Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 48
Útsalan er eingöngu í Kringlunni 552 2201 Kringlunni 552 8600 útsala 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Hljómsveitin ADHD kemur fram í stofunni á Gljúfra- steini á morgun, sunnudag, og hefjast tónleikarnir klukkan 16. Á undanförnum áratug hefur hljómsveitin komið fram á tónleikum víða um lönd og alls staðar vakið athygli fyrir einstakan stíl og tónleikaflutning. Hljómsveitin gaf á síðasta ári frá sér sjöundu breiðskíf- una, ADHD 7, og hefur hún hlotið mikið lof. Hljómsveit- ina skipa bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir, á saxófón og gítar, Matthías M.D. Hemstock á trommur og Tómas Jónsson á alls kyns hljómborð. ADHD kemur fram á tónleikum á Gljúfrasteini á morgun LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Skagamenn unnu óvæntan en sanngjarnan sigur á Valsmönnum, 4:1, þegar liðin mættust í fyrsta leik fjórðu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta á Hlíðarenda í gærkvöld. Viktor Jónsson var í aðal- hlutverki hjá Skagamönnum, en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp hin þrjú. »41 Magnaður sigur Skagamanna gegn Val á Hlíðarenda ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eyjafjallajökull hefur sterkan svip og tekur sífelldum og endalausum breytingum. Þar ráða veðráttan og birta miklu; stundum lítur jökullinn talsvert öðruvísi út um miðjan dag en að morgni. Fyrst eftir eldgosið fyrir tíu árum voru fannir hans ösku- svartar í langan tíma og gáfu í kjöl- farið talsvert eftir vegna bráðnunar. Mér finnst áhugavert að fylgjast með þessari framvindu,“ segir Sig- rún Jónsdóttir, myndlistarkona á Ásvelli í Fljótshlíð. Kemur af sjálfu sér Úr birturíkri vinnustofu Sigrúnar blasa við Fljótshlíðin, Eyjafjalla- jökull og Vestmannaeyjar. Teikn- ingin í þessu umhverfi er sterk og listakonan segir hana í rauninni búa í undirmeðvitund sinni. „Ég er frá Lambey, sem er hér næsti bær, og hef búið nánast alla tíð. Jökullinn var áberandi þegar litið var út um gluggann á herberginu á æsku- heimili mínu og ég hef hann enn fyr- ir augunum alla daga. Eðlilega hefur þetta áhrif. Margar myndanna sem ég mála eru einmitt af keilulaga jökl- inum eða skírskota til hans á ein- hvern hátt. Þetta kemur nánast af sjálfu sér,“ segir Sigrún. Á fallegri mynd Sigrúnar sem hún kallar Stuðningur eru faðir og sonur saman að gróðursetja og hvað annað en Eyjafjallajökull er í baksýn. „Reyndar var myndin talsvert öðru- vísi í fyrstu drögum. Bakgrunnurinn var hlutlaus blár himinn og staðsetn- ingin óráðin. Þegar á leið fannst mér hins vegar sem eitthvað vantaði og þá smellti ég jöklinum þarna inn, sem kemur vel út,“ segir Sigrún. Pýramídinn er framar „Svo er hér önnur mynd þar sem horft er til jökulsins en framar er Stóri-Dímon; pýramídinn hér á aur- unum. Í mörgum myndum birtast heimahagarnir svona og ég flý þá ekki. Mér finnst líka alltaf skemmti- legast að mála land, umhverfi og myndir með náttúrustemningu.“ Flestar myndir sínar vinnur Sig- rún í akrýl, þó að hún grípi líka stundum í olíulitina. „Akrýllinn er fljótari að þorna og af því ræðst valið. Já, mér finnst ákaflega gott að eiga athvarf hér á vinnustofunni, þetta er besta hugleiðsla sem hugast getur,“ segir Sigrún, sem lauk námi frá Myndlistar- og handíðarskóla Ís- lands árið 1997 og starfar sem grunnskólakennari á Hvolsvelli. Myndlistin hefur þó jafnan verið hennar hálfa líf, en faðir hennar Jón Kristinsson, gjarnan nefndur Jóndi í Lambey, var þekktur myndlistar- maður á sinni tíð. List í blóði systkina „Systur mínar tvær, Þórhildur og Katrín, sem báðar búa á höfuð- borgarsvæðinu, hafa verið í mynd- list. Einhverju sinni ræddum við að halda saman sýningu – þá jafnvel með Þorsteini bróður okkar sem er garðyrkjumaður á Hvolsvelli og hef- ur lagt sig eftir því að höggva mynd- ir í stein. Listin er í blóði okkar allra,“ segir Sigrún að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Listakona Sigrún Jónsdóttir í trjálundi sínum í Fljótshlíðinni hér með tvö falleg málverk úr nærumhverfi sínu. Teikningin er sterk  Eyjafjallajökull í undirmeðvitund listakonu í Fljótshlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.