Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 45

Morgunblaðið - 27.06.2020, Síða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Stella Blómkvist hefur þrosk-ast og nýjasta spennusag-an, Morðin í Háskólabíó, erað mörgu leyti ágætlega gerð, spennandi og vel uppbyggð, fyndin á köflum og blátt áfram. Kaldhæðnin virkar betur en áður og stungurnar eru því beittari en ella. Sagan hverfist um óhuggulega at- burði, kynferðisofbeldi gagnvart börnum og fullorðnum, nauðganir og morð eða sjálfsmorð, sem gerð- ust 1991 og 1992. Inn í atburða- rásina blandast stjórnmál líðandi stundar og ýmislegt vafasamt sem þeim tengist. Þöggunin hefur ráðið ríkjum, lögreglan virðist ekki hafa áhuga á að rifja gömlu málin upp og fær það óþvegið hjá Stellu. „Djöfuls prumphanar.“ Samt ekki yfirlög- regluþjónarnir Vígbergur Ant- onsson og Ragnar Jónatansson, Raggi feiti, góði maðurinn sem er alltaf til í sætindi, þó hann sé stöð- ugt að reyna að grenna sig. Trúmál, siðferði presta, klíku- skapur, peningaþvætti, jarðakaup útlendinga, öfgar í stjórnmálum og yfirgangur og frekja áhrifamanna í samfélaginu auk hryðjuverka koma við sögu. Álitamálin eru sett í samhengi og þegar allt kemur til alls er ekki allt sem sýn- ist. „Úff“ og „segir mamma“ gera þó minna úr alvarleikanum en efni standa til. Þegar krafa er um að allt eigi að vera gegnsætt og uppi á borðum skýtur skökku við að höfundur eða höfundar sögunnar skýli sér á bak við dulnefni en óþarfi er að láta það trufla sig. Mikið er gert úr því að Stella sé stjörnulögfræðingur, hvað svo sem það þýðir, en því er ekki að leyna að sögupersónan er um margt skemmtileg, orðheppin, stuðar mann og annan, er örugg með sjálfa sig og kemst þangað sem hún vill. Sannkölluð ofurkona. Í þessari bók er hún einnig umhyggjusöm, ein- stæð móðir og leitar ekki eins mikið í áfengið og áður, þó hún trúi enn á mátt þess. Sagan rennur vel og hæfileg lengdin gerir það að verkum að auðvelt er að lesa hana í einum rykk. Þægileg lesning. Samkvæmt orðabókinni er bíó bíó eða bíói í þágufalli og ekki skal deilt við dómarann, en skrifara finnst hljóma mun betur að segja að eitt- hvað gerist í bíói en í bíó. Sjálfsagt smekksatriði og óþarfa nöldur. En samt! Stella lætur til sín taka Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Háskólabíó nýbyggt Kvikmyndahúsið á Melunum kemur við sögu í bók Stellu Blómkvist. Rýnir segir kaldhæðni hulduhöfundarins virka að þessu sinni „betur en áður og stungurnar eru því beittari en ella“. Spennusaga Morðin í Háskólabíó bbbmn Eftir Stellu Blómkvist. Mál og menning 2020. Kilja. 272 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir píanóleikari hefja tón- leikaröð annað kvöld, sunnudaginn 28. júní, kl. 20. Tvennir fyrstu tón- leikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík. Aðrir tónleikar verða þar fimmtudaginn 2. júlí kl. 20. Í fyrra skiptið flytja þeir fiðlutónlist með pí- anóundirleik en fimmtudaginn 2. júlí verður fyrri hluti tónleikanna uppi við orgelið og það látið njóta sín með fiðlunni. Tónleikaröðin heldur svo áfram laugardaginn 4. júlí í Englendinga- vík í Borgarnesi. Þar verða tvennir stuttir tónleikar undir yfirskriftinni „Stefnumót við listamann“, þeir fyrri kl. 16 og þeir síðari kl. 21. Sunnudag- inn 5. júlí spilar tvíeykið í Safnahús- inu á Húsavík og mánudaginn 6. júlí í Egilsstaðakirkju kl. 20. Ferðalaginu lýkur svo laugardaginn 18. júlí með tónleikum í Ísafjarðarkirkju kl. 17. Svolítið bland í poka Jónas og Hjörleifur hafa spilað mikið saman undanfarin 25 ár. Hjör- leifur býr í bænum Asker, rétt fyrir utan Ósló, en hann kemur til lands- ins af og til og þá þykir þeim félögun- um gaman að rifja upp gömul kynni. Hjörleifur er að miklu leyti mennt- aður í Austur-Evrópu og Þýskalandi og segist hann hafa „mjög evrópskar rætur“. Jónas tekur undir. „Tónlist- in okkar ber þess að mörgu leyti merki. Við spilum dálítið af austur- evrópskri fiðlutónlist sem er al- gjörlega mögnuð.