Morgunblaðið - 27.06.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Á þessum tímamótum er mér efst í
huga hvað Samband ungra sjálf-
stæðismanna hefur verið mikilvægt
hreyfiafl í íslenskri stjórnmálasögu,“
segir Halla Sigrún Mathiesen, for-
maður SUS, en sambandið var stofn-
að 27. júní 1930, og fagnar því 90 ára
afmæli sínu í dag.
Halla Sigrún segir að félagar sam-
bandsins sitji ekki auðum höndum
þessa dagana og bætir við að ekki sé
annað hægt en að bera mikla virð-
ingu fyrir sögunni. „Við viljum nýta
þetta tækifæri til þess að gera þess-
ari miklu sögu sambandsins hátt
undir höfði,“ segir Halla Sigrún, en
SUS hyggst meðal annars gefa út
sérstakt afmælisrit í tilefni þessara
merku tímamóta, sem fylgir Morg-
unblaðinu í dag. Þá var fyrirhuguð
afmælisveisla, en kórónuveirufarald-
urinn sló henni á frest.
Bætt lífskjör helsta markmiðið
Halla Sigrún segir að meginmark-
mið samtakanna sé að standa vörð
um einstaklingsfrelsið, sem aftur
teygi anga sína í svo margar hliðar
mannlífsins. „Einna helst frelsi ein-
staklingsins til athafna, sem á við
um mjög margt en er kannski hvað
mest áberandi í atvinnulífinu. Svo
snýst frelsið um að tryggja að mann-
réttindi og réttarríkið séu virt, þann-
ig að einstaklingurinn geti lifað lífi
sínu án óþarfa yfirgangs nágranna
sinna og ríkisvaldsins.“
Halla Sigrún segir að SUS hafi
staðið fyrir mörgum herferðum í
gegnum tíðina með þetta að leið-
arljósi, og er „Báknið burt“ líklega
þeirra frægust. „Á sama tíma, þegar
flokkurinn hefur vikið frá grunngild-
unum hefur SUS verið duglegt við
að minna flokkinn á hvar hann eigi
að standa.“
Halla Sigrún nefnir einnig að
sambandið hafi verið öflugt í að
vekja máls á nýjum hugmyndum.
„Sambandið hefur oft verið ein af
fyrstu hreyfingunum til þess að tala
fyrir málum, sem okkur þykir síðan
vera sjálfsögð í dag, eins og lögleið-
ingu bjórsins og frjálsu útvarpi. Svo
eru önnur mál, eins og SUS talaði
einna fyrst fyrir að hér yrði komið á
almennum verðbréfamarkaði og var
einnig mikill talsmaður þess að Ís-
land gengi í EFTA, en hvort tveggja
hefur gert mjög mikið fyrir íslenskt
samfélag og atvinnulíf.“
„Litlu“ frelsismálin skipta máli
Hún segir að hlutverk SUS í þess-
um efnum og öðrum hafi meðal ann-
ars verið að að tryggja að Íslend-
ingar yrðu ekki undir vegna
afturhaldssemi, heldur væru í takt
við samtímann og jafnvel nokkrum
skrefum á undan.
Spurð um þá gagnrýni sem sum
stefnumál sambandsins fái segir
Halla að „litlu“ frelsismálin séu ekki
síður mikilvæg en hin, þótt oft sé
reynt að gera lítið úr þeim. Hún
nefnir sem dæmi frumvarp um
breytta tilhögun áfengisverslunar
hér á landi. „Það er svo oft spurt er
þetta nú forgangsmál? Eigum við þá
bara að ræða eitt mál hverju sinni,
því að allt annað er ekki forgangs-
mál? Hvernig verðum við svo sam-
mála um það hvaða mál sé þetta for-
gangsmál?“
Hún bendir á að líklega yrði erfitt
að finna þá forgangsröðun sem allir
gætu orðið sammála um. „Þessi
„litlu frelsismál“ eiga oft undir högg
að sækja. Sem dæmi hefur lögleið-
ing bjórsins varla verið mikið for-
gangsmál á sínum tíma, eða frjálst
útvarp. En í dag eru líklega flestir
fegnir því að þessi mál náðu fram að
ganga. Og ef frelsismálin eru svona
lítil og léttvæg, af hverju er ekki
bara hægt að afgreiða þau hratt?“
Með stjórnmálin í blóðinu
Halla á ekki langt að sækja stjórn-
málaáhugann, en hún er dóttir
Steinunnar K. Friðjónsdóttur og
Árna M. Mathiesen, fyrrverandi
ráðherra, og barnabarn tveggja
fyrrverandi ráðherra, Friðjóns
Þórðarsonar og Matthíasar Á. Mat-
hiesen. Þá má nefna, að í fyrstu
stjórn Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna árið 1930 sat Árni M. Mat-
hiesen frá Hafnarfirði, langafi
Höllu.
