Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020
Listamaðurinn Bertel Thorvaldsen styður sig í sjálfsmynd við gyðju
vonarinnar. Verkið mótaði hann í gifs árið 1839 og hjó aðstoðarmaður það út.
AF MYNDLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þann 19. nóvember í ár verða250 ár liðin frá fæðingu einskunnasta sonar Íslands á 18.
og 19. öld, eða réttara sagt sonar-
sonar landsins, því þann dag árið
1770 fæddist í Danmörku hjónunum
Gottskálk Þorvaldssyni og Karen
Dagnes sonurinn Bertel sem átti eft-
ir að verða einn þekktasti og dáðasti
myndhöggvari 19. aldar. Er Bertels
Thorvaldsens minnst með sýningum
í heimaborginni í ár, í tilefni þessara
tímamóta. Kórónuveirufaraldurinn
raskaði sýningarhaldinu nokkuð en
nú hefur verið opnuð að nýju í Thor-
valdsen-safninu fagra í hjarta Kaup-
mannahafnar sú fyrsta af þessum
sýningum, þar sem sjónum er eink-
um beint að portrettum meistarans,
með „inngripum“ frá nokkrum sam-
tímalistamönnum.
Gottskálk faðir Bertels var ættl-
aður frá Reynistað í Skagafirði,
hafði flutt ungur til Danmörkur og
numið myndskurð. Hann starfaði við
skreytingar skipa og fór Bertel
barnungur að aðstoða föður sinn.
Hæfileikar drengsins vöktu athygli
og aðeins 11 ára gamall fékk hann
inngöngu í Konunglega akademíið í
Kaupmannahöfn þar sem hann nam
höggmyndalist. Þar fengu hæfileik-
arnir að blómstra og eftir að námi
lauk fékk Bertel Thorvaldsen styrk
til að halda í námsferð til Rómar,
sem var þá höfuðstaður klassískrar
höggmyndagerðar. Námsferðin sem
Bertel lagði upp í haustið 1797 varð í
raun að ævistarfi, því í Róm dvaldi
hann og starfaði í um fjörutíu ár og
varð þekktasti og umtalaðasti högg-
myndameistari þess tíma. Starf-
rækti hann nokkrar fjölmennar
vinnustofur og sinnti verkefnum fyr-
ir ýmsa höfðingja. Er hann til að
mynda eini listamaðurinn sem ekki
var kaþólskur sem á verk í Péturs-
kirkjunni.
Grafinn í safninu
Það var ekki fyrr en árið 1838
sem Bertel sneri aftur til Kaup-
mannahafnar, orðinn 68 ára gamall,
á skipi sem danski konungurinn
sendi eftir honum og verkum hans.
Við komuna til borgarinnar voru
honum afhent lyklavöld að henni
með táknrænum hætti, og er hann
eini maðurinn sem allt til þessa dags
hefur hlotið þann heiður. Bertel kom
sér upp vinnustofu í fæðingarborg-
inni og tekið var að byggja safnið
fagra um verk hans. Listamanninum
auðnaðist ekki að sjá það fullbúið því
Bertel lést 24. mars árið 1844, 73 ára
gamall. Fjórum árum seinna var
kista hans grafin í garðinum í hjarta
safnsins, skömmu áður en það var
opnað, innan um fjölmörg fögur
verk sem hann mótaði og hjó út á
langri starfsævi.
Inngrip ungra listamanna
Gagnrýnendur danskra fjöl-
miðla hafa lofað portrettsýninguna
sem sett hefur verið upp í safni
Thorvaldsens í samstarfi við Kaup-
mannahafnarháskóla og Die Glypto-
thek í München en þar verður síðar
á árinu opnuð önnur sýning sem
hverfist um verk Bertels.
Á sýningunni eru verk Thor-
valdsens sett fram í samtali við
klassísk grísk og rómversk verk,
verk annarra listamanna frá sama
tíma og hann starfaði á og fyrrnefnd
„ígrip“ danskra samtímalistamanna.
Þar koma að Jeannette Ehlers, Lise
Harlev, Merete Pryds Helle, Nikolaj
Recke og Trine Søndergaard, lista-
menn þekktir fyrir ólíka miðla, þrí-
víð verk sem ljósmyndir. Grunn-
hugmyndin með sýningunni er að
útskýra fyrir gestum nú á tímum tví-
víðra portretta – og ekki síst sjálfs-
mynda – eiginleika þrívíðra manna-
mynda og einstakan galdurinn í
verkum Bertels Thorvaldsens.
Stórafmæli marmarameistara
Samræmi Það er upplifun að koma í fallegt Thorvaldsen-safnið.
Ljósmyndir/Thorvaldsen-safnið - Jakob Faurvig
Portrett Á afmælissýninguni er portrettið skoðað frá ýmsum hliðum.
Karakter Thorvaldsen var dáður
fyrir túlkun sína á manngerðum.
Formfegurð Smáatriðin fá að
njóta sín í marmaraverkunum.
Adonis Hér má sjá hvernig samtímalistamenn vinna með mynd Bertels af
Adonis frá 1808 og stilla upp með mannamyndum frá ólíkum tímum.
Leirdalur 21, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Nýjar 4. herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs.
Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum.
Hagstæð seljendalán í boði
sýningaríbúð
Opið hús mánudaginn 06.07.2020 frá kl.17:15-18:00