Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 ✝ Þórir Ingvars-son fæddist í Hafnarfirði 18. október 1945. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. júní 2020. Foreldrar hans voru Ingvar Ív- arsson, mat- reiðslumaður, frá Hafnarfirði, f. 24.1. 1917, d. 5.11. 1990, og Gyðríður Þorsteinsdóttir, ræstingastjóri, frá Selsundi í Rangárvallasýslu, f. 6.10. 1916, d. 5.11. 2011. Systur Þóris eru: Hjördís Edda, f. 5.2. 1947, Sigríður Ólöf, f. 22.9. 1948, Þuríður Guðný, f. 30.6. 1956, og Ingveldur, f. 6.5. 1959. Þórir kvæntist 27.12. 1968 Eddu Jónasdóttur, kennara frá Reykjavík, f. 8.1. 1947. Hún er dóttir Jónasar Ásgrímssonar, raf- virkjameistara frá Fáskrúðsfirði, f. 16.10. 1907, og Hönnu Krist- Lindberg og Fanný Lindberg. Þórir lauk almennri skóla- göngu frá Hafnarfirði. Hann lauk iðnnámi frá Iðnskóla Hafn- arfjarðar í rennismíði og fór síð- an til náms til Noregs í véla- tæknifræði. Árið 1970 hóf hann störf sem vélatæknifræðingur hjá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, aðallega við hönnun togvinda. Hann vann í nokkur ár sem sölumaður hjá Málningu. Eftir það vann hann við hönnun togvinda hjá Véla- verkstæði Sigurðar. Hann endaði starfsferil sinn hjá Verkís. Þórir starfaði í Oddfellow- reglunni í 40 ár og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum auk þess að sjá um kórastarf stúk- unnar. 1980 gekk hann til liðs við Karlakórinn Þresti, söng með þeim í tæp 40 ár og starfaði fyrir þá af dugnaði og fórnfýsi. Hann var einn af stofnendum Drengja- kórs íslenska lýðveldisins og söng með þeim þar til hann veikt- ist. Útför Þóris verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. júní 2020,og hefst athöfnin kl. 11. jánsdóttur, versl- unarkonu frá Bíldu- dal, f. 17.10. 1911. Börn Þóris og Eddu eru Ívar Þór- isson, rafvirkja- meistari, f. 23.2. 1971, kvæntur Eygló Sif Halldórsdóttur, leikskólakennara, börn þeirra eru Hall- dór Mar Jóhannsson, Þórir Örn Ívarsson, Hekla Sif Ívarsdóttir og Ingvar Ívarsson. Gyða Þórisdóttir, vöru- stjóri, f. 6.10. 1972, giftist Tim- othy Paul Violette, þau skildu og eiga soninn Alec Val Violette, áð- ur átti hún soninn Sindra Frey Bjarnason. Er í sambúð með Ólafi Hafsteinssyni, flugvirkja, börn hans eru Viktor Ísak, Írena Eik og Katla Líf. Jónas Þór Þórisson, tæknifræðingur, f. 26.12. 1981, kvæntur Valgerði Lindberg Jóns- dóttur, innkaupastjóra, börn þeirra eru Mikael Lindberg, Aron Í dag kveð ég yndislegan tengdaföður sem ég hef þekkt í um 23 ár eða síðan ég kynntist syni hans Ívari sem síðar varð eig- inmaður minn. Þórir var lífsglað- ur og greindur maður og alveg einstakt ljúfmenni sem öllum sem honum kynntust þótti vænt um. Undir rólegu yfirborðinu bjó mik- ill húmoristi og hann hafði enda- laust trú á hinu góða í fari fólks. Þess vegna var það ekki spurning í mínum huga þegar ég eignaðist minn annan son að hann fengi nafnið Þórir í höfuðið á afa sínum. Það sem tengdafaðir minn var ánægður með að fá nafna. Enda var hann frábær afi barnanna minna og þegar brúa þurfti bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla þá lét hann sig ekki muna um það að passa börnin fyrir