Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að ferðamenn frá um sextíu ríkjum myndu ekki lengur þurfa að dvelja í 14 daga sóttkví við komuna til Eng- lands. Þessi breyting mun gilda frá og með 10. júlí næstkomandi, en hún nær ekki enn sem komið er til Skotlands, Wales eða Norður-Ír- lands. Ísland, Noregur, Danmörk og Finnland eru á meðal þeirra ríkja sem Bretar telja örugg, en Svíþjóð er ekki á listanum. Þá eru hvorki Bandaríkin né Kína undanskilin sóttkvínni, en ferðalangar frá Hong Kong verða það. Mörg af ríkjunum hafa á móti samið við bresk stjórnvöld um að breskir ferðalangar muni sömuleiðis geta ferðast á móti án þess að þeirra bíði 14 daga sóttkví. Þá munu krár og veitingastaðir fá að opna á ný í Bretlandi í dag eftir þriggja mánaða lokun, og hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, landa sína til þess að fagna þeim áfanga á ábyrgan hátt. Segir ríki þurfa „að vakna“ Nærri 11 milljónir manna hafa nú smitast af kórónuveirunni og rúm- lega 523.000 látist af völdum hennar. Michael Ryan, einn af framkvæmda- stjórum Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar sagði brýnt að ríki heims færu að „vakna“ til vitundar um stöðuna sem væri grafalvarleg. „Gögnin ljúga ekki. Staðan lýgur ekki,“ sagði Ryan og bætti við að ekki væri of seint að grípa í taumana í heimsfaraldrinum. Vísaði Ryan þar meðal annars til þess að nýjum tilfellum kórónuveir- unnar hefur fjölgað hratt að und- anförnu. Í Bandaríkjunum fjölgaði tilfellum til dæmis um rúmlega 53.000 á einum sólarhring, og var það annan daginn í röð sem meira en 50.000 ný tilfelli voru skráð. Rúmlega 2,7 milljónir manna hafa nú smitast af veirunni í Bandaríkj- unum og um það bil 129.000 látist. Er gert ráð fyrir að fjöldi tilfella vestanhafs fari yfir þrjár milljónir í næstu viku, en Bandaríkjamenn halda upp á þjóðhátíðardag sinn í dag, 4. júlí. Hafa ríki í sunnan- og vestanverð- um Bandaríkjunum neyðst til þess að loka veitingahúsum og öðrum samkomustöðum á ný, og hefur það varpað skugga yfir komandi hátíðar- höld. Þá fyrirskipaði Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, að setja á grímu- skyldu í þeim sýslum ríkisins þar sem fleiri en 20 tilfelli hafa greinst. AFP Faraldur Heilbrigðisstarfsmenn í Houston huga að kórónuveirusjúklingi. Afnema sóttkví fyrir suma  Um 60 ríki á lista breskra stjórnvölda yfir örugg ríki  Meira en 50.000 dagleg tilfelli í Bandaríkjunum  Skuggi veirunnar vomir yfir þjóðhátíðardeginum Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Evrópskar löggæslustofnanir leystu á fimmtudag frá skjóðunni um fíkni- efnamál sem vart á sér hliðstæðu í álfunni hvað umfang varðar. Er þar á ferð hið svokallaða EncroChat-mál er dregur nafn sitt af dulkóðuðum samskiptamiðli sem tæknimönnum frönsku lögreglunnar tókst að hlera. Rannsókn málsins hófst árið 2017 og stóð fram í júní á þessu ári. Munu framhaldsrannsóknir þó skipta hundruðum, að því er Tine Holle- voet, upplýsingafulltrúi evrópsku löggæslustofnunarinnar Europol, sagði í samtali við mbl.is í gær. Óttuðust ekki hleranir EncroChat er dulkóðað símkerfi byggt á farsímum sem hvorki eru búnir myndavél, hljóðnema né GPS- búnaði. Kerfið byggir á tvöföldu stýrikerfi, annars vegar hluta sem gerir það að verkum að farsímanet- kerfi telja sig greina hefðbundna far- síma, hins vegar hluta sem hvergi er sýnilegur. Notendur EncroChat, sem þar til um miðjan júní voru um 60.000, töldu samskipti sín óhleranleg og skipu- lögðu flutninga margra tonna af fíkniefnum um gervalla Evrópu. Í kjölfar þess að flett var ofan af sam- skiptamiðlinum handtók lögregla í Bretlandi, Frakklandi