Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Framtak Það er í nógu að snúast í görðum landsmanna þegar veðurfarið veldur því að gróður sprettur sem aldrei fyrr. Þá er eins gott að hafa nægt eldsneyti á vélinni þegar slegið skal. Kristinn Magnússon 75 ár eru liðin frá því að Föðurlandsstríðinu mikla lauk. Það er oft sagt að stríðið hafi markað djúp spor í sögu hverrar fjöl- skyldu. Í þessum orð- um felast örlög millj- óna manna, þjáningar þeirra og sársauka- fullur missir. Stolt, sannleikur og minning. Foreldrar mínir upplifðu skelfi- legar þrekraunir í umsátrinu um Leníngrad. Vítja, bróðir minn, lést aðeins tveggja ára en mamma mín lifði af fyrir kraftaverk. Faðir minn hafði lausn frá herskyldu en hann, líkt og milljónir sovéskra borgara, bauð sig fram sem sjálfboðaliða til að verja heimaborg sína og særðist illa í orrustu. Ábyrgð okkar gagnvart bæði for- tíðinni og framtíðinni felst í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ægilegar hörmungar af þessu tagi endurtaki sig ekki. Þess vegna taldi ég það vera skyldu mína að birta grein um heimsstyrjöldina síðari og Föðurlandsstríðið mikla. Að vanrækja lærdóm sögunnar getur haft í för með sér þungar af- leiðingar. Við munum standa dyggi- lega vörð um sannleikann sem kem- ur fram í skjalfestum sögulegum staðreyndum og halda áfram að segja frá atburðum heimsstyrjaldar- innar síðari með heiðarlegum og óhlutdrægum hætti. Móðgun og háð við minninguna er ekkert annað en níðingsverk. Slíkt níðingsverk getur verið framið af ásetningi, í hræsni og meðvitað, þeg- ar í yfirlýsingum í tilefni af 75 ára af- mæli stríðsloka er minnst á alla þátt- takendur í bandalaginu gegn Hitler nema Sov- étríkin. Framlag Sovétríkj- anna og Rauða hersins var gríðarlega mikil- vægt og átti afgerandi þátt í sigrinum gagn- vart nasismanum þrátt fyrir að nú til dags sé verið að reyna að sýna fram á annað. Þann 28. apríl 1942 sagði Roose- velt í ávarpi sínu til bandarísku þjóðar- innar: „Rússneski herinn hefur út- rýmt og eyðilagt og heldur áfram að útrýma og eyðileggja meira af mannafla, flugvélum, skriðdrekum og fallbyssum hins sameiginlega óvinar okkar en allar aðrar samein- aðar þjóðir samanlagt“. Churchill skrifaði í bréfi sínu til Stalín 27. september 1944 að það væri „einmitt rauði herinn sem rifi innyflin úr þýsku hervélinni …“ Næstum því 27 milljónir sovéskra borgara létu lífið á vígstöðvunum og í þýskri stríðsfangavist, dóu úr hungursneyð og í loftárásum, í gettóum og líkbrennsluofnum í út- rýmingarbúðum nasista. Sovétríkin misstu sjöunda hvern ríkisborgara sinn á meðan Bretland missti einn af 127 og Bandaríkin einn af 320. Því miður eru þessar tölulegu upplýs- ingar um þungan og óbætanlegan mannskaða Sovétríkjanna ekki endanlegar. Fram undan er ítarleg vinna við að varpa ljósi á nöfn og ör- lög allra sem létu lífið: hermanna Rauða hersins, andspyrnumanna, meðlima hulduhersins, stríðsfanga og vistmanna í fangabúðum, óbreyttra borgara sem féllu fyrir hendi refsisveita. Það er skylda okkar. Sigurinn er afrakstur aðgerða allra landa og þjóða sem börðust gegn sameiginlegum óvini. Breski herinn varði föðurland sitt gegn inn- rás og barðist við nasista og leppríki þeirra í Miðjarðarhafi og Norður- Afríku. Hersveitir Bandaríkja- manna og Breta frelsuðu Ítalíu og opnuðu aðra víglínu úr vesturátt. Bandaríkin unnu mikinn og banvæn- an skaða á árásarher í Kyrrahafi. Við munum eftir gríðarlegum fórn- um kínversku þjóðarinnar og mikil- vægu hlutverki hennar í sigri á jap- önskum hernaðarsinnum. Við gleymum heldur ekki „stríðandi Frökkum“ sem sættu sig ekki við skammarlega uppgjöf og héldu áfram að berjast við nasista. Við erum einnig í ævarandi þakkarskuld við Bandamenn sem veittu Rauða hernum aðstoð með sendingum á skotfærum, hráefni, vistum og búnaði. Sú aðstoð var áþreifanleg og nam hér um bil sjö prósentum af allri