okkur Ívar á meðan við vorum í vinnu. Áhugamálin voru mörg en mestan áhuga hafði hann á að syngja með karlakórnum Þröst- um og Drengjakór íslenska lýð- veldisins. Þeir voru ófáir tónleik- arnir sem við Ívar sóttum ásamt tengdamóður minni Eddu og nut- um þess að hlusta á ljúfa tóna karlakóranna. Margs er að minnast eins og til dæmis Spánarferðarinnar og Flórídaferðin er ógleymanleg þar sem við fórum saman stórfjöl- skyldan og nutum samvista í til- efni sjötugsafmæla þeirra beggja, Þóris og Eddu. Þar fannst okkur Þóri ekki leiðinlegt að skála í „happy hour“ aðeins á undan öðr- um og áttum við margar góðar stundir þá þar sem við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Einnig á ég margar skemmtilegar minningar frá þorrablótum og ættarmótum á Ketilstöðum við Heklurætur, sumarbústað þeirra Þóris og Eddu, en þar áttu þau tengdaforeldrar mínir sitt at- hvarf. Tengdafaðir minn var alls stað- ar vel liðinn og með eindæmum traustur og góður maður og hans verður sárt saknað. Það er með djúpum söknuði og virðingu sem ég kveð þennan ljúfa og góða mann sem mér þótti svo vænt um. Elsku tengdapabbi nú eru þrautir þínar á enda og ég trúi því að nú sért þú kominn á góðan stað og þér líði vel. Með þessum fátæk- legu orðum langar mig og börnum mínum að þakka fyrir vinsemd og hlýju í gegnum árin. Megi góður Guð geyma elsku tengdapabba og yndislegan afa. Og þó nú skilji leiðir að um sinn, þér alltaf fylgir vinahugur minn. Ég þakka fyrir hverja unaðsstund Við munum aftur eiga endurfund Alltaf fjölgar himnakórnum í Og vinir hverfa koma mun að því En þegar lýkur jarðlífsgöngunni Aftur hittumst við í blómabrekkunni. (Magnús Eiríksson) Eygló Sif Halldórsdóttir. Elsku afi minn. Ég sakna þín mjög mikið. Ég vona að þér líði betur núna en þér hefur liðið und- anfarna daga. Ég elska þig mjög mikið og ég mun sakna þín. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Þín Hekla Sif Ívarsdóttir. Elsku afi, nafni, fyrirmynd og vinur, þín verður sárt saknað. Þú varst frábær afi og alltaf kátur í skapi með lúmskan húmor, maður sem alltaf var hægt að tala við um allt. Takk fyrir allar frábæru minningarnar sem þú hefur gefið mér. Ég elska þig afi hvíldu í friði. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Þinn Þórir Örn Ívarsson. Við sitjum hér saman hjónin að skrifa kveðjuorð til frænda og vin- ar sem við söknum en það eru búin að vera löng og ströng veikindi hjá honum. Þórir var fyrsta litla barn- ið sem ég sá þá 10 ára gömul og nýkomin úr sveitinni til að passa hann. Þá var hann nokkurra mán- aða og ekki farinn að ganga og fannst mér hann svo fallegt barn með dökk augu, rautt hár og freknur. Var ég oft stoppuð úti á götu því fólki langaði til að sjá hann betur því hann var svo fallegt barn. Það voru því fleiri en ég sem höfðu þessa skoðun. Þegar hann eltist kom prúðmennskan í hans fari fram sem var alla tíð til staðar. Hann kynntist ungur maður Eddu Jónsdóttur sem varð síðan eiginkona hans og voru þau sam- valin indæl hjón alla tíð og var gott að vera með þeim. Þau voru trygg og yndisleg fjölskylda. Að leiðar- lokum viljum við þakka þá sam- veru sem við áttum