinga og tekið niður félagsfánann okkar og sett hann upp á hvolfi í staðinn. Þetta var auðvitað rætt og einhver laumaðist til baka og breytti mótshliðinu þeirra. Svona gengu saklausir hrekkir milli félaganna yfir daginn en svo óvænt gat einn úr Vífli komist í útvarp mótsins og tilkynnti þar að það yrði sko kvöldvaka og kökuboð hjá Mos- verjum klukkan níu um kvöldið. Mótleik Mosverja lýsir Gunnari frábærlega, því hann og félagar tóku algjörlega boltann á flugi, drifu sig niður á Selfoss og keyptu upp alla kökubotna sem fundust, rjóma og niðursoðna ávexti. Síðan var rjómi þeyttur og kökur skreyttar af miklum móð hjá Mosverjum. Þegar við í Vífli sáum þetta, þá auðvitað ruk- um við til og hituðum kakó í tvo stóra kakódunka. Síðan á slaginu klukkan níu gekk Vífill fylktu liði með kakó í fararbroddi og var það innlegg okkar í þessa köku- veislu Þar með lauk þessu nágrann- astríði en auðvitað var sungið fyrst! Eins og við skátar segjum, þá er Gunnar Atlason farinn heim. Hann fór allt of snemma og mikið eigum við eftir að sakna hans. Við skátar í Vífli sendum Konný og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Hilmarsson. Það var alltaf eitthvað svo góð ára yfir þessum dreng og mér fannst það alla tíð frá því að ég fór fyrst að taka eftir honum í skátastarfinu. Og ég var ekki einn um það. Gunni Atla eins og við kölluðum hann var alltaf já- kvæður og léttur í lund. Hann gekk ungur til liðs við skáta- hreyfinguna, hóf starf sitt með skátafélaginu Dalbúum í Reykja- vík þar sem hann starfaði um ára- bil. Þegar hann flutti í Mosfells- sveitina varð hann fljótt einn af burðarásum í skátastarfi Mos- verja. Gunni lauk Gilwell-þjálfun 1978 og auk þess að vera skáta- foringi, kom hann sterkur og ákafur að fjölbreytileika skáta- starfsins, allskonar verkefnum og bralli. Varðelda- og kvöld- vökustjórnun lá alveg sérstak- lega vel fyrir honum og þar var hann gjörsamlega á heimavelli. Hann stjórnaði og leiddi gjarnan með gamla laginu, þ.e. með hópn- um en ekki fyrir hópinn. Gunni hafði með sínu lagi, látbragði og framgöngu heilu hópana algjör- lega í lófa sínum kvöldstundirnar út á óteljandi viðburðum á skáta- mótum, Gilwell-endurfundum og eiginlega hvar sem var út um alla hreyfinguna. Í áratugi höfum við skátar þúsundum saman átt óteljandi yndislegar og ógleym- anlegar stundir undir smitandi kvöldvökustjórn hans sem nú kveður sviðið. Gunni Atla er far- inn heim. Eitt sinn skáti ávallt skáti stendur skrifað í okkar stein og þannig varst þú svo sannarlega, kæri vinur Gunnar Atlason. Kynnin við þig eru okk- ur öllum mikilvæg gjöf sem gleymist ekki. Við erum bljúg í dag, en þakklát. Gilwell-skátar senda ættingj- um samúðarkveðjur. Haukur Haraldsson. Kæri vinur. Okkur var brugðið þegar við heyrðum að þú værir búinn að kveðja. Alltaf heldur maður að það sé meiri tími sem við fáum. Við eigum margar góðar minn- ingar um góðan vin sem við mun- um seint gleyma. Það voru for- réttindi að ferðast með ykkur, þú skipulagðir allt ferðalagið og gerðir innbundin hefti fyrir hverja ferð með áhugaverðum stöðum og hafðir gaman af að segja okkur sögur um landið enda mjög fróður maður á ferð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elsku Konný og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Megi minningarnar um góðan mann lýsa upp þessar dimmu stundir. Hvíl í friði kæri vinur og takk fyrir allt. Bjarni, Nína og