“ Efnisskrá tónleikaferðarinnar er að sögn tvíeykisins mjög blönduð. „Á ferðalaginu verður svolítið bland í poka, við erum svona laugardags- nammistrákar,“ segja þeir og hlæja. Efnisskráin verður að miklu leyti byggð í kringum fjóra liði. Fyrsta þemað verður kvikmyndatónlist. Þar kemur við sögu tónlist úr Chaplin- myndinni Limelight og verk úr Schindler’s List eftir John Williams. Einnig verður tónlist úr smiðju kvik- myndatónskáldanna Ennio Morri- cone og Nino Rota á dagskrá. Næsti flokkur verður tangóar. Þar má nefna Jalousie eftir danska tón- skáldið Jacob Gade, sem Jónas nefn- ir að segja megi að sé þekktasti tangó heims. Þeim þykir skemmti- legt að taka fyrir þennan tangó frá nágrannaþjóðinni. „Svo förum við til Argentínu, spilum lag sem heitir Por Una Cabezasa úr myndinni Scent of a Woman. Við endum síðan tangó- pakkann með Libertango eftir Astor Piazzolla,“ segir Jónas. Minnast Sigfúsar og föðurins Næsti liður á efnisskránni verður til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni sem hefði orðið hundrað ára 7. september næstkomandi. „Við ætlum að minn- ast hans með því að taka Fúsa- syrpu. Það vill svo skemmtilega til að ég er eiginlega alinn upp af honum að ákveðnu leyti og þekkti hann ákaflega vel. Hann var góður vinur föður míns. Hann hafði sinn ákveðna píanóstíl þannig að ég reyni eftir bestu getu að fara í hans spor.“ Með fjórða hlutanum á dag- skránni minnast þeir föður Jónasar, fiðluleikarans Jónasar Þóris Dag- bjartssonar. Jónas Þórir yngri spil- aði mikið með föður sínum á árum áður. „Það má segja að þessi ungi maður hafi gengið mér í föðurstað að þessu leyti,“ segir Jónas um sam- starfið við fiðluleikarann Hjörleif og hlær. Í þessum hluta segjast þeir flytja tvö lög sem faðir hans hélt mikið upp á. Hafa saknað tónleikahalds Þá er þó ekki allt upptalið af því efni sem gestir tónleikaraðarinnar geta átt von á. Þeir munu spila rúss- neska og austurevrópska tónlist eftir Tsjaíkovskíj, Smetana, Chopin og Liszt. Tónlist djassleikarans Duke Ellington verður einnig á dagskrá. Milli þátta á þessari fjölbreyttu efnisskrá munu Hjörleifur og Jónas taka upp hljóðnemann og segja sög- ur. Þeir höfðu sama háttinn á á tón- leikum í Iðnó fyrir fjórum árum og gafst það vel. Spurður hvers vegna þeir Hjör- leifur hafi ákveðið að leggja af stað í þessa tónleikaferð segir Jónas: „Við erum að bregðast við þörf okkar til að koma fram og spila fyrir fólk. Í þessu fári sem hefur gengið yfir undanfarið höfum við saknað þess. Það er í eðli tónlistarmannsins að hann verður að spila fyrir fólk. Ánægjan felst í því.“ Kvikmyndatónlist, tangóar og rússneskt  Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir hefja tónleikaröð  Fyrstu tónleikarnir í Fríkirkjunni annað kvöld Tvíeyki Jónas Þórir og Hjörleifur á tónleikum í Iðnó fyrir fjórum árum. Gestir í Hamburger Bahnhof-samtímalistasafninu í Þýskalandi virða hér fyrir sér viðamikla og æði litskrúð- uga innsetningu listakonunnar Katharinu Grosse. Hún er í hópi kunnustu þýsku listamanna samtímans og vinn- ur með litaflæði eins og þetta; auk þess að vinna inn í sal- inn flæðir litasprengja hennar um útveggi safnsins. AFP Litasprengja Grosse í Hamborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.