Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Pepsi Max-deild karla KA – Víkingur R....................................... 0:0 Grótta – Valur........................................... 0:3 KR – HK.................................................... 0:3 Fjölnir – Stjarnan .................................... 1:4 Fylkir – Breiðablik................................... 0:1 FH – ÍA ..................................................... 2:1 Staðan: Stjarnan 2 2 0 0 6:2 6 Breiðablik 2 2 0 0 4:0 6 FH 2 2 0 0 5:3 6 HK 2 1 0 1 5:3 3 Valur 2 1 0 1 3:1 3 ÍA 2 1 0 1 4:3 3 KR 2 1 0 1 1:3 3 Víkingur R. 2 0 2 0 1:1 2 KA 2 0 1 1 1:3 1 Fjölnir 2 0 1 1 2:5 1 Fylkir 2 0 0 2 1:3 0 Grótta 2 0 0 2 0:6 0 Lengjudeild karla Fram – Leiknir F ..................................... 3:0 ÍBV – Magni.............................................. 2:0 Víkingur Ó. – Vestri ................................. 2:0 2. deild karla Haukar – Fjarðabyggð ............................ 2:1 Dalvík/Reynir – Þróttur V....................... 1:1 Njarðvík – Völsungur .............................. 3:1 Víðir – Kórdrengir ................................... 0:3 ÍR – KF ..................................................... 1:0 Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – ÍBV ........................................... 4:0 Staðan: Þór/KA 2 2 0 0 8:1 6 Breiðablik 2 2 0 0 5:0 6 Valur 2 2 0 0 5:1 6 Fylkir 2 2 0 0 4:1 6 Stjarnan 2 1 0 1 4:4 3 ÍBV 2 1 0 1 4:7 3 Þróttur R. 2 0 0 2 4:6 0 Selfoss 2 0 0 2 0:3 0 KR 2 0 0 2 1:6 0 FH 2 0 0 2 0:6 0 Lengjudeild kvenna Völsungur – Keflavík ............................... 0:4 England Everton – Liverpool ................................ 0:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék síðasta hálftím- ann með Everton. Watford – Leicester ................................. 1:1 Brighton – Arsenal................................... 2:1 West Ham – Wolves ................................. 0:2 Bournemouth – Crystal Palace............... 0:2 Newcastle – Sheffield United ................. 3:0 Aston Villa – Chelsea ............................... 1:2 Staðan: Liverpool 30 27 2 1 66:21 83 Manch.City 29 19 3 7 71:31 60 Leicester 30 16 6 8 59:29 54 Chelsea 30 15 6 9 53:40 51 Manch.Utd 30 12 10 8 45:31 46 Wolves 30 11 13 6 43:34 46 Sheffield Utd 30 11 11 8 30:28 44 Tottenham 30 11 9 10 48:41 42 Crystal Palace 30 11 9 10 28:32 42 Arsenal 30 9 13 8 41:41 40 Burnley 29 11 6 12 34:40 39 Everton 30 10 8 12 37:46 38 Newcastle 30 10 8 12 28:41 38 Southampton 30 11 4 15 38:52 37 Brighton 30 7 11 12 34:41 32 Watford 30 6 10 14 28:45 28 West Ham 30 7 6 17 35:52 27 Bournemouth 30 7 6 17 29:49 27 Aston Villa 30 7 5 18 35:58 26 Norwich 30 5 6 19 25:55 21 B-deild: Millwall – Derby ...................................... 2:3  Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 16 mín- úturnar með Millwall. Þýskaland Düsseldorf – Augsburg........................... 1:1  Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs- burg á 79. mínútu. Paderborn – Mönchengladbach ............ 1:3  Samúel Kári Friðjónsson kom inn á hjá Paderborn á 87. mínútu. Leverkusen – Köln .................................. 3:1  Sandra María Jessen lék allan leikinn með Leverkusen. Rússland CSKA Moskva – Zenit Pétursborg........ 0:4  Arnór Sigurðsson lék fyrstu 65 mínút- urnar með CSKA. Hörður Björgvin Magn- ússon lék seinni hálfleikinn. Grikkland PAOK – OFI Krít ..................................... 3:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Tyrkland Yeni Malatyaspor – Göstepe Izmir........ 2:1  Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu og skoraði sigur- mark Yeni Malatyaspor.  Þýskaland 8-liða úrslit, seinni leikur: Alba Berlín – Göttingen ..................... 