Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020
✝ Gísli GunnarMagnússon
fæddist á Suður-
götu 74 í Hafnar-
firði 2. júní árið
1932. Hann lést
13. júní 2020.
Gísli Gunnar
var sonur hjón-
anna Málfríðar S.
Gísladóttur, f.
30.9. 1911, d. 10.6.
1986 og Magnúsar
Þ. Helgasonar, f. 27.10. 1907,
d. 6.5. 1963. Systkini Gísla
Gunnars: Sigurður Á. Magn-
ússon, f. 22.2. 1934, d. 12.1.
2009, hálfsystkini: Kjartan G.
Magnússon, f. 30.9. 1926, d.
15.3. 2012, Sirrý H. Jóhanns-
dóttir, f. 29.6. 1938, d. 5.5.
2009, Katla Magnúsdóttir, f.
8.2. 1941, Guðmundur Jósep
Benediktsson f. 3.7. 1941,
Þórður B. Benediktsson, f.
23.10. 1943. Gísli Gunnar
kvæntist Oddnýju Jónu
Bárðardóttur 21.9.1957, f.
6.10. 1931, ljós-
móður, dóttir
hjónanna Þór-
eyjar Sverris-
dóttur f. 4.12.
1903, d. 15.6.
2003 og Bárðar
Jónssonar, f. 28.3.
1895, d. 31.12.
1963. Börn Gísla
og Jónu eru: Mál-
fríður S. Gísla-
dóttir, f. 4.7.
1957, sérkennari, Bárður Á.
Gíslason f. 16.5. 1960, tré-
smiður, Guðlaug Gísladóttir,
f. 18.1. 1964, næringarfræð-
ingur, Jónína Gísladóttir, f.
9.10. 1965, verslunarmaður,
Þórey Erla Gísladóttir, f.
10.11. 1967, hárgreiðslumeist-
ari. Barnabörn Gísla Gunnars
og Oddnýjar Jónu eru 17 tals-
ins og barnabarnabörnin 15.
Jarðarför Gísla Gunnars
fór fram í Fríkirkju Hafnar-
fjarðar 26. júní 2020, í kyrr-
þey, að ósk hins látna.
Við viljum nú við leiðarlok
kveðja þig elsku pabbi. Á fullorð-
insárum skilur maður betur það
mikilvæga hlutverk foreldra að
skapa ramma og örugga umgjörð
fyrir uppeldi barna sinna. Það er
auðvelt að sjá eftir á hvað þú
lagðir á þig til að svo mætti verða
t.d. við að byggja húsið okkar
uppi á Holti og greiða það með
vinnu í Íshúsinu, keyra vörubíl,
vinna í slökkviliðinu og rukka
fyrir afnotagjöld ríkisútvarpsins.
Margföld vinna á alla mæli-
kvarða. Ekki skyldi skuldað of
lengi og því var best að leggja
mikið á sig. Mamma alltaf heima
að sjá um okkur fimm og heim-
ilið.
Pabbi var ávallt hagsýnn og
hugsaði um að okkur skorti ekki
neitt. Farnar voru ferðir til
Reykjavíkur í kexverksmiðjuna
Frón og keyptir kassar af krem-
kexi sem boðið var upp á í vina-
hópum okkar systkina. Ávallt var
lager af búvörum í geymslunni.
Við fengum föt og skó úr Einars-
búð og Geira Jó, því pabbi og
mamma vildu alltaf hafa okkur
snyrtileg.
Pabbi var góður maður við
samborgara sína og sýndi þessa
hlið strax sem ungur maður þeg-
ar hann vann í búðinni hjá afa
sínum. Afi hans nefndi oft að
hann „skrifaði“ of mikið. Þetta
var þegar fólk gat ekki greitt fyr-
ir vörurnar sem það keypti. Þeg-
ar búðin hætti var töluvert af úti-
standandi skuldum. Pabbi sagði
síðar að allt hefði innheimst en
það tók nokkurn tíma.
Þegar pabbi vann við inn-
heimtustörf hjá ríkisútvarpi/
sjónvarpi hélt hann uppteknum
hætti þar sem hann greiddi
reikninga fyrir fólk til þess að
þeir færu ekki í innheimtu lög-
fræðinga. Í heimsóknum sínum
við innheimtustörfin heimsótti
hann fjölda heimila í Hafnarfirði
og Garðabæ, hann brýndi fyrir
fólki að setja upp reykskynjara á
heimilum sínum, enda hafði hann
gegnum slökkviliðsstarfið lent í
slæmum brunum þar sem fólk
týndi lífi. Hann afhenti oft fólki
reykskynjarann og sagði að það
gæti greitt hann síðar. Í heim-
sóknum sínum við innheimtu-
störfin ræddi hann oft áhugamál
sitt, ættfræði, við heimafólkið.
