Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 SÉRSMÍÐI Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins. Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun. Við undirrituð stjórnarmenn í Frjálsa lífeyris- sjóðnum höfum setið í stjórn Frjálsa lífeyr- issjóðsins um árabil. Á síðasta ársfundi feng- um við endurnýjað umboð sjóðfélaga til ársins 2022 með kosn- ingu, en allir stjórn- armenn Frjálsa eru kosnir af sjóð- félögum. Fyrir það traust viljum við þakka. Árangur til lengri og skemmri tíma Við erum stolt af árangri sjóðs- ins, árangri í starfi stjórnar og ár- angri samstarfsaðila fyrir hönd sjóðsins. Við mælum árangur sjóðs- ins í formi langtímaávöxtunar en sannarlega er það réttmætasti mælikvarðinn á langtíma- ævisparnað eins og lífeyrissparnað. Nafnávöxtun stærstu leiðar Frjálsa er um 8,4% síðastliðin 15 ár og raunávöxtun hefur verið um 3,6%. Leiðir innan sjóðsins eru fimm, hver með sína eigin fjárfest- ingastefnu og áhættustig. Ef horft er til síðustu tíu ára hefur raun- ávöxtun áhættumestu leiðarinnar verið 6,2% en sú áhættuminnsta hefur skilað um 3,7% raunávöxtun. Við erum stolt af því að kostn- aður í rekstri sjóðsins hefur farið lækkandi og við stefnum að því að sú þróun haldi áfram. Sá árangur hefur náðst m.a. vegna uppbygg- ingar á rekstrarsamningi sem tryggir lækkun rekstrarkostnaðar með stækkun sjóðsins. Gagnsæi í rekstri og eignasafni sjóðsins er með því besta sem gerist, valfrelsi til fyrirmyndar í vali á fjárfest- ingaleiðum eftir áhættu sem sjóð- félagar kjósa að taka. Þá hafa sjóð- félagar alltaf það valfrelsi að flytja sparnað sinn og framtíðargreiðslur annað ef þeir eru ósáttir við stefnu eða árangur sjóðsins. Aðhald sem slík staðreynd veitir starfi stjórnar er gríðarlegt. Því fögnum við því að fjöldi sjóðfélaga hefur aldrei verið meiri eða yfir 60 þúsund og er enn vaxandi. Mikilvægasta hlutverk stjórn- ar Frjálsa lífeyrissjóðsins Óumdeilanlegt er það lykilhlut- verk að tryggja sjóðfélögum sem bestu ávöxtun út frá tekinni áhættu. Hluti af vinnu stjórnar Frjálsa er að árlega er fjárfest- ingastefna sjóðsins mótuð, þ.e. sá rammi sem unnið er eftir í stýringu eigna, markmið og vikmörk. Hjá sjóði eins og Frjálsa sem byggir á valfrelsi er það ennfremur hlutverk stjórnar að tryggja það valfrelsi sem felst í ólíkum fjárfestinga- stefnum leiðanna þannig að tekið sé tilliti bæði til þeirra sem vilja taka meiri áhættu og þeirra sem vilja taka minni áhættu. Við höfum valið sjóðnum þá aðferðafræði að heimilt sé með kvikum hætti að bregðast við breytingum í efna- hagslífinu með virkri eignastýringu innan heimilda fjárfestingastefnu. Þetta val hefur sannarlega gefið góða raun gegnum tíðina og hefur sjóðurinn getað brugðist við í eignasafni sínu þegar breytingar verða á aðstæðum í umhverfinu. Í aðdraganda efnahagshrunsins var veruleg breyting gerð á eignasöfn- um Frjálsa bæði með breytingum í hlutfalli á milli eignaflokka og inn- an eignaflokka, í því augnmiði að draga úr áhættu. Aukið var hlutfall öruggari eignaflokka og sams kon- ar breytingar voru gerðar á sam- setningu innan áhættumeiri eigna- flokka. Nær okkur í tíma þá var gjaldeyrisstaða Frjálsa aukin veru- lega í aðdraganda vandræða Wow. Hið sama var gert á upphafstigum COVID-faraldursins. Báðar þessar aðgerðir komu sjóðnum afar vel. Árangur eignasafna mikilvægastur Hluti af þeirri fjárfestingastefnu sem við höfum mótað sjóðnum eru fjárfestingar í svokölluðum sér- hæfðum fjárfestingum sem eru meðvitað lágt hlutfall heildareigna. Þær eru yfirleitt áhættusamari, en gefa að sama skapi von um hærri ávöxtun. Það er viðbúið að þrátt fyrir að í heildina litið sé góðum ár- angri náð þá verði að gera ráð fyrir að sumar fjárfestingar geti skilað neikvæðri ávöxtun eða hreinlega tapist. Í því felst áhættan. Á heimasíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins má finna umfjöllun frá 4. júní um sérhæfðar fjárfestingar sjóðsins eftir efnahagshrunið 2008. Þrátt fyrir að þar séu dæmi um fjárfest- ingar sem hafa gefið neikvæða ávöxtun eða jafnvel tapast er heild- arávöxtun þessara fjárfestinga afar góð og eru dæmi um allt að 29% ár- lega ávöxtun. Þetta sýnir glöggt hversu miklar sveiflurnar geta ver- ið í sérhæfðum fjárfestingum. Þær eru því meðvitað eingöngu lágt hlutfall heildareigna. Við tökum auðvitað fulla ábyrgð á fjárfesting- arstefnu sjóðsins hvað varðar sér- hæfðar fjárfestingar eins og aðrar fjárfestingar. Tíminn einn leiðir í ljós hvaða fjáfestingar það eru sem standa upp úr sem góðar fjárfest- ingar og svo þær sem eru lakari. Umræðan byggi á staðreyndum Sem stjórnarmenn tökum við fagnandi ólíkum skoðunum, sjón- armiðum og nýtum okkur