Morgunblaðið - 30.06.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 30.06.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Aðrar Christopher Nolan myndir: The Dark Knight, The Dark Knight Rises Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI 30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFAN SÝND Í NOKKRA DAGA.Sýnd með íslensku tali Tilkynnt hefur verið um aukaút- hlutun starfslauna listamanna sem Mennta- og menningarmálaráðu- neytið kom á vegna heimsfaraldurs Covid-19. Úthlutunin, alls 600 mán- aðarlaun, byggir á þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingar- átak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveiru. Fjöldi umsækjenda var 1.390. Listamannalaun fá 278 listamenn og er árangurshlutfall umsækjenda 20%. Alls var sótt um 5.747 mánuði og er árangurshlutfall sjóðsins því rétt ríflega 10%, reiknað eftir mán- uðum. Starfslaun listamanna eru 407.413 kr. á mánuði og um verktaka- greiðslur er að ræða. Úthlutað er frá einum að sex mán- uðum. Fimm fá úr launasjóði hönn- uða, mest Hanna Dís Whitehead 5 mánuði og þær Magnea Einarsdóttir og Anita Hirlekar 4 mánuði. 70 fá úr launasjóði myndlistar- manna. Guðjón Ketilsson fær 6 mán- uði. 5 mánuði fá Anna Rún Tryggva- dóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Freyja Eilíf. 4 mánuði fá Gunn- hildur Hauksdóttir, Hannes Lárus- son, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Sigríður Björg Sigurðardóttir. 78 fá úr launasjóði rithöfunda. Atli Sigþórsson fær 4 mánuði og margir 3 mánuði, þar á meðal Angela Marie Rawlings, Anna Hafþórsdóttir, Ant- on Helgi Jónsson, Arndís Þórarins- dóttir, Ása Marin Hafsteinsdóttir, Benný Sif Ísleifsdóttir, Bergur Ebbi, Bernd Ogrodnik, Birnir Jón Sigurðsson, Bjarni M. Bjarnason, Björk Þorgrímsdóttir, Björn Hall- dórsson, Bragi Sigurðarson, Bryn- dís Björgvinsdóttir, Brynja Hjálms- dóttir, Dagur Hjartarson, Davíð Hörgdal Stefánsson, Elísabet Krist- ín Jökulsdóttir, Emil Hjörvar Peter- sen, Eva Björg Ægisdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Fríða B. Andersen, Fríða Ísberg, Garðar Baldvinsson, Guðmundur Brynjólfsson, Guð- mundur J. Óskarsson, Guðni Líndal Benediktsson, Halldór Armand Ás- geirsson, Haukur Már Helgason, Heiðar Sumarliðason, Hermann Stefánsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Júlía Margrét Einarsdóttir, Kari Ósk Grétudóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Kikka Kristlaug María Sigurðar- dóttir og fleiri. 36 fá úthlutað úr launasjóði sviðs- listamanna. Ágústa Skúladóttir fær 5 mánuði og 4 mánuði fá Aðalheiður Halldórsdóttir, Helena Jónsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir. Adolf Smári fær 2 mánuði úr sjóðn- um og aðra 2 úr launasjóði rithöf- unda. 34 fá úthlutað úr launasjóði tón- listarflytjenda. Magnús Jóhann Ragnarsson fær 6 mánuði. 5 mánuði fá Tómas Jónsson og Herdís Anna Jónasdóttir. 4 mánuði fær Eva Þyri Hilmarsdóttir. 55 fá úthlutað úr launasjóði tón- skálda. 3 mánuði fá Borgar Magna- son, Klemens Nikulásson Hannigan, Ragna Kjartansdóttir, Salka Vals- dóttir og Vilborg Ása Dýradóttir. Úthlutunina má kynna sér á vefn- um rannis.is 278 listamenn fá starfslaun núna  600 mánaðarlaun vegna faraldurs Ágústa Skúladóttir Atli Sigþórsson Guðjón Ketilsson Herdís Anna Jónasdóttir Myndlistarkaupstefnum og mörgum viðamiklum al- þjóðlegum myndlistarsýningum hefur verið aflýst í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal þeirra viðburða sem þó eru haldnir á því sviði er útisýningin Les Extat- iques sem var opnuð í þriðja sinn um helgina í Boul- ogne-Billancourt við París. Gestir skoðuðu í sólskininu fjölda verka sem hefur verið komið fyrir við göngugöt- una að La Defense og í La Seine Musicale-görðunum, þar á meðal þetta verk eftir kanadísku listakonuna Julie C. Fortier, „Dagurinn þegar blómin frusu“. AFP Útilistaverk í frönsku sólskini Í ágústmánuði efnir Björk til þrennra eftirmiðdagstónleika í Hörpu. Í fréttatilkynningu frá lista- konunni kemur fram að tilefnið er að fagna því að þjóðin er komin út úr fyrsta stigi kórónuveirufarald- ursins og að vegsama þann fjölda íslenskra tónlistarmanna sem Björk hefur unnið með í gegnum tíðina. Á tónleikunum, sem fara fram dagana 9., 15. og 23. ágúst, ætlar Björk að koma fram ásamt lista- fólkinu en áherslur og sam- verkafólk eru breytileg eftir hverj- um tónleikum fyrir sig. Allir ættu því að geta fundið tónleika við hæfi, en auk þess að vera með áhorf- endur í sal verður þeim streymt á netinu. Femínískar áherslur verða á tón- leikaröðinni, en eins og Björk segir sjálf í tilkynningunni verður henn- ar framlag til femínisma að „monta mig af því að langflestar útsending- arnar eru eftir mig“. Of oft sé horft framhjá slíku þegar litið sé almennt til framlags kvenna til tónlistar. Eftir tónleikana, sem allir hefjast klukkan 17, verður boðið upp á veitingar til styrktar Kvenna- athvarfinu. Heimilisofbeldi jókst mikið í kórónuveiru-faraldrinum og þessu verður að berjast gegn og sýna um leið raunverulegan stuðn- ing í verki. Björk fagnar og þakkar tónlistarfólki Ljósmynd/Santiago Felipe Syngur Í ágúst gefst Íslendingum tæki- færi til þess að sjá Björk í Hörpu. Grafíski hönn- uðurinn banda- ríski, Milton Gla- ser, er látinn, 91 árs að aldri. Hann setti mark sitt á ýmiss kon- ar hönnun á löngum ferli og er meðal annars minnst sem höf- undar I ❤ NY-merkisins frá 1977. Í andlátsfrétt The New York Times segir að hann hafi átt þátt í að breyta sjónrænum menningar- straumum í heimalandinu á 7. og 8. áratugnum, með litríkum vegg- spjöldum, hönnun tímarita eins og New York Magazine, bókarkápum og plötuumslögum, meðal annars á plötum Bobs Dylans. Þekkt mynd hans af Dylan sýnir sagnaskáldið með litríkt og sýrukennt hár sem bylgjast um. Hönnuður I ❤ NY- merkisins látinn Milton Glaser

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.