Morgunblaðið - 30.06.2020, Page 15

Morgunblaðið - 30.06.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Sól Höfuðborgarbúar gátu nýtt hlýju gærdagsins til ýmissa verka. Fjöldi fólks safnaðist saman í miðborginni til að sóla sig og sjá aðra. Búast má við 10 til 15 stigum í dag, hlýjast fyrir norðan. Kristinn Magnússon Heimsbyggðin hefur búið sig undir framtíð- ina í þeirri röngu trú að hún verði eins og fortíðin. En þar sem COVID-19 gengur um heiminn á sama tíma og hvirfilbylir skekja Suður-Asíu og Kyrra- hafssvæðið og gríðar- mikil engisprettuplága fer yfir Austur-Afríku hefur þörfin fyrir undirbúning vegna ófyrirséðra áfalla orðið skýrari en nokkru sinni fyrr. Búist er við fleiri og erfiðari faröldrum, flóðum, óveðrum, þurrk- um og gróðureldum en nokkru sinni fyrr og munu þessir atburðir hafa áhrif á hundruð milljóna manna á hverju ári. COVID-19 faraldurinn ætti að vekja heimsbyggðina alla til vit- undar. Og sem leiðtogar alþjóðlegra samtaka gerum við okkur grein fyr- ir bæði hinni miklu hættu sem af honum stafar og möguleikunum á breytingum sem hann felur í sér. Faraldurinn og undanfarin lofts- lagstengd áföll hafa sýnt fram á að við verðum strax að fjárfesta meira í viðbúnaði í stað þess að bíða næsta áfalls. Valið er skýrt: Tafir og kostnaður annars vegar, fyrir- hyggja og velmegun hins vegar. Við vitum að fjárfesting í viðbún- aði við stóráföllum borgar sig bæði í mannslífum og efnahagslegum skilningi. Rannsóknir Alþjóða- nefndar aðlögunarmála (e. Global Commission on Adaptation) sýna sem dæmi að hlutfall ábata og kostnaðar í fjárfestingum til aðlög- unar að loftslagsbreytingum er á bilinu 2:1 til 10:1. Kostnaðurinn við viðbúnað gagn- vart stóráföllum er vissulega mikill. Um 2030 gæti það kostað 140-300 milljarða bandaríkjadala árlega að byggja upp viðnám við áhrifum loftslagsbreytinga og það myndi kosta allt að 3,4 milljarða á ári að mæta grundvallarkröfum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um faraldursviðbúnað. En þessar upphæðir eru lágar í samanburði við kostnaðinn við grandaleysi. Náttúruhamfarir kosta nú þegar hundruð milljarða banda- ríkjadala á ári og samkvæmt einu mati gæti tveggja gráðu hitastigs- hækkun kostað 69 billjónir dala í lok aldarinnar. Mannlega gjaldið er líka hátt. Greining á vegum Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að ef ekkert væri að gæti því fólki sem þarf alþjóðlega neyðaraðstoð vegna flóða, óveðurs, þurrka og gróður- elda á hverju ári – sem nú er 108 milljónir – hafa fjölgað um 50% árið 2030. Árið 2050 gæti fjöldinn verið kominn upp í 200 milljónir. Komandi ár er mjög mikilvægt tækifæri til fjárfestinga í viðbúnaði, þar sem ríkisstjórnir munu eyða billjónum dala til að endurræsa hag- kerfi sín eftir faraldurinn. Hættan er sú að efnahagslegt svigrúm muni síðan minnka og pólitískur vilji til breytinga þar með. Þess vegna er nú rétti tíminn fyrir efnaðri hluta heimsbyggðarinnar til að hjálpa efnaminni ríkjum að koma efna- hagslífi sínu á réttan kjöl og auka viðnám sitt við framtíðarógnum, þar á meðal loftslagsbreytingum. Eitt af því mikilvægasta sem rík- isstjórnir geta gert núna er að fjár- festa í betri öflun