Pabbi er komin af stórri fjöl-
skyldu sem bjó í Hafnarfirði og
nutum við systkin þess í ríkum
mæli. Pabbi átti tvær „mömmur“
lífmóður Málfríði S. Gísladóttur
og stjúpmóður Guðlaugu Eiríks-
dóttur. Við systkinin nutum sam-
verustunda með báðum þessum
sterku konum í lífi pabba ásamt
móðurömmu okkar. Það hefur
haft varanleg áhrif á okkur
systkinin að kynnast þessum öð-
lingskonum og fleirum úr stór-
fjölskyldunni eins og Konráði,
Sigurði, Valgeiri Óla, Gunnari og
Eiríki sem voru móðurbræður
pabba, og uppeldisbræður því
hann ólst upp hjá afa sínum og
Guðlaugu konu hans.
Pabba fannst afar gaman að
dansa gömlu dansana og tók oft
sporið með konu sinni og okkur
systrum. Þá hafði hann líka yndi
af tónlist, Ellý Vilhjálms, Raggi
Bjarna og Haukur Morthens
skipuðu þar veglegan sess. Hann
spilaði bridds við samstarfsmenn
sína á slökkvistöðinni og spilaði
vist við konu sína, móður sína og
mann hennar Benedikt, og börn
sín.
Faðir okkar var afar nægju-
samur maður, hógvær og vinnu-
samur, fjölskyldan og velferð
hennar var það sem hann lifði
fyrir.
Málfríður, Bárður,
Guðlaug, Jónína og Þórey.
Það er ekki hægt að láta hann
tengdaföður minn, Gísla Gunnar
Magnússon, kveðja þennan heim
án þess að minnast hans í nokkr-
um orðum. Ég er afar þakklátur
fyrir að hafa kynnst honum og
hans lífsviðhorfum, sem líklega
hafa verið á undanhaldi í okkar
samfélagi. Þetta eru viðhorf eins
og að eiga ávallt fyrir því sem er
keypt hvor það er stórt eða
smátt, nægjusemi, missa aldrei
úr vinnudag og helst þiggja ekki
neitt af öðrum án endurgjalds og
svo mætti lengi telja. Tengda-
pabbi var sannur bakhjarl sinnar
fjölskyldu og allir gátu leitað til
hans ef þá skorti eitthvað. Fyrir
um það bil þrjátíu árum sagði ég
við hann að nú ætlaði ég að
stofna fyrirtæki. Hann bauðst
strax til að lána fyrir stofnkostn-
aði með þeim orðum að einhver
yrði að hafa trú á ungu fólki. Það
kom þó ekki til að ég þyrfti lánið,
en þetta sýndi viðhorf hans til
fjölskyldumeðlima. Tengdapabbi
vann í mörg ár sem slökkviliðs-
maður og varðstjóri og upplifði
erfiða bruna þar sem börn týndu
lífi. Þetta hafði djúpstæð áhrif á
hann og hann gerði allt sem í
hans valdi stóð til að tryggja ör-
yggi samborgara sinna. Sam-
hliða starfi sínu hjá slökkviliðinu
rukkaði hann afnotagjöld fyrir
sjónvarp. Þannig heimsótti hann
fjölda heimila í Hafnarfirði og
Garðabæ og bauð ávallt reyk-
skynjara. Ef fólk hafði ekki aur
við hendina þá skildi hann eftir
skynjarann og sagði að þetta
mætti greiðast síðar. Hann gætti
þess alltaf að kanna hvort skynj-
arinn væri kominn upp þegar
hann mætti í næsta skipti.
Tengdapappi gerði líka annað,
hann lagði á minnið herbergis-
skipan í heimsóknum sínum og
sérstaklega hvar svefnherbergi
voru staðsett. Þetta var nýtt á
vaktinni þegar farið var í bruna,
sérstaklega í næturútköllum.
Það gladdi hann afskaplega þeg-
ar fólk kom að máli við hann og
þakkaði fyrir reykskynjarann
sem hafði látið vita á réttum
tíma, og hindraði hugsanlegan
bruna. Þetta voru fjölmörg tilvik
á þessum 30 árum sem hann
vann við þessa iðju, en hann
heimsótti hundruð heimila. Mér
verður stundum hugsað til þess
að fólk í okkar landi fær verðlaun
fyrir að vinna vinnuna sína en
menn eins og tengdapabbi sem
vinna sína vinnu í hljóði og leggja
mikið á sig til að tryggja öryggi
okkar hinna fá ekki mikið hrós
eða viðurkenningu frá samfélag-
inu sínu, en ég er viss um að fjöl-
mörgum var kunnugt um þetta
starf hans. Þó var það ekki svo,
að hann sóttist eftir slíku hrósi.