með þeim hjónum. Edda, Ingvar, Gyða og Jónas og fjölskyldur, guð veri með ykkur öllum og veiti ykkur styrk á þess- um erfiða tíma. Gakktu hægt á lífsins vegi góður drottinn fylgi þér. Frelsarinn þig faðma megi fögnum því sem liðið er. (Ólöf Kristjánsdóttir) Sigríður (Sigga) og Sverrir. Það er eftirsjá að góðum dreng, Þóri Ingvarssyni, sem nú er látinn eftir harða og erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Þórir var sannur Hafnfirðingur og því gaflari en það er titill sem ekki liggur á lausu í Hafnarfirði. Þórir var traustur maður og ráðagóður. Lítillátur en stóð fast á skoðun sinni og lét ekki afvegaleiða sig. Snemma hnýttu þau, hann og systir mín Edda, saman hnúta sína og hafa þau síð- an komið þremur börnum á legg og í framhaldi af því nokkrum barnabörnum. Í huga Þóris var þekking á stærðfræði góð undir- staða undir flest viðfangsefni sem við mennirnir fáumst við í okkar daglega lífi og lagði því mikla áherslu á góða þekkingu á henni. Ungur maður lagði hann fyrir sig véltæknifræði. Hann hélt til Nor- egs í framhaldsnám, en á þeim tíma ákváðu margir ungir iðn- menntaðir menn að auka þekkingu sína í erlendum tækniskólum og völdu þeir flestir norska skóla. Sú þekking sem þeir bættu við sig breytti og bætti íslenska fag- menntun og þannig lyftu þeir ís- lenskum iðnaði á hærra stig. Helstu verkefni Þóris voru hönnun og stjórnun smíða á togvindum í skip og báta. Þessi störf kostuðu talsverð ferðalög sem hann leit m.a. á sem menntun, að kynnast landinu og aðstæðum hinna ýmsu byggðarlaga. En áhugamál Þóris voru fleiri. Lengi var hann félagi í Karlakórnum Þröstum þar sem bassarödd hans naut sín vel. Einn- ig söng hann með hinum léttleik- andi skemmtikór, Drengjakór ís- lenska lýðveldisins. Þórir var bróðir í íslensku Oddfellowregl- unni. Hann fann sér stað í Odd- fellowstúkunni Ara fróða. Ég vil þakka þeim stúkubræðrum hans innilega þá hlýju sem þeir sýndu honum og fjöldskyldu hans í þess- um veikindum hans. Þið sýnduð það á fallegan hátt fyrir hvað Odd- fellowhreyfingin stendur, sem er: Vinátta – kærleikur – sannleikur. Ásgrímur Jónasson. Vorsíðdegi eins og þau verða best. Stillt og hlýtt í veðri og sól- skinið glóði á engjum og holtum. Kátir Drengjakórsmeðlimir stigu inn í rútu á leið í enn eitt söng- ævintýrið. Það var galsi í mann- skapnum. Hópurinn skipaður mönnum úr öllum áttum öllum stigum mannlífsflórunnar, eins og títt er í kórum. Allir jafnir, allir vinir. Einn var þar félagi sem hafði sig ekki mikið í frammi, en var auðsjáanlega glaður og sæll til jafns við hina. Á leiðinni voru rifj- aðar upp sögur og sungin öll uppá- haldslögin. Mikið hlegið og gleðin ríkjandi. Angur var hvergi í lest- um bara gleði. Til stóð að skemmta á aðalfundi félags á Suðurlandi. Einhver fór að spyrjast fyrir um hvort ferðalangar ættu gaman- sögu sem hægt væri að varpa fram á milli laga. „Þórir, þú hlýtur að kunna einhvern vafasaman brand- ara!