Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þessi bíll er mikið fágæti. Það eru ekkimargir svona bílar eftir á götunni.Hann er í toppstandi, enda hef éghugsað vel um hann í þessi fjögur ár sem liðin eru frá því ég keypti hann. Mér finnst þetta flottasti BMW sem til er, hann er stór og með fallegar línur,“ segir Hilmar Bragi Krist- jánsson sem ekur um á 31 árs bíl, nánar tiltekið BMW af gerðinni 735, árgerð 1989. „Talan 7 í talnarununni 735 stendur fyrir lúxus og fyrir vikið eru þessar týpur stærstu fólksbílar sem BMW framleiðir. Talan 35 í rununni stendur fyrir að í bílnum sé 3,5 lítra vél. Bíllinn minn er beinskiptur sem er afar sjaldgæft, því langflestir þessir bílar voru framleiddir sjálfskiptir. Hann er með boddí sem heitir E32 en það var framleitt á árunum 1987 til 1994,“ segir Hilmar sem hefur mikla ástríðu fyrir gömlum bílum, en hvað finnst honum eftirsóknarvert við að eiga nákvæm- lega svona bíl? „Þetta eru eðalbílar frá Suður-Þýska- landi, enda hafa Þjóðverjar lengi verið fremstir í bifreiðasmíðum. Þetta eru bílar sem eldast einstaklega vel, vegna góðrar hönnunar. Mér og mörgum öðrum finnst þetta verulega töff bílar, þeir eru með flottum framenda með hringlóttum ljósum og sér- stöku grilli. Þeir búa yfir einstaklega fallegu retró-útliti. Þeir eru sem sagt bæði flottir bílar og góðir bílar. Bíllinn minn vekur þó nokkra athygli hjá þeim sem hafa vit og áhuga á bílum,“ segir Hilmar sem hefur verið félagi í BMW-samfélaginu frá því hann var 16 ára. „Hér á Íslandi og í raun um allan heim er mikil menning í kringum BMW, hittingar, spjall og Facebook-hópar. Margir eru að braska með bíla í þessu samfélagi, kaupa bíla og eiga þá kannski í mánuð, breyta þeim og selja síðan aftur.“ Líka hrifinn af hippafötum Hilmar var aðeins 11 ára þegar áhugi hans á gömlum bílum kviknaði. „Í hverfinu mínu var gamall Chevrolet Camaro sem mér fannst geggjað nettur og þá opnuðust augu mín fyrir þessu. Þegar ég var 13 ára fór ég til Bandaríkjanna og Kanada og var heillaður af öllum gömlu bílunum sem ég sá þar, en áhugi minn á bandarískum bílum dalaði fljótlega og ég var orðinn rosalega hrif- inn af BMW áður en ég fékk bílpróf. Hið sjón- ræna skiptir öllu máli fyrir mig þegar kemur að gömlum bílum, þeir verða að líta vel út. Ég er reyndar heillaður af fallegum hlutum yfir höfuð og líka arkitektúr. Mér finnst gamal- dags herramannsklæði æðisleg og ég hef allt- af verið hrifinn af fötum sem fást í verslun Kormáks og Skjaldar,“ segir Hilmar, sem keypti sér auðvitað tweed-jakkaföt hjá þeim. „Ég er hrifinn af mismunandi stefnum þegar kemur að fatnaði, ég er til dæmis líka mjög hrifinn af hippafötum.“ Meiri sál og hjarta í rokki en poppi Áhugi Hilmars á því sem gamalt er nær einnig til tónlistar og hann safnar vínylplötum. „Ég hlusta á alls konar gamla tónlist en mest á rokk. Undanfarið hef ég verið að hlusta mikið á þungarokk, en ég tek fram að ég hlusta líka á nýtt rokk. Ég hef lítinn áhuga á miðju- moði í tónlist eða poppi. Ef við berum saman við popptónlist, þá eru lagatextar oft miklu dýpri í rokkinu, þar er sungið um sögulega at- burði, goðafræði, pólitík og fleira. Laglínurnar í rokkinu eru líka flóknari. Mér finnst meiri sál og hjarta í rokkinu en poppinu. Mér finnst skemmtilegra að hlusta á tónlist sem kemur frá hljóðfærum en ekki elektrónískum tækjum,“ segir Hilmar, sem spilar sjálfur á gítar. „Ég er alltaf að uppgötva einhverjar nýjar hljómsveitir og núna er ég að hlusta á þunga- rokkshljómsveitir í þyngri kantinum frá 1990. Mér finnst stefnan í tónlist sem var þá í þunga- rokkinu flott. Ég elska við þungarokkið að geta lifað mig inn í það, ég spila tónlistina á fullum krafti og hverf alveg inn í hana.“ Þegar kemur að framtíðarplönum segist Hilmar vera að spá í að mennta sig í kvik- myndahandritsgerð. „Mig langar að fara í slíkt nám til Van- couver í Kanada, því ein af mínum dellum er skíðamennska og ég lærði mikið á skíði í Kan- ada. Eitt besta skíðasvæði í heimi að mínu mati er nálægt Vancouver og þar er líka hægt að fara útfyrir á fjallaskíði. Ég veit fátt betra en tilfinninguna sem fylgir því þegar maður er bú- inn að skíða í átta til tíu klukkutíma að smeygja sér svo í heita pottinn og slaka á.“ Veikur fyrir gömlum eðalvögnum Hann var aðeins 11 ára þegar áhugi hans á gömlum bílum kviknaði og var kolfallinn fyrir BMW áður en hann fékk bílpróf. Hilmar er heillaður af gömlu. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Retro Hilmar við BMW-inn sinn í gamaldags herramannsklæðum. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Sirkus er sannarlega eitthvað sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af. Nú er lag, því á morgun sunnudag kl. 13-16 verður sirkus í Árbæjarsafni. Með honum koma ýmsir kynlegir kvistir með magnaða hæfileika. „Hægt verður að berja augum loft- fimleikafólk, lygilega góðan galdra- mann, skeggjuðu konuna, ósýnilega manninn í Suðurgötu, tattoo-konuna og fleiri skrautlegar persónur sem verða á ferli um safnið. Hjá sterkasta manni heims má spreyta sig á kraft- lyftingum. Á þorpstorginu verður í boði að fara í lestaferð í nýju krakka- lest safnsins, kaupa sælgæti af sirkúsdömu og grilla sykurpúða yfir glóðum. Einnig verða skemmtileg úti- leikföng og leikir fyrir krakka, m.a. ratleikur, og handverksfólk verður í húsunum og lummur í Árbænum,“ segir í tilkynningu. Árbæjarsafn býr yfir mörgum skemmtilegum svæðum og sýning- um, til dæmis er sívinsæl leikfanga- sýning í Landakoti þar sem má snerta og leika með leikföngin. Kindur eru í haga og landnámshænurnar vappa frjálsar um safnið. Heitt á könnunni í Dillonshúsi og veitingar. Líf og fjör með sirkusi í Árbæjarsafni á morgun sunnudag Ósýnilegi maðurinn, skeggjaða konan og fleiri verða á ferli Gaman Loftfimleikar og fleira skemmtilegt verður í Árbæjarsafni. „Nú vakna ég útsofinn og hv Skúli Sigurðsson Minnkar óþægindi við þvaglát Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Rannsóknir hafa sýnt að með þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur blöðruhálskirtill minnkað töluvert. ™ íldur“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.