Gísli vann alla sína ævi baki
brotnu og mér fannst hann ekki
geta notið afraksturs vinnu sinn-
ar þegar hann fór á eftirlaun eins
og t.d. leggjast í ferðalög og
skoða landið sitt. Þar kom til
sjúkdómur sem hrjáði hann alla
tíð eða frá 16 ára aldri. Þetta var
Akureyrarveikin sem hrjáði
hann og dró úr honum kjark til
að njóta elliáranna að fullu. En
þar naut hans stuðnings konu
sinnar, Jónu Bárðardóttur, eins
og ávallt í þau rúmlega 60 ár sem
þau hafa verið saman, en að mínu
mati hefur tengdamóðir mín sýnt
þjónustulund sem er af öðrum
heimi allt frá því ég kynntist
henni fyrir um 40 árum. Ég
þakka fyrir samfylgdina kæri
tengdafaðir og minnist þín ávallt
með hlýhug.
Gunnlaugur B. Hjartarson
Elsku afi Gísli minn fallinn frá.
Það er svo skrítin tilhugsun að
koma í heimsókn núna á Háa-
barðið til ykkar ömmu, ganga inn
í gegnum ávallt opnar dyrnar,
einkennandi heimilislyktin fyllir
vitin og gömlu íslensku lögin óma
um húsið, en nú er enginn afi
Gísli til að taka á móti manni.
Enginn afi í eldhúsinu að klippa
út minningargreinar eða inni í
herbergi að skrifa í dagbókina,
læknabókina eða yfirfara bók-
haldið. Ég mun sakna þess að
spjalla við þig um fólk, ættfræði
og gamla tíma.
Ég mun sakna stundanna þeg-
ar þú tókst þér tíma í að sýna
okkur úrklippur úr einni af úr-
klippubókunum þínum eða flettir
upp gömlum dagbókarfærslum
okkur til gamans. Þú varst ein-
stakur maður, mörgum kostum
gæddur en ekki gallalaus. Þú
varst óbilgjarn maður, þver,
vanafastur og oftar en ekki svo
neikvæður að það var ekki annað
hægt en að hlæja að því. Eins og
þegar þú ætlaðir aldrei að nota
sturtuna á Háabarði aftur eftir
að henni var breytt (af illri nauð-
syn vegna byltuhættu sem skap-
aðist í baðkarinu sem var þar
fyrir). Nýtt var ekki betra,
neysluhyggjan syndsamleg.
Þrátt fyrir að gera fjölskyldu-
meðlimum erfitt fyrir á tímum
varst þú fyrst og fremst ljúfur
sem lamb svo innilega góður
maður. Þú varst ótrúlega dug-
legur og vinnusamur, gjafmildur,
sjálfstæður, áreiðanlegur,
nægjusamur, yfirlætislaus og
hógvær maður. Þú burðaðist alla
þína tíð með eftirstöðvar af kvilla
sem herjaði á þig ungan og aldrei
fékkst þú aðstoðina sem þú
þurftir til að glíma við „taugarn-
ar“ eins og þú sjálfur orðaðir
vandamálið. Þú fórst þetta á
hnefanum með rútínuna og dag-
bókina þér til stuðnings. En nú
veit ég að þú andar léttar á betri
stað. Nú færð þú annað tækifæri,
laus við bakverkina og taugarnar
sem héldu aftur af þér í þessu lífi
og ég veit þú munt nýta færið
vel.
Þangað til næst, elsku besti afi
minn.
Signý Lea Gunnlaugsdóttir.
Hér minnist ég elsku afa
Gísla!
Elskulegur afi minn sem var
mér svo kær lést 13. júní 2020.
Minningarnar um afa minn
munu svo sannarlega ylja mér
um hjartarætur svo lengi sem ég
lifi. Afi minn var sannkallaður
dugnaðarforkur, vinnusamur,
traustur og vinmargur. Hann
axlaði ábyrgð á því sem hann tók
sér fyrir hendur, mátti ekkert
aumt sjá, lagði hönd á plóg og
hjálpaði þeim sem minna máttu
sín. Afi vildi ekki mikið láta á sér
bera og tók sjálfan sig ekki hátíð-
lega.
Afi minn var góður maður sem
hafði áhuga á fólki, fannst gaman
að spjalla og þá sérstaklega um
ættfræði og málefni líðandi
stundar.
