Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 4
Ljósmynd/Ómar Strokkur Ferðamenn eru aftur farnir að sjást á helstu ferðamannastöðum. Þeir koma með hópferðabifreiðum, eins og lítill hópur sem fylgdist með gosi úr Strokki í fyrradag, en fleiri vilja þó vera út af fyrir sig á bílaleigubíl. Ferðaþjónustan hefur aðeins verið að braggast þótt hún sé ekkert í lík- ingu við það sem verið hefur á þess- um tíma árs, á undanförnum árum. Íslendingar á sumarferðalögum bera uppi eftirspurnina. Erlendir ferðamenn eru farnir að sjást á vinsælustu ferðamannastöð- um landsins. Koma þeir eitthvað með hópferðabílum en þó aðallega á bílaleigubílum. Þórir Garðarsson, stjórnar- formaður Gray Line á Íslandi, segir að fyrirtækið fari þrjár ferðir í viku um Gullna hringinn. Ekki séu marg- ir farþegar, yfirleitt 10 til 20 á dag, en á sama tíma undanfarin ár hafi verið um 150 farþegar á dag í sam- tals fjórum ferðum. Gray Line fer tvær ferðir í viku á suðurströndina og eru gjarnan 10 farþegar í ferð. Önnur rútufyrirtæki eru með ferðir á helstu ferðamannastaði, gjarnan á litlum hópferðabílum. „Við höfum þá stefnu að hafa frekar stærri bíla þannig að alltaf sé hægt að hafa ann- að hvert sæti laust,“ segir Þórir og bætir því við að ferðirnar séu skipu- lagðar eftir þróuninni í spurn eftir skoðunarferðum. „Þetta fer hægt og rólega af stað en það er þó eitthvað að gera. Margir Íslendingar eru á ferðinni. Þeir nýta þá fjölbreyttu þjónustu sem hér er, hótel, veitingahús og af- þreyingu,“ segir Elías Guðmunds- son, hótelstjóri í Vík í Mýrdal. Hann nefnir sem dæmi að mikið sé að gera í zipline-svifbrautinni í Grafargili of- an við Vík. Elías segir að bæði hótelin sem hann rekur í Vík, Hótel Vík og Hótel Kría, séu opin og þar sé mest að gera um helgar. Íslendingarnir komi þar sterkir inn. Aftur á móti sjáist ekki neinir hópar erlendra ferða- manna, enn sem komið er, og þess vegna hafi ekki verið hægt að opna stóra veitingastaðinn, Ice Cave, en fjöldi annarra veitingastaða sé opinn. Elías segir að mikil óvissa ríki um þróun ferðaþjónustunnar, meiri en hann hefur upplifað áður. Segir að dimmt sé yfir haustinu. helgi@mbl.is Enn fáir í skoðunarferðum  Íslendingar bera uppi eftir- spurnina Ferðamenn við Gullfoss Mikil óvissa ríkir um þróun ferðaþjónustunnar þótt hún sé aðeins farin að braggast. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Sjávarútvegs- ráðherra fer að vísindalegri ráð- gjöf Hafrann- sóknastofnunar um leyfilegan heildarafla í ís- lenskri fiskveiði- lögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerð um heildarafla fyrir fiskveiðiárið sem hefst 1. september næstkomandi var gefin út í gær. Tekið er fram í tilkynningu ráðu- neytisins að ráðgjöf Hafró byggi á því að nýta stofna miðað við há- marksafrakstur að teknu tilliti til vistkerfis- og varúðarnálgunar. Minni kvóti Hafrannsóknastofnun ráðlagði 6% lækkun á aflamarki þorsks byggt á aflareglu stjórnvalda, úr 272.411 tonnum í 256.593 tonn. Helsta ástæða lækkunar var lækk- un í stofnmælingum botnfiska auk þess sem að þessu sinni voru vísi- tölur 1 til 14 ára þorsks í stað 1 til 10 ára sem miðað hefur verið við áður. Samkvæmt aflareglu verður afla- mark ýsu 45.389 tonn fiskveiðiárið 2020/2021 sem er 9% hækkun frá fiskveiðiárinu 2019/2020. Ástæða hækkunarinnar eru bættar nýlið- unarhorfur. Gert er ráð fyrir að við- miðunarstofn ýsu stækki á næstu tveimur árum en eftir það er líkleg- ast að hann standi í stað. Sam- kvæmt aflareglu verður aflamark ufsa 78.574 tonn sem er minnkun um 2% frá síðasta ári. