Morgunblaðið - 30.06.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.06.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Dómsmálaráðherra kynnti í gæráform um að stytta þann tíma sem dæmdur brotamaður þarf að bíða eftir afplánun, þ.e. svokallaðan boðunarlista Fangelsismálastofn- unar. Fangelsið á Hólmsheiði átti að leysa fangelsis- málavandann en hefur ekki dugað til, meðal annars vegna þess að fangelsis- rými hafa ekki verið fullnýtt vegna manneklu. Það er óviðunandi ástand og meðal þess sem dómsmálaráðherra vill rétti- lega kippa í liðinn.    En það er umhugsunarvert, ogkallar á frekari skýringar, hvernig á því stendur að boðunar- listinn sé nú ríflega fimmtungi lengri en hann var áður en fang- elsið á Hólmsheiði var tekið í notk- un árið 2016.    Sömuleiðis kemur á óvart aðmeðalbiðtími á boðunarlista skuli hafa um það bil tvöfaldast eft- ir að það fangelsi tók til starfa.    Í þessu sambandi vekur athygliþað sem segir í skýrslu starfs- hóps ráðherra, að margir þeirra sem eru á boðunarlistanum hafa verið dæmdir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins „og hefur slíkum brotum fjölgað umtalsvert á síðustu árum“.    Þessir fá 30 daga dóm og nú er„121 erlendur aðili með 30 daga refsingu, aðallega fyrir skjalafals, sem ekki er með skráða búsetu hér á landi“. Út af fyrir sig er gott að skattgreiðendur þurfi ekki að halda þessum brotamönn- um uppi á Hólmsheiðinni, en er þessi þróun ekki eitthvað sem þarf að skoða enn betur og taka fastari tökum? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Brýnt að stytta boðunarlistann STAKSTEINAR Frummatsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrif- um af fyrirhuguðu 7.000 tonna laxeldi í Stöðvar- firði hefur verið birt á vef Skipulagsstofnunar. Það er Fiskeldi Austfjarða ehf., einnig þekkt sem Ice Fish Farm, sem stendur að fyrirhuguðu eldi. Fram kemur í frummatsskýrslunni að heilt yfir verði áhrifin óveruleg og að flest neikvæð áhrif á nærumhverfi sjókvíanna séu að mestu eða öllu leyti afturkræf. Fyrirtækið er þegar með rekstrarleyfi fyrir 20,8 þúsund tonna eldi á Austfjörðum, þar af 9.800 tonnum í Berufirði og 11.000 tonnum í Fáskrúðs- firði. „Áhrifin á botndýralíf undir kvíunum og næst þeim (áhrifasvæði) verða tímabundið tals- vert neikvæð meðan á rekstri stendur en eru afturkræf. Áhrifin í og við næsta nágrenni kvíanna (strandsvæði) munu verða óveruleg meðan á rekstri stendur en eru afturkræf. Sé litið til áhrifa í Stöðvarfirði í heild þá eru áhrif á botndýralíf talin verða óveruleg,“ segir m.a. í skýrslunni. Ekki er talin mikil hætta á að sjúkdómar berist í villta stofna frá eldisstöðinni þar sem búsvæði villtra laxa eru fjarri fyrirhugaðri eldisstöð. gso@mbl.is 7.000 tonna eldi í Stöðvarfirði  Frummatsskýrsla birt á vef Skipulagsstofnunar Morgunblaðið/Albert Kemp Stöðvarfjörður Fiskeldi Austfjarða er með áform um laxeldi í firðinum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér þykir vænt um samfélag mitt og vil ekki að við séum búðarlaus. Ég var sjálf búin að hvetja fólk til að taka af skarið og gera eitthvað í málinu en enginn virtist ætla að gefa sig fram. Verslanakeðjurnar höfðu heldur ekki áhuga. Þá var bara að hrökkva eða stökkva,“ segir Berghildur Fanney Oddsen Hauksdóttir, nýr eigandi verslunar- innar Kauptúns á Vopnafirði. Útlit var fyrir að Kauptúni yrði lokað nú um mánaðamótin en um helgina var tilkynnt að Fanney og eiginmaður hennar, Eyjólfur Sig- urðsson, hefðu fest sér reksturinn. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er Árni Róbertsson, stofnandi Kauptúns, að hætta verslunar- rekstri eftir rúm þrjátíu ár í brans- anum. Fanney segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi ekki áður stundað verslunarrekstur. Hún starfaði áður sem menningar- og ferðamálafulltrúi á Vopnafirði. „Við munum fyrst um sinn reka búðina eins og hún hefur verið til að fólk geti fengið sínar nauðsynja- vörur. Svo gerum við kannski ein- hverjar breytingar í haust,“ segir Fanney, sem kveðst vera fædd og uppalin á Haugum í Skriðdal en flutti til Vopnafjarðar árið 1997. „Ég var loðdýrabóndi í 14 ár og vann sem sjúkraliði. Ég hef gaman af því að prófa eitthvað nýtt. Þótt ég sé fædd á Héraði tel ég mig vera Vopnfirðing og að ég sé að gera samfélaginu gott með þessum versl- unarrekstri.“ Rann blóðið til skyldunnar Nýir tímar Berghildur Fanney og Eyjólfur maður hennar taka við rekstri Kauptúns á Vopnafirði. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.