Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Kosning stjórnar og varamanna 4. Tryggingafræðileg athugun 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál - Kynning á fyrirkomulagi rafrænna kosninga Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins, upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og aðrar upplýsingar um fundinn má nálgast á frjalsi.is. Sjóðfélagar þurfa að framvísa skilríkjum með mynd við skráningu inn á fundinn. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 23. júní kl. 17.15 í Silfurbergi í Hörpu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Öflug jarðskjálftahrina sem verið hef- ur á Norðurlandi virðist ekki í rénun því stærsti skjálftinn reið yfir klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi. Fannst hann víða á Norðurlandi en þó ekki eins víða og heldur minni skjálfti sem kom á laugardagskvöldið. Sjálfvirkt jarð- skjálftakerfi Veðurstofunnar hafði í gærkvöldi staðsett tæplega 2.000 jarðskjálfta. „Hann var ekki að neinu gagni,“ sagði Ámundi Gunnarsson, slökkvi- liðsstjóri á Siglufirði, skömmu eftir stóra skjálftann í gærkvöldi sem Veð- urstofan taldi að hefði verið af stærð- inni 5,8. Ármann sagði að stöðugur hristingur hefði verið lengi á eftir. „Ég fann mikið fyrir þessu. Ég bý á þriðju hæð í gömlu timburhúsi og þar lék allt á reiðiskjálfi. Húsið hristist og það glamraði í leirtaui og gler- munum,“ sagði Arnar Sigurðsson, skipstjóri á Húsavík, í gærkvöldi um stóra skjálftann. Kom högg á bátinn Stærstu skjálftarnir á laugardag voru af stærðinni 5,4 klukkan rúmlega þrjú og 5,6 klukkan að verða hálfátta um kvöldið. Íbúar virðast hafa fundið meira fyrir þeim og þó sérstaklega kvöldskjálftanum, sem og fólk víða um land. Arnar er skipstjóri á hvalaskoð- unarbáti og var að sýna farþegum fjóra hnúfubaka norðan við Hrísey upp úr klukkan þrjú á laugardag. „Það kom mikið högg á bátinn. Mér fannst það skrítið af því að ég var á hægustu ferð. Hélt að eitthvað hefði bilað í vél eða báturinn fengið í skrúf- una. Ég las á alla mæla og fór niður í vél og allt var eðlilegt. Þegar ég kom upp aftur frétti ég af skjálftanum úr landi,“ sagði Arnar. Hann sagði að einnig hefði getað komið til greina að einn hvalanna hefði slengt sporði í bátinn en hann hafi fylgst sérstaklega vel með þeim og ekki merkt neina breytingu. Ámundi segist hafa setið inni í stofu heima hjá sér og slakað á þegar skjálftinn á laugardagskvöldið reið yf- ir. „Mér fannst eins og keyrt væri á húsið, það nötraði allt saman í ábyggi- lega hálfa mínútu. Mér fannst hann miklu stærri en skjálftinn núna sem sagður er stærri,“ sagði hann. Ekki er vitað um tjón á mannvirkjum eða teljandi skemmdir á munum og ekki hafa borist upplýsingar um slys á fólki. Talsvert grjóthrun varð á laug- ardag og varar Veðurstofan fólk við því áfram. Geta átt von á stærri skjálfta Almannavarnir haf lýst yfir óvissu- stigi á Norðurlandi og hvetur fólk til að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Veðurstofan biður fólk að búa sig undir að hrinan geti staðið áfram næstu daga. Þá geti slíkar hrinur verið undanfari stærri skjálfta þótt þær fjari yfirleitt út án þess. Allt lék á reiðiskjálfi í gömlu timburhúsi  Stærsti skjálftinn í gærkvöldi  Fyrri skjálfti fannst víða Skjáskot af vef Veðurstofunnar Jarðskjálftar Grænu stjörnurnar sýna stærstu skjálftana út af Eyjafirði. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur orðið til þess að Niceland Seafood hefur hraðað vöruþróun í frystum afurð- um. Fyrstu pakkningarnar, þorskur og ýsa í hálfs og eins kílóa pokum, koma á markað- inn í Bandaríkj- unum í næsta mánuði. Niceland Sea- food hefur sér- hæft sig í sölu á ferskum fiski til Bandaríkjanna og lagt áherslu á rekjanleika af- urðanna frá sjón- um við Ísland til neytenda jafnframt því sem lögð er áhersla á heilnæmi afurðanna og uppruna á Íslandi. Halda í viðskiptavini Fyrirtækið var komið með dreif- ingu á nokkrum markaðssvæðum í Bandaríkjunum þegar kórónuveiru- faraldurinn teppti mjög flutnings- leiðir. Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri segir að hægt hafi verið að flytja vörur til Boston og því hafi dreifing þar í kring og víðar á austurströndinni haldið áfram. Ekki hafi verið hægt að sinna markaðnum í Kaliforníu og annars staðar á vesturströndinni. „Við fórum á fullt í vöruþróun og erum að setja á markað nýja afurð í byrjun næsta mánaðar, frosinn þorsk og ýsu í neytendapakkning- um. Þetta gerum við til að halda í samstarfsaðila á vesturströndinni. Einnig hefur sala á frosnum afurð- um aukist í þessu ástandi. Ég tel að það geti verið tækifæri fyrir okkur og sjávarútveginn almennt að selja frosinn fisk sem hágæðavöru en það fer líka eftir því hvernig varan er kynnt á markaðnum,“ segir Heiða Kristín. Vörunum er í upphafi pakkað í Bandaríkjunum en Heiða Kristín segir að pökkunin verði færð heim til Íslands við fyrsta tækifæri enda skipti máli að hún sé sem næst framleiðslunni. Markaðssetningin byggist á sömu lögmálum og í fersku afurðunum, kaupandinn getur aflað sér upplýs- inga um vöruna með því að skanna inn qr-kóða á umbúðunum. Frosinn fiskur í neytendaumbúðum  Niceland flýtir vöruþróun vegna heimsfaraldursins Pakkning Frosinn þorskur frá Nice- land er seldur í þessum umbúðum. Heiða Kristín Helgadóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ferðasumarið er hafið á Borgarfirði eystra. Mikið hefur verið að gera í gistingu veitingum og sömuleiðis í nýja kaffihúsinu í Hafnarhúsinu sem eigendur Blábjarga reka. Auður Vala Gunnarsdóttir í Blábjörgum segir að þau þurfi að bæta við fólki til að geta þjónað gestum vel. „Það hefur verið mikið að gera í júní og maí var ágætur líka. Vel er bókað í júlí og stóran hluta ágústmán- aðar,“ segir Auður. Hún segir að allmargir erlendir ferðamenn hafi komið við og þeim fari fjölgandi. „Mér finnst ferða- mannastraumurinn vera hafinn. Ís- lendingar eru duglegir að koma, bæði úr fjórðungnum og víðar að. Ég er gríðarlega þakklát að fólk skuli ætla að ferðast um landið og styðja ferða- þjónustun á þann hátt,“ segir Auður. Kaffihúsið í nýja Hafnarhúsinu var opnað fyrir rúmri viku og það hefur farið vel af stað. Auður Vala segir að mikið hafi verið að gera um helgina. Lundinn dregur að Hún sagði engum upp í kórónu- veirufaraldrinum og er að bæta við fólki þessa dagana, segist þurfa sex starfsmenn til viðbótar til að geta veitt gestum góða þjónustu. Í Hafnarhúsinu er aðstaða fyrir sjómenn og ferðafólk á jarðhæð, kaffihús á miðhæð og sýning- araðstaða á efstu hæðinni. Ofan á húsinu er síðan útsýnispallur. Jón Þórðarson sveitarstjóri segir að hug- myndin sé að koma upp margmiðl- unarsýningu, náttúruglugga Borg- arfjarðar, í húsinu og það verði gert þegar hreppurinn hefur efni á því. Lundinn er eitt helsta aðdráttarafl ferðafólks í Borgarfirði og hefur að- gengi að fuglinum verið bætt. Stiginn upp á klettinn hefur verið mikið not- aður undanfarin ár. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Borgarfjörður Lundinn fylgist með ferðafólki og sjómönnum að störfum. Hafnarhúsið sést hinum megin við smábátahöfnina. Þar er nýtt kaffihús. Mikið að gera í ferðaþjónustunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.