Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þó margir þekki Innan-sveitarkroniku og hún eigisérstakan stað í hugumfólks, þá er nauðsynlegt að dusta af henni rykið öðru hvoru og minna á þessa frábæru bók, líka fyrir nýjar kynslóðir,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, safnstjóri Gljúfrasteins, um sýningu sem þar var opnuð sl. fimmtudag í tilefni af því að 50 ár eru nú liðin frá því Halldór Laxness sendi frá sér Innansveitarkroniku. „Sýningin er í móttökunni hér á Gljúfrasteini sem áður var bílskúr og hefur nú tekið breytingum því sýn- ingin er innsetning þar sem sjá má muni og myndir. Þar á veggina hefur Hlíf Una Bárudóttir málað myndir af söguslóðum Innansveitarkroniku. Hlíf Una las bókina sem henni fannst mjög skemmtileg og með myndunum dregur hún fram það sem vakti áhuga hennar í sögunni. Þórunn El- ísabet Sveinsdóttir er sýningarstjóri og hönnuður sýningarinnar og hún er búin að setja upp ýmsa muni sem minna á þá gömlu tíma sem Innan- sveitarkronika á að gerast á hér í dalnum. Að sjálfsögðu eru hér orf og ljár og ýmislegt fleira, en Þórunn hugsar þetta sem kveikjur og hughrif sem verða vonandi gestum hvetning til að lesa söguna,“ segir Guðný Dóra og tekur fram að Gljúfrasteinssafnið hafi gefið Innansveitarkroniku út á netinu á vefsíðunni innansveitar- kronika.is. „Þar er hægt að nálgast bókina á rafrænu formi en einnig er þar hægt að hlusta á skáldið, Halldór Laxness, lesa söguna í heild sinni. Á þessari vefsíðu er líka ýmislegt um sögupersónur og sögusviðið hér í Mosfellsdalnum, sem og ljósmyndir.“ Íslendingar reki inn nefið Guðný segist halda að Mosfell- ingum þyki mörgum sérstaklega vænt um þessa bók og að sumir eigi sína uppáhaldskafla úr sögunni. „Oft hafa verið upplestrar úr bókinni hér í dalnum og Mosdæl- ingar nota stundum orðfærið Til er ég og til er Bogi. Mér finnst frábært að hún heyrist enn þann dag í dag hér í dalnum, þessi tilvitnun í Innansveitarkroniku þar sem Ólafur í Hrísbrú tekst á við prestinn séra Jó- hann. Hann hefur með sér son sinn Boga til fundar við prestinn en Ólaf- ur var tilbúinn að fara í stríð til að verja kirkjuna á Mosfelli fyrir niður- rifi. Þegar Jóhann spyr: „Og hverjir ætla sosum að fara að berjast með sverðum núna Ólafur minn? Þá svar- ar Ólafur: Til er ég og til er Bogi.“ Guðný Dóra segir að safnið á Gljúfrasteini sé að fara í gang eftir lokun á Covid-tímum og nú telji þau vera óhætt að opna. „Við erum að vona að þessi sýn- ing veki áhuga Íslendinga sem reki fyrir vikið inn nefið á Gljúfrasteini, en sýningin verður fram á haust. Í tengslum við sýninguna verða skipu- lagðar gönguferðir um sögusvið bók- arinnar, Mosfellsdalinn, en sú fyrsta verður í dag, laugardag 27. júní, og göngustjóri verður Bjarki Bjarnason frá Mosfelli.“ Bjarki er alinn upp á Mosfelli þar sem faðir hans var prestur og hann segir að fyrir vikið sé öll sú saga, sem sögð er í Innansveitarkroniku, samgróin hon- um. „Sagan í kringum kirkjuna og klukkuna var meitluð í huga minn áð- ur en bók Halldórs kom út. Ég þekkti sögu klukkunnar og man vel eftir henni, því þegar jarðsett var á Mos- felli var komið með klukkuna frá Hrísbrú, þar sem hún var geymd, og hún hengd upp í sáluhliðinu á Mos- felli og hringt þar, því þá var þar eng- in kirkja. Bóndinn á Hrísbrú gekk svo með klukkuna til baka yfir túnið, þetta er mér afar minnisstætt. Stundum var jarðað í kirkjugarð- inum á Mosfelli áður en kirkjan var vígð árið 1965,“ segir Bjarki og bætir við að dánargjöf Stefáns Þorláks- sonar og kirkjubyggingin á Mosfelli kveiki greinilega hugmyndina hjá Halldóri að segja sögu klukkunnar og kirkjunnar. „Innansveitarkronika kom út 1970, fimm árum eftir að kirkjan var reist. Halldór fór með föður mínum út í nýbyggða kirkjuna og mældi þessa frægu klukku, málin á henni eru í bókinni. Öll þessi saga var hluti af uppeldinu og bernsku minni á Mosfelli. Ég hef spáð mikið í þessa ágætu bók, hún er bæði merkileg og skemmtileg og ákveðinn áfangi í rit- höfundarferli Halldórs, hann er þarna að skrifa heila bók í fyrsta skipti um sínar heimaslóðir en sagan gerist að mestu leyti í Mosfellsdal.