hernaðarfram- leiðslu í Sovétríkjunum. Bandamenn stofnuðu í samein- ingu Alþjóðaherdómstólinn sem hafði það hlutverk að rétta yfir stjórnmála- og herglæpamönnum meðal nasista. Úrskurðir dómstóls- ins fela í sér skýrt lagalegt mat á glæpum gegn mannkyni á borð við þjóðarmorð, þjóðernis- og trúar- hreinsanir, gyðingahatur og útlend- ingaandúð. Dómstóllinn í Nürnberg hefur fordæmt með skýrum og ótví- ræðum hætti vitorðsmenn nasista og samverkamenn þeirra af ýmsum toga. Afstaða okkar er enn óbreytt í dag. Glæpsamlegar gjörðir vitorðs- manna nasista eiga sér enga réttlæt- ingu eða fyrningarfrest. Þess vegna vekur það furðu þegar sum lönd upphefja þá sem hafa átt samstarf við nasista og uppgjafarhermenn í heimsstyrjöldinni síðari. Ég tel það vera óásættanlegt að leggja að jöfnu frelsishermenn og hernámsliðið. Ég get ekki litið á vegsömun á sam- verkamönnum nasista öðruvísi en svik við minningu feðra og forfeðra okkar. Þetta eru svik við þær hug- sjónir sem sameinaðar þjóðir áttu í baráttunni gegn nasisma. Stórveldin, sigurvegararnir í stríðinu, eftirlétu okkur kerfi sem varð holdgervingur þess sem menntamenn og stjórnmálamenn höfðu stefnt að um nokkurra alda skeið. Ráðstefnur í Teheran, Jalta, San Francisco og Potsdam hafa skapað grundvöll að því að heim- urinn, þrátt fyrir skarpan ágreining, hefur verið laus við allsherjarstríð í 75 ár. Hætt er við því að sú endurskoðun sögunnar sem farið er að verða vart á Vesturlöndum, fyrst og fremst í því sem snýr að heimsstyrjöldinni síðari og afleiðingum hennar, geti orðið til þess að brengla gróflega skilning fólks á þeim lögmálum frið- samlegrar þróunar sem voru mótuð á ráðstefnunum í Jalta og Teheran 1945. Sá þýðingarmikli sögulegi ávinningur náðist með þeim ákvörð- unum sem teknar voru í Jalta og á þeim tíma að búa til kerfi sem gerði stórveldunum kleift að halda áfram á braut viðræðna við lausn deilu- mála. 20. öldin hafði í för með sér mikil átök á heimsvísu en árið 1945 urðu þáttaskil þegar kjarnorkuvopn komu til sögunnar sem höfðu getu til að eyðileggja jörðina. Með öðrum orðum var það orðið alltof varasamt að beita valdi við lausn deilna. Það skildu sigurvegarar í heimsstyrjöld- inni síðari. Þeir skildu það mjög vel og gerðu sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart mannkyninu. Ný valdabarátta hófst á heimsvísu næstum því um leið og heimsstyrj- öldinni síðari lauk og var hún býsna grimm á köflum. En sú staðreynd að kalda stríðið varð ekki að þriðju heimsstyrjöldinni sýndi með sann- færandi hætti hversu skilvirkir samningarnir voru sem þríeykið mikla (leiðtogar bandalagsþjóðanna) gerði sín á milli. Hegðunarreglur sem samið var um við stofnun Sam- einuðu þjóðanna gerðu í kjölfarið mögulegt að draga úr áhættu og hafa stjórn á deilum. Sú úrvinnsla sem fór fram í kjöl- far heimsstyrjaldarinnar síðari hef- ur haft afgerandi áhrif á þróun al- þjóðasamskipta. Jafnvel djúpstæður ágreiningur – geópólitískur, hug- myndafræðilegur eða efnahagslegur – kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að finna leiðir fyrir friðsamlega sam- búð og samstarf, óski menn þess. Með sameiginlegt sögulegt minni að leiðarljósi getum við og verðum að treysta hvert öðru. Þetta skapar traustan grundvöll fyrir sameigin- legar aðgerðir í þágu aukins stöðug- leika og öryggis í heiminum, far- sældar og velfarnaðar allra þjóða. Það er sameiginleg skylda okkar og ábyrgð gagnvart heiminum, núlif- andi og komandi kynslóðum. Eftir Vladimir Pútín » Jafnvel djúpstæður ágreiningur – geó- pólitískur, hugmynda- fræðilegur eða efnahags- legur – kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að finna leiðir fyrir friðsamlega sambúð og samstarf, óski menn þess. Vladimír Pútín Höfundur er forseti Rússlands. 75 ár frá Sigrinum mikla – sameiginleg ábyrgð gagnvart sögunni og framtíðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.