“ Ekki stóð á svari hjá þessum rólyndis manni. Brandarinn kom og var notaður í ýmsum uppákom- um næstu árin. Þórir hafði hlýja og fallega bassasöngrödd. Hann bar með sér yfirbragð hefðarmanns var mikið snyrtimenni. Alltaf fínn í tauinu og var í senn orðvar, háttvís og sam- viskusamur. En í honum bjó grall- ari sem okkur, vinum hans í Drengjakórnum duldist ekki. Að- dáun okkar vakti hvað hann virtist alltaf hafa jafn gaman af því að skröltast með okkur í allskyns æv- intýraferðir í öllum veðrum, jafn- vel á vafasömum ökutækjum. Stundum brutust fram kvíða- blandin aðvörunarorð en þó var auðséð að þessi hæverski maður naut sín vel og féll fullkomlega í hópinn með notalegri nærveru og auðsærri gleði. Gengið hefur síðasta spölinn af- burða góðmenni, laumugrallari og einstakur félagi. Við félagar Þóris í Drengjakór íslenska lýðveldisins færum fjöl- skyldu hans okkar einlægustu samúðarkveðjur. Hafðu okkar bestu þakkir fyrir allar samverustundirnar kæri vin- ur. Fyrir hönd Drengjakórs ís- lenska lýðveldisins, Jóhannes Arnar Ragnarsson. Vinur okkar Þórir Ingvarsson, vélvirki og tæknifræðingur, hefur nú kvatt. Kynni okkar hófust fyrir margt löngu er eiginkonur okkar urðu samkennarar við Víðistaða- skóla. Þar voru fleiri kennslukon- ur sem bundust sterkum vináttu- böndum. Eins og gjarnan gerist í slíkum vinkvennahópum fengu eiginmennirnir að vera með og urðu brátt hluti af hópnum. Kon- urnar voru ástríðufullir briddsarar og spiluðu mikið saman. Tveir karlanna gáfu konunum ekkert eftir. Við Þórir rákum svo lestina enda lærðum við fyrst að spila bridds er við komum inn í hópinn. Þórir hafði alltaf vinninginn á mig í briddsinu. Tvö úr hópnum, Björn og Sigrún, féllu frá fyrir nokkrum árum. Hópurinn hélt vel saman og fór í óteljandi ferðir. Í sumarbú- staði, meðal annarra Ketilstaði við Heklu sem var ættaróðal Eddu og Þóris. Á Kanarí og til Dublin. Haldið var briddsmót hópsins á hverju ári. Var það einmennings- keppni þar sem keppt var um veg- legan silfurskjöld. Nöfn sigurveg- ara voru grafin á skjöldinn. Eitt árið tókst mér, öllum á óvart, ekki síst sjálfum mér, að vinna keppn- ina og fá nafn mitt á skjöldinn. Um hver áramót var haldið veglegt matar- og skemmtikvöld þar sem konurnar í hópnum sáu um veit- ingarnar. Sigrún var ætíð með eft- irréttinn. Drifkrafturinn í öllum þessum vinskap var briddsdrottn- ingin í hópnum. Þórir var góður söngmaður og hafði bjarta og djúpa bassarödd og söng í fyrsta bassa í karlakórnum Þröstum um árabil. Af einhverjum ástæðum vildi Þórir fá mig til að ganga til liðs við Þrestina. Ég lét tilleiðast og þreytti inntökupróf í kórinn sem allir urðu að undir- gangast sem sóttu um inngöngu. Ég var látinn syngja fyrsta erindið í ljóði Jónasar, Álfadrottningunni. „Stóð ég úti’ í tunglsljósi, stóð ég úti’ við skóg.“ Einhver kórfélagi lék undir á píanó og tveir kórfélag- ar hlustuðu á sönginn. Eftir að ég hafði lokið söngnum fékk ég vin- samlegt klapp á öxlina og var sagt að því miður hefðu þeir nóg af svona röddum í kórnum. Ég var mjög sáttur við að vera hafnað enda vissi ég að ég hafði enga rödd til að syngja með elsta og besta karlakór landsins. Síðar á ævinni gekk ég til liðs við blandaðan kór eldri borgara í Hafnarfirði og söng þar í bassanum. Þá kom í ljós að við vorum iðulega að syngja sömu lög og Þrestirnir og oft ræddum við Þórir saman um