“ Mikið af mannabeinum Bjarki segist muna eftir einni mikilvægri persónu sem kemur fyrir í Innansveitarkroniku, fyrrnefndum Stefáni Þorlákssyni. „Stefán lést árið 1959 þegar ég var sjö ára. Hann var einn af þeim sem voru jarðsettir í þessum forna kirkjugarði á Mosfelli, þegar engin kirkja var þar. Ég man sérstaklega eftir því að smíðuð var göngubrú yfir ána fyrir jarðarförina svo hægt væri að komast upp í kirkjugarðinn. Klukkan frá Hrísbrú hefur örugg- lega verið færð til þeirrar athafnar. Stefán var einhleypur og gaf allar sínar eignir til endurreisnar kirkju á Mosfelli. Ég fylgdist með hverju handtaki við það verk og faðir minn hélt um alla þræði kirkjubyggingar- innar. Þegar grafið var fyrir kirkj- unni kom upp mikið af mannabeinum úr ómerktum gröfum og það greypt- ist í mitt barnsminni þegar verið var að taka þau upp, þá var ég 10 ára. Beinin voru sett í stóra kistu og hún grafin undir kórnum í kirkjunni. Þetta var mjög eftirminnilegt, því kistan með beinunum var inni á heimili okkar eina nótt og mamma breiddi lak yfir kistuna.“ Bragðað á kraftaverkavatni Bjarki segir gönguna, sem hann leiðir í dag, vera sögugöngu á slóðum Innansveitarkroniku. „Gangan hefst við Gljúfrastein þar sem við skoðum sýninguna sem sett var upp í tengslum við útgáfuaf- mælið. Síðan verður gengið í áttina að Laxnesi og Guddulaug sem Hall- dór segir frá í bókinni Í túninu heima, og þar fá allir einn kaldan, í formi vatns úr lauginni. Halldór gerði vatn laugarinnar að kraftaverkavatni með skáldlegu ívafi, hann sagði að faðir sinn hefði læknast af lungnabólgu við að drekka það. Frá Guddulaug höld- um við að vinnustofu Þóru Sigurþórs- dóttur leirlistarkonu á Hvirfli og það- an að Mosfelli, sem tengist Innansveitarkroniku. Við komum líka við á Hrísbrú sem kemur mikið við sögu í bókinni, þar hefur farið fram merkur fornleifauppgröftur. Við endum gönguna hjá Jóhönnu B. Magnúsdóttur sem býr vestast í dalnum og þar fær göngufólkið hressingu í göngulok.“ Ljósmynd/Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar Hrísbrúarbóndi Ólafur Magnússon bóndi á Hrísbrú (1831-1915). Innansveitarkronika, bók Halldórs Laxness sem gerist að mestu í Mosfells- dalnum, fagnar nú 50 ára afmæli. Af því tilefni var opnuð sýning á Gljúfrasteini og í dag verður boðið upp á göngu á söguslóðum. Orðfærið Til er ég og til er Bogi, heyrist enn í Mosfells- dalnum. Ljósmynd/ Walter H. Trevelyan. Gamla kirkjan Ýmislegt var aðhafst við gömlu kirkjuna, hér fær ferðamaður klippingu utan við Mosfellskirkju árið 1883. Bjarki Bjarnason Guðný Dóra Gestsdóttir Sýning Hlíf Una málar myndir af söguslóðum Innansveitarkroniku á veggi í móttökunni á Gljúfrasteini. Fremstir standa Ólafur og Bogi á Hrísbrú. Þessi bók á stað í hugum margra Gönguferðin með Bjarka í dag hefst við Gljúfrastein kl. 13:30 og tekur um fjórar klukkustundir. Þátttökugjald er 2.500 kr. og veit- ingar innifaldar. Skráning á email: steinunnf50@gmail.com og á heimasíðunni gonguhrolfur.com. Önnur gönguferð verður 4. júlí, en þá verður göngustjóri Birgir D. Sveinsson, hún verður auglýst nánar þegar nær dregur á heima- síðunni Gljufrasteinn.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.