Morgunblaðið - 27.06.2020, Page 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
50 ára Tómas er frá
Vík í Mýrdal, en býr í
Hafnarfirði. Hann er
dýralæknir að mennt
frá Hannover í Þýska-
landi og er gæðastjóri
hjá Matfugli.
Maki: Una Björk Unn-
arsdóttir, f. 1972, kennari í Hraunvalla-
skóla.
Börn: Arnar Freyr, f. 2006, og Ragnhild-
ur Una, f. 2010. Stjúpbörn eru Glódís Brá
Alfreðsdóttir og Unnur Ösp Alfreðsdóttir.
Foreldrar: Sigurlín Tómasdóttir, f. 1946,
fv. skrifstofustjóri hjá Sýslumanninum í
Hafnarfirði, og Jón Ólafsson, f. 1948, við-
skiptafræðingur á Selfossi. Stjúpfaðir er
Egill Bjarnason, f. 1952, fv. yfirlögreglu-
þjónn í Hafnarfirði.
Tómas Jónsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú þarft þú að taka á honum stóra
þínum og standa af þér stormviðri um
stundarsakir. Kannski ertu orðinn leiður á
rússíbana rómantíkurinnar og vilt fara úr
vagninum.
20. apríl - 20. maí
Naut Til að samband gangi verða báðir að-
ilar að leggja sitt af mörkum. Reyndu að fá
sem mest út úr umskiptunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú færð góðar hugmyndir um
hvernig þú getur aflað meiri tekna en áður.
Hvað sem því líður eru tengsl við æðri
menntun og lög ekki ljós.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú er rétti tíminn til að kynnast
fólki og komast í samband við rétta aðila.
Sinntu vandamönnum þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér vinnst allt auðveldlega svo þú átt
ekki að eiga í neinum erfiðleikum með að fá
þitt fram. Vertu opinn fyrir tækifærum sem
kunna að leiða til ábata.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hikaðu ekki við að segja hug þinn,
þótt þú finnir að viðmælandi þinn er ekki
sama sinnis. Reyndu að halda sálarrónni,
hvað sem á dynur. En stundum þarf hann
að fara sínar eigin leiðir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhver náinn þér gæti valdið þér von-
brigðum í dag. Reyndu að bíða til morguns
með að leysa úr þessum málum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér kann að hugkvæmast ný
leið til tekjuöflunar. Sæktu þér hjálp, þar
sem þú veist að hana er að finna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt auðvelt með að laða
fram það besta í öðrum sem og að miðla
málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir.
Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og
leyfðu huganum að vera með í spilinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Um þessar mundir gefur þú
meira en þú hefur efni á. Gerðu þér glögga
grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú
lætur til skarar skríða.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stundum virðast hlutirnir frekar
í lagi ef þeir eru í ólagi. Nú er komið að því
að bretta upp ermarnar og drífa í þessu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú vinnur sjálfum þér aðeins tjón
með því að neita að horfast í augu við stað-
reyndir. Auk þess ertu til í að vera skapandi
til að gleðja vini þína.
E
yjólfur Guðjónsson
fæddist 27. júní 1960 í
Vestmannaeyjum.
Hann hefur átt heima í
Vestmannaeyjum alla
tíð að undanskildum fáeinum mán-
uðum meðan Heimaeyjargosið stóð
1973.
Fyrstu árin bjó fjölskyldan að
Austurvegi 3 en árið 1968 flutti hún í
nýbyggt hús að Austurhlíð 12 og bjó
þar fram að eldgosi 23. janúar 1973.
Þá var farið til Reykjavíkur og hafðist
fjölskyldan við hjá ömmu og afa Eyj-
ólfs að Laugateigi 10 fyrstu vikur eld-
gossins, en flutti síðar að Leirubakka
24 og bjó þar til ágúst 1973 þegar
flutt var aftur til Vestmannaeyja.
Þegar flutt var til Eyja eftir gos
var fyrst búið að Kirkjuvegi 101 og
síðan Túngötu 24 þar til fjölskyldan
hafði byggt nýtt hús að Hraunslóð 2.
„Æskuslóðir mínar fóru undir hraun í
eldgosinu 1973 og það er erfitt eða
jafnvel ómögulegt að sætta sig við að
komast aldrei á sínar æskuslóðir.
Þangað leitar hugurinn oft, en æsku-
slóðirnar eru bara til í minningunni.“
Sumarið 1973 var Eyjólfur í sveit hjá
skyldfólki að Stóru-Sandvík í Flóa.
