Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Eins og staðan er í dag eru fjögur úrvalsdeildarlið í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Þrjú kvennalið, Breiðablik, Fylkir og KR og eitt karlalið, Stjarnan. Maður breytir ekki því liðna, eins og apinn Rakifi sagði svo eftirminnilega í Disney-myndinni Konungi ljónanna árið 1994. Maður veltir því fyrir sér, því það er alltaf hægt að vera vitur eftir á, hvort hlutirnir hefðu ver- ið gerðir öðruvísi ef fólk hefði verið meðvitað um útkomuna. Ég gef mér það að svarið við þessari spurningu sé einfalt já enda ekki beint óskastaða hjá neinu liði. Það verður einnig áhugavert að sjá hvernig liðin munu koma út á völlinn eftir tveggja vikna hlé. Fyrstu leikir tímabilsins eru ekki síst mikilvægir enda tekur alltaf tíma að koma sér í gang og finna taktinn. Kvennalið Breiðabliks mun berjast við Valskonur um titilinn og að missa Hlíðarendaliðið sex stig- um fram úr sér getur ekki verið þægilegt snemma móts. Gróttumenn sýndu frábært frumkvæði í gær þegar þeir lýstu því yfir að nýjasti leik- maður þeirra myndi fara beint í sóttkví við komuna til landsins. Hann verður í sóttkví eitthvað fram á næstu viku og missir því af næstu tveimur leikjum liðs- ins. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir Gróttuna og því er þetta einstaklega fagmannlega gert. Þau lið sem fengu til sín er- lenda leikmenn í glugganum eiga að sjálfsögðu að gera slíkt hið sama og Grótta er að gera, annað er fásinna. Það er allt of mikið undir til þess að taka ein- hverja óþarfa áhættu því að það þarf ekki nema eitt smit til þess að setja allt á hliðina eins og dæmin hafa sýnt. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Vivaldi-völlur: Grótta – HK................... L14 Extra-völlur: Fjölnir – Fylkir ............... L14 Meistaravellir: KR – Víkingur R .......... L17 Greifavöllur: KA – Breiðablik................ S16 1. deild karla, Lengjudeildin: Olísvöllur: Vestri – Grindavík ............... L14 2. deild karla: Fjarðab.höll: Fjarðabyggð – Víðir........ L13 3. deild karla: Fagrilundur: Augnablik – Höttur/Hug L13 Vopnafjarðarv.: Einherji – Reynir S L13.30 Sindravellir: Sindri – Elliði.................... L16 Sauðárkróksv.: Tindastóll – KFG ......... S19 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Vodafonev.: Völsungur – Fjölnir........... L16 2. deild kvenna: Vilhjálmsvöllur: FHL – HK................... S14 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára fer fram á Sauðárkróki um helgina. Keppni hefst klukkan 9 í dag og lýkur um kl. 16 á morgun. Á þriðja hundrað keppendur eru skráðir til leiks. UM HELGINA! FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is ÍA vann afar sannfærandi 4:1-sigur á meistaraefnunum í Val er liðin mættust í fyrsta leik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta á Hliðarenda í gærkvöld. Viktor Jónsson skoraði fyrsta mark ÍA strax á fjórðu mínútu og þegar flautað var til leiksloka var hann búinn að leggja upp þrjú til við- bótar á Tryggva Hrafn Haraldsson, Bjarka Stein Bjarkason og Steinar Þorsteinsson. Patrick Pedersen minnkaði muninn í 3:1 með eina marki Vals snemma í seinni hálfleik. Eru bæði lið með sex stig; tvo sigra og tvö töp. Valsmenn, sem flestir spáðu Íslandsmeistaratitlinum, hafa þar með tapað báðum heimaleikjum sínum til þessa. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá ÍA í sumar. „Skagamenn voru afar klókir í fyrri hálfleik, pressuðu vörn Vals- manna á hárréttum augnablikum og þegar þeir unnu boltann voru þeir beinskeyttir og sóttu hratt á ráð- þrota vörn Valsmanna. Fótbolti snýst fyrst og fremst um það að nýta færin sín og það gerðu leikmenn ÍA á meðan Valsmenn voru úti á túni fyrir framan markið,“ skrifaði Bjarni Helgason um leikinn á mbl.is.  Landsliðsmarkvörðurinn Hann- es Þór Halldórsson lék 350. deildar- leik sinn á ferlinum. Af þeim eru 170 í efstu deild hér á landi.  Birkir Már Sævarsson, félagi Hannesar í landsliðinu til margra ára, lék 100. leik sinn í efstu deild, en þeir hafa allir komið með Val.  