Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Klæðning á vegkafla á Vesturlands- vegi á Kjalarnesi, þar sem tveir létu lífið í slysi í fyrradag, uppfyllti ekki skilyrði Vegagerðarinnar. Þetta segir Bergþóra Þorkelsdóttir vega- málastjóri. Ákveðið var á fundi Vegagerðarinnar með verktökum í gær að nýtt malbik yrði lagt yfir veginn og sama verður gert á kafla við Gullinbrú í Reykjavík, en hann verður fræstur og endurlagður. Þá verða aðrir kaflar sem gætu verið of hálir skoðaðir og lagfærðir ef þörf krefur. Bergþóra segir að einnig verði verklagi breytt á þá leið að hámarkshraði verði alltaf lækkaður niður í 50 km/klst. fyrstu dagana eftir að malbikað hefur ver- ið, samhliða því sem varað er við hálu malbiki. Í samtali við Morgunblaðið segir Bergþóra að nýtt malbik sé alltaf hálla en eldra, en það jafni sig venjulega fljótt. Malbikið á Kjal- arnesi hafi verið óvenjuhált en ástæða þess liggi ekki fyrir enn. Malbikið sem Vegagerðin kaupir er að sögn Bergþóru í hæsta gæða- flokki. Hún segir að í kjölfar kór- ónuveirufaraldursins hafi malbikun- arstöðin þurft að skipta um birgi og það sé einn þeirra þátta sem eru til skoðunar. „Við tökum þetta grafalvarlega og vinna okkar hér í dag [í gær] sneri að því hvernig við gætum veitt meira aðhald með framkvæmdum,“ segir Bergþóra. Því hefur verið velt upp hvort sú ákvörðun að skipta terpentínu út fyrir jurtaolíu í þágu umhverfis hafi áhrif á gæði vega. Bergþóra gefur hins vegar lítið fyrir það. Terpent- ínan sé aðeins notuð í klæðningu, ekki malbiki, og þar að auki séu mörg ár síðan sú breyting var gerð. Sjúkrabíll hafnaði utan vegar Tveir létu lífið er bifhjól og húsbíll skullu saman á veginum um miðjan dag á sunnudag og létust ökumaður og farþegi bifhjólsins, en haft var eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni yfir- lögregluþjóni á mbl.is að malbikið væri „nánast eins og skautasvell“. Þá hafnaði sjúkrabíll utan vegar þegar sjúkraflutningamenn og slökkvilið voru á leið á vettvang. Að sögn Bergþóru var yfirborð vegar- ins töluvert hálla en það átti að vera samkvæmt útboði en það var ástæða þess að eftirlitsaðili sá ástæðu til að vara við hálku á veginum á sunnu- dag. Mikill hiti á sunnudag og úr- hellisrigning hafi síðan leitt til þess að kaflinn var en hálli en ella og seg- ir í tilkynningu Vegagerðarinnar að aðstæður hafi verið mjög slæmar þegar slysið varð. Framkvæmdin á Vesturlandsvegi er í höndum verktakans Loftorku, en malbikið er keypt frá malbik- unarstöðinni Höfða. Þá hefur verk- fræðistofan Hnit haft eftirlit með framkvæmdinni. Morgunblaðið/Eggert Vettvangsransókn Lögreglan rannsakaði aðstæður á Vesturlandsvegi í gær og lokaði þess vegna fyrir umferð um veginn í um eina til tvær klukkustundir. Skoða hvað fór úrskeiðis  Vegkaflar á Kjalarnesi og Gullinbrú verða malbikaðir aftur  Óvíst hvort nýr birgir hafði áhrif  Hámarkshraði verður lækkaður á nýmalbikuðum vegum Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Malbik Ástæða var talin til að malbika veginn að nýju eftir banaslysið. Há- markshraði verður lækkaður niður í 50 km/klst. fyrstu daga eftir malbikun. Nýr hópur mót- orhjólamanna var stofnaður í kjöl- far slyssins sem hefur það að markmiði að þrýsta á umbæt- ur í vegakerfinu og vekja athygli mótorhjólamanna á þeim hættum sem leynast á vegum úti. Forsvarsmenn hópsins, Vega og mótorhjóla, ásamt mótor- hjólasamtök- unum Sniglunum og fleiri mótor- hjólamönnum og áhugamönnum um