gagnrýni til að gera ávallt betur. Nauðsyn- legt er að slík umræða sé byggð á staðreyndum og heildarsýn á bæði það sem vel er gert og það sem þarf að bæta. Þannig verður um- ræðan til bóta fyrir sjóðinn og sjóð- félaga. Gæta þarf þess t.d. þegar gerður er samanburður við aðra sjóði, að skoða ávöxtun bæði til lengri og skemmri tíma. Þá þarf að gera greinarmun á því hvort sjóðir eru í virkri stýringu eða ekki þegar fjallað er um kostnað við fjárfest- ingar. Ákveðnir kostir virkrar stýr- ingar hafa verið raktir hér að fram- an t.d. í tengslum við ófyririrsjáanlegar aðstæður sem upp kunna að koma, en vissulega eru skiptar skoðanir um það al- mennt hvort lífeyrissjóðir eigi að vera í virkri stýringu. Við erum í hópi þeirra sem telur að beita eigi virkri stýringu. Við erum líka í hópi þeirra sem telja að umræða um fjárfestingar sjóðsins megi gjarnan snúast um allar fjárfestingar hans fremur en að einblína einungis á þau 0,5% sem verst hafa gengið, því þannig er verið að afvegaleiða heilbrigða umræðu um árangur sjóðsins og skaða þannig ímynd hans. Við hvetjum þess vegna sjóð- félaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að kynna sér heimasíðu Frjálsa lífeyr- isjóðsins þar sem raktar eru nokkr- ar staðreyndir um árangur og stöðu sjóðsins. Við teljum að þær staðreyndir renni stoðum undir skoðanir okkar um góðan árangur sjóðsins við varðveislu og ávöxtun á fjármunum sjóðfélaga. Við vonumst til að sjá sem flesta sjóðfélaga í Hörpunni þann 23. júní á ársfundi sjóðsins. Eftir Elínu Þórð- ardóttur og Elías Jónatansson »Nafnávöxtun stærstu leiðar Frjálsa er um 8,4% síðastliðin 15 ár og raunávöxtun hefur verið um 3,6%. Elín Þórðardóttir Höfundar eru stjórnarmenn í Frjálsa lífeyrissjóðnum Elías Jónatansson Frjálsi lífeyrissjóðurinn – nú er mál að linni Það eru forréttindi að búa í samfélagi sem tekur því sem gefnu að fá að velja sér þjóðarleiðtoga. Ekki eingöngu eru þessi réttindi ný af nálinni sögulega held- ur hreint ekki án und- antekninga í henni veröld. Þessi forrétt- indi munum við sem þjóð nýta okkur 27. júní næstkom- andi. Forréttindin eru sýnu meiri þegar í boði er einstaklingur sem maður treystir einlæglega fyrir þeim verkum sem hann býður sig fram til. Þannig er því farið núna. Ég treysti Guðna Th. Jóhannessyni einlæglega til þeirra verka sem fylgja þeirri ábyrgð að vera forseti lýðveldisins. Til að vera ærlegur vil ég hér segja frá því að við seinustu kosningar kaus ég Guðna ekki. Núna mun ég hins vegar sannarlega mæta á kjör- stað og leggja mitt litla lóð á þá mik- ilvægu vogarskál sem ráða mun því hver fari með þetta háa embætti. Með því halla ég ekki á mótframbjóð- andann. Ég mun kjósa Guðna með þeirri vissu að hann muni halda áfram embættisstörfum sínum með óbreyttum ásetningi um að rækja sín störf í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Hann hefur sýnt að hann er tilbúinn til að ganga fram af heilindum, nánd og alúð samkvæmt viður- kenndum venjum í lýð- frjálsu ríki, þar sem vald- ið er fyrst og fremst þingbundið. Guðni Th. hefur á skömmum tíma heillað stóran hluta hinnar ís- lensku þjóðar og þótt víð- ar sé leitað. Þjónustu- hugur hans við heill og hag allrar þjóðarinnar er einkenn- andi, þekking á eðli embættisins áberandi og framkoma öll yfirveguð. Meðal afasystkina minna í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum hefði Guðni sjálf- sagt fengið þau ummæli að hann væri drengur góður. Meðal móðurfólks mín í Eyjum hefði hann verið sagður fínn peyi. Betri verða ummæli um einn mann ekki. Ég styð Guðna, og hvet aðra til að gera það einnig. Eftir Elliða Vignisson Elliði Vignisson » Það eru forréttindi að búa í samfélagi sem tekur því sem gefnu að fá að velja sér þjóðarleiðtoga. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Fínn peyi Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Borgaryfirvöld hafa virt óskir verslunar- eiganda að vettugi varðandi það að þrengja ekki að umferð um Laugaveg. Það er stefnan hjá núverandi meirihluta borgarstjórnar að hunsa og virða ekki óskir borgarbúa á neinu sviði. Því miður keyptu borgarbúar köttinn í sekknum í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum. Því miður var það þannig að gam- alt hippalið komst til valda en vel að merkja með minnihluta atkvæða. Borg- arstjórinn hefur ekki valdið starfi sínu. Hvert hneykslismálið innan borgarinnar hefur rekið annað. Nægir þar að nefna braggamálið umtalaða. Kjósum ekki þetta fólk í næstu borgarstjórnarkosningum. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Vegið að verslun Laugavegur Verslunareigendur eru ekki sáttir við borgaryfirvöld. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.