Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 1
Það ólgaði ímér blóðið
Listin ergræðandi
Hálf öld er síðan Brynjólfur Oddsson
réð sig á sjó, þá fjórtán ára gamall.
Hann varð ungur skipstjóri og leiddi
starfið hann víða um höf þar sem
hann rataði í ýmis ævintýri.
Brynjólfur er vanur margra mánaða
túrum og segist ekki geta hugsað
sér að vinna níu til fimm. 14
28. JÚNÍ 2020SUNNUDAGUR
Fer óhefðbundnar leiðir
Kristjana Stefáns-dóttir leggurland undir fótmeð SvavariKnúti. Þaulofa góðumkvöld-
vökum. 2
Munuganga út
FyrrverandistjórnarmaðurSÁÁ segirað starfseminleggist afbreytiststjórnar-hættir ekki. 10
Alda Júlía Magnús-dóttir vonar aðíslensk hönnuntaki flugið. 18
L A U G A R D A G U R 2 7. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 150. tölublað 108. árgangur
MIKILVÆGT
HREYFIAFL Í
ÞJÓÐLÍFINU
KYRRALÍFS-
MYNDIR ÚR
KÓFINU
LJÓÐ LINDU 42SUS 90 ÁRA 18
Fetaðu nýjar slóðir
með Touareg
Tilboðsverð frá
10.990.000,-
hekla.is/volkswagensalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Maður á sjötugsaldri sem var hand-
tekinn við rússneska sendiráðið á
fimmtudag var í gær úrskurðaður í
sjö daga gæsluvarðhald vegna gruns
um aðild að brunanum á Bræðraborg-
arstíg. Maðurinn er búsettur í húsinu
sem brann og barst tilkynning um
ófrið vegna hans við rússneska sendi-
ráðið á sama tíma og lögreglunni
barst tilkynning um brunann.
Á blaðamannafundi í gær sagði Ás-
geir Þór Ásgeirsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu, að ekki væri vitað hvers
vegna maðurinn var staddur við rúss-
neska sendiráðið.
Þrír létust í brunanum en tveir
þeirra fundust látnir á þriðju hæð
hússins á sjöunda tímanum á fimmtu-
dagskvöld. Tilkynning um brunann
barst slökkviliði klukkan stundar-
fjórðung yfir þrjú um daginn.
Ekki hefur tekist að bera kennsl á
hin látnu með óyggjandi hætti, að
sögn Ásgeirs.
Einn lá á gjörgæslu vegna brunans
þegar Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöldi og annar á almennri deild
en sá hafði áður legið á gjörgæslu.
Reyndu að hlaupa inn
Lögreglan neitaði að veita frekari
upplýsingar um líðan þeirra. Þá hafði
einn verið útskrifaður af sjúkrahúsi
sem áður lá á gjörgæslu.
Lögreglan hefur rökstuddan grun
um að eldurinn hafi kviknað af
mannavöldum.
„Við teljum okkur geta fullyrt að
eldurinn hafi kviknað að mannavöld-
um,“ sagði Ásgeir.
Lögreglan var kölluð að húsinu
nóttina áður en eldurinn kviknaði. Ás-
geir sagði ekki hægt að staðfesta
hvort það útkall hafi verið vegna
mannsins sem nú er í gæsluvarðhaldi.
Tveir voru handteknir á vettvangi
brunans en þeim var sleppt að lokinni
skýrslutöku. Þeir voru handteknir
fyrir að reyna að hlaupa inn í brenn-
andi húsið til að sækja eigur sínar.
73 einstaklingar eru með skráð lög-
heimili í húsinu. Slökkviliðsstjóri seg-
ir að það eitt ætti að hringja viðvör-
unarbjöllum í Þjóðskrá.
Í varðhald vegna brunans
Þrír látnir og einn á gjörgæslu Maðurinn handtekinn við sendiráð um svipað
leyti og bruninn var tilkynntur Talið að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum
MMun að öllum líkindum … »6
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði í gær að atburðir síð-
ustu daga sýndu fram á mikilvægi
þess að fólk héldi áfram vöku sinni í
sóttvörnum gegn kórónuveirunni,
en boðað var til blaðamannafundar
í gær til þess að ræða stöðuna eftir
að ný smit komu upp í vikunni.
Sagði Katrín að fyrstu tvær vik-
urnar af skimunum við landamærin
hefðu verið lærdómsríkar. »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Faraldur Katrín á fundinum í gær.
Mikilvægt að slaka
ekki á gegn veirunni
„Þetta verkefni stendur yfir í tvö og
hálft ár og felst í uppsteypu og síðan
tekur innivinnan við,“ segir Gunnar
Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs
Landspítala ohf., NLSH.
Útboðsgögn vegna uppsteypu á
nýjum meðferðarkjarna Landspít-
alans verða afhent á mánudag.
Fimm fyrirtæki skiluðu inn gögnum
til forvalsnefndar vegna verkefn-
isins. Fyrirtækin þurfa nú að leggja
fram tilboð en forvalið gildir fram í
miðjan ágúst. Um er að ræða eina
stærstu opinberu framkvæmd síðari
ára á Íslandi, en rætt var um að
meðferðarkjarninn myndi einn og
sér kosta um 60 milljarða króna.
Gert er ráð fyrir að samningsaðili
verði kynntur um miðjan september
og að steypuvinna hefjist um miðjan
október. »10
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landspítali Uppsteypa hefst senn.
Risafram-
kvæmd á
leið í útboð
Vel fór á með forsetaframbjóðendunum tveimur,
þeim Guðna Th. Jóhannessyni, forseta lýðveld-
isins, og athafnamanninum Guðmundi Franklín
Jónssyni í setustofu Ríkisútvarpsins í gærkvöldi
áður en þeir héldu til kappræðna í beinni sjón-
varpsútsendingu.
Munu Íslendingar kjósa á milli þeirra tveggja í
dag, en þetta er í 9. sinn sem forsetakosningar
eru haldnar í sögu lýðveldisins. »2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kosið til forseta í níunda sinn í sögu lýðveldisins