Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 38
Hefur setið í fjölda annarra stjórna og nefnda. Jóhann hefur skrifað tugi greina í erlend vísindatímarit sem skiptast að- allega í greinar um rákótta vilja- stýrða vöðva, slétta vöðva melting- arvegar, slétta vöðva æða, faraldsfræði áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og áhrif umhverfis- og erfðaþátta á tíðni skammdegisóyndis (SAD) á Íslandi og í Kanada. Jóhann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 2004, fyrir vís- indastörf. þróun rannsókna og kennslu í lífeðlis- fræði á Íslandi. Jóhann var í kennslunefnd lækna- deildar 1966-72, í deildarráði 1971-76, deildarforseti 1972-74 og gegndi að auki ýmsum öðrum trúnaðarstörfum í þágu deildarinnar. Í nefnd til undir- búnings BA-náms í líffræði, landa- fræði og jarðfræði 1967. Ráðgjafi um undirbúning BS-náms í hjúkrunar- fræðum við HÍ og ráðgjafi HA um það nám. Hann var forseti 17. þings norænna lífeðlis- og lyfjafræðinga, sem haldið var í Reykjavík 1982. U m komu sína í heiminn hefur Jóhann Axelsson skemmtilega sögu að segja: „Það var sólskin á Siglufirði þennan dag fyrir 90 árum þegar Inga ól son í Lækjargötu og lagði í vöggu. Pabbinn, Axel, var þá í róðri á Draupni. Þegar hann var kominn að landi og hafði snyrt sig og kysst konu sína, staðnæmdist hann við vögguna, leit á son sinn og mælti: „Mikið ertu ljótur vinur, þú ert víst líkur mér.“ Ég kom ekki niður á bryggju að ég væri ekki spurður: „Ert þú ekki sonur hans Axels?““ Jóhann ólst upp á Siglufirði fram á menntaskólaár, en þá flutti fjöl- skyldan til Akureyrar. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1950 og kenndi við barna- og unglingaskólann á Seyðisfirði veturinn 1950-51. Á árunum 1951-55 var Jóhann við nám í Ósló og Kaupmannahöfn og lauk mag.scient.-prófi í lífeðlisfræði frá Farmakologisk Institut í Ósló 1956. Framhaldsnám stundaði hann við Centre Etude du Physiologie Nerveuse et Electrophysiologi í París 1957 og lauk licentiat-prófi í lífeðlis- fræði frá Zoofysiologiska Institut- ionen í Lundi 1958 og doktorsprófi í þeirri grein frá sömu stofnun 1962. Jóhann hlaut svo hinn eftirsótta Ri- ker-styrk við Department of Pharma- cology í Oxford 1959 og vann að rann- sóknum og kennslu við þá stofnun til 1962 og lauk þaðan doktorsprófi 1964. Jóhann var settur prófessor við há- skólann í Gautaborg 1962- 3, dósent og síðan rannsóknadósent við sama háskóla 1964-5. Jóhann var svo pró- fessor við læknadeild HÍ frá 1965 og veitti jafnframt forstöðu og hafði frumkvæði að stofnun Rannsóknar- stofnunar HÍ í lífeðlisfræði. Prófessor Jóhann Axelsson er sá íslenski lífeðlisfræðingur sem oftast hefur verið vitnað í í ritrýndum tíma- ritum. Rannsóknir hans hafa snert margvísleg svið taugalífeðlisfræð- innar og lífeðlisfræði vöðva og hefur hann átt mikilvægt frumkvæði að Jóhann hlaut einnig Stúdenta- stjörnuna sem stúdentar veittu, 1. desember 1971, fyrir framúrskarandi störf á sviði raunvísinda. Hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar eru verðlaun sem Félag íslenskra lífeðlisfræðinga veitir efni- legum vísindamanni fyrir verkefni á sviði lífeðlisfræði eða skyldra greina. Jóhann hefur alla tíð verið áhuga- maður um listir og hefur gegnum tíð- ina kynnst mörgum listamönnum og eignast verk eftir þá. Má þar nefna Erró, Sverri Haraldsson, Karl Kvar- an, Kristján Davíðsson og fleiri. Hann hefur fylgst vel með listalífinu og sótt sýningar og tónleika og eignast marga góða vini úr hópi listafólks. Fjölskylda Jóhann kvæntist Guðrúnu Frið- geirsdóttur, lífefnafræðingi og skóla- stjóra í Reykjavík, f. 1.6. 1930, en þau skildu. Með Guðrúnu eignaðist Jó- hann soninn Axel, f. 15.1. 