og Hollandi hátt í eitt þúsund manns auk þess að leggja hald á tugi tonna af fíkni- efnum og andvirði milljarða króna í reiðufé. Málið afhjúpar að sögn Europol aðeins toppinn á gríðarstórum ísjaka skipulagðrar glæpastarfsemi í Evrópu. Treystu kerfinu eins og nýju neti  Eitt stærsta fíkniefnamál Evrópu Ljósmynd/National Crime Agency Breiðari spjótin Bresk lögregla knýr dyra við rannsókn málsins. Emmanuel Macron Frakklands- forseti skipaði í gær Jean Castex sem næsta forsætisráðherra Frakk- lands, en Edouard Philippe, sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin þrjú ár, sagði af sér eftir að flokkur Macrons, En Marche!, beið afhroð í sveitarstjórnarkosningum. Eins og Philippe var Castex upp- haflega í Repúblíkanaflokknum, flokki franskra hægrimanna, en hann var áður ráðgjafi Nicolas Sar- kozy, þáverandi Frakklands- forseta, í félagsmálum. Ákvörðun Macrons þótti koma nokkuð á óvart og töldu sumir stjórnmálaskýrendur í Frakklandi hana sýna að Macron vildi sjálfur hafa beinni ítök við stjórn landsins. FRAKKLAND AFP Frakkland Philippe (t.v.) afhenti Cas- tex lyklavöldin að forsætisráðuneytinu. Philippe segir af sér eftir kosningaósigur Andrés Breta- prins lýsti því yfir í gær að hann væri „furðu lost- inn“ vegna ásak- ana um að hann hefði ekki verið liðlegur við rann- sókn bandarískra saksóknara á barnaníðsmáli Jeffrey Epstein. Sögðu lögfræðingar prinsins að hann hefði boðið saksóknurunum aðstoð sína oftar en einu sinni á þessu ári, og að minnsta kosti tvisv- ar haft samband að fyrra bragði. Eitt af fórnarlömbum Epsteins hefur sakað Andrés um að hafa nauðgað sér þegar hún var undir lögaldri. Prinsinn hefur neitað ásök- ununum. BRETLAND Andrés furðar sig á ásökun saksóknara Andrés Bretaprins Skemmdarverk voru unnin á styttu Litlu hafmeyjarinnar í Kaup- mannahöfn í fyrrinótt. Krotuðu skemmdarvargarnir setninguna „Racist Fish“ á stall hafmeyjar- innar og límdu límmiða yfir brjóst hennar. Lögreglan í Kaupmanna- höfn sagðist vera að rannsaka mál- ið, en ekki var ljóst hver tilgang- urinn með skemmdarverkunum var. Styttan fræga er gerð eftir aðal- söguhetjunni úr samnefndu ævin- týri H.C. Andersen frá árinu 1837, en styttan, sem Edvard Eriksen bjó til, var reist árið 1913. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem styttan verður að skotspæni skemmdarvarga, en höfuð hennar var fjarlægt bæði árið 1964 og svo aftur árið 1998. Þá var handleggur styttunnar sagaður af henni árið 1984 og styttan öll sprengd af stalli sínum árið 2003. Slapp hún þó bara með örfáar skrámur í það skiptið. Erfitt að sjá tenginguna Stundum hafa skemmdarverkin haft pólitíska tengingu, en síðast í janúar málaði einhver „Frelsum Hong Kong“ á sama stað. Sérfræðingar í verkum H.C. Andersen hafa hins vegar klórað sér í kollinum vegna áletrunarinnar nú. Ane Grum-Schwensen, sérfræð- ingur við H.C. Andersen-stofnunina í Háskóla Suður-Danmerkur, sagði við fréttastofu TV2, að vissulega væri hægt að lesa alls kyns merk- ingar út úr bókmenntaverkum. „Ég á hins vegar nokkuð erfitt með að sjá hvað gæti talist til kynþátta- hyggju í Litlu hafmeyjunni,“ sagði hún. Þetta er ekki eina styttan í Kaupmannahöfn sem hefur orðið fyrir skemmdarverkum undan- farnar vikur, en einnig hefur verið krotað á styttur af Hans Egde, kristniboða í Grænlandi, Mahatma Gandhi og Kristjáni IV., sem ríkti frá 1588 til 1648. Skemmdarverk á Litlu hafmeyjunni  „Racist Fish“ krotað á stall stytt- unnar  Fleiri styttur skemmdar AFP Krot Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar nú skemmdarverkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.