Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Heimurinn er að breytast Taktu þátt í að móta stefnu Sjálfstæðisflokksins Nánari upplýsingar á xd.is Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins bjóða flokksmönnum til opinna funda í Valhöll til að ræða og leggja drög að stefnu flokksins í aðdraganda landsfundar sem fram fer í Reykjavík í nóvember nk. Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 30. júní í Valhöll, en hægt verður að taka þátt á Zoom-forritinu. Sjálfstæðismenn eru eindregið hvattir til að taka þátt í málefnastarfi flokksins. Kl. 12:00 – 13:00 Utanríkismálanefnd Umhverfis- og samgöngunefnd Atvinnuveganefnd Fjárlaganefnd Kl. 17:00-18:00 Efnahags- og viðskiptanefnd Allsherjar- og menntamálanefnd Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Velferðarnefnd Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útboðsgögn vegna uppsteypu á nýj- um meðferðarkjarna Landspítalans verða afhent á mánudag. Um er að ræða eina stærstu opinberu fram- kvæmd síðari ára á Íslandi. Gert er ráð fyrir að samningsaðili verði kynntur um miðjan september og að steypuvinna hefjist um miðjan októ- ber. Meðferðarkjarninn verður þannig um 69 þúsund fermetrar en jafn- framt verða reist stórhýsi sunnan við bygginguna, sem einnig munu þjóna spítalanum. Rætt var um að meðferðarkjarn- inn myndi einn og sér kosta um 60 milljarða króna miðað við upp- færslu á vísitölu. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins úr bygging- argeiranum má ætla að uppsteypan ein og sér kosti vel á annan tug millj- arða. Fimm fyrirtæki skiluðu inn gögn- um til forvalsnefndar vegna verkefn- isins í desember. Niðurstaða hennar var að allir umsækjendurnir stæðust kröfur forvalsins. Þau eru Eykt, Íslenskir aðalverk- takar, Ístak, ÞG verktakar og félögin Rizzani De Eccher S.P.A. – Rizzani De Eccher Ísland ehf. – og Þing- vangur ehf., sem bjóða saman í verk- ið. Fyrirtækin þurfa nú að leggja fram tilboð en forvalið gildir fram í miðjan ágúst. „Þetta verkefni stendur yfir í tvö og hálft ár og felst í uppsteypu og síðan tekur innivinnan við, þannig að gert er ráð fyrir að vinnu við með- ferðarkjarnann ljúki á árinu 2025, ef vel gengur,“ segir Gunnar Svavars- son, framkvæmdastjóri Nýs Land- spítala ohf., NLSH. Hann segir aðspurður áætlað að 150-200 muni vinna við að steypa upp meðferðarkjarnann þegar mest verð- ur. Endanlegur kostnaður vegna þessa áfanga muni skýrast eftir út- boðið. „Kostnaðaráætlun verkkaupa verður birt við opnun útboðs, en til- boð bjóðenda eiga eftir að koma í ljós. Það er ljóst að þau munu hafa mikið að segja um áframhaldið og hvort kostnaðaráætlanir séu rétt- mætar,“ segir Gunnar. Spurður hvort veiking krónunnar hafi haft áhrif á kostnað við þennan áfanga segir Gunnar að nú muni það koma í ljós hversu miklar breytingar hafa orðið á verði. „Þá t.d. hjá framleiðendum á sem- enti og stáli sem bera uppi lungann af efniskostnaðinum, auk framleiðslu steypunnar. Byggingarvísitalan hef- ur vissulega verið á hreyfingu síð- ustu mánuði, en verkið verður bundið við vísitöluna alla 30 verkmánuðina,“ segir Gunnar. Stór hola hefur verið grafinn fyrir meðferðarkjarnann, sunnan við gamla Landspítalann. Að sögn Gunnars má ætla að í upphafi árs 2022 verði húsið farið að taka á sig mynd en efri hlutinn á því byggi m.a. á útveggjaeiningum en ekki eingöngu hefðbundinni upp- steypu. Jafnframt uppsteypu á meðferð- arkjarnanum stendur til að reisa rannsóknahús vestan við Læknagarð og bílastæða-, tækni- og skrifstofu- hús þar við hliðina, gegnt BSÍ. Sam- hliða er áformað að stækka Lækna- garð en ein álman mun snúa að Hringbraut. Þessu til viðbótar verður gerður bílakjallari við Sóleyjartorg. Áformað er að ljúka þessum