En hefði Halla hug á ráðherra-
dómi eða frekari stjórnmálaþátttöku
þegar fram líða stundir? „Það er nú
ekki markmið mitt í sjálfu sér að
feta í fótspor þeirra, þó að óneit-
anlega sé maður að dýfa litlu tánni í
stjórnmálin með því að vera formað-
ur SUS. Það sem er mér efst í huga
og knýr mig áfram er sjálfstæð-
isstefnan og hugsjónirnar sem SUS
berst fyrir, og hvað þær geta gert
fyrir einstaklinginn, heimilin og at-
vinnulífið. Þegar upp er staðið hafa
þessir hlutir mikil áhrif á líf manns
sama hvort maður tekur þátt í
stjórnmálum eða ekki,“ segir Halla.
„Að alast upp í kringum pólitík
sýndi mér kannski helst hvað þetta
er mikilvægur vettvangur og hversu
miklu máli þátttaka fólks skiptir,“
segir Halla og bætir við að það sé
eitt af markmiðum sínum með for-
mennskunni í SUS að sýna ungu
fólki að það sé ekki eins fjarlægur
möguleiki og margir halda að byrja
að taka þátt í pólitík.
„Það sem við viljum ýta undir er
að þeir sem hafi áhuga á komi, því
það er mjög aðgengilegt og í raun
auðvelt að finna sér farveg í svona
starfi, hvort sem það er hjá SUS eða
öðrum stjórnmálahreyfingum. Það
er ekki flókið að byrja að taka þátt
og koma þannig skoðunum sínum á
framfæri.“
Umræðuhefðin oft hvöss
Talið berst að þeirri umræðuhefð
sem ríkt hefur í íslenskum stjórn-
málum undanfarin ár. Halla Sigrún
tekur undir að umræðan, sér-
staklega á samfélagsmiðlum, geti
virkað fráhrindandi á þá sem vilji
taka þátt. „Ég held að fólk hugsi sig
betur um í dag áður en það fer í
stjórnmál, hvort það vilji leggja
þetta á sig þegar orðræðan getur
orðið svona andstyggileg og ljót. Við
getum öll gert betur í því að halda
umræðunni á aðeins hærra plani og
hjóla ekki stöðugt í manninn,“ segir
Halla Sigrún.
„Á sama tíma finnst mér að fólk
verði að reyna að láta þetta ekki
hafa áhrif á sig ef það brennur fyrir
hugsjónunum, heldur taka slaginn.
Annars er hættan sú að við missum
hæfileikafólk úr stjórnmálunum.
Þróunin má ekki vera þannig að
bara þeir sem þola þyngstu höggin
fari í stjórnmál, því þá eigum við á
hættu að missa af fólki sem á erindi í
forystu.“
Jafnrétti ekki bara til vinstri
Þess má einnig geta að í fyrstu
stjórn SUS sat Sigríður Auðuns, en
síðan liðu rúm fjörutíu ár áður en
næsta kona tók sæti sem stjórn-
armaður í sambandinu. „Að miklu
leyti endurspeglar þetta það sam-
félag sem var,“ segir Halla Sigrún og
nefnir að það hafi ekki verið fyrr en
árið 1997 sem fyrsti kvenkyns for-
maður SUS var kjörin, Ásdís Halla
Bragadóttir.