Viktor Jónsson skoraði tíunda mark sitt í efstu deild. Fimm af þeim hafa komið fyrir Víking Reykjavík og fimm fyrir ÍA. Skagamenn völtuðu yfir ráðþrota Valsara  Viktor skoraði eitt og lagði upp þrjú  Valur án stiga á heimavelli í sumar Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Burst Sindri Snær Magnússon úr ÍA lætur Danann Patrick Pedersen hjá Val finna fyrir því á Hlíðarenda í gærkvöld í 4:1-sigri Skagamanna. Tindastóll gerði góða ferð í Foss- voginn og vann þar 2:1-sigur á Vík- ingi Reykjavík í Lengjudeild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Tinda- stóll er með sjö stig, eins og topplið Keflavíkur, tveimur stigum á undan Haukum og Gróttu. Aldís María Jó- hannsdóttir kom Tindastóli yfir á 27. mínútu en Rut Kristjánsdóttir jafnaði fyrir Víking tíu mínútum síðar og var staðan í hálfleik 1:1. Í seinni hálfleik voru gestirnir hins vegar sterkari og Murielle Tiernan og Laufey Harpa Halldórsdóttir tryggðu þeim góðan sigur. Tindastóll upp að hlið toppliðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Toppurinn Tindastóll fór upp að hlið Keflavíkur í toppsætinu. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hafnaði í öðru sæti á Leichtathletik-mótinu í Luzern í Sviss í gær. Ásdís kastaði lengst 61,32 metra, tæpum þremur metr- um styttra en þýski Evrópumeist- arinn Christin Hussong sem bar sigur úr býtum. Ásdís keppti á Bottnarydskastet-mótinu í Svíþjóð síðastliðinn sunnudag og kastaði þá 62,66 metra en Íslandsmet hennar er 63,43 metrar. Það setti hún árið 2017. Annika-Marie Fuchs frá Þýskalandi varð þriðja með kast upp á 59,03 metra. Í öðru sæti á eftir Evrópumeistara Ljósmynd/Guðmundur Karl Spjót Ásdís varð önnur á eftir Evrópumeistaranum í Sviss. VALUR – ÍA 1:4 0:1 Viktor Jónsson 4. 0:2 Tryggvi Hrafn Haraldsson 29. 0:3 Bjarki Steinn Bjarkason 38. 1:3 Patrick Pedersen 51. 1:4 Steinar Þorsteinsson 73. MM Viktor Jónsson (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) M Steinar Þorsteinsson (ÍA) Sindri Snær Magnússon (ÍA) Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Marcus Johansson (ÍA) Patrick Pedersen (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Sebastian Hedlund (Val) Dómari: Egill Arnar Sigurþórss. – 6. Áhorfendur: 922.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein um leikinn – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. Fjölnir gæti teflt fram ungverska knattspyrnumanninum Péter Zac- hán gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla í dag en hann fékk leikheim- ild með Grafarvogsliðinu í gær. Zachán er 22 ára gamall miðvörður sem kemur frá Paksi í efstu deild Ungverjalands en hann á að baki leiki með 21-árs landsliði þjóðar sinnar. Viðureign Fjölnis og Fylkis hefst klukkan 14 á Extra-vellinum í Grafarvogi. Ungverji til Fjölnismanna Framarar eru með fullt hús stiga í Lengjudeild karla í fótbolta eftir 1:0- sigur á Aftureldingu á Framvelli í gærkvöld. Albert Hafsteinsson, sem kom frá ÍA fyrir tímabilið, skoraði sigurmark Fram á 56. mínútu. Afturelding er enn án stiga. Fram lék síðast í efstu deild árið 2014 en þá féll liðið ásamt Þór Akureyri. Þór er einnig með fullt hús stiga eftir sigur á Þrótti á fimmtudag. Eyjamenn eru sömuleiðis með fullt hús stiga eftir 2:0-sigur á Vík- ingi Ólafsvík. Enski framherjinn Gary Martin skoraði bæði mörk Eyjamanna í seinni hálfleik. Hefur Martin skorað níu mörk í fimm leikj- um í sumar, sex af þeim í tveimur bikarleikjum og þrjú í deildinni. Martin hefur alls skorað 22 mörk í 28 leikjum í 1. deildinni, en hann lék þar fyrst með ÍA frá 2010 til 2011. Víkingur Ólafsvík er með þrjú stig. Þá var gærkvöldið afar gott fyrir Leiknisliðin tvö. Leiknir Fáskrúðs- firði vann fyrsta sigur sinn í deild- inni í sumar er liðið gerði góða ferð til Grenivíkur og vann 2:0 gegn Magna. Fyrirliðinn Arkadiusz Jan Grzelak gerði bæði mörk Leiknis. Það fyrra kom úr víti á 15. mínútu og það síðara á 58. mínútu er hann inn- siglaði góðan sigur. Magni er enn án stiga. Leiknir kom upp úr 2. deild- inni síðasta sumar og er sigurinn sá fyrsti hjá liðinu í 1. deild síðan 2017. Leiknir úr Reykjavík er með sjö stig eftir góða ferð til Keflavíkur. Dagur Austmann Hilmarsson kom Keflavík yfir með sjálfsmarki á 35. mínútu en tvíburabróðir hans Máni Austmann Hilmarsson jafnaði á 55. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Daníel Finns Matthíasson sigurmarkið, 2:1. Er Leiknir eina taplausa lið deildarinnar sem ekki er með fullt hús og því í fjórða sæti. Keflavík er með sex stig, en liðið var með fullt hús stiga fyrir gærkvöldið. Lokaleikur umferðarinnar fer fram á Ísafirði í dag klukkan 14 er Vestri og Grindavík mætast. Þrjú lið með fullt hús stiga  Fram og ÍBV upp fyrir Þór Akureyri á markatölu  Leiknisliðin unnu bæði Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kassinn Magnús Þórðarson úr Fram tekur við boltanum með brjóstkass- anum. Kristján Atli Marteinsson úr Aftureldingu fylgist með í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.