Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Þær fréttir berast nú frá Alþingi að þar standi yfir langdregnar umræður um sam- gönguáætlun. Deilan stendur um borgarlínu. Upphaflega var höf- uðtilgangur samgöngu- bóta að auðvelda fólki umferð á milli staða. Þá var fólk að drukkna í óbrúuðum ám og krókna uppi á fjall- vegum. En nú má spyrja hvort sá tími sé liðinn. Borgarlínuframkvæmdir eiga, samkvæmt yfirlýstri stefnu, að neyða fólk upp í strætó með því að leggja sérstakar strætóbrautir og stífla þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu fyrir annarri umferð. Hinn kosturinn er að ganga. Eða hjóla, en hver hjólar í slyddu eða stórhríð? Það var í slíku veðri sem fólk varð úti sem sent var frá miðbænum í þvottalaugarnar í Laugardal hér áður og fyrrum. Aðaltilgangur samgönguáætlunar í dag er að bæta þjóðvegakerfi lands- ins svo atvinnuvegir og efnahagur njóti góðs af. Að stífla þessa vegi á höfuðborgarsvæðinu ætti að kosta það að Alþingi tæki skipulagsréttinn af viðkomandi sveitarfélagi, en verð- launaði ekki þessa viðleitni með sér- stöku framlagi á samgönguáætlun. Ekki er fyrirsjáanlegt hvar slíkt at- hæfi tekur enda; fyrst veitir Alþingi fjármagn í að byggja þessa vegi, svo meira fjármagn í að stífla þá aftur. Það er alger mis- skilningur að þetta tak- ist. Einkabílar eru hinn þolinmóði hluti umferð- arinnar. Þeir eru fjór- um sinnum lengur á leiðinni þegar stíflan kostar 30 mínútna seinkun á 10 mínútna leið, en flestir munu láta sig hafa það. Öðru máli gegnir um atvinnubíla. Afköst þeirra detta nið- ur í einn fjórða. Og hver verða við- brögðin við því? Það er að kaupa bíla í viðbót og hækka verðið tilsvarandi. Þetta er þegar byrjað. Einingarverð framkvæmda í erfiðustu hverfum miðbæjarins er þegar um helmingi hærra en annars staðar. Bygging- arkostnaður íbúða þar er 10-20 millj- ónum hærri. Stíflan er komin til að vera, og strætó kemst ekkert hindr- unarlaust í gegnum þvöguna þótt á sérstökum brautum sé. Hann þarf líka að taka beygjur. Verst er þó eldsneytið sem fer í súginn. Ætla má að stíflurnar taki nú allt að 20 tonnum (var um 10 fyrir nokkrum árum) á dag í aukalegri bensíneyðslu. Þetta er um 2% af bensíneyðslu landsins ef marka má eldsneytisbókhald Orkustofnunar. Að laga þetta er líklega árangursríkasta framkvæmd í umhverfismálum sem Ísland á kost á í dag. Annar árangur mundi vera í menn- ingarmálum. Íslenskir foreldrar eru þekktir fyrir dugnaðinn að skutla börnum sínum í íþrótta- og lista- námskeið eftir skóla. Erlend íþrótta- félög dauðöfunda Íslendinga af mikilli þátttöku yngra fólks í íþróttastarfi, út á það eru Íslendingar marktækt með í afreksíþróttum og alþjóðakeppnum sem þeir ekkert ættu að vera í sam- kvæmt fólksfjölda. Við eigum líka heimsþekkta listamenn, t.d. söngvara við mörg óperuhús í Evrópu. En þetta leggst af ef börnin fá ekki þá menntun sem til þarf. Maður skyldi ekki halda að það væri borgarstjórn Reykjavíkur sem stendur fyrir þessu. Hún er þekktari fyrir að kokgleypa allar hugmyndir um bætta menningu og betra um- hverfi. Hver skyldi trúa því að hún sé að stefna borginni inn í rykmettaða grámyglu steinsteypu og stíflaðrar umferðar, með ofangreindum afleið- ingum? Og það verður ekki lagað með fleiri milljónabröggum og einhverjum metan-moltu-mistökum. Borgarlínan Eftir Jónas Elíasson » Áform Reykjavíkur um borgarlínu ættu að kosta hana skipulagsvaldið yfir þjóðvegakerfi höf- uðborgarsvæðisins. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Vorsólin glampaði á brattri rennibraut sem tengd var rauð- typptum klifurkastala á forláta leikvelli í Mosfellsbæ. Brosandi stóð ellefu mánaða dóttir mín upp við enda hennar, horfði á mig áköfum augum og lyfti höndunum. Skila- boðin voru skýr: „Pabbi, ég vil fara aðra ferð!