Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2020 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið 22. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.48 Sterlingspund 170.27 Kanadadalur 101.14 Dönsk króna 20.655 Norsk króna 14.341 Sænsk króna 14.567 Svissn. franki 144.53 Japanskt jen 1.2859 SDR 189.33 Evra 154.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.0786 Hrávöruverð Gull 1728.55 ($/únsa) Ál 1586.5 ($/tonn) LME Hráolía 41.72 ($/fatið) Brent ● Hagnaður varð af rekstri Verzl- unarskóla Íslands ses. í fyrra og nam hann 122,6 milljónum króna, sam- anborið við tæpar 45 milljónir króna 2018. Rekstrartekjur skólans voru fjórþætt- ar í fyrra líkt og fyrri ár. Framlag rík- issjóðs nam 1.480 milljónum og hækk- aði um ríflega 60 milljónir milli ára. Þá innheimti skólinn 202 milljónir í skóla- gjöld af nemendum og lækkaði sú fjár- hæð lítillega á milli ára eða um 13,5 milljónir króna. Leigutekjur námu 4,2 milljónum og stóðu u.þ.b. í stað en aðr- ar tekjur námu 7,3 milljónum og jukust um 5 milljónir milli ára. Rekstrargjöld námu 1.535 milljónum og munaði þar langmestu um laun og launatengd gjöld. Námu þau 1.289 millj- ónum og lækkuðu um 43 milljónir milli ára. Eignir sjálfseignarstofnunarinnar námu 2,1 milljarði í árslok 2019. Munaði þar mestu um fasteignina við Ofanleiti 1 sem metin er á ríflega milljarð króna. Þá voru vélar, búnaður og innréttingar metnar í bókum stofnunarinnar á 144,3 milljónir króna. Handbært fé nam 792,5 milljónum og handbært fé í sjóðum í eigu stofnunarinnar nam 91,7 millj- ónum. Skuldir hennar stóðu í 1,1 millj- arði í árslok og munar þar mestu um langtímalán í íslenskum krónum, 825,9 milljónir. Í fyrra voru 930 dagskólanemendur við Verzlunarskóla Íslands. Afkoma Verzlunarskólans batnar til muna STUTT aðgang að þeim gögnum sem þeir búa yfir, hafi samþykki þeirra sem gögnin varða verið aflað. Þetta sé af- leiðing af komandi innleiðingu til- skipunar Evrópusambandsins (PSD2) sem ætlað sé að auka ný- sköpun og samkeppni í fjármálaþjón- ustu. Með þeim skrefum sem Ís- landsbanki tekur nú vilji hann vera skrefi á undan þeim kröfum sem til- skipun ESB felur í sér. Regluverkið opnar möguleika fyrir fjártæknifyr- irtæki af ýmsum toga til þess að láta til sín taka á markaðnum. Er þessi þróun í daglegu tali nefnd „opið bankakerfi“ en í grunninn felst það í því að bankar setja upp svokallað API-viðmót (e. Application Pro- gramming Interface) sem nefnt er hinu óþjálfa nafni forritaskil á ís- lensku. Það er viðmót sem bankarnir bjóða ytri aðilum, á borð við Payday og önnur fjártæknifyrirtæki, til að tengja sig við. Styrkur á fleiri en einn veg Björn Hr. Björnsson er fram- kvæmdastjóri Payday og einn stofn- enda fyrirtækisins. Hann segir að- komu Íslandsbanka styrkja fyrirtækið á fleiri en einn veg. „Það var ánægjulegt að bankinn skyldi fjárfesta í því og það gefur okkur tækifæri til þess að þróa vöruna hjá okkur lengra. En það sem er ekki síst mikilvægt er að bankinn kemur okk- ur á framfæri við viðskiptavini sína sem geta nýtt sér þessa þjónustu með margvíslegum hætti.“ Hann segir að áhrifa af samstarfinu gæti nú þegar í þessa veru og að sífellt fleiri bætist í hóp viðskiptavina. 800 virkir notendur að jafnaði „Við höfum verið með í kringum 800 virka notendur en ég geri ráð fyrir að þeim muni fjölga talsvert núna. Við erum með nokkrar áskrift- arleiðir og sú einfaldasta er frí. Hún opnar leið fyrir þá sem eru með mjög takmörkuð umsvif til að gefa út reikninga en stærri áskriftarleiðirn- ar eru mun fullkomnari og fela í sér bókhald, reikningagerð og mjög öfl- uga yfirsýn yfir reksturinn.