börn. Kveðja frá skátahreyfingunni Gunnar Atlason er farinn heim. Gunnar var sannur skáti, hann lét gott af sér leiða, var já- kvæður með eindæmum, hjálp- samur og lífsglaður. Gunnar var átta ára gamall þegar skátaheim- ili Dalbúa opnaði fyrir aftan heimili hans og hann ákvað að byrja í skátunum. Hann sagði sjálfur að þar hafi hann kynnst skemmtilegum krökkum, og síð- an þá haldið áfram að kynnast skemmtilegu fólki í skátastarf- inu. Án efa hafði það áhrif á fólkið sem hann hitti að Gunnar var sjálfur mjög skemmtilegur mað- ur. Um tíma leiddi Gunnar skáta- starfið í Mosfellsbæ með eftir- tektarverðum árangri og nú undanfarin ár var Gunnar for- stöðumaður Fræðaseturs skáta og mun hans ötula og óeigin- gjarna starf fyrir Fræðasetrið verða minnst um ókomin ár. Á sama tíma og Gunnar vann að varðveislu og kynningu á sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi, hvatti hann til nútímalegrar hugsunar í skátastarfi og hvatti fólk á öllum aldri til dáða og treysti þeim til góðra verka. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (Hörður Zóphaníasson) Skátahreyfingin sendir ástvin- um Gunnars og skátasystkinum einlægar samúðarkveðjur og minnist hans með miklu þakk- læti. Marta Magnúsdóttir skátahöfðingi Hann Gunnar Atlason er far- inn heim eins og við skátar segj- um þegar skáti hefur lokið jarð- vist sinni. Við höfðum vissulega vitað af veikindum hans um tíma en þó kom fráfall hans okkur að óvörum. Gunni Atla, eins og hann var alltaf kallaður, starfaði um árabil í skátafélaginu Mosverjum í Mos- fellsbæ. Við Mosverjar minnumst hans sem óvenju öflugs liðs- manns, virks skáta og foreldris. Skátarnir voru honum kærir og að vera skáti var í raun lífsstíll hans og hugsunarháttur. Gunni var alinn upp í Laug- arneshverfinu og kynntist skáta- starfinu þegar hann gerðist Dalbúi ungur að árum. Með Dalbúum starfaði hann vel fram á unglingsárin, var virkur og vel liðinn, lífsglaður og hress. Stund- aði útilegurnar og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var og hvert sem hann kom. Gunni Atla kom fyrst að skáta- starfi í Mosfellsbæ veturinn 1977-1978 þegar hann endurvakti skátafélagið Mosverja, sem legið hafði í dvala um árabil, en félagið hefur starfað óslitið síðan. Það var því fengur fyrir Mosverja fyrir um 20 árum þegar Gunnar tók aftur að starfa með félaginu ásamt börnum sínum. Hann varð strax mjög virkur bæði sem félagsforingi og stjórn- armaður ásamt því að taka þátt í ótal verkefnum, skátamótum og útilegum. Þá var hann sem for- eldri ungra skáta mjög duglegur í foreldrastarfi félagsins og að öðr- um ólöstuðum kom hann starfi „Ellismellanna“ á nýjar og fram- andi slóðir með alls konar skemmtilegum uppákomum og fjölskylduferðum sem margir hrifust af. Hann var góður félagi, ráða- góður og útsjónarsamur. Það var líka svo gott að biðja hann um að- stoð. Hjálpsemi og greiðvikni voru eiginleikar sem einkenndu hann alla tíð enda minnumst við hans með þakklæti fyrir allar „reddingarnar“, umsjón og að- stoð við ótal tækifæri og viðburði. Gunni Atla vildi alltaf verða að liði og reyndi ætíð að finna leiðir og ráð. Ungu skátarnir í Mosverjum minnast hans sem kvöldvöku- og varðeldastjórans síkáta, sem söng og trallaði skátalögin, stjórnaði með góðri sveiflu og hvatti alla til þátttöku. Skáta- hrópin, skemmtiatriðin sem hann bjó til og hans klassíski einleikur sem alltaf kætti renna ljóslifandi