“ Senn var á enda fjórði mánuður minn með hana í barneignarorlofi, þar sem ég hafði í fyrsta sinn á ævinni gegnt hlutverki meginumönnunaraðila barns. Mamma hennar hafði verið með hana heima fyrstu átta mán- uðina, síðan tók ég við umönnun dóttur okkar, ráðstöfun sem gripið hafði verið til svo brúa mætti bilið uns hún fengi dagvist á ungbarna- leikskóla. En þegar upp var staðið reyndist feðraorlofið mun áhrifa- meira en ég hafði gert mér í hug- arlund. Þegar orlofið hófst taldi ég mig hafa skýra hugmynd um hvað fælist í umönnun dóttur minnar. Ég hafði jú tekið virkan þátt í henni samhliða konunni minni þessa átta mánuði fram að því; vaknað með henni snemma á morgnana og leyft mömmu að sofa, fundið til morg- unmat, farið með henni í bað, svæft hana og skipt um bleyjur. Á síðustu vinnudögunum fyrir feðraorlofið sá ég í hillingum hvernig ég myndi geta sinnt tungumálanáminu mínu og tölvuleikjaáhuga. En þar sem mamma hennar steig út um dyrnar á leið til vinnu þennan dimma febr- úarmorgun kom yfir mig tilfinning ólík nokkurri annarri: Líf dóttur minnar og velferð var undir mér, og mér einum, komin. Áherslur og meginviðfangsefni lífs míns umturn- uðust á þessari sömu stundu. Hve- nær er réttast að leggja barnið til svefns? Hvað og hvenær átti hún að fá að borða? Hvernig get ég útvegað henni þá félagslegu örvun sem hún þarf til að þroskast? Ég komst fljótt að því að námsbækur og tölvu- leikjaspil voru fjarlægur draumur. Verðugra markmið var það að reyna að halda heimilinu í sæmilegu ástandi samhliða mín- um nýju skyldum. Fyrstu vikurnar voru krefjandi. Í hvert skipti sem ekki gekk sem skyldi hvað varðar svefn eða matartíma upplifði ég það sem svo að ég væri að klúðra málunum og um leið eyðileggja æsku dóttur minnar, óhæfur faðir – úrhrak mannlegs samfélags. Hvert kvein sem heyrðist í dóttur minn var mér til marks um að ég hlyti að vera að gera eitthvað rangt. Ég horfði upp á leirtauið fylla vaskinn, nánast sem því hefðu vaxið fætur eins og í ónefndu Disney-ævintýri og það sjálft komið sér fyrir í vaskinum. Hversu mikið sem ég ferðaðist um þann eina fermetra sem markaði gólfplássið á milli ísskápsins og eldavélarinnar, trip-trap-stólsins og eldhúsvasksins virtist ég alltaf hafa nóg fyrir stafni. Ég upplifði ein- manaleika í fyrsta sinn á ævinni. Á samfélagsmiðlum fylgdist ég sem áhorfandi á lífið streyma hjá, eins og við dóttir mín hefðum stigið út fyrir straum lífsins og ættum ekki afturkvæmt. Það kom í ljós að feðraorlofið var ekki það orlof sem ég hafði séð fyrir mér. En smám saman tók að birta til í sálu hins óreynda föður. Eftir því sem handtökin tóku að venjast öðl- aðist ég trú á eigin getu. Þar sem ég sat í útældum náttbuxunum eitt miðvikudagseftirmiðdegið gerði ég mér grein fyrir að í mér hafði þróast æðruleysi, sem aldrei fyrr hafði ein- kennt minn persónuleika. Tilvist mín var orðin fyrir mér tímalaus. Hún snerist um að lesa í hegðun dóttur minnar og mæta þörfum hennar áður en komið var fram á ystu nöf. Ég var leiksoppur örlag- anna sem hagaði sér í takt við þær aðstæður sem komu upp hverju sinni. Ég fann sterka tilfinningu frelsis við það að binda áhyggjur mínar og tilfinningar við þá stund eina sem var að líða hjá hverju sinni. Innra með mér fann ég uppsprettu rólegheita og slökunar sem mér var ókunn áður; áður en dóttir mín kenndi mér að lifa í þágu hverrar mínútu í stað þess að vera sífellt umhugað um hvað sú næsta myndi bera í skauti sér. Ég gerði mér grein fyrir að við flutum ekki utan straumsins, heldur hafði einungis hægt á ferðinni innan hans. Og við það að hægja ferðina urðu útlínur umhverfisins skyndilega sýnilegri. Þannig hóf ég að kynnast lífinu á öðrum forsendum. Svo virtist sem hjarta mitt hefði blásið út í brjósti mér og fært mér nýja eiginleika, eins og ofurhetju – sem klæddist maukklíndum íþrótta- bol