Hann var barngóður, ég sá
það svo innilega í augum hans
hvað honum fannst gaman og
þótti vænt um að sjá langafa-
börnin sín, Sindra Frey og Pál-
ínu Perlu. Hann hafði gaman af
því að gefa þeim kremkex og
heyra hvað þau hefðu að segja
um lífið á leikskólanum og í
íþróttunum.
Síðan eru það ótal minningar
sem ég er svo heppin að eiga.
Ferðirnar í Munaðarnes, Ólsen-
Ólsen spilin við eldhúsborðið á
Háabarðinu, kartöflugarðarnir
og gulrótaræktunin, rukkeríið,
heimsóknirnar á slökkvistöðina,
ísbíltúrarnir og gæðastundirnar
þegar afi skutlaði mér á æfingar
á barnsaldri eða í vinnuna á ung-
lingsaldri. Hann var alltaf tilbú-
inn fyrir mig! Tala nú ekki um
gotteríið sem hann átti alltaf til í
skúffunni sinni og var tilbúinn að
deila með sér.
Pizzakvöldin á föstudögum á
Háabarðinu, mánudagsmaturinn
hjá mömmu og dekurstundin
þegar sá gamli kom til mín í fót-
snyrtingu. Hann elskaði að láta
dekra aðeins við sig.
Hjá ömmu og afa á Háa-
barðinu var aldrei of mikið af
neinu. Þar var hins vegar allt það
sem við þurftum. Öryggi, rútína
og einfaldleiki. Alltaf eins. Og
það er akkúrat það sem gerði líf-
ið uppi á Holti svo notalegt.
Afa verð ég ævinlega þakklát
fyrir vináttuna, traustið, virð-
inguna, ástina, hlýjuna og allar
þessar góðu stundir sem við átt-
um saman, þær hafa gert líf mitt
sérstaklega innihaldsríkt.
Helga Lind Þóreyjardóttir.
Gísli Gunnar
Magnússon
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Faðir okkar,
ULRICH MARTH
Sandhólaferju, Rang.
Colares Portugal
andaðist á heimili sínu í Portúgal.
Sabine Marth, Jockum Ulriksson, Ulrika Marth,
makar, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
SVAVA GUÐJÓNSDÓTTIR
áður að Melaheiði 19,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í
Reykjavík 29. júní. Útför hennar fer fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 9. júlí
klukkan 11.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Skógarbæjar fyrir kærleiksríka
umönnun.
Björgvin Þór Guðnason Ásdís Sveinsdóttir
Guðni Teitur Björgvinsson
Svava Dögg Björgvinsdóttir Sveinbjörn Guðjohnsen
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Lækjasmára 2, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
2. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrrþey að
ósk hinnar látnu.
Teitur Símonarson
Anna Kr. Ingvar Bragi Hjartarson
Guðrún Magnea Teitsdóttir Hafþór Austfjörð Harðarson
Jón Ingi Teitsson
barnabörn og barnabarnabörn
Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓNS HALLDÓRS BORGARSSONAR
áður til heimilis að Jaðri, Höfnum,
verður haldin frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 9. júlí klukkan 13.
Borgar Jens Jónsson Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir
Magnús Ingi Jónsson Helga Jónína Guðmundsdóttir
Sveinbjörn Guðjón Jónsson Ingibjörg Guðjónsdóttir
Rúnar Kjartan Jónsson Hallveig Fróðadóttir
María Rós Newman
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÚLÍNÍUS HEIMIR KRISTINSSON
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
30. júní. Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju
föstudaginn 10. júlí klukkan 13.30.
Þakkir til allra sem önnuðust hann í veikindum hans.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Akureyrar og nágrennis eða Heimahlynningu Akureyri.
Gunnur Ringsted
Sindri Már Heimisson Sigríður Matthildur Aradóttir
Sigrún Vilborg Heimisdóttir Þórhallur Kristjánsson
Sigurlaug Elsa Heimisdóttir Sigurjón Sveinsson
afabörn og langafabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA GUÐNÝ HILDIÞÓRSDÓTTIR
Hvassaleiti 16,
lést fimmtudaginn 25. júní.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
mánudaginn 6. júlí klukkan 13.
Sigurður Ármann Sigurjóns. Lek Kaewphanna
Kristín Júlía Sigurjónsdóttir
Aðalsteinn Þ. Sigurjónsson Kristín Guðný Sigurðardóttir
Aðalheiður Sigurjónsdóttir Daníel Heiðar Guðjónsson
barnabörn og langömmubörn