gegnum hugann. Þá var hann í mörg ár varðeldastjóri á lands- mótum og lykilmaður í öllu slíku umstangi. Þar var Gunni Atla á heimavelli og margir minnast hans frá slíkum stundum og ekki má gleyma skátakakóinu sem hann bauð jafnan upp á eftir góða kvöldvöku. Það er því með trega og sökn- uði sem við minnumst Gunna Atla. Við hann eru tengdar marg- ar góðar skátastundir því það var alltaf fjör, kraftur og gleði í kringum hann. Um leið og við vottum fjöl- skyldunni samúð okkar þökkum við að leiðarlokum allt það góða starf sem Gunni Atla vann fyrir okkur Mosverja og skáta um all- an heim. Við vitum fyrir víst að hann má vænta góðrar heim- komu. Sofnar drótt, nálgast nótt. Sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Með skátakveðju frá Mosverj- um. Dagbjört Brynjarsdóttir, félagsforingi Mosverja. Að kveðja vin sinn er fullkom- lega óraunverulegt. Að kveðja vin sinn er eiginlega líka bara út í hött. Ég er ekki til í það. Ég ætla því ekki að kveðja Gunna Atla því hann verður hjá mér og með mér alla tíð. Hins vegar er ég alveg til í að mæra manninn hér á síðum Morgunblaðsins. Hér hefur um árabil verið virðingaverður vett- vangur af hálfu blaðsins að leggja til dálksentimetra þar sem vinir og vandamenn þeirra sem gengn- ir eru fá tækifæri til að senda kveðju í þáttinn. Hér er ein slík frá mér. Við Gunni eigum margt sam- eiginlegt en hugmyndin um að vera sannur skáti yfirskyggir lík- lega flest annað. Sú hugmynd að geta látið gott af sér leiða er okk- ur einhvern veginn í blóð borin og hana innbyrtum við í skátastarf- inu. Hugmyndin um að bæta heiminn, hugmyndin um að gera sitt besta til að verða góð mann- eskja. Hugmyndin um að sýna fólki áhuga, skilning og umburð- arlyndi. Hugmyndin um að læra af þeim sem í fyrstu sýnast fram- andi. Hugmyndin um frið og bræðralag manna á milli. Þessar hugmyndir og þessi gildi ein- kenna Gunna. Við vorum drengir þegar við unnum skátaheitið. Tókumst á hendur persónulega áskorun um að gera okkar besta til þess að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þegnar í okkar samfélagi. Um leið lofuðum við því að gera það sem í okkar valdi stæði til að gera skyldu okkar gagnvart sam- visku okkar og samfélagi, að hjálpa öðrum og að halda skáta- lögin. Okkur mistókst svo oft. En þá reyndum við bara aftur og svo reyndum við enn á ný. Bara það að reyna byggði okkur upp. Bara það að reyna smitaði út frá sér. Bara það að reyna gerði sitt gagn. Gunni Atla er einn mannleg- asti maður sem ég hef kynnst. Hann var stundum fljótfær, hvatvís, sást ekki alltaf fyrir og hefði stundum mátt hugsa sig tvisvar um áður en hann leyfði hjartanu að koma tilfinningum sínum í orð. Hann var ástríkur, áhugasamur um fólk og firnindi, vinur vina sinna og lagði oft lykkju á sína leið til að leggja þeim lið sem á þurftu að halda. Gunni vildi alltaf allt fyrir alla gera. Þerra tár, hressa við, kæta, knúsa og kela við hvern og einn sem hann skynjaði að á því þyrfti að halda. Hann lagði sig fram um að hjálpa til á öllum mögulegum og ómögulegum vígstöðvum. Langar mig af því tilefni að færa þættinum þakkir frá Grýlu en þegar Hurðaskellir sonur hennar var sendur í endurhæfingu fyrir nokkrum árum hljóp Gunni auð- vitað í skarðið. Skipti út skáta- búningnum fyrir þann rauða og gladdi börn og gamalmenni um árabil í hans stað. Nú er Gunni einhvers staðar að safna kröftum og vonandi verður Hurðaskellir