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíus- syni sjávarútvegsráðherra í tilkynn- ingu um ákvörðun heildaraflamarks að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar beri með sér að helstu nytjastofnar séu sterkir. Hins vegar blasi við ný- liðunarbrestir í nokkrum tegundum sem Hafró í samráði við ráðuneytið muni þurfa að mæta með frekari rannsóknum. helgi@mbl.is Farið að ráðgjöf Hafró  Aflamark þorsks minnkar um 6% Kristján Þór Júlíusson Þrjú innanlandssmit greindust á Ís- landi í fyrradag og var tilkynnt um þau í gær. Tvö smit greindust á landa- mærunum, þar af einn sem var að koma með Norrænu. Einn til viðbótar reyndist smitaður um borð í Nor- rænu, en hann hafði verið skimaður í Danmörku áður en hann fór um borð. Smitið sem greindist í eiginlegri landamæraskimun af hálfu Íslend- inga í Norrænu er fyrsta smitið sem greinist í tengslum við skipið frá því að það hóf komur sínar til landsins með farþega á nýjan leik. Farþegarn- ir voru 643. Eins og komið hefur fram í um- ræðunni síðustu daga eru samskipti ferðamanna við Íslendinga ekki það sem hefur verið að valda hópsmiti meðal Íslendinga. Vandinn er Íslend- ingar með mikið félagslegt tengsl- anet. Af þessum sökum var staðfest með auglýsingu heilbrigðisráðherra í gær það sem þegar hafði verið gefið í skyn, að sérstakar reglur yrðu inn- leiddar um Íslendinga sem eru að koma frá útlöndum. 13. júlí þurfa þeir að fara í skimun við komu til landsins, fara svo í sóttkví í 4-5 daga, og fara svo aftur í skimun við veirunni, ef ske kynni að nýleg sýking hefði farið framhjá fyrri skimuninni. Komið hefur fram að seinni skimunin verði Íslendingum að kostnaðarlausu. Sagt er að nýja fyrirkomulagið fyr- ir Íslendinga eigi að taka gildi „eigi síður en 13. júlí“, svo að hugsanlegt sé að það taki gildi fyrr. Í faraldrinum hingað til hafa ráðstafanir sem kynntar eru með þessu orðalagi flest- ar endað á að taka gildi einmitt á nefndri dagsetningu. Heimildir Morgunblaðsins herma að svo verði einnig nú. Ástæðan fyrir því að ekki var unnt að innleiða þessar nýju regl- ur strax er að sögn Iðunnar Garðars- dóttur, aðstoðarmanns Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, reglugerðir sem þarf að útfæra og skipulagning aðgerðarinnar. Á sama tíma og áhyggjur af hóp- smiti eru miklar sagði Ragnar Freyr Ingvarsson umsjónarlæknir á göngu- deild COVID-19 við mbl.is í gær að helmingur starfsliðs göngudeildar- innar væri í sumarfríi. Hann fyndi ekki fyrir sama samtakamætti í sam- félaginu og í fyrri bylgju faraldursins og að deildin hefði þurft andrými á milli bylgja. snorrim@mbl.is Níu dagar í nýtt fyrirkomulag  Íslendingar fari í tvær skimanir við komu til landsins  Ekki hægt að innleiða þá reglu strax  Fyrsta smitið í Norrænu kom upp í gær  Göngudeild COVID-19 illa mönnuð vegna sumarleyfa Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 15. júní Reynslan af skimun og engri sóttkví við komuna til landsins meðal Ís- lendinga hefur verið slæm. Því þurfa þeir frá 13. júlí að fara í tvær skimanir. Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 1. 2. Jákvæð sýni í landamæraskimun Smitandi Ekki smitandi Beðið eftir niðurstöðum 84.033 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 17.705 sýni438 manns eru í sóttkví Uppruni smita frá 15. júní, öll sýni Innanlands Erlendis Óþekktur 31 25 11 723 1.855 staðfest smit 13 eru með virkt smit Landamæraskimun ÍE LSH Heimild: covid.is 2 1 2 2 1 2 1 3 1 10 3 3 31 1 1 1 1 1 1 2 2 3 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.