Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var þann 24. júní 2020 1. 1. Ferðavinningur frá Icelandair að verðmæti kr. 1.500.000.- 4372 2.-6. Ferðavinningur frá Icelandair, hver að verðmæti kr. 450.000.- 1659 14941 19365 32803 48733 7.-14. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 400.000.- 19122 21961 27636 28421 32898 36816 36954 42207 15.-39. Ferðavinningur frá Icelandair, hver að verðmæti kr. 300.000.- 1118 2324 4453 6194 7555 7632 11252 11625 12352 19213 19216 19769 21717 23589 24921 26684 26716 26972 29672 30337 33532 42984 43718 45360 46629 40.-59. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 150.000.- 500 2210 3098 6895 7247 8640 12511 14127 19164 19340 19538 28811 34057 35496 35776 35785 36064 37052 39779 49410 66.-125. Vöruúttekt hjá 66 Norður , hver að verðmæti kr. 150.000.- 790 1243 4327 5515 5789 6373 6446 6514 9307 12343 13541 14165 14445 14925 15907 16073 17356 17875 18475 18710 19420 19497 19710 19813 19932 20911 20970 21222 22474 23105 23268 24182 24550 25155 26511 26995 29218 29232 31028 32154 32681 34204 35169 35929 38073 38936 39479 39481 40440 40713 41595 42228 43007 43704 44186 44994 45378 46265 46567 47220 47697 48084 48660 49534 49568 49791 Birt án ábyrgðar. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra að Hátúni 12, 105 Reykjavík, 3ju hæð, opið milli kl. 10:00 – 12:30 og 13:00 - 15:00 virka daga - sími: 5500-360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 15. júlí 2020. Vinningaskrá er einnig birt á vefsíðu samtakanna, www.sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vinningar og vinningsnúmer Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, ákvað á fimmtudaginn að fresta öllum ráð- gerðum opnunum þúsunda vinnu- staða þar í ríkinu eftir harkalegt bak- slag í kórónuveirusmiti í byrjun vikunnar, en á mánudag greindust 6.000 ný smit í Texas sem er það mesta sem greinst hefur þar einn og sama daginn frá upphafi heimsfarald- ursins. „Þetta tímabundna hlé mun hjálpa ríkinu okkar að einangra útbreiðsluna þar til við getum fært okkur upp á næsta stig opnunar vinnustaða með öryggið í fyrirrúmi,“ sagði Abbott í yfirlýsingu um málið, en fimmtudag- urinn var þrettándi dagurinn í röð í Texas með svo háum tölum yfir sjúkrahúsinnlagnir vegna kórónu- veiru, að ekki höfðu sést áður í far- aldrinum. Hækkandi tölur í fleiri ríkjum Hefur nú öllum skurðaðgerðum, sem ekki teljast lífsnauðsynlegar, í Austin, Dallas, Houston og San Ant- onio verið frestað í þeirri viðleitni að fleiri sjúkrahúsrúm séu til reiðu þeim sem nú er mest þyngt af völdum kór- ónuveirunnar. Texas glímir ekki eitt ríkja við skyndilega fjölgun tilfella því nýjar og háar tölur berast einnig frá Alabama, Arizona, Kaliforníu, Flórída, Idaho, Mississippi, Missouri, Nevada, Okla- homa, Suður-Karólínu og Wyoming. Á fimmtudag greindust 39.818 ný smit í Bandaríkjunum og rúmlega 36.000 á miðvikudag, en svo háar töl- ur höfðu fram að því ekki sést síðan 24. apríl þegar greind smit voru 36.426. Leggjast á árarnar af þunga Þær tölur sem nú berast eru ekki síst frá þeim ríkjum Bandaríkjanna sem sluppu tiltölulega vel í byrjun, þegar faraldurinn skall af fullum þunga á landinu og ríki á borð við New York, New Jersey og Louisiana urðu mjög illa úti, New York þó sýnu verst þar sem hreint neyðarástand ríkti á vordögum. Að sögn fréttastofu Reuters skýra fleiri skimanir hluta þeirrar fjölgunar, sem hér er til umfjöllunar, en engu að síður hefur hlutfall jákvæðra niður- staðna hækkað umtalsvert og reyna stjórnvöld nú af öllum mætti að róa kvíðna þjóð. „Við leggjumst nú á árarnar af full- um þunga með einstökum ríkjum og stjórnvöldum þeirra og mikilvægt er að þjóðin hafi það hugfast að þær sýslur sem nú eru í brennidepli [e. hotspots] sýkinga eru þrjú prósent sýslna landsins,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við Fox News í vikunni. Að yfirsýn sérfræðinga í farsótt- amálum vestra er talið að meira en 20 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa smitast af kórónuveirunni, sem er tí- falt meira en opinberar tölur gefa til kynna og er þá gert ráð fyrir miklum fjölda fólks sem smitast án einkenna, en getur engu að síður smitað aðra. Fleiri mjög veikir í Kaliforníu Kórónuveiran breiðist nú í suðvest- urátt innan Bandaríkjanna og dreifist þar um strjálbýlli svæði og er Utah í hópi ríkja sem fara nú að dæmi Tex- as-búa og slá frekari opnunum á frest. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf fyrirheit um neyðarfjárveitingu vegna ástandsins nú fyrir helgi, en þar greindust 7.149 ný smit á mið- vikudaginn auk þess sem hlutfall mjög veikra Kaliforníubúa hefur hækkað ískyggilega og er nú svo komið, að kórónuveirusjúklingar liggja í 34 prósentum allra gjörgæslu- sjúkrarúma í Kaliforníuríki. Harkalegt bakslag Texasbúa  Öllum ráðgerðum opnunum frestað í ríkinu  6.000 ný smit á mánudag það mesta hingað til  Háar smittölur berast frá fleiri ríkjum  Smit gætu reynst tífalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna AFP Bakslag Heilbrigðisstarfsmaður í Houston í Texas skráir upplýsingar fólks sem bíður í röð eftir að komast í veirupróf við United Memorial-sjúkrahúsið. Áætlanir í uppnámi » Yfir 127.000 eru látnir í Bandaríkjunum, fleiri en nokkurs staðar annars staðar. » Meira en tíundi hluti fram- kvæmdra veiruprófa í landinu síðustu viku hefur reynst já- kvæður. » „Ljósið er gult,“ sagði ríkis- stjóri Arizona við þegna sína og hvatti til mikillar varkárni. » Áætlanir fjölda ríkja um að koma atvinnulífinu í gang á nýjan leik eru í uppnámi eftir þróunina síðustu daga. Þrír eru látnir og að minnsta kosti sex sárir eftir hnífstunguárás á hótelinu Park Inn í Glasgow í Skotlandi síð- degis í gær. Einn hinna særðu er lög- reglumaður, en lögregla skaut og drap árásarmanninn á vettvangi. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, sagði at- burðinn skelfilegan og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir sorg sinni vegna árásarinnar. Anddyrið drifið blóði Lögreglan í Glasgow gaf það út strax eftir árásina í gær að hún reikn- aði með að árásarmaðurinn hefði ver- ið einn að verki, en hótelið, þar sem ódæðið átti sér stað, er notað sem dvalarstaður hælisleitenda. Vitni, sem gaf aðeins upp nafnið John, segist í samtali við PA-frétta- stofuna hafa verið að koma niður stig- ann ofan af þriðju hæð þegar hann sá að anddyri hótelsins var drifið blóði auk þess sem hann sá þar mann liggja á gólfinu. „Ég fór niður að inngang- inum og kallaði til hans, sagði honum að halda ró sinni og ég færi og næði í hjálp,“ sagðist John frá. Einnig sagð- ist hann hafa komið auga á annað fórnarlamb sem „barðist fyrir lífi sínu“. Lá skólaus á götunni Craig Milroy fylgdist með atburð- um á vettvangi eftir að árásin var gerð og kveðst hafa séð fernt flutt af vettvangi með sjúkrabifreið. „Ég sá mann af afrískum uppruna sem lá á götunni skólaus. Annar var hjá hon- um og hélt um síðu hans. Ég veit ekki hvort hann var sár eftir byssuskot, hnífstungu eða eitthvað annað,“ sagði Milroy frá. Þrír látnir og sex sárir eft- ir árás á hóteli í Glasgow  Lögregla skaut árásarmanninn til ólífis á vettvangi árásar AFP Á vettvangi Lögregla og slökkvilið á vettvangi árásarinnar í gær. Emmanuel Macron og Vladimír Pútín, forsetar Frakklands og Rússlands, fjarfunduðu í gær um málefni sem upphaflega var á dag- skrá þeirra í apríl en var þá frestað eins og svo mörgu öðru, en þar er ástandið í Úkraínu til umræðu. „Við þurfum að ræða erfið mál og þar er Úkraína efst á baugi,“ sagði í tilkynningu frá franska for- setaembættinu þar sem greint var frá fundi þjóðhöfðingjanna. Macron var gestgjafi í desember á fundi um Úkraínudeiluna þar sem Pútín og Angela Merkel Þýskalands- kanslari komu saman auk úkra- ínska forsetans Volodymyr Ze- lenskij. Á desemberfundinum náðist samkomulag á nokkrum sviðum, svo sem um fangaskipti milli Rúss- lands og Úkraínu, auk þess sem sátt náðist um að halda áfram við- ræðum í átt að því að finna var- anlega lausn deilu sem kostað hef- ur um 14.000 mannslíf síðustu sjö árin. Funduðu með ÖSE Á fimmtudaginn fjarfundaði sam- starfshópur Rússlands, Úkraínu og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem síðast kom saman í Minsk í Hvíta-Rússlandi áður en kórónuveirufaraldurinn braust út. Úkraínski herinn sendi frá sér myndskeið í vikunni, sem að sögn hersins sýnir eyðileggingu búða að- skilnaðarsinna í yfirgefinni námu í Donbass í Austur-Úkraínu. Fjarfundur hjá Macron og Pútín  Taka upp þráðinn í viðræðunum um Úkraínudeiluna AFP Umleitanir Vladimír Pútín og Emm- anuel Macron á rökstólum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.