“ Meðal þess sem Payday hefur upp á að bjóða er svokallað mælaborð sem BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í liðinni viku barst hópi viðskiptavina Íslandsbanka tilboð um að prófa sér að kostnaðarlausu þjónustu fyrir- tækisins Payday sem frá árinu 2017 hefur boðið upp á reikningagerð og utanumhald á rekstri fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki. Þjónustan er rafræn, fer öll fram í gegnum skýja- þjónustu. Jóhannes Þór Ágústarson, sem er vörustjóri á viðskiptabankasviði Ís- landsbanka, segir að orðsendingin til viðskiptamanna bankans sé ein birt- ingarmynd þess hvernig bankaþjón- usta sé að taka breytingum og að sí- fellt fleiri aðilar komi nú að því að veita fólki fjármálaþjónustu. Lengi fylgst með Payday „Íslandsbanki leitar leiða til þess að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna. Við höfum lengi fylgst með vöruþróuninni hjá Payday og fyrr á þessu ári komum við inn í eigenda- hóp fyrirtækisins. Það hefur þróað leiðir til þess að einfalda hlutina fyrir einyrkja og minni fyrirtæki og gefa þeim tækifæri til þess að fá betri yf- irsýn yfir reksturinn hjá sér,“ segir Jóhannes Þór og bendir á að lengi hafi bankinn áttað sig á þörf fyrir lausn af þessu tagi. „Rekstraraðilar hafa í gegnum tíðina verið að koma með útprentaða eða jafnvel hand- skrifaða reikninga í því skyni að fá bankann til að stofna kröfur á hendur viðskiptavinum þeirra. Það hefur vantað lausnir sem gera fólki mögu- legt að gera þetta sjálft.“ Jóhannes Þór segir að önnur ástæða fyrir þessu skrefi bankans liggi í því að bönkum verði frá næstu áramótum skylt að veita þriðja aðila sýnir t.d. lykiltölur úr rekstri frá degi til dags, uppsafnaðan hagnað, tekjur, gjöld, útistandandi kröfur og margt fleira. Björn segir að samstarfið við Ís- landsbanka feli sér tækifæri fyrir báða aðila. Þannig geti bankinn einn- ig haft áhrif á og ýtt við því að þróað- ar verði þjónustuleiðir sem hann tel- ur viðskiptavini sína skorta. „Við getum gert margt sem banki getur ekki gert og bankinn gerir auðvitað margt sem við höfum ekki heimildir til að gera. Með þessu samstarfi keyrum við á styrkleikum hvors fyrirtækis fyrir sig.“ Þjónustan þróast og víkkar út Sem fyrr segir er þjónusta Payday fyrst og síðast hugsuð út frá þörfum einstaklingsreksturs og minni fyrir- tækja hins vegar segir Björn að þjón- ustan hafi víkkað út. „Við erum t.d. með þetta fullbúna bókhaldskerfi. Inn í kerfið eru núna komin launa- kerfi og sjálfvirkar leiðir til þess að vinna virðisaukaskattsskýrslur og það getur líka annast sjálfvirk skil á virðisaukaskatti,“ segir Björn. Hann bendir í því sambandi á að hugmynd- in að baki fyrirtækinu hafi einmitt kviknað í slíku brasi. „Ég var á sínum tíma að stofna fyrirtæki. Það var ekki bara að stofna það heldur sækja um vsk- númer og svo þurfti að setja sig í samband við fleiri en einn lífeyrissjóð vegna launagreiðslna. Þetta var mjög flókið og tók mikinn tíma. Mér fannst mikilvægt að finna leiðir til þess að einfalda þetta fyrir fólk svo það gæti einbeitt sér að því að byggja upp fyrirtækið, frekar en að einbeita sér að allri þessari pappírsvinnu.“ Í átt að opnu bankaumhverfi Viðmótið í skýinu Payday er ætlað að gera einyrkjum og minni fyrirtækjum auðvelt að halda yfirsýn, ekki síst við reikningagerð og innheimtu. Á sérstöku mælaborði er hægt að fylgjast með stöðu rekstrarins frá degi til dags.  Íslandsbanki hefur fjárfest í fjártæknifyrirtækinu Payday  Hvetur einyrkja og lítil fyrirtæki til að nýta sér þjónustu þess  Einfaldar reikningagerð, bókhald og samskipti við skattinn og lífeyrissjóði Jóhannes Þór Ágústarson Björn Hr. Björnsson Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.