Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ófáir skipuleggjendur listviðburða hafa þurft að bregðast við óvæntum aðstæðum undanfarna mánuði. Þeirra á meðal eru sýningarstjór- arnir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, safn- stjóri Gerðarsafns, og Brynja Sveinsdóttir sem hafa sett saman samsýninguna Þegar allt kemur til alls. Sýningin opnar í dag, laugar- daginn 4. júlí, á Gerðarsafni. „Þessi sýning kemur eiginlega upp vegna þess að við lentum bæði í Covid og verkfalli fyrr í vetur. Við þurftum að fresta þremur sýningum. Helmingurinn af þeim listamönnum sem áttu að sýna búa erlendis þannig við þurftum að bregðast skjótt við og ákváðum að setja upp sýningu sem er viðbragð við aðstæður í samfélaginu þessa stundina, hug- leiðing um það sem máli skiptir fyrir núið, og innlegg í samtölin sem eiga sér stað þessa dagana um hvað drífur samfélagið áfram og hvað skiptir okkur máli. Við Brynja settumst niður og völdum verk út frá því, verk sem sýna fegurðina í hversdagsleikanum, léttleika, húmor og leikgleði,“ segir Jóna Hlíf. Til sýnis verða verk eftir tólf ís- lenska samtímalistamenn. Það eru þau Anna Hrund Másdóttir, Arna Óttarsdóttir, Gjörningaklúbburinn (Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir), Guðjón Ketilsson, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Klængur Gunnars- son, Kristín Dóra Ólafsdóttir, Logi Leó Gunnarsson, Ragnheiður Káradóttir, Una Björg Magnús- dóttir og Þór Sigurþórsson. Öll verkin hafa verið sýnd áður, en eru þó nokkuð nýleg, þau elstu um 11 ára gömul. „Það er gaman að geta gefið verkum nýtt líf og sýna þau í nýju samhengi.“, segir hún. Að sögn Jónu eru verkin nokkuð ólík en mörg þeirra tala vel saman. Hún segir hreyfingu einkenna sýn- inguna. „Mörg verkanna hreyfast og fá líkamann til að bregðast við.“ Eitt verkanna sem er í miklu uppá- haldi hjá Jónu er verk eftir Önnu Hrund Másdóttur. „Það er dans- andi hilla með mjög skemmtilegum og fallegum, hversdagslegum hlut- um. Það er frábært verk sem fær öll skynfærin til að gleðjast.“ Opnun sýningarinnar verður nokkuð óhefðbundin vegna farald- ursins. Það verður engin formleg opnun eins og venjan er þegar um sýningar af þessu tagi er að ræða heldur verður ókeypis aðgangur allan daginn í dag og listamanna- spjall kl. 15. „Við viljum sýna ábyrgð og ekki taka þá áhættu að of margir komi saman á þessum óvissutímum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýningarstjórar „Við settumst niður og völdum verk sem sýna fegurðina í hversdagsleikanum, léttleika, húmor og leikgleði,“ segir Jóna Hlíf (t.h.) um samstarf þeirra Brynju Sveinsdóttur. Til vinstri er verk Gjörningaklúbbsins. Sýna fegurðina í hversdagsleikanum  Sýningin Þegar allt kemur til alls opnuð í Gerðarsafni Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Jaðarlistahátíðin Reykjavík Fringe hefst í þriðja sinn í dag, laugardag- inn 4. júlí, og verður þétt dagskrá til 12. júlí. Viðburðirnir, sem spanna allt frá uppistandi, myndlistarsýn- ingum, kabarettum, dragi og leik- listarsýningum til gjörninga hvers konar, eru yfir fimmtíu talsins, ef með eru talin erlend verk sem sýnd verða í streymi. Þó segir hátíðar- stjórinn Nanna Gunnars að hægt sé að ná að sjá allar sýningarnar sem í boði verða á hátíðinni ef maður skipuleggur sig vel og það hyggst hún sjálf gera. Viðburðirnir dreifast á nokkra staði í miðborg Reykjavíkur: The Secret Cellar, Tjarnarbíó, Hlemmur Square Hotel, Gallerí Fold og Hard Rock Café. Auk þess verða einstaka viðburðir hjá Samtökunum ’78 og húðflúrstofunni White Hill Tattoo á Laugaveginum. „Við leggjum áherslu á að þetta sé allt í göngufæri og að við séum með tvær aðal- miðstöðvar, önnur er í Lækjargöt- unni og hin við Hlemm,“ segir Nanna. Streymi frá ýmsum löndum Brugðið var