sönginn, sem var okkar sameiginlega áhugamál. Haraldur og Margrét. Segja má að Þórir hafi verið hlé- drægur og látið lítið fyrir sér fara. Aftur á móti var hann tryggur og vinur vina sinna og naut ég góðs af því. Við Þórir höfum verið vinir í liðlega 70 ár og hann var því minn æskuvinur og besti vinur alla tíð og fyrir það er þakklátur. Þórir var mikill öðlingur og hafði góða nærveru. Þórir gat verið fastur fyrir og hafði skoðanir á flestum málum. Ekki man ég eftir að það hafi nokkurn tíma skorist í brýnu á milli okkar þannig að við höfum orðið ósáttir hvor við annan. Að iðnnámi loknu fórum við báðir til Þrándheims í Noregi og lukum þaðan prófi í tæknifræði ár- ið 1970 og hann þá sem véltækni- fræðingur. Þórir var mikill fagmaður og leysti öll verk vel af hendi. Þegar Þórir stóð í húsbyggingu í Lækj- arhvammi bauð ég honum að hanna og teikna hita- og hreinlæt- islagnir fyrir húsið á stofunni hjá mér. Þórir hafið aldrei átt við slíkt áður, en eftir að hafa leiðbeint hon- um gerði hann verkinu full skil. Fjölskyldur okkar hafa ætíð haft mikil samskipti og sú var tíð- in, meðan börnin okkar voru að vaxa úr grasi, að við hittumst á hverju sunnudagskvöldi, fyrst á Hjallabrautinni og síðar í Lækjar- hvamminum. Síðustu árin jukum við samskiptin aftur og segja má að golfáhugi okkar hafi átt þar hlut að máli. Eftir að Edda og Þórir fóru að fara til Flórída hittum við þau þar alltaf og við spiluðum golf saman, nokkrum sinnum gistu þau hjá okkur Hjördísi og voru þau au- fúsugestir. Veikindi Þóris höfðu mikil áhrif á mig og hvað þau gengu hart og hratt að honum. Nokkrum dögum áður en hann skildi við heimsótti ég hann á Hrafnistu. Hann gat ekki lengur tjáð sig svo ég skildi, en hann reyndi eins og hann frek- ast gat að gera sig skiljanlegan. Hann skildi greinilega allt sem ég sagði og þegar ég minntist atviks frá því vorum ungir menn og óbundnir breiddist hans fallega bros yfir andlitið, sem ég mun geyma í huga mér. Elsku Edda, Gyða, Ívar, Jónas og fjölskyldur ykkar fá okkar Hjördísar innilegustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls Þóris. Kristján Stefánsson. Nú kveður Edda vinkona okkar kæran eiginmann og vin sem studdi hana í einu og öllu. Þórir var með ljúfari mönnum sem við höfum kynnst og hafði áhuga á því sem skipti máli. Hann tók ávallt vel á móti leshópnum okkar þegar við hittumst á þeirra fallega heim- ili, var forvitinn að vita hvað við værum að lesa og læddi inn skemmtilegum athugasemdum þegar tækifæri gafst. Hans verður sárt saknað. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku Edda, samúðarkveðja til ykkar allra. Ykkar er missirinn mestur. Blessuð sé minning Þóris. Edda, Elísabet og Sesselja. Þórir Ingvarssonekki við búskapinn þá við grá-sleppuna eða skakið. Ég var svo lánsamur að fara nokkrum sinn- um með honum í róðra, bæði á gamla og nýja Þristi. Hann naut sín á sjónum, það fann maður vel. Þegar ég frétti af andláti Finn- boga hugsaði ég að nú væri hann kominn út á eilífðarsjóinn þar sem alltaf er blíða og mokveiði. Síðustu mánuðina tókst Finn- bogi á við veikindi sín af sama æðruleysi og bjartsýni og öll sín verk. Jafnvel