Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Viðskiptablaðið sagði frá því áfimmtudag að 330 dagar væru liðnir frá því að blaðið hefði óskað eftir að fá afhentar fundargerðir stjórnar Ríkisútvarpsins. Nú væri svo komið að úr- skurðarnefnd um upplýsingamál hefði sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf og farið fram á að stjórnin svar- aði beiðni Viðskiptablaðsins eigi síðar en 15. þessa mánaðar. Einnig kom fram að 223 dagar væru liðnir frá því að úr- skurðarnefndin hefði beðið Ríkis- útvarpið að af- greiða málið!    Hrafnar Viðskiptablaðsins voruekki sáttir við þennan seina- gang og sögðu að úrskurðar- nefndin væri „búin að fá sig full- sadda og sendi stjórninni erindi sem á sér líklega engin fordæmi. Verði stjórnin ekki búin að afgreiða málið á næstu tveimur vikum hyggst nefndin gera Alþingi, sem og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, grein fyrir málinu og vekja athygli á óhóflegum töfum. Þetta þykir hröfnunum merkilegt enda leggur RÚV mikla áherslu á það hlutverk sitt að starfa í almannaþágu.“    Það er reyndar ekki svo að Ríkis-útvarpið leggi áherslu á að starfa í almannaþágu heldur er það eina ríkisstofnunin sem hefur þenn- an tilgang sérstaklega tilgreindan í lagaheiti sínu, sbr. lögin sem um það gilda, „Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu“.    En hvers vegna skyldi þessióvenjulega yfirlýsing hafa verði sett í nafn fyrirtækisins? Getur verið að það stafi af slæmri samvisku? Slæm samviska í almannaþágu? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Útvarpsmessur hafa átt sinn fasta tíma klukkan 11 á sunnudagsmorgnum á Rás 1 á RÚV. Langoftast eru þær flutt- ar í beinni útsendingu. Undanfarin sjö sumur hefur sá hátt- ur verið hafður á að taka fyrir fram upp messur sem fluttar eru yfir hásumarið. Hljóðupptökubíll Ríkisútvarpsins hefur farið út á landsbyggðina og tekið upp messurnar. Margrét Bóasdóttir, söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, hefur séð um skipulagið og Einar Sigurðsson hljóðmeistari séð um upptökur. „Allt er breytingum háð. Kórónu- veiran gerði margvíslegan usla sem öllum er kunnur. Það stóð til að taka upp ellefu messur í Austurlandspró- fastsdæmi en veiran var snöggtum þéttari en Austfjarðaþokan og setti það strik í reikninginn svo að þeim upptökum varð að fresta um ár,“ segir í frétt á heimasíðu kirkjunnar. Þess í stað hlupu Suðurnesjamenn í skarðið og voru hljóðritaðar fimm messur í Sandgerðiskirkju. Síðasta sunnudag var útvarpað messu frá Keflavíkurprestakalli. Á morgun, sunnudag, verður útvarpað messu frá Útskálaprestakalli. 12. júlí er messa frá Njarðvíkurprestakalli, 9. júlí er messa frá Tjarnaprestakalli: 9. ágúst er svo messa þriggja prestakalla eða Keflavíkur-, Njarðvíkur- og Útskála- prestakalla. sisi@mbl.is Suðurnesjamenn hlupu í skarðið  Veiran kom í veg fyrir að hægt væri að taka upp messur á Austurlandi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Útskálakirkja Messu safnaðarins verður útvarpað á sunnudag. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur gengið svakalega vel. Nýtingin virðist skiptast mjög jafnt á milli geira,“ segir Þórhildur Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Parallel. Fyrirtækið vinnur með Stafrænu Íslandi að útfærslu ferðagjafar stjórnvalda. Nokkur reynsla er nú komin á ferðagjöfina og síðdegis á fimmtu- dag höfðu alls um 10.400 manns nýtt sér ferðagjöfina. Tæpar 43 millj- ónir króna hafa samanlagt kom- ið í kassa ferða- þjónustufyrir- tækja af þessum sökum. Líklegt má þó telja að nýt- ingin sé rétt að fara af stað enda mesti sumarleyfismánuðurinn rétt hafinn. Um 55 þúsund Íslend- ingar hafa þegar sótt sér ferða- gjöfina. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum fá allir einstaklingar 18 ára og eldri með lögheimili á Ís- landi ferðagjöfina sem er að and- virði 5.000 kr. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónu- veirufaraldursins. Hægt er að kynna sér ferðagjöfina á vefsíð- unni ferdalag.is og sjá hvaða fyrirtæki taka þátt. Fjölbreytti þjónusta í boði „Þetta eru að nálgast 1.000 fyrirtæki sem hafa skráð sig. Allt frá bændum með litla gistingu upp í stór hótel og afþreyingar- fyrirtæki,“ segir Þórhildur. Tíu þúsund hafa nýtt sér ferðagjöf  43 milljónir í kassa ferðaþjónustunnar 30% 30% 28% 12% Nýting ferðagjafar stjórnvalda Veitingar Gisting Afþreying Bílaleigur o.fl. Heimild: Parallel ráðgjöf Margir nýta sér ferðagjöfina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.