88:85  Martin Hermannsson skoraði 19 stig og átti 7 stoðsendingar hjá Alba Berlin.  Alba áfram, 181:153 samanlagt. Spánn Úrslitakeppnin, B-riðill: Valencia – Zaragoza ........................... 89:71  Tryggvi Snær Hlinason tók 2 fráköst fyrir Zaragoza.   ENSKI BOLTINN Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Markalaust jafntefli Everton og Liverpool mun seint rata í sögu- bækurnar nema fyrir þær sakir að á Goodison Park í Liverpool-borg í gær voru engir áhorfendur. Vana- lega eru leikir þessara erkifjenda hressandi og leikmenn fastir fyrir en í gær má segja að undirbúnings- tímabilsbragur hafi verið á leik lið- anna. Enda voru þau að spila sinn fyrsta deildarleik frá því í byrjun mars vegna heimsfaraldurs kór- ónuveiru. Liverpool er nú fimm stigum frá því að tryggja sinn fyrsta Eng- landsmeistaratitil í 30 ár, hefur 23 stiga forskot á Manchester City í 2. sæti sem leikur gegn Burnley á morgun og getur þar með minnkað forskotið í 20 stig. Gylfi Þór Sig- urðsson þurfti að hefja leik á tré- verkinu en kom inn á þegar 60 mín- útur voru á klukkunni. Raunar voru Gylfi og félagar lík- legri til stela stigunum undir lok leiks en Alisson Becker, markvörð- ur Liverpool, var svo sannarlega betri en enginn og varði afar vel frá Dominic Calvert-Lewin er 10 mín- útur lifðu leiks. „Við eigum ekki að taka honum [Alisson] sem gefnum. Hann er algjörlega frábær. Svona gera aðeins heimsklassa markverð- ir. Að gera meira og minna ekki neitt í 90 mínútur og svo er hann mættur,“ var haft eftir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, á BBC í gærkvöldi. Dýrmætur sigur Chelsea Tveir aðrir leikir voru á dagskrá á Englandi í gær. Chelsea vann afar sterkan útisigur á Aston Villa. Ko- urtney Hause kom heimamönnum í 1:0 en gestirnir frá Lundúnum svör- uðu með tveimur mörkum frá Christian Pulisic og Olivier Giroud á tveggja mínútna kafla í síðari hálf- leik. Chelsea hefur 51 stig í 4. sæt- inu og leiðir þar kapphlaupið um að komast í Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur fimm stigum meira en Manchester United og Wolves í 5. og 6. sæti. Newcastle vann öruggan sigur á Sheffield United í fyrsta leik gær- dagsins. Þeir svart- og hvítklæddu léku manni fleiri frá 50. mínútu eftir að varnarmaðurinn John Egan fékk að líta sitt annað gula spjald og það hafði sitt að segja. Newcastle-menn gengu á lagið með mörkum frá All- an Sant-Maximin á 55. mínútu, Matt Ritchie á 69. mínútu og Joelinton á 78. mínútu. Newcastle hefur 38 stig í 13. sæti en Sheffield United 44 stig í 7. sæti. Liverpool fimm stigum frá titlinum  Alisson stóð vaktina þegar á reyndi AFP Traustir Þeir Alisson Becker og Virgil van Dijk hafa verið öflugir í vetur. Viðar Örn Kjartansson reyndist hetja Yeni Malatyaspor þegar liðið fékk Göztepe í heimsókn í tyrk- nesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag. Leiknum lauk með 2:1-sigri Yeni Malatyaspor en Viðar Örn, sem byrjaði á bekknum, kom inn á sem varamaður í upphafi síð- ari hálfleiks og skoraði sigurmark leiksins á 78. mínútu. Hefur hann nú skorað tvö mörk í tíu leikjum með liðinu en hann er þar að láni frá Rostov í Rússlandi. Viðar og fé- lagar eru í 14. