Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla Geir Ágústsson verkfræðingurskrifar um samgöngumál í pistli á blog.is og segir þau frjósam- an akur fyrir stjórnmálamenn því að í þeim megi „stinga upp á endalausum leiðum sem snúast aðallega um að hægja á fjöl- skyldubílnum og sóa tíma fólks í umferð- inni eða við biðskýli í roki og rigningu.    Það má til dæmis stinga upp á þvíað setja þriggja stafa millj- arðaupphæð í að byggja lestarteina og setja á þá lestarvagna.    Menn eru nú þegar að vinna aðáætlunum um að setja risa- stóra strætisvagna á umferðargötur og ýta fjölskyldubílnum inn á færri akreinar.“    Hann nefnir líka hugmyndirnarum sporvagninn, undir nafn- inu léttlest, og það að láta stræt- isvagna stöðva umferðina um leið og þeir leggja við strætóskýlin, sem hann furðar sig á. Þá bendir hann á að mislæg gatnamót greiði fyrir um- ferðinni en við þau sé andstaða, sem er afar erfitt að skilja hvers vegna er.    Loks segir hann: „Ég vil þvíleggja til að yfirvöld skoði al- varlega kosti þess að ýta undir notk- un hestvagna. Þeir menga ekki, geta nýst á öllum tegundum vega, tryggja að farþegar fái mikið af fersku lofti og er tiltölulega ódýrt að setja í fjöldaframleiðslu sem getur notast við umhverfisvænt timbur.“    Ekki er ólíklegt að einhverjirfussi og sveii yfir þessari hug- mynd, en hún er því miður ekki sú vitlausasta sem varpað hefur verið fram - jafnvel í fullri alvöru. Geir Ágústsson Hvers vegna ekki hestvagna? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir Alþingi liggja tillögur frá Vil- hjálmi Bjarnasyni varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins um að reistir verði minnisvarðar um þá Sigurð Jónasson og Hans Jónatan, þræl sem sótti frelsi sitt til Djúpavogs. Sigurður gaf Íslendingum Bessa- staði í þeim tilgangi að þar yrði bú- staður ríkisstjóra og síðar forseta lýðveldisins. Er lagt til að settur verði upp skjöldur til að minnast gjafar hans árið 1941. Á næsta ári verða liðin 80 ár frá gjöf Sigurðar. Hans Jónatan er sagður í greina- gerð með frumvarpinu fæddur í þrældóm og að hann hafi getið sér gott orð í orustunni um Kaupmanna- höfn árið 1801. Það hafi þó ekki dug- að til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að stað- festa eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans sætti sig ekki við niðurstöð- una og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi. Er hann sagður fyrsti blökkumaðurinn sem settist að hér á landi. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erf- iðum heimi,“ segir í greinargerð. vidar@mbl.is Vill minnast gjafar og frelsis  80 ár frá því Íslendingar fengu Bessa- staði  Fyrstur blökkumanna á Íslandi Morgunblaðið/Ómar Tímamót Að ári verða 80 ár frá því þjóðin fékk Bessastaði að gjöf. „Meistaradeildin hefur gengið vel hjá mér og þetta var góður endir. Mikilvægt var að ná stigum í báðum greinum og áður var ég búinn að landa tveimur sigrum. Maður þarf að vera sterkur í öllum greinum til að sigra,“ segir Jakob Svavar Sig- urðsson, sem sigraði í meistaradeild í hestaíþróttum, annað árið í röð. Hann náði í stig í öllum sjö keppn- isgreinum mótaraðarinnar og fékk samtals 48,5 stig. Viðar Ingólfsson varð í öðru sæti með 35 stig og Kon- ráð Valur Sveinsson þriðji. Hjarðatún, liðið sem Jakob Svav- ar keppir fyrir, sigraði í liðakeppn- inni. „Það var skemmtileg stemmn- ing í liðinu í vetur og gaman að klára þetta með þeim,“ segir Jakob. Nauðsynlegt að ljúka mótinu Keppnin í vetur var óvenjuleg, eins og margt fleira í þjóðfélaginu. Tvisvar þurfti að fresta lokamótinu og það var að lokum haldið úti sem ekki hefur gerst áður. „Það er ánægjulegt að hægt var að klára mótið og nauðsynlegt til að halda stemmningunni. Ef það hefði ekki tekist hefði verið erfitt að byrja keppni á næsta ári,“ segir Jakob. Á lokamótinu sem fram fór á Sel- fossi í fyrrakvöld hófst söfnun fyrir Eddu Rún Ragnarsdóttur knapa sem slasaðist í vetur og fjölskyldu hennar. Knaparnir voru með bönd og í bolum merktum henni til að minna á söfnunina. Ingibjörg Guð- mundsdóttir, formaður stjórnar meistaradeildarinnar, segir að söfn- unin hafi farið vel af stað og getur þess að hún standi út mánuðinn. „Nú þurfum við hestamenn að standa við bakið á Eddu Rún og fjölskyldunni,“ segir Jakob Svavar. helgi@mbl.is Þarf að vera sterkur í öllum greinum  Söfnun fyrir Eddu Rún hestakonu fer vel af stað Sigurvegarar Bjarni Elvar Pjeturs- son, Jakob Svavar og Helga Una Björnsdóttir liðsstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.