Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þinglokasamningar í uppnámi  Miðflokkur sakaður um að taka þingið „í gíslingu“  Minnihluti segir nauðsynlegt að ríkisstjórn slái af kröfum  Ekki samstaða innan stjórnar um öll frumvörp  Ólíklegt að útlendingafrumvarp verði afgreitt Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Þinglokasamningar eru í uppnámi og ólíklegt að takist að ljúka þingi á tilsettum tíma, nú á fimmtudag. Þetta er mat flestra þingflokksfor- manna sem Morgunblaðið hefur rætt við. Þingflokksformenn stjórn- arflokka segja Miðflokksmenn halda þinginu í gíslingu með málþófi um samgönguáætlun en umræður stóðu yfir um málið fram á nótt á föstudag og allan laugardag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þó ekki full samstaða um öll stjórnar- frumvörp innan ríkisstjórnarflokk- anna og óvíst hvort takist að af- greiða frumvarp um breytingar á sendiherraskipan og hlutdeildarlán fyrir sumarlok. Þá þykir fyrirséð að frumvarp um breytingar á útlend- ingalögum nái ekki fram að ganga, en frumvarpið myndi flýta brottvís- un umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki. Minnihlutinn ráði ekki ferðinni Birgir Ármannsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokks, segir óeðlilegt að umræður um eitt dag- skrármál, samgönguáætlun, standi yfir í heila viku. Hann segir Mið- flokkinn standa einan að málþófi en að aðrir stjórnarandstöðuflokkar haldi sig til hlés í skjóli Miðflokksins og geri kröfur um að ríkisstjórnin taki mál af dagskrá í ljósi stöðunnar sem upp er komin. „Auðvitað er ljóst að þetta verða færri mál en við reiknuðum með fyrir einhverjum vikum síðan, en það er hins vegar ekki þannig að stjórnarandstaðan hafi ótakmarkað neitunarvald. Eng- in ríkisstjórn getur sætt sig við að minnihlutinn ráði ferðinni,“ segir Birgir. Hann segir aðspurður að frumvarp um breytingar á útlend- ingalögum sé meðal þeirra frum- varpa sem ekki sé útlit fyrir að fái afgreiðslu nú á þinginu. Að mati Birgis er óumflýjanlegt að fleiri þingfundum verði bætt við til að ljúka því sem þurfa þykir fyrir sum- arfrí. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Miðflokksins, tekur í annan streng. Hann segir raun- hæft að þingi ljúki nú á fimmtudag enda sé þegar búið að skrifa undir það og samþykkja. „Þetta snýst um hvaða mál meirihlutinn er tilbúinn að leggja áherslu á. Mörg þeirra geta leikandi beðið,“ segir Gunnar Bragi. Honum þykir þinghald þegar komið of nærri forsetakosningum, sem fram fara á laugardag, og ekki upp á það bjóðandi að þingið starfi fram yfir kosningar. Vilja stoppa ýmis frumvörp Oddný G. Harðardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingar, segir alltaf hafa legið fyrir að ekki gengi eftir að ljúka þingi á tilskildum tíma. „En auðvitað þrengist enn um þegar umræður ganga hægt.“ Að sögn Oddnýjar eru breytingar á sam- keppnislögum, útlendingalögum og sendiherraskipan meðal þeirra mála sem Samfylkingin vill alls ekki að fari í gegn. Halldóra Mogensen, þingflokks- formaður Pírata, nefnir sömu mál, um sendiherraskipan og breytingar á samkeppnislögum, og segir ljóst að þessi mál þurfi mikla umræðu í þinginu. Spurð út í væntanleg þing- lok segir hún það í höndum ríkis- stjórnarinnar að leggja fram tillögur og slá af kröfum um þingmálafjölda. Stjórnin hafi þegar „saltað“ eigin mál á borð við frumvarp um styrk til fjölmiðla. Þingflokksformenn munu að öll- um líkindum funda í dag um fram- hald þingstarfa. Morgunblaðið/Ómar