sjálfur á sínum stað um næstu jól. Ef það má senda lag í þáttinn þá langar mig að biðja um Viki- vakar, lag Valgeirs Guðjónssonar við texta Jóhannesar úr Kötlum. Man þetta ekki nákvæmlega en síðasta vísan er svona: Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! Takk fyrir góðan þátt. Guðmundur Pálsson og fjölskylda. Smiðjuhópurinn – síðasta pönksveitin í íslensku skátastarfi. Hópur yfirgangssamra „reykspúandi pappírsskáta“ sem virti engin landamæri. Stráka- hópur sem kominn var á fullorð- insár en vildi halda í neistann og skátaævintýrið. Tengslin við „uppeldisfélögin“ höfðu flosnað en við vildum áfram vera virkir í skátastarfi, gera eitthvað. Láta eitthvað af okkur leiða. Rugga einhverjum bátum. Koma ein- hverju í kring. Drífa eitthvað af stað. Fá útrás. Hópurinn myndaðist í kring- um viðburði á vegum skáta og til varð öflugur og fyrirferðarmikill skátaflokkur einstaklinga sem átti að baki farsælt skátastarf innan sinna skátafélaga. Menn sem höfðu verið kallaðir til ábyrgðarstarfa í fjölbreytt verk- efni á vegum skátahreyfingarinn- ar og hjálparsveita skáta. Menn sem voru ekki tilbúnir til þess að gefa ævintýrið um skátaflokkinn upp á bátinn sameinuðust til þess að upplifa skátaævintýrið á ný, en nú sem fullorðnir menn. Það sem einkennt hefur störf Smiðjuhópsins eru innbyrðis deilur og ágreiningur. Hópurinn hefur alla tíð verið sammála um að það sé mögulegt að vera ósam- mála og sjaldnast hefur einhver hugmynd hlotið brautargengi í fyrstu atrennu. Ferlið er frekar þannig að fram kemur hugmynd, henni er rústað og tíu nýjar hug- myndir verða til. Þeim er ýtt út af borðinu og tíu ennþá nýrri hug- myndir verða til. Að endingu skapast eitthvað sem er fjári gott og flestir eru sammála um eða fara tímabundið í fýlu. Hópurinn stækkaði – stelpur komu í hópinn, sem betur fer. Saman þustum við um landið í nærri tvo áratugi. Smiðjudagar, Smiðjuleikar, Skáti í einn dag, kvöldvökur hér, skátavígslur þar, margvísleg aðstoð við bandalagið og svo mætti lengi telja – alltaf var Smiðjuhópurinn til reiðu að koma hvert á land sem var til að leggja skátastarfinu lið. Steini Sig, þáverandi framkvæmda- stjóri BÍS, áttaði sig á þessari kjarnorku og studdi starfið með ráðum og dáð. Síðar tók Smiðjuhópurinn að sér verkefnið „Undraland – minningar frá Úlfljótsvatni“ í til- efni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi og var sú sýning sett upp í Ljósafossstöð sumarið 2012. Það má segja að við það hafi verið sæmilega þaggað niður í pönksveitinni enda hafa kraftar hópsins alfarið beinst að því síð- ustu árin að varðveita töfrana, geyma gullin og sýna í verki galdrana sem gefast hverjum þeim sem fær tækifæri til þess að spreyta sig í skátastarfi. Gunni Atla var alltaf lykilmað- ur í öllu starfi Smiðjuhópsins. Hann var líklega mesti pönkar- inn, söng mest og hæst en var um leið sá sem síst hélt lagi. Hann lá aldrei á skoðun sinni, vandaði ekki kveðjurnar ef honum fannst eitthvað betur mega fara og var ötull við að segja okkur hinum til, algjörlega óumbeðið. Hvað sem við svo tókum nú mark á því. Smiðjuhópurinn er nú manni færri en maður kemur í manns stað. Skátaflokkurinn lifir góðu lífi og verkefnin eru næg. Við höldum áfram. Þannig hefði Gunni viljað hafa það. Takk fyrir lánið Konný – við erum þakklát. Með skátakveðju. Fyrir hönd Smiðjuhópsins, Sturla Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.