Morgunblaðið - 30.06.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 30.06.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Undirritaður átti neðangreindar línur í tölvunni (frá miðjum febrúar) en finnst nú ástæða, kannski að ástæðulausu, til að birta þær vegna erfiðra aðstæðna á vinnumark- aði og í hagkerfinu al- mennt. Í janúar 2020 voru 9.600 atvinnulausir og greiddar atvinnuleys- isbætur voru 2.482 milljarðar í sama mánuði. Í maí voru 26.047 skráðir at- vinnulausir eða 13% af mannafla. Al- mennt atvinnuleysi í maí var 7,4 %. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 á mánuði. Sagt er að ýmis verkefni hjá hinu opinbera sitji á hakanum svo sem við- hald fasteigna, lagning og viðhaldi vega, fækkun einbreiðra brúa og við- hald handriða á brúm, þar sem í síð- astatalda atriðið er talið að setja þurfi 2,5 milljarða að mig minnir. Tína mætti fleira til en læt hér staðar numið. Sumum þessara verkefna verður ekki sinnt yfir háveturinn og sjálfsagt hefur hið opinbera sund- urgreint verkefnin með hliðsjón af eðlilegri tímasetningu þeirra. Sömu- leiðis hlýtur hið opinbera að hafa áætlun um hver kostnaður æskilegra en frestaðra verkefna sé. Helsta ástæðan fyrir því að nefndum verk- efnum og fleirum hefur verðið slegið á frest er vafalítið sú skoðun að ríkið skorti fé til að ráðast í þau. Sem aftur þýðir að ekki verði lengra gengið í skattheimtu, lántökum og peninga- prentun. Miðað við aðstæður í dag þar sem verulegur slaki er í hagkerf- inu kemur síðastnefnda úrræðið vissulega til álita án þess að leiða af sér verðbólgu til lengri eða skemmri tíma eftir atvikum. Augljóslega þarf við slíka ráðstöfun að gæta að þenslu- merkjum og draga úr umsvifum ef merki eru um ofþenslu ( þ.e. heildar- eftirspurn sé umfram afkastagetu þjóðarbúsins). Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvernig hið opinbera gæti dregið úr atvinnu- leysi með því að draga úr frestuðum en nauð- synlegum verkefnum. Það er borðleggjandi, að það að draga úr at- vinnuleysi og þar með atvinnuleysisbótum væri sérlega ábatasöm aðgerð sem allir högn- uðust á. Hér að neðan er sýnt fram á hvernig þetta allt saman virkar þar sem miðað er við einn atvinnuleysingja: Atvinnuleysisbætur á mánuði kr. 289.510 Greiddur skattur kr. 52.317 Útborgað (nettókostnaður hins op- inbera) kr. 237.193 Segjum nú að atvinnuleysinginn sé ráðinn til vinnu í uppsöfnuðum frest- uðum verkefnum hins opinbera og fái kr. 450.000 í laun á mánuði. Dæmi hans lítur svona út: Laun á mánuði kr. 450.000 Greiddur skattur kr. 111.885 Útborgað kr. 338.115 Mínus nettókostnaður vegna fækkunar á atvinnuleysisskrá kr. 237.012 Nettókostnaður hins opinbera kr. 100.922 Niðurstaðan er því að hið opinbera fær verkefni unnin fyrir 450.000 og greiðir fyrir það 100.922 og sá at- vinnulausi fær vinnu og fær fyrir hana útborgað 338.115 í stað 237.193 væri hann áfram á atvinnuleysis- bótum. Nettókostnaður hins opin- bera yrði 100.922 í stað 237.193 væri viðkomandi áfram atvinnulaus og á atvinnuleysisbótum. ( Litið hefur ver- ið fram hjá lífeyrissjóðsgreiðslum). Þessar tölur má blása upp með þeim fjölda sem færi úr því að vera atvinnulaus yfir í að vinna við verk- efni sem hið opinbera úthlutar til þeirra. Þannig miðað við að 9.000 færist af atvinnuleysisbótum yfir í opinber verkefni færi mánaðarlegur kostnaður hins opinbera úr 2.133.108.000 í 908.298.000 og ráð- stöfunarfé þessa hóps færi úr 2.133.108.000 í 3.043.035.000, sem er 42,7% hækkun á ráðstöfunartekjum. Bæta má við ofangreindan verk- efnalista, þótt ekki sé hann tæmandi, finna má atvinnulausum vinnu í umönnun aldraðra og annarra sem þurfa á aðstoð að halda, barnapössun, skógrækt og umhirðu gatna og al- mennra svæða. Ætla má að ríkisvaldið og stofnanir sem heyra undir það hafi undir hönd- um eða geti á skömmum tíma komið með lista yfir hvar og hvað margir gætu fengið vinnu til lengri eða skemmri tíma í nefndum aðgerða- pakka. Allt sem þarf er vilji til verka. Þegar ástand á hinum almenna vinnumarkaði batnar dregur úr fjölda þeirra sem starfa í nefndum opinberum verkefnum og öfugt auk- ist atvinnuleysi á vinnumarkaði. Gæta þarf þess að laun þeirra sem vinna við nefnd verkefni séu lægri en lægstu laun á hinum almenna vinnu- markaði en hærri en atvinnuleys- isbætur. Öllum má vera ljóst að ónýtt af- kastageta þjóðarinnar felur í sér só- un á verðmætum auk þess að valda ýmiss konar vandamálum hjá þeim sem eru eða verða fyrir því að vera atvinnulausir. Þótt erfitt sé að meta fjárhagslegar og tilfinningalegar af- leiðingar atvinnuleysis til fjár dylst engum að um verulegt vandamál er ræða bæði fyrir einstaklinga og ís- lenskt samfélag sem leysa verður með öllum tiltækum samfélagslegum ráðum. Láta verður af hugmynda- fræðilegu reiptogi vinstri og hægri og takast á við vandamálið með hlið- sjón af þeim valkostum sem fyrir eru með það eitt að leiðarljósi að forða fólki frá atvinnuleysi og um leið til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Allra hagur Eftir Þorbjörn Guðjónsson » Láta verður af hug- myndafræðilegu reiptogi vinstri og hægri og takast á við atvinnu- leysisbölið með hliðsjón af þeim valkostum sem fyrir eru. Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er gamalmenni. Alþingismenn, fréttamenn sem og all- ir þeir sem eitthvað þurfa með fjármál að gera tala um að kveða verðbólguna niður. Væri því ekki rétt að reyna að skapa þær aðstæður í hagkerfi okkar að bankar og líf- eyrissjóðir hefðu ekki síður en aðrir fullan hag af því að halda þessum draug niðri? Vandamálið er enn sem fyrr hvernig á að koma böndum á verð- bólguna, engin leið virðist færari en önnur í þeim málum, en það virðist samt að við öll, það er að allar stofn- anir þjóðfélagsins ættu að hafa hag af því að halda þessum draug niðri. Meðan bankarnir hafa það vopn í höndunum sem verðtryggingin er hafa þeir ekki það aðhald sem nauð- synlegt er til að hafa hag af því að halda verðbólgu niðri. Varla dettur okkur í hug að bankarnir hefðu ruðst jafn ótæpilega og þeir gerðu inn á markað húsnæðislána ef þeir þyrftu jafnt og aðrir að hafa fullan hag af því að halda verðbólgunni niðri. Stjórnendur fjármagnsins okkar sáu bara vel í hvað stefndi í þjóð- félaginu og þarna var einfaldlega góð leið til að tryggja fjármagnið og þurftu þeir ekkert að vera að velta fyrir sér hversu mikla verðbólgu- sprautu þeir settu inn í þjóðfélagið með þessu framferði sínu, þetta væri allt verðtryggt hvort sem er. Því verður krafa okkar: „burt með verð- trygginguna“ eða að laun verði líka verðtryggð á svipaðan hátt og útlán fjármálastofnana. Með því væru að vísu líkur á hættulegum víxlhækk- unum, en okkar þrautreyndu leiðtog- ar í félagsmálum ættu að geta fundið leið framhjá þannig málum, þannig að allra hagur sé sem best tryggður. Við verðum að athuga að baráttan fyrir framtíð barnanna okkar er í dag en ekki á morgun og kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda vegna þungra byrða hjá íbúðareigendum og er þar að mestu leyti ungt fólk með börn. Fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð hefur stærstu vandamálin vegna verðtryggðra og gengistryggðra lána en væntanlega væri fólk ekki að freistast til að taka gengistryggð lán ef ekki væri verðtrygg- ingin að varast. Hins vegar; hugum alvar- arlega að lýðræði og framtíð lands vors og barna og burt með verð- trygginguna, eða eigum við bara að slá þessu upp í kæruleysi og leyfa auðvaldinu í landinu að níðast áfram á börnunum okkar? Hvað erum við að vilja í þessu landi okkar ef við get- um ekki séð um að unga fólkið okkar hafi húsaskjól án þess að binda á sig lífstíðarlanga skuldabagga til dýrðar mammoni fjármagnsins? Erum við virkilega svona léleg að við ætlum að láta börnin okkar búa við slíkt óréttlæti áfram, eða verður það kannski til þess að þau yfirgefi þetta land okkar? Við verðum varla hátt skrifuð í sögu framtíðarinnar með þessu áframhaldi, því verður krafa okkar allra: burt með þessa byrði af börn- unum okkar. Er það virkilega svo að við viljum frekar sjá vald auðsins vaða svona um meðan börn framtíðarinnar gráta horfin heimili? Ætlum við að láta þetta spyrjast um okkur í framtíð- inni? Nei takk og enn einu sinni burt með verðtrygginguna, við getum ekki látið svona siðleysi vaða uppi lengur í þessu litla þjóðfélagi okkar og Steingrímur, það verða örugglega margir hagspekingar sem segja þetta ekki hægt. Þar verða sjálfsagt framarlega í flokki hagspekingar lífeyrissjóð- anna, sem eru sjóðir vinnandi manna í landinu og ættu þess vegna fremur að leggjast á sveif með unga fólkinu í landinu og verðleggja fjármagn sitt svipað og gert er í nágrannalöndum okkar. Auðvitað svíður auðvaldinu ef það á að missa eina af sínum bestu ávöxtunarleiðum, en það verður ein- faldlega að loka á þetta óréttlæti. Kannski það fari þá að ráðast eitt- hvað betur við verðbólgudrauginn. En við getum ekki látið níðast svona lengur á unga fólkinu okkar. Framtíð barnanna okkar Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Við verðum að at- huga að baráttan fyrir framtíð barnanna okkar er í dag en ekki á morgun. Höfundur hefur verið bundinn við hjólastól í um tíu ár. Matur Atvinna Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.