Alþingi Ekki er víst hvort tekst að ljúka þingi á fimmtudag, eins og til stóð. Birgir Ármannsson Oddný G. Harðardóttir „Hópar eru að koma hingað í sam- starfi við erlendar ferðaskrifstofur. Þá liggur fyrir samningur fyrir fram um verð fyrir ferðina og það er erfitt að bæta þessu ofan á. Í mörgum til- fellum bregða íslensku fyrirtækin þá á það ráð að taka yfir gjaldið að fullu. Aðrir fara þá leið að veita afslátt af ferðum því sem nemur gjaldinu til að koma til móts við viðskiptavini,“ seg- ir Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru í mörgum tilvikum að undir- gangast skimunargjald viðskipta- vina á leið til til landsins. Frá 1. júlí kostar skimun við landamæri Ís- lands 15.000, sem Jóhannes Þór seg- ir hafa verið að fæla fólk frá. Til að koma í veg fyrir að gjaldið valdi því að viðskiptavinir hætti alfarið við að koma, hafi fyrirtæki verið að greiða það fyrir þau með ýmsum hætti. Greint var frá því á Bylgjunni í gær að ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures er eitt þessara fyrir- tækja. Jóhannes segir þetta ástand kippa stoðunum undan fullyrðingum um að það sé hagfræðilega skynsamlegt að ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir. „Hagfræðingar hafa haldið því á lofti að það sé skynsamlegt að ferðamenn borgi sjálfir en slík um- mæli falla um sjálf sig þegar þau komast í tæri við raunveruleikann í greininni. Staðreyndin er sú að stór hluti af þessum gjöldum eru greidd af íslenskum fyrirtækjum,“ segir Jó- hannes. Jóhannes Þór segir pólitíska ákvörðun að hafa gjaldið 15.000 krónur, en ekki til dæmis 5.000 krón- ur. Gjaldið sé lýjandi, bæði fyrir þá sem eru búnir að greiða fyrir ferðir en einnig fyrir ferðaskrifstofur. Fyrirtækin greiða skimunina  Íslensk ferðaþjónusta kemur til móts við viðskiptavini sína Morgunblaðið/Íris Skimun Farþegar sem koma til landsins fara nú í gegnum skimun. Hitinn í höfuðborginni fór yfir 20 stig klukkan 14 í gær og er það í fyrsta sinn sem það hendir þetta sumarið. „Það er mjög hlýtt loft yfir landinu, hitinn var kominn yfir 18 gráður áður en sólin fór að skína. Sólin er aukaleikari í þessu mætti segja,“ sagði Birgir Örn Höskulds- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Hlýtt var á öllu landinu en heldur dregur úr sumarhitanum í dag. Fólk naut veðurblíðunnar, meðal annars í Ár- bæjarsafni. Í fyrsta skipti yfir 20 gráður Morgunblaðið/Sigurður Unnar Í lest Leikið í Árbæjarsafni. Sjómenn á rúmlega 20 strand- veiðibátum róa frá og landa afla sín- um í sumar á Norðurfirði á Strönd- um. „Þetta er nokkuð sem okkur hér munar verulega um. Útgerðin skilar sveitarfélaginu tekjum með hafnar- og vigtargjöldum og fleiru slíku og allt þetta skapar meira líf hér á svæðinu,“ segir Eva Sigurbjörns- dóttir, oddviti Árneshrepps, í sam- tali við Morgunblaðið. Eftir hvern þann dag sem róið er til fiskjar er heimilt að koma með 650 kíló af afla að landi, en til skipt- anna á strandveiðum þessa árs eru alls 10 þúsund tonn. Alls voru gefin út leyfi til strandveiða til um 420 báta í ár, og eins og venjulega er stí- fast sótt við vestanvert landið. Frá Norðurfirði hafa menn gjarnan sótt norður á bóginn út á reginhaf og veitt vel. Aflinn fer svo á markað og eru flutningabílar daglega í Norð- urfirði til að sækja aflann. Munar um útgerðina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjómenn á liðlega tuttugu strandveiðibátum landa afla sínum á Norðurfirði á Ströndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.