„Mér finnst það þó oft gleymast í
umræðunni, hvað Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur verið framarlega þegar
kemur að þátttöku kvenna í pólítik.“
Hún nefnir að Auður Auðuns, fyrsti
kvenráðherrann og fyrsti kvenkyns
borgarstjórinn hafi komið úr röðum
sjálfstæðismanna, auk þess sem kon-
ur á borð við Ragnhildi Helgadóttur,
fyrrv. ráðherra, og Salome Þorkels-
dóttur, fyrrv. forseta Alþingis, hafi
einnig fengið mikinn frama á vegum
flokksins.
„Svo erum við nú með tvær ungar
konur sem ráðherra, þannig að mér
finnst það oft ósanngjörn gagnrýni á
flokkinn að konur fái ekki framgang
innan hans, þegar við vorum að
miklu leyti brautryðjendur í þeim
efnum. En ég get að sjálfsögðu tekið
undir það að það hefði mátt gera bet-
ur, og mætti í rauninni enn.“
Halla Sigrún segir umræðuna um
að Sjálfstæðisflokkurinn sé á ein-
hvern hátt fjandsamlegur konum
megi líka rekja til þess að vinstri
flokkarnir hafi viljað eigna sér jafn-
rétti sem sitt mál. „Um leið vilja þeir
grafa undan ágæti hægristefnu með
því að búa til þá ímynd að hún falli
ekki að jafnrétti kynjanna. Það gæti
ekki verið fjarri sannleikanum að
mínu mati,“ segir Halla Sigrún og
bendir á að í þeim ríkjum þar sem
frjálst markaðshagkerfi hafi orðið
ofan á sé staða kvenna að öllu jöfnu
betri og kvenréttindabaráttan komin
lengra.
„Og varðandi flokkinn í dag, þá er-
um við með tvo kvenráðherra eins og
ég nefndi, formaður SUS er kona, og
sömuleiðis formaður Heimdallar. Við
erum einnig með mjög virkt Lands-
samband sjálfstæðiskvenna, og mín
reynsla er sú að það eru margar
gríðarlega öflugar konur, í flokknum
og víðar, sem eru sammála mér í því
að hægristefna vegi ekki að hags-
munum þeirra sem kvenna. Eig-
inlega bara þvert á móti.“
Sjálfstæðisstefnan er í sígildi
Hún segir í því samhengi að
grunngildi Sjálfstæðisflokksins og
SUS eigi jafn vel við í dag og þau
gerðu fyrir 90 árum. „Við höfum hins
vegar náð það langt í lífskjarabarátt-
unni, að við erum orðin pínu sam-
dauna þeim framförum sem hafa
náðst,“ segir Halla Sigrún. Afleið-
ingin sé sú að hin klassísku baráttu-
mál séu minna áberandi, en í staðinn
er horft á nýjar áskoranir, þar sem
loftslagsmálin vega þyngst, en auk
þess séu jafnrétti kynjanna, málefni
hinsegin fólks, kynþáttafordómar og
fleiri slík mál einnig ofarlega á baugi.
„Ég tel að stefnan sem SUS berst
fyrir, einstaklingsfrelsi og minni af-
skipti ríkisvaldsins, eigi alveg jafn-
mikið erindi þegar tekist er á við
þessi nýju vandamál. Sjálfstæð-
isstefnan er sígild, og hún er ekki í
andstöðu við þessi nýju úrlausn-
arefni. Að mínu mati er hún partur
af lausninni,“ segir Halla Sigrún.
„Á sama tíma er stærsta verkefni
sambandsins gagnvart Sjálfstæð-
isflokknum að passa að við séum
stöðugt að sækja fram, séum
óhrædd við að taka upp og velta fyrir
okkur nýjum hugmyndum, koma
þeim á dagskrá og stuðla þannig að
raunverulegum framförum. Svo
megum við heldur ekki gleyma þeim
árangri sem við höfum náð og hvers
vegna.“
Grunngildin eiga alltaf við
Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar 90 ára afmæli sínu í dag Sambandið hefur stuðlað
að mörgum framfaramálum í íslenskri stjórnmálasögu Stærsta verkefnið að sækja stöðugt fram
Morgunblaðið/Eggert
SUS 90 ára Halla Sigrún
Mathiesen, formaður SUS,
segir sambandið hafa verið
mikilvægt hreyfiafl.
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: White frost/ svartur að innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Svartur/ Svartur að innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
VERÐ
12.990.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
VERÐ
12.990.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“