mótorhjól, standa fyrir samstöðufundi í porti Vegagerð- arinnar í dag klukkan eitt. „Við viljum ekki finna sökudólg heldur finna út hvað gerðist og hvað við getum gert til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ segir Stefán Sæbjörnsson, einn af tals- mönnum Vega og mótorhjóla. Hann kveðst ánægður með hvern- ig Vegagerðin, stjórnvöld og þing- menn hafa brugðist við í kjölfar slyssins og vonar að viðbrögðin verði til þess að öryggi á vegum verði bætt til muna. Þá telur Stefán sömuleiðis að það sé samfélagsleg ábyrgð mót- orhjólamanna að fræða aðra öku- menn og mótorhjólamenn um vegar- kafla sem eru hættulegir, til dæmis séu þeir allnokkrir á þjóðvegi eitt. Hliðið að portinu verði opið Bergþóra Þorkelsdóttir hefur bú- ið svo um hnútana að hliðið að port- inu við Vegagerðina verði opið vegna mótmælanna svo mótorhjólamenn geti fjölmennt þangað með hjól sín. Spurð hvers vegna það sé segir Bergþóra: „Við erum alltaf opin fyrir öllum sem vilja tala við Vegagerðina. Mót- orhjólamenn eru bara eins og aðrir Íslendingar og hafa not fyrir þetta samgöngukerfi sem við þjónum og þeir eru velkomnir til okkar. Ég átti fund með forsvarsmönnum þeirra í dag [í gær] og geri ráð fyrir að hitta þá aftur á morgun [í dag]. Við erum ekki óvinir, við erum samherjar.“ ragnhildur@mbl.is „Viljum ekki finna sökudólg“  Samstöðufundur í porti Vegagerðar Stefán Sæbjörnsson Bergþóra Þorkelsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Sveitarstjórnin vildi vera með í ráð- um frá upphafi um það hvers lags bygging risi þarna. Fyrstu drög frá Loo samrýmast stefnu sveitar- stjórnar og fólki líst almennt vel á þessi áform,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og bygging- arfulltrúi Rangárþings ytra. Áform malasíska athafnamannsins Loo Eng Wah um uppbyggingu ferðaþjónustu á Hellu eru nú farin að taka á sig mynd. Morgunblaðið hefur greint frá uppbyggingu sem hann hefur staðið fyrir á Leyni 2 og 3 í Landsveit. Áform hans þar hafa verið umdeild og hefur Loo þurft að breyta þeim vegna andstöðu hagsmunaaðila á svæðinu. Í byrj- un þessa árs fékk hann úthlutaðar tvær atvinnulóðir á besta stað á Hellu. Annars vegar er um að ræða lóð við bakka Rangár og hins vegar við Miðvang, gegnt skrifstofu sveitarfélagsins og miðstöð þjónustu þar. Þeirri lóð hefur verið lýst sem „andliti Hellu“. Loo hefur ekki látið kórónuveiru- faraldurinn stöðva sig. Hann hefur að sögn Haraldar Birgis fjarlægt um- deild hjólhýsi sem voru á Leyni. Beð- ið er afgreiðslu Skipulagsstofnunar til að hægt sé að auglýsa breytingu á að- alskipulagi á því svæði. Loo hefur þess í stað lagt drög að hótelbyggingu á lóð við bakka Rangár á Hellu. „Þetta verður að megninu til hótel en hann er þó enn með hugmyndir um að tengja húsið við einhverja þjónustu, mögulega verslun. Fjöldi herbergja liggur ekki endanlega fyrir en húsið verður á þremur hæðum svo þetta gætu verið allt að 40 herbergi. Hann lagði þessar hugmyndir fram í miðjum Covid-faraldri svo hann er ekki af baki dottinn.“ Haraldur Birgir upplýsir jafnframt að lóðin við Miðvang sé í biðstöðu vegna þess að verið sé að yfirfara skipulag miðbæjar Hellu. Ekki liggur fyrir hversu stór lóðin verður á end- anum. „Loo bíður spenntur eins og við hin,“ segir Haraldur Birgir. Loo byggir 40 herbergja hótel  Athafnamaður frá Malasíu lætur ekki kórónuveiruna stöðva áform sín  Þriggja hæða hótel við bakka Rangár Loo Eng Wah

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.