Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Annað veifið beinist athygliskákáhugamanna að þvíeina afbrigði skákar-innar sem kennt er við Ísland, þ.e. „Íslenska bragðinu“, sem kemur upp eftir þrjá leiki en hefst með Skandinavíska leiknum: 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. c4 e6!? Í þessari furðulegu byrjun gefur svartur peð og virðist engu skeyta þó að hvítur myndi sterkt peða- miðborð. Félagarnir Hannes Hlíf- ar Stefánsson, Þröstur Þórhalls- son og Davíð Ólafsson og sennilega einhverjir fleiri tefldu svona með góðum árangri á ní- unda áratug síðustu aldar. Þröstur sagði mér að hann hefði lært þetta af Jökli Kristjánssyni á skák- námskeiði sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri fyrir 40 árum eða svo. Það blundar alltaf sú von í brjósti þeirra sem hrífast af gambítum að vinna eftir stutta en snarpa orrustu og það gerðist ótrúlega oft. Davíð vann t.a.m. miðsysturina Sofiu Polgar í 25 leikjum á Reykjavíkurmótinu 1988 en nokkru áður hafði Þröstur mát- að þrautreyndan alþjóðlegan meistara Dana í 19 leikjum á opnu skákmóti í Noregi: Opna mótið í Gausdal 1987: Erling Mortensen – Þröstur Þórhallsson Íslenska bragðið 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. c4 e6 4. dxe6 Bxe6 5. Rf3 Rc6 6. d4 Bb4 7. Rc3 Re4 8. Bd2 Rxd2 9. Dxd2 De7 Hér er ein aðalhugmynd svarts komin fram, svartur hótar 10. … Bxc4+ og undirbýr jafnframt langa hrókun. 10. De3 0-0-0 11. 0-0-0 Hhe8! Það er nánast ófrávíkjanleg regla varðandi þetta „bragð“ að skeyta því engu þó að hvítur nái að leika d4-d5. 12. d5 Bxc3 13. Dxc3 Rb4 Riddaranum er borgið í bili því að nú er hótunin 15. … Rxa2+ og drottningin fellur. 14. De5? Hyggst tálma samspil þungu fallstykkjanna en nauðsynlegt var 14. Db3 og staðan er í jafnvægi. 14. … Rxa2+ 15. Kb1 Rb4 16. Be2 Reynir að koma einhverju skikki á liðskipan sína en svartur lumar á nýrri brellu … 16. … Bxd5! 17. Dxe7 Hxe7 18. Hhe1 Be4+ 19. Kc1 Ra2 mát. „Sjálfsmark“ heimsmeistarans Þó að finna megi leikaðferðir í knattspyrnu sem eiga sér einhvers konar hliðstæðu í skákinni, t.d. broddgaltaruppstillingu sem svo er nefnd og byggist á því að ná að stilla hvorki peðunum né léttu mönnunum framar en á sjöttu eða þriðju reitaröð eftir atvikum og ná þannig að verjast öllum atlögum og brjótast síðan fram þegar færi gefst, er fátt annað sem kemur í hugann. Nema kannski sjálfsmark. Á dögunum skoraði heimsmeistar- inn nefnilega „sjálfsmark“ í einvígi sínu við Liren Ding í „Chessable masters“, móti sem fram fer þessa dagana á netinu. Málavextir voru þeir að í jafnteflisstöðu rofnaði samband við Kínverjann sem féll á tíma og Magnús fékk vinninginn. Í næstu skák skilaði Magnús þessu „ódýra marki“. Leikir féllu þann- ig: Liren Ding - Magnús Carlsen: 1. c4 e6 2. g3 Dg5 3. Bg2 Dxd2+ 4. Dxd2 - og svartur gafst upp. Í knattspyrnu hefur það hent að menn slysist til að skora hjá mót- herjanum þegar meiningin hafði verið senda boltann til baka sam- kvæmt ákveðnu „samkomulagi“ en þá jafna menn yfirleitt reikn- ingana með því að skora strax í eigið mark. Þó ekki alltaf – eins og frægur leikur á Skaganum fyr- ir