Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 389.000 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar SUMARTILBOÐÁGARÐHÚSUM! Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vorum full af bjartsýni þegar við réðumst í þessa fjárfestingu og erum það reyndar enn. Því er að vísu ekki að neita að okkur brá mik- ið þegar það varð 60% tekjufall í Covid,“ segir Agnes Anna Sig- urðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógs- sandi. Fyrirtækið tók á dögunum í notk- un nýja áfyllingarlínu fyrir bjór í dósum. Fram til þessa hefur Kaldi aðeins framleitt bjór í flöskum. Áfyllingarlínan var keypt frá Ítalíu og kostaði 60 milljónir króna. „Við gerðum eins og við höfum gert með annan búnað hér, við kaupum vandaðan búnað. Ég var reyndar búin að segja það margoft að Kaldi færi aldrei í dós en það er í lagi að skipta um skoðun. Mark- aðurinn kallaði eftir þessu.“ Fyrstu dósirnar eru komnar í valdar Vínbúðir að sögn Agnesar. Er þar um að ræða Sumar Kalda, sem verður á sérstöku tilboðsverði í tilefni þessa áfanga. Agnes segir kaup á dósalínu hafi verið í bígerð síðustu tvö ár. Ákveð- ið hafi verið að kýla á kaupin síð- asta haust og í vor var von á sér- fræðingum frá Ítalíu til að setja hana upp. Sú heimsókn var afþökk- uð í kórónuveirufaraldrinum. „Strákarnir mínir settu hana bara saman sjálfir og það gekk mjög vel. Sumarbjórinn bragðast mjög vel úr dósinni,“ segir Agnes. 60 milljóna fjárfesting  Bruggsmiðjan Kaldi tekur nýja dósalínu í notkun  Var brugðið þegar tekjur minnkuðu um 60% í veirufaraldrinum Tímamót Fyrsta dósin sem kom af nýrri áfyllingarvél hjá Kalda. Arkitektastofurnar Arkþing-Nordic og Efla hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögur sínar í hugmyndasamkeppni Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði um endurnýjun á húsnæði stofnunar- innar og hugmyndum um framtíðar- uppbyggingu. Leitast var eftir til- lögum að heildarskipulagi sem inniheldur meðal annars nýjan heilsudvalarstað fyrir erlendan og innlendan markað með heilsulind og aðgangi að læknisþjónustu hjá stofn- uninni, auk skipulags íbúðarbyggðar sem mun tengjast starfsemi NLFÍ lauslega. Alls bárust 11 hugmyndir í sam- keppnina en veitt voru verðlaun fyrir þrjár bestu tillögurnar að mati dóm- nefndar, auk verðlauna fyrir áhuga- verðar tillögur. Að sögn Inga Þórs Jónssonar, markaðsstjóra Heilsu- stofnunarinnar, liggur áætlun fyrir um framtíðaruppbyggingu en við- búið er að verðlaunatillögur verði lagðar til grundvallar þegar þar að kemur. Sigurvegararnir hljóta að launum 4,5 milljónir króna. Í öðru sæti var tillaga frá Tark arkitektum en í þriðja sæti tillaga Andrúms arki- tekta. Alls bárust 11 hugmyndir að nýju húsnæði Heilsustofnunarinnar í Hveragerði Ljósmynd/Arkþing/Efla Verðlaun í hugmynda- samkeppni Höskuldur Daði Magnússon Aron Þórður Albertsson Forlagið, stærsta bókaforlag landsins, hefur fengið 75 milljónir króna í endurgreiðslur frá íslenska ríkinu síðustu 18 mánuði. Um- ræddar greiðslur eru í samræmi við nýleg lög sem sett voru til að styðja við íslenska bókaútgáfu. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni hefur verið gengið frá samningi um að sænska stórfyr- irtækið Storytel AB kaupi 70% hlutafjár Forlagsins. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlits- ins. Haft var eftir Agli Erni Jó- hannssyni, framkvæmdastjóra Forlagsins, á fimmtudag að fyrir- tækið myndi eftir sem áður gefa út íslenskar bækur eftir íslenska höf- unda og myndi því áfram sækja um endurgreiðslur útgáfukostnaðar, þótt eignarhaldið færðist til Sví- þjóðar. „Styrkirnir hafa verið veittir sem stuðningur við útgáfu á ís- lensku efni. Eignarhald félagsins skiptir þar ekki máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, spurður um þessar endurgreiðslur ríkisins í gær. Samkvæmt svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins hefur úthlutunarnefnd fjallað um 465 umsóknir um endurgreiðslur vegna útgáfu bóka á íslensku frá því að lög um þau tóku gildi í ársbyrjun 2019. Alls hefur verið úthlutað 249,7 milljónum króna til tæplega 70 aðila sem sent hafa inn umsókn- ir. Hlutdeild endurgreiðslna vegna útgáfu á vegum Forlagsins nemur 30,1% af þeirri heildarfjárhæð. Er það hlutfall í samræmi við umfang Forlagsins af bókamarkaðnum eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Í fyrra fékk Forlagið endur- greiddan kostnað vegna útgáfu 57 verka. Heildarupphæð endur- greiðslu það ár var 33.029.696 krónur. Það sem af er þessu ári hefur Forlagið fengið endurgreidd- an kostnað vegna 51 verks. Heild- arupphæð endurgreiðslu nemur 42.206.045 krónum. Hefur fengið 75 milljónir  Forlagið hefur fengið um 30% af endurgreiðslum ríkisins  Stuðningur við út- gáfu á íslensku efni og eignarhald skiptir þar ekki máli að sögn fjármálaráðherra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forlagið Stærsta bókaforlag landsins rekur bókabúð úti á Granda. Konan sem lögreglan hefur lýst eftir fannst látin rétt fyrir hádegi í gær, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hennar hafði verið leitað frá því á fimmtudag og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða við leitina. Konan fannst látin eftir mikla leit Franska birtingarfyrirtækið Havas Media varð hlutskarpast í útboði Ís- landsstofu á birtingarþjónustu og ráðgjöf. Samningurinn er til þriggja ára, með framlengingar- ákvæði, og nær til allra birtinga á auglýsingum frá Íslandsstofu, þar á meðal vegna átaksins Ísland – sam- an í sókn, markaðsverkefni ís- lenskra stjórnvalda sem er hluti af efnahagsaðgerðum vegna kórónu- veirunnar. Í maí var greint frá því að samið hefði verið við bresku auglýsinga- stofuna M&C Saatchi um gerð aug- lýsinga vegna þess átaks, en hún varð hlutskörpust í útboði. alexander@mbl.is Frakkar annast birt- ingar Íslandsstofu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.