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Selfyssingurinn með sigurmark Morgunblaðið/Eggert Mark Viðar Örn Kjartansson skor- aði sigurmark í Tyrklandi. Martin Hermannsson og liðsfélagar hans hjá Alba Berlin eru komnir í undanúrslit um þýska meistaratit- ilinn í körfubolta eftir 88:85-sigur á Göttingen á heimavelli á laug- ardag. Martin lék afar vel og var stigahæstur í liði Alba með 19 stig og gaf hann að auki sex stoðsend- ingar. Íslenski landsliðsmaðurinn lék ekki í fyrri leik liðanna vegna meiðsla en Alba var með þægilegt 25 stiga forskot eftir hann. Martin og félagar mæta Oldenburg í und- anúrslitum og fer fyrri leikurinn fram í kvöld klukkan 18:30. Martin og Alba í undanúrslit Ljósmynd/Euroleague Undanúrslit Martin Hermannsson er kominn í undanúrslit. Axel Bóasson, GK, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, eru Íslandsmeist- arar í holukeppni í golfi en mótið fór fram á Jaðarvelli á Akureyri um helgina. Axel lagði Hákon Örn Magn- ússon, GR, að velli í úrslitum á með- an Ólafía Þórunn sigraði Evu Karen Björnsdóttur, GR. Axel hafði betur gegn Hákoni Erni, 1:0, í spennandi viðureign en Axel sló atvinnukylfing- inn Ólaf Björn Loftsson úr leik í und- anúrlitum og Andra Þór Björnsson í átta liða úrslitunum. Þetta var í ann- að sinn sem Axel fagnar sigri á Ís- landsmótinu í holukeppni. Ólafía Þórunn vann 4:3-sigur gegn Evu Karen í úrslitum en Ólafía lagði atvinnukylfinginn Guð- rúnu Brá Björgvinsdóttur að velli í undanúrslitum og Sögu Trausta- dóttur, sem átti titil að verja, í átta liða úrslitum keppninnar. Þetta var í þriðja sinn sem Ólafía verður Íslandsmeistari í holukeppni. Unnu meistararnir tveir allar sínar viðureignir á mótinu, en þau fóru í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga. Hafa bæði Ólafía og Axel unnið tvö mót á tímabilinu. Ljósmynd/Golf.is Meistarar Ólafía Þórunn og Axel Bóasson eru Íslandsmeistarar. Ólafía og Axel Íslandsmeistarar  Töpuðu ekki einvígi á Akureyri Jón Dagur Þorsteinsson stal senunni í ótrúlegum 4:3- sigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Jón Dagur gerði sér lítið fyrir og skor- aði þrjú mörk og lagði upp sigurmarkið í uppbótartíma. Hefur hann nú skorað átta mörk í deildinni á leiktíðinni, sem er sú fyrsta hjá AGF. Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi Midtjylland sem er í toppsætinu með 69 stig. AGF er í þriðja sæti með 54 stig. Eggert Gunnþór Jónsson skoraði fyrra mark SønderjyskE í 2:1 sigri liðs- ins á Silkeborg. Eggert spilaði fyrstu 76 mínúturnar en Ísak Óli Ólafsson var allan tímann á varamannabekkn- um. Í B-deildinni hafði Vejle betur gegn Hvidovre, 5:3. Kjartan Henry Finn- bogason lék fyrstu 78 mínúturnar með Vejle og skoraði fjórða mark liðsins. Vejle er í toppsætinu með 54 stig, níu stigum á undan Fredericia og í afar góðri stöðu í baráttu um sæti í efstu deild á næsta ári. Kjartan hefur átt góða leiktíð og skorað fimmtán mörk í 22 leikjum í deildinni. Þrenna í Íslendingaslagnum Jón Dagur Þorsteinsson Þór/KA er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Pepsi Max- deild kvenna í fótbolta en liðið vann 4:0-stórsigur á ÍBV á Akureyri á laugardag. Margrét Árnadóttir skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA og þær Arna Sig Ásgrímsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir skoruðu einnig, en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Byrjar Þór/KA leiktíðina afar vel, en liðið vann 4:1-sigur á Stjörnunni í fyrstu um- ferð og er því í toppsætinu með markatöluna 8:1. ÍBV er í sjötta sæti með þrjú stig. Fær Þór/KA verðugt verkefni á miðvikudag er það heimsækir Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda en Valur er einnig með sex stig. Á sama tíma mætir ÍBV Stjörn- unni á heimavelli, en Stjarnan er með þrjú stig eftir tvo leiki. Harpa Jóhannsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Heiða Ragney Viðars- dóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Margrét Árnadóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir fengu M fyrir frammistöðu sína hjá Þór/KA. Auður S. Scheving og Fatma Kara fengu M hjá ÍBV. Þór/KA skoraði aftur fjögur Margrét Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.