nokkrum árum sannar! Magnús er vel heima í málefnum knatt- spyrnunnar og gjörði rétt. Hann vann síðan Liren Ding örugglega, 6:3, og teflir til úrslita um helgina við Hollendinginn Anish Giri. „Íslenska bragðið“ alltaf vinsælt Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Útsjónarsamur Þröstur Þórhallsson við taflið í Hörpu. Árið 2020, þótt að- eins hálfnað sé, verður fært í sögubækur fyrir þá ógæfu, að þá hófst faraldur COVID-19- drepsóttarinnar með hraðsókn víða um ver- öld. Við lítum mest í baksýnisspegilinn þeg- ar vanda ber að hönd- um. Þá kemur upp sú íþyngjandi spurning, hvort ekki hefði mátti kveða niður eða hefta sýk- inguna í upphafi með öflugu samstarfi ríkja innan Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, WHO. Þótt spyrja verði að leikslokum, standa ís- lensk stjórnvöld og heilbrigðiskerfið uppi með pálmann eftir fyrstu lotuna í Covid-baráttunni. Það sýnir að á sviði heilsugæslu eru innviðir okkar sterkir en verða jafnframt að styðjast við öfl- ugt alþjóðlegt samstarf. Enn er Covid-faraldrinum sýnilega langt í frá að vera lokið; fjöldi smita á heimsvísu er 10 milljónir og dauðsföll um 500 þúsund. Leiðandi í fjölda smit- anna eru Bandaríkin, Brasilía og Rússland. Viðbrögð og aðgerðir landa eru ólík: Lokun landamæra, sam- komufrelsi og skólahald, einangrun aldraðra, m.a. sjálfskipuð og ekki hvað síst víðtækar skimanir. Af þessu eru Íslendingar reynslunni ríkari með sannkölluðu þjóðarátaki við að fylgja leiðbeiningum. „Þríeykið“ sem til þess var kallað að fræða og leiðbeina þjóð- inni með daglegum sjónvarpsþáttum fyrstu mánuðina, en síðan nokkuð færri, vinnur frábært starf, svo ekki sé minnst á spítalana og allt starfslið þeirra, Íslenska erfðagreiningu og fleiri og fleiri. Viðbrögð Íslendinga við þessum mikla vanda hafa því verið frábær og sýna einbeittan vilja til samstöðu þá kallið berst. En efnahagslegar afleið- ingar þessa válega faraldurs eru þá þegar miklar og gerir Hagstofan nú ráð fyrir 8% samdrætti í landsfram- leiðslu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 5% á heimsvísu með atvinnuleysið hér í methæð um 10%. Ef á verri veg fer með meiri og harðari Covid-sýkingar í alþjóðasamfélaginu, gagnstætt bestu vonum, er enginn undanþeginn. Verði þetta mestu erfiðleikar lýðveldistím- ans, er vert að minnast sjálfstæðisbar- áttunnar og óbilandi samstöðu þjóðar- innar. Einmitt sá andi hefur ríkt í baráttunni við Covid-faraldurinn. En vöntun á samstarfi varðandi faraldurinn endurspeglar þá al- þjóðlegu sundrung, sem þróast hefur á síðustu árum. Verður litið til Bandaríkjanna, sem lengi hafa gegnt forystu- hlutverki um hvort svo verði eftir þá fimm mán- uði sem eru til kosninga um forsetann og hluta þingheims? En hvernig sem fer er það þeirra verk að vinna við að móta og kynna stefnur risaríkisins í málum sem svo mjög hafa verið um- deild vestra. Má þar nefna samskiptin við hinn risann, Kína, vestrænt varn- arsamstarf, Rússland og loftslags- málin, að ógleymdum Austurlöndum nær. Vegna viðskipta- og efnahags- legra tengsla við Evrópusambandið hefur það sérstöðu um lífshagsmuni Ís- lands. Bretland, helsta