fram- kvæmdum 2025-26. Fimm berjast um risaverkefni  Útboð á uppsteypu 69 þúsund fermetra meðferðarkjarna Landspítala  Ein stærsta framkvæmdin B arónsstígur H ri ng br au t Hr ing bra ut Fyrirhuguð randbyggð Stækkun Læknagarðs Rann- sóknahús Aðalbygging Landspítalans Fyrirhuguð sam- göngumiðstöðBílastæða- og tæknihús Ný viðbót við meðferðarkjarna Meðferðarkjarni Áformuð uppbygging við nýja Landspítalann Teikning ASK arkitektar Verkhluti Framkvæmdatími Gatna- og lóðaframkvæmdir 2018 - 2026 Meðferðarkjarni (MFK) Lokið 2025 Jarðvinna vegna MFK Lokið fyrri hluta 2020 Upphaf uppsteypu MFK Fyrri hluta 2020 Útveggir og lokun MFK Síðari hluta 2022 Innri frágangur MFK Síðari hluta 2024 Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins Verkhluti Framkvæmdatími Rannsóknahús Lokið 2025 Bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús Lokið 2022-2024 Bílakjallari Sóleyjartorg 2021 - 2025 Háskóli Íslands, stækkun Læknagarðs 2021 - 2025 Randbyggð Vísindagarða Háskóla Íslands 2021 - 2025 Gunnar Svavarsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum farið yfir þessa góðu skýrslu og erum að vinna í útfærslu á tillögum sem koma fram í henni,“ segir Berglind Svavarsdóttir, for- maður Lögmannafélags Íslands. Skýrsla vinnuhóps Lögmanna- félagsins varðandi lögmenn og #metoo er komin út. Vinnuhóp- urinn var skipaður í nóvember árið 2018 til að skoða og greina álitaefni tengd #metoo og lögmannastétt- inni. Vinnuhópurinn lagði könnun fyrir félagsmenn síðasta haust en í henni kom fram að um 30% svar- enda sögðu að vinnustaður þeirra hefði sérstaka stefnu til að koma í veg fyrir einelti eða áreitni á vinnu- staðnum en um 60% vildu eindregið að vinnustaður þeirra hefði slíka stefnu. Helmingur lýsti því yfir að æskilegt væri að hægt væri að leita til sérstaks tengiliðar ef viðkom- andi yrði fyrir eða yrði vitni að ein- elti eða áreitni. Af svörum þátttakenda í könn- uninni að dæma er ljóst að lög- mannastéttin hefur ekki sloppið við óviðeigandi hegðun og áreitni. Um fjórðungur svarenda hafði í starfi sínu heyrt óviðeigandi brandara með kynferðislegum undirtón eða óviðeigandi ummæli um útlit, vaxt- arlag, klæðaburð eða einkalíf sitt. Um 6% höfðu fengið sendar eða verið sýndar myndir af kynferð- islegum toga og um 29% svarenda höfðu upplifað eða orðið vitni að kynbundnu áreiti í starfi. Tæplega 15% töldu sig hafa upplifað óþarf- lega mikla nálægð, faðmlög, kossa eða aðra snertingu sem viðkomandi kærði sig ekki um. Þá höfðu alls 22% svarenda orðið fyrir kynferð- islegri áreitni í starfi sínu sem lög- maður, bæði karlar og konur, og 26% orðið fyrir einelti. Í umsögn vinnuhópsins segir að niðurstöður könnunarinnar um áreitni séu alvarlegt umhugsunar- efni fyrir lögmannastéttina. „Hátt- semi sem þessi getur í sumum til- vikum verið refsiverð en er í öllum tilvikum siðferðislega ámælisverð og ekki til framdráttar stétt sem annars hefur það að atvinnu sinni að efla rétt og hrinda órétti,“ segir í skýrslunni. Vinnuhópurinn leggur til að stjórn Lögmannafélagsins útbúi leiðbeiningar til lögmanna til að bregðast við atvikum af þessu tagi sem kunna að koma upp. Hópurinn skilaði drögum að þeim leiðbein- ingum. Þá lagði hópurinn einnig til að félagið gerði samning við sjálf- stætt starfandi fagaðila sem lög- menn gætu leitað til og héldi nám- skeið fyrir félagsmenn. Berglind staðfesti í samtali við Morgunblaðið að umræddar leið- beiningar yrðu aðgengilegar á heimasíðu félagsins og farið verði eftir tilmælum um aðkomu sálfræð- ings. Háttsemin ekki til framdráttar  Áreitni og einelti í stétt lögmanna Morgunblaðið/Hari Hæstiréttur Lögmenn kvarta und- an óviðeigandi hegðun í starfi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.