Sumarið 1974 vann Eyjólfur að
hreinsunarstörfum eftir eldgosið, en
næstu tvö sumur vann Eyjólfur í
Fiskiðjunni aðallega við saltfisk-
verkun og aðgerð. Sumarið 1977
hófst sjómannsferill Eyjólfs en þá
fékk hann pláss hjá föður sínum á
Gullbergi VE 292. Gullberg var eigu
Ufsabergs ehf., en það fyrirtæki áttu
á þessum tíma Guðjón faðir Eyjólfs,
Jón G. Ólafsson afi Eyjólfs og Ólafur
Már Sigurmundsson vélstjóri.
Eyjólfur var háseti á Gullbergi til
hausts 1979 er hann hóf nám í Stýri-
mannaskóla Vestmannaeyja þaðan
sem hann útskrifaðist vorið 1981. Þá
um vorið fór Eyji (en það hefur hann
verið kallaður) aftur á Gullberg með
föður sínum og varð fljótlega stýri-
maður og fór sinn fyrsta túr sem
skipstjóri 1984. Árið 1987 missti Eyj-
ólfur föður sinn og tók hann þá við
skipstjórn á Gullbergi. Það ár keypti
fjölskylda Eyjólfs hlut Ólafs Más í út-
gerðinni og í framhaldi keypti Eyjólf-
ur hlut í fyrirtækinu.
Árið 1999 var keypt nýtt Gullberg
frá Noregi og var það í eigu fjölskyld-
unnar til hausts 2005. „Árin í kring-
um aldamótin eru mér mjög minn-
isstæð, en þá var veidd norsk-íslensk
síld í nót austur í hafi og seldi ég síld á
miðunum til norskra vinnsluskipa og
var það mjög skemmtilegur tími.
Einnig voru mjög skemmtileg ár þeg-
ar loðnuveiðar voru upp á sitt besta
þó að skip og búnaður hafi verið mun
lakari en þekkist í dag.“
Árið 2007 keypti Ufsaberg ehf. tog-
skip frá Ástralíu og gerði út til 2010
en það ár var skipið selt til Vinnslu-
stöðvar Vestmannaeyja og eignaðist
Eyjólfur og móðir hans þá hlut í VSV.
Eyjólfur hefur einnig verið skipstjóri
á skipum Vinnslustöðvar Vestmanna-
eyja, Kap VE 4 og nú síðustu fimm
árin á Ísleifi VE 63.
Eyjólfur er mikill stuðningsmaður
ÍBV og var hann nokkur ár í Þjóðhá-
tíðarnefnd fyrir félagið og hefur hann
starfað við þjóðhátíð í áratugi. Eyjólf-
ur er félagi í Akóges og hefur setið
þar í stjórn og sem formaður. Þá var
Eyjólfur stjórnarmaður í Útvegs-
Eyjólfur Guðjónsson, útgerðarmaður og skipstjóri – 60 ára
Fjölskyldan Við útskrift Elínar úr læknanámi í Slóvakíu 2019. F.v.: Ísabella Ýr dótturdóttir, Guðrún Eydís dóttir,
Eyjólfur, Elín Sólborg dóttir, Sigríður Árný, Ásta María sonardóttir, Donna Ýr dóttir, Natalía Lóa dótturdóttir.
Æskuslóðir bara til í minningunni
Hjónin Sigríður og Eyjólfur við Heimaklett í Vestmannaeyjum. Í Brandinum Ein af af úteyjunum.
Herdís Úlfarsdóttir,
Sandra Þórðardóttir,
Guðmundur Andrésson,
Bergþóra Andrésdóttir
og Brynhildur Þorgríms-
dóttir opnuðu límonaði-
bás fyrir utan Krambúð-
ina í Laugalæk og
söfnuðu 11.278 kr. til
styrktar Rauða kross-
inum.
Hlutavelta
40 ára Ingi er Hafn-
firðingur, ólst upp í
Hvömmunum og býr
þar. Hann er raf-
iðnfræðingur að
mennt frá Háskól-
anum í Reykjavík og
er verkstjóri raf-
magnsdeildar hjá HS veitum.
Maki: Kristín Birna Björnsdóttir, f. 1981,
sálfræðingur í Barnahúsi.
Börn: Dagbjört Sara, f. 2006, Eva Bryn-
dís, f. 2010, og Jón Gunnar, f. 2014.
Foreldrar: Jón Gestur Hermannsson, f.
1948, rafmagnstæknifræðingur og fyrr-
verandi rafveitustjóri Rafveitu Hafnar-
fjarðar, og Berta K. Gunnarsdóttir, f.
1952, deildarstjóri launadeildar Hafnar-
fjarðarbæjar.
Ingi Björn Jónsson
Til hamingju með daginn