einangrun á sjúkra- húsi vikum saman bugaði hann ekki. Eftir lifir minningin um góð- an dreng. Orðstír deyr aldrei. Við Dedda sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Lóu og krakkanna og fjölskyldna þeirra. Sigurður Mar Halldórsson. Það er sárt að kveðja þig kæri frændi. Eftir sitja minningar um góðar stundir og minnir mann á að njóta á meðan það er mögu- legt. Ég var svo heppinn að fá að vera í sveit á Breiðalæk á Barða- strönd öll sumur á mínum barns- og unglingsárum. Það sem ég lærði á þessum árum er ómetan- legt. Ég varði óteljandi stundum að fylgjast með því sem Finnbogi var að brasa við á hverjum tíma. Finnbogi var mjög duglegur í höndunum, þegar vélar biluðu þá lagaði hann þær samstundis. Ekkert fékk hann stöðvað sama hvert viðfangsefnið var. Að breyta vélum, setja saman mis- munandi hluta Massey Ferguson (guli afturendinn gerði svo sann- arlega sitt gagn), búa til rúllugaff- al þegar heyrúllur voru að ryðja sér inn í búskapinn, viðhalda bát- unum eða hvað það var sem þurfti að gera. Finnbogi lék sér að þessu öllu. Hann var sífellt að. Þannig er sveitalífið, endalaus verkefni, endalaus vinna og engin tíma- mörk. Verkefnin voru öll unnin og gott betur. Ég er viss um að þess- ar stundir hafi kennt mér ótrú- lega margt, svo margt sem teng- ist lífinu. Verkvit, útsjónarsemi og lausnamiðuð hugsun. Þegar ég horfi til baka þá koma upp svo margar minningar úr sveitinni, oftast af okkur krökk- unum að gera eitthvað af okkur, en á öllum þessum yndislegu sumrum þá minnist ég þess vart að þú hafir skipt skapi, að minnsta kosti ekki svo maður hafi orðið vitni að. Þrátt fyrir miklar annir yfir sumartímann og sann- arlega skort á klukkustundum í sólarhringnum þegar það þurfti að sinna kúnum, heyskap og sjó- mennsku, allt á sama tíma. Ég er nokkuð viss um að álagið hafi ver- ið gríðarlega mikið en áfram gengu hlutirnir án þess að láta það fara í skapið á sér. Mér var alltaf tekið með opn- um örmum þegar ég kom í heim- sókn í „hinn bæinn“ á Breiðalæk. Þrátt fyrir að hafa verið í sveit hjá ömmu og afa þá varði ég töluverð- um tíma hjá ykkur og var mér alltaf vel tekið. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það hefur verið að fá eitt aukabarn inn á heimilið og eflaust ekkert endi- lega þægilegasta barnið, þó svo ég hafi líklega ekki verið mjög óþekkur. Mögulega hef ég gert eitthvað gagn við að sækja kýrn- ar, við heyskapinn og stöku sinn- um á sjónum. Það var alltaf gam- an að fara á rúntinn með Finnboga á Land Rovernum, sér- staklega þegar við fórum eitthvað aðeins út fyrir vegi og þá sérstak- lega þegar við vorum að sækja kýrnar. Ég verð ykkur ævinlega þakklátur fyrir allar þær sam- verustundir sem við áttum. Síðustu mánuðir hafa verið erf- iðir, barátta þín við krabbamein var háð af sama krafti og dugnaði og þér var líkt. Við fjölskyldan vottum Lóu, Gunnu, Palla, Krist- jáni, Hafþóri og fjölskyldum okk- ar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Minning um góðan mann mun lifa, minningar um góðar samverustundir munu fylgja okk- ur fram á veginn. Kristján Þórður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.