og greiningu gagna um hættur á stóráföllum sem gætu riðið yfir. Það eitt að hafa 24 klukkustundir til að búa sig undir óveður eða hitabylgju gæti minnkað tjón um 30%. Þá gæti 800 milljóna dala fjárfesting í viðvörunarkerfum fyrir þróunarríki sparað 3-16 millj- arða dala árlega. Taka má dæmi um hvirfilbylinn Amphan, sem kostaði nýlega tugi mannslífa á Indlandi og í Bangla- dess, en þar björguðu viðvörunar- kerfi mun fleiri mannslífum. Ná- kvæmar spár, ásamt margra áratuga skipulagsvinnu og undir- búningi, gerði ríkjunum tveimur kleift að forða meira en þremur milljónum manna og halda mann- tjóni í mun lægri tölum en orðið hefði fyrr á tíð. Ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir vinna nú að því að gera viðvörunar- tækni aðgengilegri og skilvirkari með nýju samstarfi um snemm- búnar aðgerðir byggðar á hættu- mati. Þetta frumkvæði miðar að því að gera milljarð manna öruggari fyrir stóráföllum um árið 2025, að hluta til með því að auka fjár- mögnun sem byggir á veðurspám, svo að viðkvæmari samfélög fái þau aðföng sem þarf til undirbúnings. Framsæknar fjármögnunar- aðgerðir sem þessi, sem studdar eru af ríkisstjórnum Þýskalands og Bretlands ásamt fleirum, geta bjargað mannslífum og dregið úr tjóni þar sem óveður og hitabylgjur ganga yfir. En engin þessara lausna mun hafa áhrif ef fjármunirnir og upp- lýsingarnar komast ekki á sinn stað hverju sinni. Samfélög og staðbund- in samtök eru oft fyrstu viðbragðs- aðilar í neyðarástandi og það skiptir öllu máli að þau geti brugðist við. Sem dæmi má nefna að áður en hvirfilbylurinn Amphan náði landi sendi IFRC fjármagn til Rauða hálfmánans í Bangladess, sem út- vegaði 20.000 nauðstöddum ein- staklingum mat og drykkjarvatn, fyrstu hjálp, öryggisbúnað og flutn- ing í skýli undan hvirfilbylnum. Á sama tíma hjálpaði Rauði hálfmán- inn í Bangladess við innleiðingu var- úðarráðstafana vegna COVID-19, svo sem sótthreinsunarskýli, aukið rými til félagslegra fjarlægðar- takmarkana og persónuhlífar. Nærsamfélagið er oft best í stakk búið til að greina hvaða úrræði virka best. Þegar hvirfilbylurinn Ondoy lenti á Filippseyjum árið 2009 vann fólk sem bjó í óform- legum húsakynnum með bæjaryf- irvöldum til að hanna viðnámsþolið húsnæði sem gæti staðist flóð. Eftir því sem ríki rétta úr kútn- um á komandi ári eftir COVID-19 faraldurinn munu leiðtogar heims- ins standa á krossgötum. Með því að fjárfesta í viðbúnaði gegn stóráföll- um geta þeir tryggt sess sinn í sögubókunum og aukið öryggi mannkyns næsta áratuginn og lengur. Eftir Jagan Chapagain og Andrew Steer » Faraldurinn og undanfarin lofts- lagstengd áföll hafa sýnt fram á að við verðum strax að fjárfesta meira í viðbúnaði í stað þess að bíða næsta áfalls. Andrew Steer Jagan Chapagain er framkvæmda- stjóri Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og situr í Alþjóðanefnd aðlögunarmála (e. Global Commission on Adaptation). Andrew Steer er er forseti og framkvæmdastjóri Alþjóða- stofnunar auðlindamála (e. World Resources Institute) og situr í Alþjóðanefnd aðlögunarmála. Viðbúnaður við stóráföllum þolir enga bið Jagan Chapagain

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.