1951, bú- settan í Ástralíu. Axel á fimm börn: Ellu, Alexöndru, Christopher, Matth- ias og Selmu, og þrjú barnabörn. Með Kristínu Valdimarsdóttur sál- fræðingi, f. 9.9. 1947, eignaðist Jó- Jóhann Axelsson prófessor emeritus í lífeðlisfræði við læknadeild HÍ – 90 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Jöfur Jóhann Axelsson er mikill áhugamaður um listir og sá íslenski líf- eðlisfræðingur sem oftast hefur verið vitnað í í ritrýndum tímaritum. Hefur leitt rannsóknir og kennslu í lífeðlisfræði Kátur Jóhann fimm ára gamall. 38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 50 ára Guðbjörg fæddist í Reykjavík og býr þar í dag. Hún út- skrifaðist með BSc. í líffræði frá Háskóla Ís- lands í júní 1993. Vann tvö ár á Rannsókna- stofu í lífeðlisfræði hjá Háskóla Íslands. Útskrifaðist með Cand.Sci í líffræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla í nóvember 1997. Starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá janúar 1998 til mars 2012 en hóf þá störf hjá Lyfjastofnun. Maki: Í sambúð með Gunnari Ásbirni Bjarnasyni verkfræðingi, f. 16.3. 1962. Foreldrar: Ingigerður Gissurardóttir húsmóðir, f. 2.4. 1944, og Örlygur Bene- diktsson vélvirkjameistari, f. 28.1. 1943. Guðbjög Þuríður Örlygsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur reynst nauðsynlegt að taka smávægilega áhættu til þess að hlut- irnir gangi upp eins og best verður á kosið. Hafðu það í huga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Færni þín kemur að góðum not- um, og það er góð tilfinning. Hugsaðu um hvernig þú vilt bæta samskipti þín við fjöl- skylduna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú sérð einhvern í nýju ljósi í dag, hugsanlega manneskju sem þú berð mikla virðingu fyrir. Fátt gefur þér meira en ný upplifun. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú kannt að meta það sem þú hef- ur, gera aðrir það líka. Taktu mark á því sem vel er meint. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samræður við maka þinn skipta óvenju miklu máli þessa dagana. Sumar skipta þig litlu máli, en aðrar geta hjálpað þér verulega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert ekki til stórræðanna árdegis en munt bæta það upp síðdegis. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Notaðu daginn til þess að leiða hjá þér hvað öðrum finnst. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samskipti þín við fólk eru svo nákvæm og næm að þú þarft næstum aldrei að hækka röddina til að leggja áherslu á mál þitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ástvinir eiga það til að láta öll- um illum látum bara til að fara í pirrurnar á þér. Hver sem stefnan er, fylgdu henni alltaf. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þeir eru margir sem vilja ræða mál- in við þig. Reyndu að einbeita þér að færri hlutum sem þú getur þá klárað. 50 ára Örn fæddist á Ísafirði og á lögheimili þar í dag. Hann er menntaður sjóntækja- fræðingur, skipstjóri og vélstjóri. Maki: Áslaug Sif Gunnarsdóttir viður- kenndur bókari, f. 18.2. 1969. Börn: Matthildur vélaverkfræðingur, f. 1990, Guðrún hagfræðingur, f. 1995, Dýrfinna nemi, f. 1998, Bára Sif við- skiptafræðingur, f. 1992, Gunnar Þór nemi, f. 2001, Embla Laufey nemi, f. 1997. Hann á eitt barnabarn, Elínu Odd- geirsdóttur, f. 2019 (dóttur Matthildar). Foreldrar: Torfi Björnsson skipstjóri, f. 30.11. 1927 og Sigríður Kroknes, f. 9.8. 1933. Örn Torfason Til hamingju með daginn BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 sumarútsala allt að 40% afsláttur af útsöluvörum Shea flip tungusófi 233cm kr. 176.000 Færanleg tungueining Nú kr. 132.000 -25% Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.