á það ráð vegna kófs- ins að sýna verk erlendra listamanna, sem komast ekki til landsins, í streymi. Venjulega koma listamenn víða að á hátíðina en nú verður verk- um streymt frá ýmsum löndum, með- al annars Ítalíu, Finnlandi, Svíþjóð, Bretlandi, Bandaríkjunum og Ísrael. Opnunarveisla hátíðarinnar fer fram í kvöld, laugardaginn 4. júlí, á Hótel Hlemmur Square og hefst með opnunarsýningunni CRAPSHOOT! Or Why Al Voted For Trump: A Love Story sem verður sýnd í streymi frá San Diego kl. 19. Fleiri spennandi við- burðir verða þetta kvöld og geta gest- ir meðal annars séð dragsýningu frá Drag-súgi og nælt sér í húðflúr hjá White Hill Tattoo. Annað kvöld, sunnudaginn 5. júlí, verður forsýningarkvöld haldið á Hard Rock Café. „Það er einn af mínum uppáhaldsviðburðum. Þá koma allir saman. Fram að því er maður bara búinn að sjá nöfnin á blaði en þarna fær maður smá til- finningu fyrir því hversu fjölbreytt hátíðin er og hverju maður hefur áhuga á,“ segir Nanna. Hver lista- maður fær tvær mínútur til að kynna sitt atriði. „Það veit í rauninni eng- inn fyrir fram hvað er að fara að ger- ast á þessu kvöldi, ekki einu sinni við skipuleggjendurnir.“ Lærir á nýja miðla Nanna segir að á hátíðinni í ár sé lögð áhersla á að koma listafólki aft- ur af stað eftir faraldurinn. „Það er meira um verk í vinnslu. Fólk hefur ekki komist í æfingahúsnæði og hef- ur þurft að aðlaga verkin sín að breyttum aðstæðum.“ Nanna nefnir sem dæmi verk leikhópsins Spindrift Theatre sem átti að vera sviðsverk en ein listakonan er búsett í Finn- landi og önnur í New York, svo þær komast ekki til þess að sýna verkið. „Þær eru búnar að gera vídeóverk og hafa haft rosalega gaman af. Fólk er að læra inn á nýja miðla og ég held það verði athyglisvert að sjá hvernig fólk nýtir sér streymið. Sumir eru að gera það á mjög skemmtilegan máta og nota streym- ið á gagnvirkan hátt.“ Nanna segir skipulagninguna hafa gengið upp og ofan en nú sé þetta allt að smella saman. „Við ákváðum strax að halda hátíðina, ég hélt að ástandið myndi verða svona allt í lagi hér á landi og það hefur gengið eftir, enn betur en maður bjóst við. Við er- um bara að kýla á þetta en dagskráin er búin að breytast kannski svona fimmtán sinnum,“ segir hún og hlær. Nanna segist halda að þátttak- endur séu þakklátir fyrir að hátíðin verði haldin og að þeir fái tækifæri til að vinna að sýningum. „Ég vona að áhorfendur taki vel í það líka.“ Trúður Úr The Clown on the Fifth Floor, einu þeirra verka sem verður streymt á hátíðinni. Yfir 50 verk verða sýnd, sum á sviði og önnur í streymi. „Erum bara að kýla á þetta“  Hátíðin Reykjavík Fringe hefst í dag Fiðluleikarinn Una Sveinbjarnar- dóttir heldur stofutónleika í Grön- dalshúsi við Fischersund í dag, laugardaginn 4. júlí kl. 14. Á efnis- skrá verða meðal annars tvær af einleikspartítum Johanns Sebastian Bachs. Una mun einnig spinna út frá partítunum á fiðlu Benedikts Gröndals sem fjölskylda hans gaf húsinu. Skáldið, lista- og fræðimað- urinn Benedikt bjó í Gröndalshúsi síðustu 20 ár ævinnar og þar er sýn- ing um ævi hans og störf. Una er vel þekkt fyrir fiðluleik sinn og tónsmíðar. Hún hefur með- al annars gefið frá sér plötuna Um- leikis og samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir. Una er meðal stofn- enda strengjakvartettsins Sigga og er konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur. Una spilar á fiðlu Benedikts Gröndals Ljósmynd/Ágúst Atlason Tónleikar Una Sveinbjarnardóttir mun flytja partítur í Gröndalshúsi. Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is TENGISTYKKIN DVERGARNIR R Skoðið nýju heimas íðuna islands hus.is FÁST Í BYGGINGA-VÖRUVERSLUNUM Sérsmíðuð tengistykki á dvergana léttir vinnuna – margar tegundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.