Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 1
Of margargreiningar
Allt annaðán áhorfenda
Héði
5. JÚLÍ 2020SUNNUDAGUR
Farið meðflæðinu í fríið
Tölfræði úrþýsku úrvals-deildinni sýnirað heimalið náverri árangri ánáhorfenda. 4
Reykjadalur rokkarBörn og ungmenni með fatlanir njóta sumarsinsí Reykjadal. Gleðin er þar í fyrirrúmi. 12 Sigga Kling spáir í spilin ogleggur línurnar fyrir júlí. 8
L A U G A R D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 156. tölublað 108. árgangur
FYRSTI STÓRI
TITILLINN Í SÖGU
FÉLAGSINS
ÓTTUMST
ALLT SEM ER
ÖÐRUVÍSI
UNNUR ÖSP 42LÍÐUR VEL Í DANMÖRKU 40
+ www.hekla.is/audisalur
Rauði þráðurinn
Um helgina verður þess minnst
að 90 ár eru liðin frá stofnun heim-
ilis að Sólheimum í Grímsnesi. Þar
er í dag 41 íbúi með fötlun, en á
staðnum búa alls um 100 manns og
sinna fjölbreyttum störfum, svo
sem garðyrkju og listmunagerð
Til næstu ára litið telur Sigurjón
Örn Þórsson, stjórnarformaður Sól-
heima, að starf þar með fötluðum
verði með líku lagi og nú. Mögu-
leikar séu þó til þess að efla at-
vinnustarfsemi, s.s. lífræna ræktun.
Hún hefur lengi verið stunduð á
Sólheimum, sem eru vistvæn byggð
og fyrirmynd á heimsvísu. »18
Sólheimar fagna
90 ára afmæli
Morgunblaðið/Eggert
Sólheimar Reynir Pétur að störfum.
Snorri Másson
Alexander Kristjánsson
Á þremur dögum sem liðnir eru
frá því að gjaldtaka hófst fyrir
skimun við landamæri hefur eng-
inn ákveðið að komast undan
gjaldinu og fara frekar í sóttkví,
að sögn Ólafs Helga Kjartans-
sonar, lögreglustjóra á Suður-
nesjum. Reiða þarf fram 9.000
krónur ef greitt er fyrir fram, en
11.000 ef staðgreitt er. Lögregla
hefur heimild til að vísa útlend-
ingum úr landi telji hún ólíklegt að
þeir muni hlíta sóttkví en Ólafur
segir að ekki hafi þurft að beita
því úrræði.
„Það væri fyrst og fremst ef fólk
myndi ekki vilja fara í skimun,“
segir Ólafur, spurður hvenær til
slíks þyrfti að grípa.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði áður en mögulegt
hópsmit kom upp á landinu að til
skoðunar væri að hætta landa-
mæraskimun meðal farþega frá
ákveðnum ríkjum. Enn er fyrir-
hugað að koma þessu til leiðar en
samkvæmt upplýsingum frá Kjart-
ani Hreini Njálssyni, aðstoðar-
manni landlæknis, liggja enn ekki
nægileg gögn fyrir úr skimuninni
til þess að öruggt sé að áætla
hvaða lönd gætu talist örugg til að
láta af skimun á fólki sem þaðan
kæmi. Eins og Þórólfur hefur sagt
er skimun á landamærunum ekki
aðeins bein sóttvarnaráðstöfun
heldur einnig gagnasöfnun um
hvaða lönd óhætt er að telja
örugg. Kjartan segir að ekki verði
hægt að greina mynstur í smit-
unum sem vinna má út frá fyrr en
í fyrsta lagi eftir júlí. „Við erum
nokkuð vongóð um að í júlí getum
við haft í handraðanum gögn sem
við getum byggt á og í kjölfarið
slakað á takmörkunum gagnvart
einhverjum löndum,“ segir hann.
Ferðamenn hafa ekki valdið um-
ræddu hópsmiti, heldur Íslending-
ar sem koma heim en greinast
ekki smitaðir í fyrstu skimun. Þess
vegna þurfa Íslendingar frá 13.
júlí að fara í tvær skimanir heim-
komnir áður en þeim er hleypt út í
samfélagið.
Meta megi örugg lönd eftir júlí
Hægt að greina mynstur í smitum í kjölfar gagnaöflunar Enginn komufar-
þega hefur valið sóttkví í stað skimunar Hægt að rekja hópsmit til Íslendinga
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Skimun Enginn hefur valið sóttkví í
stað skimunar á flugvellinum. MNíu dagar í nýtt fyrirkomulag »4
„Þetta er skemmtilegur tími, að taka
svona vinnutörn. Vinna langt fram á
kvöld. Ég lifi fyrir þetta,“ segir
Dagur Fannar Einarsson á Urriða-
fossi í Flóa um heyskapinn. Hann
var í gær að raka saman heyi fyrir
bændur í Lyngholti í sömu sveit og
næsta verk var að rúlla og pakka.
Heyskapur hófst almennt seint í
Árnessýslu, vegna óþurrka. Sveinn
Sigurmundsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Suðurlands, seg-
ir að það hafi viljað til að sprettan
hafi verið örlítið hægari í vor en oft
áður og þess vegna séu grös ekki
farin að spretta mikið úr sér.
En sláttur hefði ekki mátt hefjast
mikið seinna. Þessi vika hefur verið
góð til heyskapar og spáin fyrir
næstu daga er góð. Sveinn segir að
margir séu búnir að ná kúaheyi sem
kallað er, góðum heyjum fyrir há-
mjólka kýr. Reiknar hann með að
bændur ljúki almennt fyrri slætti í
þessum veðurglugga. Dagur Fannar
segir að Haraldur bóndi á Urriða-
fossi, bróðir hans, muni allavega ná
tveimur sláttum í sumar og ef til vill
þeim þriðja á einhverjum túnum ef
heppnin verði með. Morgunblaðið/Eggert
Komnir
með næg
kúahey