viðskiptaland okkar, hverfur nú úr ESB, og verður fyrirsjáanlega við efnahagslegum sam- drætti. Hvort og hvernig það kann að hafa áhrif á stöðu Íslands hlýtur að vera óráðið mál þar til útgöngusamn- ingurinn liggur fyrir og þar með við- skiptafyrirkomulagið við öll önnur lönd. Því er ekki um annað að ræða en að beðið sé átekta um hvort enn haldist sú skipan heimsmála, sem kom með stofnun Sameinuðu þjóðanna og síðan þróaðist. En ekki ber að eyða áhuga og kröftum um of við það sem okkur er fjarri og utanríkisþjónustan hefur að starfi. Við höfum ærið verk að vinna á heimavettvangi. Sinna þarf þróun at- vinnuvega og byggja upp þá innviði sem þeir útheimta. En mestu máli skiptir að hvergi sé slakað á varðandi þann innvið sem er menntun nýrrar kynslóðar. Æskan má ekki verða við- skila við íslenska menningu og móð- urmálið, sem skilgreinir okkur sem Evrópuþjóð í fremstu röð frá fornu fari. Það þarf þjóðernislega vakningu! Innviðir Eftir Einar Benediktsson »Mestu máli skiptir að hvergi sé slakað á varðandi menntun nýrr- ar kynslóðar. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Páll fæddist 04.07. 1928 í Reykjavík. Hann var sonur Sveinbjörns Theodórs Jak- obssonar skipamiðlara og Kristínar Pálsdóttur konu hans. Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1947 og fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1950. Hann lauk magist- ersprófi í eðlisfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1955. Að loknu námi starfaði Páll við kjarnorkurannsóknastöðina í Risø 1955-58 og við Eðlis- fræðistofnun HÍ 1958-61. Páll var á meðal stofnenda Raf- agnatækni og starfaði þar 1961-63 er hann sneri aftur til starfa við HÍ, fyrst hjá Eðlis- fræðistofnun og síðar hjá Raunvísindastofnun. Hann var forstöðumaður Eðlisfræðistofu HÍ 1975-81. Páll hafði umsjón með þætt- inum Tækni og vísindi í Ríkis- útvarpinu 1961-71 og ritaði fjölda greina. Rannsóknir hans beindust einkum að mælingum á geislavirkum efnum og ritaði hann bókina Measurement of Weak Radioactivity sem kom út 1996. Síðustu árin fyrir and- lát sitt gerði hann rannsóknir á aldursgreiningum sýna í tengslum við tímasetningu landnáms Íslands. Eiginkona hans var Svandís Skúladóttir, f. 17.9.1929. Þau gengu í hjónaband 29. júlí 1953 og eignuðust fjögur börn. Páll Lést 8. janúar 2018. Merkir Íslendingar Páll Theo- dórsson Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Dvergshöfði 27, 110 Reykjavík Hringið og pantið skoðun Verð 600 m. Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Iðnaðar- verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Húsið stendur á norður horni Dvergshöfða og Höfðabakka. Stórt port með aðkomu frá Smiðshöfða. Stærð lóðar er 2,275 fm. Reykjavíkurborg hefur samþykkt rammaskipulag fyrir Ártúnshöfða þar sem lögð er áhersla á að Dvergshöfðinn verði endurhannaður sem borgargata með grænu yfirbragði, hjólastígum, gangstéttum, götutrjám og bílastæðum í göturýminu. Stærsti hluti húsnæðisins er í útleigu. Atvinnuhúsnæði - Stærð 2,380 fm TÆKIFÆRI FYRIR BYGGINGARAÐILA OG ÞRÓUNARFÉLÖG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.