í stað skikkju. Ofurkraftar þeir sem dóttir mín hafði léð mér voru að skyndilega mátti ég finna djúpa við- urkenningu og þakklæti gagnvart því sem lífið hafði veitt mér fram að því og vilja til þess að vera öðrum innanhandar. Helsti nýi eiginleikinn minn var þó sá, að ég var fær um elska þá sem mér stóðu næst inni- legar en áður. Sú einlæga, skilyrð- islausa ást sem fyllti hjarta mitt og litaði nú skyndilega alla tilveru mína var mér vísbending um að e.t.v. væri æðsta markmið lífsins einmitt það að móta slík sambönd og rækta þau. Ekki einungis gagn- vart barninu, heldu öllum í kringum mig. Hafði ég fundið tilgang lífsins í taubleyjuhringiðu þvottavél- arinnar? Feðraorlof er ekki orlof, heldur vinnutörn sem ber með sér stór- kostleg tækifæri sem býðst einungis örfá skipti á lífsleiðinni allri. Ég vona að verðandi feður komi einnig til með að nýta sjálfstæðan rétt sinn til fullrar umönnunar barna sinna og með því öðlast ofurkrafta sem þeir aldrei þekktu fyrr. Eftir Matthías Ólafsson Matthías Ólafsson »Hugleiðingar ný- bakaðs föður um mikilvægi þess að feður nýti sjálfstæðan rétt sinn til fæðingarorlofs. Höfundur er stjórnmálafræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur hjá íslenska hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling International. matthiasolafs@gmail.com Ofurhetja í íþróttabol; upplif- un föður af fæðingarorlofi Allt síðastliðið ár hef- ur ríkt mikil óánægja með stjórn rektors LBHÍ á Garðyrkjuskól- anum á Reykjum í Ölf- usi og er nú svo komið að málefni hans eru í al- gjöru öngstræti. Rektor LBHÍ er ekki gefið að vinna með öðr- um að stjórnun skólans. Hvað eftir annað ritar hún greinar um að allt sé slétt og fellt á Reykjum. Hún setur fram alls konar áætl- anir og faguryrði um hvað þessi mál séu í góðum farvegi og ein- ing ríki um starf henn- ar. Í hvert sinn sem einhver skrifar um þessi mál, skrifar hún strax í kjölfarið hvað allt sé í fínu lagi á Reykjum, en svarar ekki gagnrýn- inni. Samband garðyrkjubænda er hætt öllu samstarfi við skólann. Félag skrúðgarðyrkjumeistara íhugar al- varlega að færa námið frá Reykjum. Samiðn ályktar gegn stjórn- unarháttum hennar og Samtök iðn- aðarins hafa lýst áhyggjum sínum með gang mála. Allir (já, allir) sem eru tengdir garðyrkju á Íslandi eru á móti vinnu- brögðum hennar. Engu að síður ritar hún nýlega í Morgunblaðið hvað þetta sé allt virki- lega gott. Allt síðastliðið ár hefur hún haft að engu vaxandi óánægju með störf sín. Ráðherra menntamála setti á nefnd síðastliðið haust til að finna lausnir á þessu, en þá kom kórónuveiran og starf nefndarinnar lamaðist að mestu leyti. Rektor virðist hafa notað tækifærið til að semja við Fjölbrautaskólann í Borgarnesi um að hafa námsbraut í garðyrkju og virðist á góðri leið að semja um það sama við Fjölbrauta- skólann á Selfossi. Allt þetta gerir hún án nokkurs samráðs við skólayfirvöld og hags- munaaðila innan garðyrkjunnar. Hugsum okkur píanótónleika þar sem slegin er ein nóta í einu án alls samhljóms. Ragnheiður er þannig pí- anóleikari. Tannhjól garðyrkjunnar Hugsum okkur fótstigið keðjudrifið reiðhjól. Í miðju er stórt tannhjól með áföstu fótstigi og keðja að aftara tann- hjóli til að knýja hjólið. Allar tennur jafn stórar (já, allar jafn stórar). Þess- ar tennur minna okkur á mannlífið í heiminum. Allir ættu að vinna saman. T.d. vísindamenn, heimspekingar, verk- og tæknifræðingar, iðnmenntað fólk, sérþjálfað verkafólk og óþjálfað. Allt þetta fólk kemur litlu í verk nema styðja hvert annað og allir eru jafn nauðsynlegir til að hlutirnir verði að veruleika. Þetta þarf rektor LBHÍ að skoða vandlega (ef hún hjólar). Í dag hagar hún sér eins og of stór tönn í tannhjólinu. Keðjan fer sífellt af og hjólið stöðvast. Þetta er í hnot- skurn ástandið á Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Ráðist gegn kennslustjóra Rektor réðst allt síðasta ár gegn Guðríði Helgadóttir, kennslustjóra á Reykjum, og virðist hafa róið að því öllum árum að hún yrði flutt á Keldnaholt. Átti það að gerast um síð- ustu áramót en það tókst að koma í veg fyrir það. Um þessi sömu áramót fékk Guð- ríður fálkaorðuna að verðleikum fyrir frábær og gefandi störf að garðyrkju- málum. Guðríður hefur undanfarin ár bar- ist hart fyrir málefnum skólans og nýtur mikils trausts allra aðila innan garðyrkjunnar. Henni hefur tekist að safna mjög hæfum kennurum að skól- anum og reynt af fremsta megni að bæta námsframboð og kennsluaðferðir í sam- vinnu við hags- munaaðila. Þessi atgangur rekt- ors er mjög íþyngjandi fyrir allt starfsfólk skól- ans og er mín skoðun sú að einhverjir þeirra væru farnir ef Guðríðar með sinn einbeitta vilja og jákvæðni í fram- komu nyti ekki við. Guðríður hefur þurft að beita allt of miklum kröftum í að berjast fyrir sjálfsögðum fram- förum í kennslu og bún- aði á skólanum. Eitt nýlegt dæmi um valdahroka rektors Guðríður kennslu- stjóri auglýsir eftir um- sjónamanni lóða Garð- yrkjuskólans á Reykjum. Í starfslýsingu er að sjálf- sögðu gert að skilyrði að umsækjandi sé með öll réttindi í skrúðgarðyrkju. Rektor breytir þessari auglýsingu og segir menntun við hæfi. Þvílíkur hroki. Án alls samráðs við skólann og algjört kjaftshögg á Félag skrúð- garðyrkjumeistara. Þessi skóli er jú að mennta fólk í skrúðgarðyrkju. Ætlar hún kannski að ráða rakara, þeir klippa jú, eða sundlaugarvörð, þeir kunna að fara með vatn. Með fullri virðingu fyrir þeirra störfum. Framtíðin Allt frá því að Grétar Unnsteinsson hætti sem skólastjóri garðyrkjuskól- ans og Sveinn Aðalsteinsson var ráð- inn skólastjóri á Reykjum hefur staðurinn drabbast niður. Hann byrj- aði jú á því að auglýsa húsnæði skól- ans ónýtt. Allt frá því að skólinn á Reykjum var færður inn í LBHÍ hefur öll starf- semi og umhverfi skólans koðnað nið- ur, á meðan Hvanneyri blómstrar. Sérstakar fjárveitingar til skólans hafa ekki skilað sér þangað. Húsum og mannvirkjum hefur ekki verið haldið við, starfsfólki fækk- að og allt ytra útlit staðarins drabbast niður vegna mannfæðar og skorts á fé. Nú er mál að linni. Alþingi þarf að grípa inn í. Viljum við Íslendingar hafa alvöru garðyrkjuskóla. Hjarta garðyrkj- unnar á Íslandi á að slá á Reykjum í Ölfusi. Nútíminn á tölvuöld kallar á breytta kennsluhætti, meðal annars fjarnám. Ég tel rétt að hluti þessa náms geti vel átt heima í fjölbrauta- skólakerfinu, en því á að stjórna frá Reykjum. Fjarkennslu verður best sinnt með öflugu kennaraliði með að- setur á Reykjum. Undanfarin ár hefur verið góð samvinna við Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, Samband garðyrkjubænda og fleiri aðila. Á Reykjum framtíðarinnar þarf að skapa anda trausts, samvinnu og lýðræðis til þess að hvetja alla þá er vinna að garðyrkju, skógrækt, land- græðslu, umhverfisvernd og land- gæslu áfram á öllum sviðum. Á Reykjum gætum við hugsað okk- ur t.d. 2.000 fermetra byggingu sem sjálfeignarstofnun með það að mark- miði að sameina þessa krafta landi voru til farsældar. Þessa húsbyggingu væri hægt að fjármagna að fullu með landsölu á Reykjum án þess að þrengja um of að starfsemi skólans sjálfs. Þá yrðu Reykir í Ölfusi mekka garðyrkju, um- hverfismála, skógræktar og nátt- úruvísinda. Þess vegna ætti hæstvirtur menntamálaráðherra að færa Reyki undan LBHÍ og setja í leiðinni allan kraft í að setja Reyki á þann stall sem þeir með réttu eiga að vera á. Einleikur á Garðyrkjuskóla Eftir Brand Gíslason »Ætlar hún kannski að ráða rakara, þeir klippa jú, eða sundlaugarvörð, þeir kunna að fara með vatn. Brandur Gíslason Höfundur er skrúðgarðyrkju- meistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.